Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 14
MENNING nútíma-byggingarlist á íslandi. Hins vegar er þjóðleg húsagerð afar athyglisverð, einkum torf- bæirnir. Fengum við góða innsýn r hefðbundna byggingarlist hjá Herði Ágústssyni." - Hvað er eftirtektarverðast við íslenska húsagerð nú á tímum? „Eflaust áherslan sem lögð er á innri gerð húsa. Innanhússarkit- ektúr og frágangur allur að innan er til fyrirmyndar og ber vott um vönduð vinnubrögð. Það er sjald- gæft að sjá slíkan frágang í frönskum húsum. Þar er meira lagt upp úr ytra útliti. Hér er eins og menn byggi fremur í samræmi við þarfir og notagildi. Ytra útlit skiptir minna máli og eru það heilbrigð sjónarmið." - En mœttu íslendingar ekki lcera ögn af Frökkum hvernig feg- ra skal borgir og bæi? Er Reykja- vík ekki dœmi um óskipulega og tœtingslega borg? „Okkur var sagt að Stór- Reykjavík væri jafnstór þeim níu bæjarfélögum sem mynduðu Par- ísarborg. Ef tekið er tillit til þess að í París búa um 25 sinnum fleiri íbúar, þá má til sanns vegar færa að Reykjavík sé of dreifð miðað við stærð. E.t.v. skortir fólk hér aukin samfélagsleg viðhorf. Öll þessi lágreistu einbýlishús bera vott um mikla og rótgróna ein- staklingshyggju. Það versta við dreift skipulag er hversu dýrt það er fyrir íbúa viðkomandi borgar. En burtséð frá þessu, þá eru ís- lendingar og íslenskir arkitektar blessunarlega lausir við ýmsa þá tilgerð sem nú ræður ríkjum í evr- ópskum arkitektúr." Að þora hið þjóðlega Post-modern- ismi o.fl. - Pið eruð ekki hrifin afþvísem kallað hefur verið post- modernismi í byggingarlist? „Nei, mest af þeirri byggingar- list er ofhlaðin og tilgerðarleg. Arkitektarnir hugsa um það eitt að reisa sjálfum sér minnis- varða.“ - En nú er ákveðinn mónum- entalismi ríkjandi í öllum eldri tíma arkitektúr í Frakklandi. Er post-modernisminn ekki endur- hvarf til hins hefðbundna món- umentalisma? „Vissulega voru slíkar áherslur ríkjandi í gamla daga, en þá voru konungar við völd. Þeir vildu að byggingar væru vitnisburður valda þeirra og glæsileika. En nú á tímum ættu að ríkja heilbrigðari og lýðræðislegri viðhorf. Við get- um ekki verið að reisa einhverjar Versalahallir nú á tímum.“ - „Eru ólík viðhorf ríkjandi í París og úti á landsbyggðinni? „Úti á landi eru víða ríkjandi ströng viðhorf varðandi hús- verndun. Reynt er að byggja á hefðbundnum forsendum og nota efnivið sem einkennir hvert hérað. Þannig ráða héraðssjón- armið meiru úti á landsbyggðinni en í París og nágrenni. Það er margt gott um þetta að segja, en stundum binda slík ákvæði hend- ur arkitekta um of og gera þeim erfitt fyrir. í Rúðu njóta menn þó nálægðarinnar við París varðandi nýjar hugmyndir, þótt miðborgin sé.reist á gömlum merg sem ekki verður hróflað svo mjög við.“ - En er ekki mikill flótti arki- tekta til Parísar úrþvíþarfá menn frjálsari hendur um gerð húsa? „Jú, en hún er einnig mettuð og því eru margir arkitektar og kennarar sem setjast að í ná- lægum borgum. Það er einn af kostum þess að læra arkitektúr í Rúðuborg, að þangað koma ark- itektar með ferskar hugmyndir og setjast að eða kenna við arki- tektaskólann. Það skiptir orðið litlu máli hvort menn taka lest klukkustundarferð frá París, því það tekur þá jafnlangan tíma að komast út í úthverfi borg- arinnar.“ -Að lokum, hafið þið haft gott af dvölinni hér? „Um það þarf ekki að spyrja. Vonandi fá þeir sem sækja um að fara til Rouen, jafnmikið út úr dvöl þar og við höfum fengið með dvöl okkar hér. -HBR í samkomuhúsinu Eyrarbakka sýnir Tolli (Þorlákur Kristinsson) 38 verk sem unnin eru á liðnum mánuðum. Tolli lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1983, en hélt síðan til Berlín- ar og stundaði þar framhaldsnám við Hochschulede Kunste. í Berl- ín tók hann þátt í samsýningu í Galerie Kleister og skömmu fyrir áramót hélt hann fyrstu einka- sýningu sína í húsakynnum Gúmmívinnustofunnar í Reykja- vík. Síðan hefur hann haldið einkasýningu í Safnhúsinu á Sauðárkróki, Alþýðubankanum í Reykjavík og á Café Gesti við Laugaveg. Tolli er ósvikinn expression- isti. Hraustlegt útlit mynda hans og nakið myndmál og myndefni gefa myndum hans hetjulegan svip í wagnerískri merkingu orðs- ins. Hann ber merki þess að hafa stundað nám hjá Karli Horst Hö- dicke, þeim snjalla læriföður Alfreð Flóki skreytir um þessar mundir Listmunahúsið með 43 teikningum eftir sig og eru mynd- irnar unnar með tússi, rauðkrít, svartkrít og litkrít. Þetta mun vera 12. einkasýning Alfreðs Flóka hér á landi, en hann hefur haldið fimm einkasýningar í Danmörku og tvær í New York. Við opnun sýningarinnar lék nýbylgjuhljóm- sveitin Oxmá og lamdi húð- strokka og Björk Gunnarsdóttir söng með sinni alkunnu lævirkja- rödd. Betur hefði farið á því að Klaus Kinski (auðvitað í hlutverki Nos- feratú) þendi orgel, en það hefur e.t.v. verið einhverjum tækni- legum vandkvæðum háð. Víst er að ungmennin voru í essinu sínu og höfðu prúðbúnir kokteil- þambarar ómælda ánægju af framtakinu. Sýning Flóka er fyrri sýningum lík að flestu leyti. Mest er af svartkrítarmyndum, en aðeins ein rauðkrítarmynd ef ég man rétt. Sem fyrr er það myndefnið sem mestu máli skiptir og allt „hinna heiftugu", en íslenskum sjónvarpssjúklingum gafst tæki- færi til að sjá og heyra viðtöl við tvo þeira í norskum þætti um myndbönd, ekki alls fyrir löngu. Það sem gerir myndir Tolla svo persónulegar er það að honum hefur tekist að yfirfæra Berlín- arstflinn yfir á íslensk yrkisefni og sérstæðan myndheim sinn. Þann- ig hefur hann losað sig undan skólabókinni og slegið tvær flugur í einu höggi; skapað sér eigin leið í málverkinu og fært okkur heim sanninn um það að íslensk náttúra búi yfir óþrjót- andi kraftir sem myndlistarmenn geti miðlað samlöndum sínum. Þannig tekur listamaðurinn sín fyrstu spor á veginum til eigin tjáningar og hefur sýnt að hann er engum háður í vali sínu á yrkis- efnum eða aðferðum. Með því að draga úr mesta ofsanum í ex- pressionismanum þýska, nálgast Tolli meira eigindir hins íslenska málverks og þá lýrísku þætti sem snýst um. Allt hið djöfullega er á sínum stað sem og hið soralega og ónáttúrulega. Flöturinn er alsett- ur hinum ýmsu táknum og hafa þau hinar margræðustu merking- ar. Öll tengjast táknin svarta- galdri og öðrum torræðum kabb- alafræðum, en þar mun Flóki vera hnútum kunnugur sem ófor- betranlegur „apprenti sorcier". Það reynist nefnilega erfitt fyrir listamanninn að hafa hemil á öllum þeim myndum sem gægjast úr fylgsnum hugarfóstursins og raunar taka þær öll völd og belgja sig út yfir pappírinn líkt og lista- maðurinn sé þræll þeirra. Mið- punkturinn er þó ávallt kven- maðurinn, eins og Flóki bendir sjálfur á í viðtölum. Konan er einhvers konar „alteregó" karl- mannsins og þess vegna tengja listmenn á borð við Flóka hana öllu illu og álíta hana sprottna af sjálfu hinu illa. Hún er í myndum íflóka flagðið sem leynist undir fögru skinni í garði hinna jarð- nesku lystisemda. Þar auglýsir hún líkama sinn með hjálp dólgs- ins sem yfirleitt er krypplingur í ávallt hafa verið fylgifiskur þjóð- legrar landslagsmálunar. Það eru fremur yrkisefnin sem eru þrótt- mikil, svo sem fuglabjargð eða birgið á Straumnesfjalli, heldur en aðferðin við málunina. Frekar mæti kalla hana leikandi og í besta falli lipra. Vissulega á Tolli langt í land með að verða meistari íslenskrar náttúru í verkum sínum. En ár- angur hans undanfarið ár hefur verið vægast sagt sannfærandi. Hann býr yfir miklu blæbrigða- ríkari sýn en áður og kemur það myndum Flóka (og verður því að láta sér nægja hlutverk áhorfand- ans). Ánnars væri það glapræði að ætla að elta uppi táknmálið í smáatriðum, enda sleppur Flóki hverjum þeim úr greip sem það reynir. Hann er eins og Loki í laxalíki, háll þeim sem hremma vill. Fyrir bragðið opnar list Flóka sig lítið sem ekkert en held- fram í næmu litaspili í bestu og jafnframt stærstu verkunum. Þá er táknmál hans heillandi og býð- ur upp á alls konar möguleika. Líkt og öll náttúrusýn hans er það sprottið úr séríslenskum veru- leika, þar sem bókin og ritlistin sitja í öndvegi. Sýning Tolla í samkomuhúsinu á Eyrarbakka ætti að færa mönnum heim sanninn um að hann er vaxandi listamaður með sanna og persónulega sýn. Hann þorir að velta við því þjóðlega, en þrátt fyrir það fellur hann ekki fyrir neinni þjóðrembu þótt sumar myndirnar gangi býsna langt í hina hefbundnu átt. Það er einmitt aðal góðra mynda að tefla á tæpasta vaðið, hvort heldur í myndmáli eða myndefni. Tolli hikar'ekki við að spranga í hæstu björgum varð- andi myndefnið og þar er að finna spennuna í list hans og væntan- lega einnig gæðin. HBR ur þess í stað áfram að vera sú hin sama og hún hefur alltaf verið. Það hefur þá hættu í för með sér að myndirnar fari að virka slæv- andi á taugakerfið. Þær vilja pipra, þar eð enginn nennir að dást eilíflega að því sem ekki kemur að einhverju leyti til móts við aðdáunina og gildir þá einu hve dularfullt og töfrandi það virkar. Meðalið gegn slíkri hættu er ekki þrenging, heldur útvíkkun. Flóki þyrfti að ráðast í gerð mynda með öðrum miðlum, s.s. olíu-, eða vatnslitum, ellegar annars konar beitingu þess efnis sem hann notar. Slíkt mundi rífa upp myndgerðina og gefa henni byr undir báða vængi. En sem stendur eru öll áhöld sum að myndir hans verði skúminu að bráð einkum ef ekki verður að gert. Það væri mikil synd, því hér fara miklir hæfileikar þrátt fyrir allt. HBR 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. ágúst 1985 Kjarvalsstaðir Þurrkrítarmyndir og olíumálverk Jón Reykdal opnar á morgun laugardag sýningu í vestursal Kjarvalsstaöa. Á sýningunni eru 64 myndir, olíumáiverk og fyrstu þurrkrítarmyndir sem Jón hefur gert. Flestar myndirnar eru gerðar á síð- ustu tveimur árum. Þetta er fjórða einkasýning Jóns en síðast sýndi hann í Norræna húsinu árið 1980. Þá hefur Jón tekið þátt í fjölda samsýn- inga bæði heima og erlendis. Kvennabúr meistara Flóka

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.