Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 15
Kvennarannsóknir - rœtt við Dagnýju Kristjánsdóttur sem flutti fyrirlestur um Konur og listsköpun á ráðstefnunni um kvennarannsóknir Nú stendur yfir í Odda, hug- vísindahúsi Háskóla íslands almenn ráöstefna um kvenn- arannsóknir. Á ráðstefnunni hafa og munu konur úr lög- ræði, líffræði, sagnfræði, félags- og sálfræði, guðfræði, bókmenntun, íslensku og fleiri greinum segja frá rannsókn- um sínum og niðurstöðum. Meðal þeirra sem fluttu erindi í gær um konur og bókmenntir var Dagný Kristjánsdóttir, lektor í íslensku í Osló og kom hún gagngert hingað til að flytjafyrirlestursem hún kall- aöi Konur og listsköpun. Blaðamaður náði tali af Dag- nýju og bað hana að segja lítilsháttarfrá innihaldi fyrrir- lestrarsíns. Konur skrifa miklu minna en karlmenn eða milli 5 og 25 pró- sent af því sem skrifað er, mis- munandi eftir bókmenntagrein- um. Þá vaknar spurningin - hvers vegna? Bent hefur verið á slæma að- stöðu kvenna, efnahags- og fé- lagslega og sagt hefur verið að það þurfí tíma, næði og peninga til að skrifa. En þetta eru ekki nægar skýringar á því hvers vegna konur skrifa svo lítið. Karlarnir eru líka blankir, aðstöðulausir og bera ábyrgð á fjölskyldum - en samt skrifa þeir. Þá getur maður leitað menningar- og sálfræði- legra skýringa. Og um það fjall- aði fyrirlesturinn sem ég var með. Ég reifaði nokkrar kenningar úr sálgreiningunni um konur og sköpunarþörf þeirra. Ég talaði aðeins um kenningar Freuds gamla um konur og listsköpun, um kenningar franska sál- greinandans Janine Chassguel- Smirgel og ameríska mannfélagsfræðingsins Nancy Codorow. Það má taka þessar kenningar saman í því að konur hafa alla jafna veika sjálfsvitund, draga ekki nógu skýr rnörk milli sín og annarra, eru ekki nógu sjálfstæðar. Ástæður þessa liggja náttúrlega í því að konur eru mótaðar sálfræði- og félagslega til að taka stöðugt þarfir annarra, barna og sambýlismanna, fram yfir sína eigin hagsmuni. Um leið eru allir sammáia um það að lista- menn verða að hafa sterka sjálfs- vitund og sjálfsafmörkun. Annar þáttur í sálarlífi kvenna er ákveðinn ótti við sköpunina. Ótti gagnvart sköpuninni er vel þekkt fyrirbæri meðal lista- manna, karla og kvenna, og er kannski í eðli sínu skiljanlegur ótti við hið óþekkta. Gabriel Garcia Marques kallar þetta ótt- ann við hina hvítu síðu, óskrifaða blaðið. En hjá konum getur þessi ótti orðið afar djúpstæður og lamandi. Ótti þeirra felst þá ekki Dagný Kristjánsdóttir: Ég held að allir séu orðnir leiðir á píslarvættistóninum... Ljósm. Sig. minnst í tilhugsuninni um eigin virkni, virkni sem ögrar föðurn- um og getur svipt þær ást hans, segir sálgreiningin. Og síðast en ekki síst hefur ver- ið talað um áhrif móðurhlut- verksins í skapandi starfi kvenna, flækjur og kiofning sem kemur upp vegna andstæðra krafna hlu- tverkanna. Þetta síðasta var ekki vandamál í augum Freuds, sem sagði að kona sem væri ánægð í móðurhlutverki sínu hefði hrein- lega enga þörf fyrir að skapa list. Barnið kæmi í stað sköpunar- þrárinnar. Ekki hefur sú kenning hans fengið fylgi hjá íistakonum sem eru mæður. Eftir að hafa rakið þessar kenningar lítillega greini ég smá- söguna Draumurinn eftir Ástu Sigurðardóttur. Það má segja að allt sem áður var sagt endurspegl- ist í þeirri sögu. Hún er afar óhugnanleg og sterk. Ég túlka hana sem sögu um djúpstæða, listræna kreppu og notaði hugtök úr sálgreiningunni til að greina söguna. Þetta er saga um draum í draumi um draum. Draumurinn er um barn eða listaverk sem á að brúa bilið milli innri og yrti veru- leika sögumanns, koma á sáttum á milli hennar og „fólksins". En hún drepur barnið sitt, eyði- leggur listaverkið að kröfu „fólksins", og í lok sögunnar er hún buguð, niðurlægð og mál- laus. f sögunni má sjá ótrúlega flókið samspil sjálfshaturs og sjálfshafningar, en fyrst og síðast skort á sjálfsvitund. Allt sem sögumaður hugsar og gerir er gert í von um að vekja samúð eða fá viðurkenningu „fólksins“ - að vera því þóknanleg. En virkni hennar stendur í vegi þessa og aldrei stendur sögumaður fjær markmiði sínu en þegar hún hef- ur eyðilagt listaverkið sitt. Og þá má spyrja hvort það sé niðurstaða að konur séu, flestar að minnsta kosti, svo sálfræðilega krumpaðar að þær geti bara ekki skrifað. Það verði bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti að svo sé og þakka fyrir það litla sem skrifað er. Þannig má ekki skilja það sem hér hefur verið sagt. Sálgreining- in boðar ekki - hún greinir. Og ég held að allir séu orðnir leiðir á píslarvættistóninum um að það sé ekki nóg gert fyrir konur (það má og á náttúrlega að gera heilmikið fyrir okkur - það er ekki það). En vandamálið er fyrst og fremst okkar, þörfin á að skilgreina á þeim. Óg þetta á við um alla virkni kvenna, ekki bara í bók- menntasköpun heldur líka í pó- litík og alls staðar þar sem konur láta í sér heyra. Við höfum allar séð hvað kon- ur pínast þegar þær þurfa að tala opinberlega og hve mikið þær þurfa að taka á til þess að tjá sig, segja „hér er ég og ég hef þetta fram að færa“. Franskir femínist- ar sem voru ofsalega hressar og ófeimnar við að ögra fólki sögðu: Karlar hafa stolið frá okkur bók- menntunum, tjáningunni, skil- greiningunum, orðunum, og nú er kominn tími til að við tökum þetta allt aftur. -aró

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.