Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Refsiaðgerðir gegn Suður-Afrflcu Apartheid stefna suðurafrískra stjórnvalda á skilda fyrirlitningu alls heimsins. Meðferð hinna fimm miljón manna yfirstéttar á 25 miljónum blökkumanna hefur vakið ógeð og fyrirlitningu um alla veröld. Blökkufólki er haldið f járngreip- um hervalds, sem svokölluð „menningarríki“ á Vesturlöndum halda við með stöðugum vopna- sölum, og öll helstu mannréttindi einsog við þekkjum þau eru fótum troðin þegar hin svarta þjóð Suður-Afríku er annars vegar. Svertingjum er ekki einasta haldið við hungurmarkið með hraklegum launakjörum, þeim er einnig meinað að fara frjálsir ferða sinna, þeir fá ekki að mennta sig einsog hinir hvítu, og fá ekki einu sinni að vinna eða búa þar sem þeir vilja. Á síðustu áratugum hefur margsinnis legið við borð að ailsherjar bylting brytist út gegn hinum hvítu kúgurum. Með ótrúlegu ofbeldi, morðum, ránum og nauðgunum, hefur ræn- ingjastjórn yfirstéttarinnar þó ævinlega tekist að brjóta allar frelsunarhreyfingar á bak aftur. Morð af handahófi hafa verið notuð til að hræða og skelfa hina kúguðu svertingja frá því að rísa upp, leiðtogar fjöldahreyfinga í fæðingu hafa verið drepnir með pyntingum í fangelsum stjórnarinnar einsog Steve Biko, eða verið fang- elsaðir ævilangt einsog Nelson Mandela. Nú hillir hins vegar loksins undir það, að svartir suðurafríkumenn brjóti af sér hlekki kúg- unarinnar. Ólgan magnast dag frá degi, morð- unum fjölgar og frá því yfirstandandi hrina hófst hefur stjórnin drepið yfir 700 manna, og fang- elsað þúsundir. Hvernig getum við, sem teljum okkur styðja réttlætið og viljum jöfnuð allra manna án tillits til litarháttar, hjálpað hinum svörtu bræðrum okk- ar í Afríku? Flestir eru þeirrar skoðunar að besta vopn siðvæddra þjóða til að brjóta niður kynþáttaað- skilnaðarstefnuna, sé að beita efnahagslegum refsiaðgerðum. Úlfar í sauðargæru hafa hins vegar reynt að kæfa raddir sem mæla fyrir slík- um aðgerðum, og haldið því fram, að slíkt yrði svertingjum sjálfum í óhag, og væri þar að auki á móti þeirra eigin vilja. Þess vegna er fróðlegt að heyra hvað hinir kúguðu blökkumenn undir stjórn P.W. Botha segja sjálfir. Breska stórblaðið Sunday Times gerði fyrir skömmu könnun á viðhorfum þeirra til efna- hagslegra refsiaðgerða. Næstum helmingur þeirra, eða 48 af hundraði, voru þeirrar skoðun- ar að slíkar aðgerðir myndu gera svertingjum sjálfum erfiðar fyrir. Samt sem áður voru 77 af1 hundraði svertingjanna á þeirri skoðun að þjóðum heimsins bæri að setja slíkar að- gerðir á! Blökkumenn í Suður-Afríku eru með öðrum orðum reiðubúnir að taka á sig afleiðingar slíkra aðgerða, því þeir vita, að einungis með því að kippa fótunum undan efnahag hinnar hvítu yfir- stéttar er von til þess að takast megi að aflétta kúguninni. Þess vegna er það skoðun okkar að íslenska ríkisstjórnin eigi á vettvangi þjóðanna að styðja allar tillögur um refsiaðgerðir gegn Suður- Afríku, og beita sér þegar í stað fyrir því að íslensk fyrirtæki hætti öllum viðskiptum við Suður-Afríku. Það hlýtur að vera skýlaus krafa allra réttlátra íslendinga. íslenskt aparttieid Framkoma gagnvart föngunum fyrrverandi, sem Vernd ætlaði að hýsa í nýkeyptu húsi sínu á T eigunum, sýnir að það er víðar apartheid en í Suður-Afríku. Það er sannarlega harmsefni, hvernig fólk, sem vafalaust telur sig fylgja boð- orðum kristninnar í daglegu lífi, hefur komið fram við þessa menn, sem eru fullir vilja til að verða góðir og nýtir þegnar. Meira að segja borgarstjórinn sjálfur virðist telja þá óhæfa til að búa innan um annað fólk. Hann vill hýsa þá „annars staðar í borginni". Hvar annars staðar? Ef þeir eru ekki boðlegir borgurum Teigahverfis- ins, er þá Davíð Oddsson búinn að finna eitthvert annað hverfi, sem er nægilega „annars staðar“ og þá væntanlega nægilega „annars flokks“ til að tilvonandi gestum Verndar hlotnist sú náð að vera til? Afstaða Þjóðviljans er einföld: fangarnir fyrr- verandi hafa tekið út sína refsingu og teljast því hafa greitt sína skuld við þjóðfélagið að fullu. Þeir eiga fyllsta rétt á því að búa hvar sem þeim sýnist, og hvar sem Vernd kýs að búa þeim heimili. Ef við eigum að fara að draga fólk í dilka eftir þeim línum sem ýmsir íbúar Teiganna og borgarstjórinn í Reykjavík virðast ætla nota í þessu máli, hvar endum við þá? Verður þá ekki að koma þeim sem eru sjúkir á geði fyrir „ann- ars staðar", drykkjusjúklingum og öðrum sem um stundarsakir hafa lent í kreppu - langri eða skammri? Ætlar borgarstjórinn að fara að búa til reykvísk „gettó" fyrir þá sem í hans augum eru annars flokks borgarar? Við fangana fyrrverandi segjum við þetta: velkomnir aftur og gangi ykkur sem best - þið eruð fullt eins dýrmætir og við hin. -ÖS Ó-ÁLÍT Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreíðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsia: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Hú8mæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 31. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.