Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 12
DÆGURMAL Frá Öskjuhlíðarskóla Starfsfólk mæti mánudag 2. september kl. 10. Nem- endur árdegisdeilda mæti fimmtudag 5. september kl. 11, og nemendur síðdegisdeilda sama dag kl. 14. Afhending stundaskrár. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudag 6. september. Skólastjóri Starf í skýrsluvéladeild Óskum eftir að ráða Operator í Skýrsluvéladeild vegna tölvukaupa. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða undirstöðu- menntun. Hér er um að ræða lifandi starf fyrir réttan og áhuga- saman aðila. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Starfs- mannahaldi, Ármúla 3, sími 81411. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÖLA3 SlMI 81411 Starf í Brunadeild Óskum eftir að ráða starfsmann í Brunadeild til al- mennra skrifstofustarfa. Æskilegt að umsækjendur geti byrjað sem fyrst og hafi til að bera færni í skrifstofustörfum. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfsmanna- haldi, Ármúla 3, sími 81411. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starfsmaöur við Tómstundaheimilið í Félagsmið- stöðinni Árseli. Um er að ræða 50% stöðu. Tóm- stundaheimilið er starfrækt milli kl. 9.00 og 17.00 daglega og er ætlað 7-11 ára börnum. Menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 78944, frá kl. 9.00 til 17.00, alla virka daga. • Skrifstofumaður í afgreiðslu Félgsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4. (100% staða). Um er að ræða skjalavörslu, innkaup á skrifstofu- vörum, afhendingu launaávísana, yfirferð reikninga, afleysingu gjaldkera o.fl. Stúdentspróf, verslunarmenntun og/eða reynsla í skrifstofu- störfum kæmi sér vel. Starfið er laust í byrjun sept- ember. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar F.R. í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 9. september 1985. Kennara vantar Kennara vantar að Grunnskóla Þórshafnar: íþróttir og almenn kennsla. íbúð í boði. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 96-81164. Tvœr einstakar Art of Noise og Zoolook Vörumerki Art of Noise. í upphafi erafsökunarbeiðni. Þær tvær plötur sem hér fá dóm eru fyrir margt löngu komnar út, en hafa hingað til þurft að sitja á hakanum á meðan aðrar, og yfirleitt ómerkilegri plötur, hafafengið forgang, vegna þess hvað þæreru auðmeltari. Hérer um að ræða hljómplötur sem eiga eftir að sitja í öndvegi í plötusafninu: Who’s Afraid of the Art of Noise og Zoo- look. Hver er (Listina við Hávað- ann?(?)) hræddur við List Hávaðans?/! Listarinnar bænum! Ekki ég. Þ.e. ekki svo mjög eftir að ég hlustaði vel og vandlega á þetta afkvæmi Trevors Horn og félagsskaparins Art of Noise. Það verður að teljast til undan- tekninga þegar plötu á borð við þessa rekur á fjörur manns í þessa dags suddalegu auglýsinga- sölu- firringu sem allt er að kæfa, og er þá lítið sagt. - Gustuk og aftur gustuk. A Listilegum Hávaða úir og grúir af göldrum og gerningum, án háreysti nokkurntíma. Hljóð- gerflaleikfimi þeirra Garys Langan, Anne Dudley, J.J. Jeczalik og Trevors Horn er hreinn unaður, þau virðast ráða yfir allri þeirri tækni sem blessað- ir svuntuþeysarnir búa sjálfir yfir. Og það má semsagt nota kímni- gáfu líka þegar leikið er á þessi galdratól, hún leikur lausum hala á plötunni ásamt textum eða orð- um hugmyndafræðings Frankie Goes To Hollywood, Pauls Morley. Það er sama hversu oft maður setur Who’s Afraid of the Art of Noise á fóninn, aldrei verður maður leiður, því margt ber við í tónaflóðinu; á stundum þykist maður heyra vitnað í sígild verk, rokk sem klassísk (áberandi er stefið í lagi The Who frá ’71 Baba O’Riley) en vitnanir hverfa útí veður og vind jafnharðan og þær „birtast“ og eitthvað annað tekur við. Platan er heilsteypt verk nokkurra aðila með flest sitt á hreinu, hvergi of né van í einu eða öðru en alltaf iiber brilliant. Útgáfufyrirtæki Trevors Horn ZTT (Zang Tuum Tuum) er ein af björtu vonunum í músíkbrans- anum og vitandi það að framvegis megi maður eiga von á jafn góð- um plötum frá Listilega Hávaða genginu og „Hver er hræddur...“ er ekkert að óttast. „Listin á sér óvin er kallast fá- fræði“ segir í gömlum skræðum, og fáfræði er óvinur Pauls Morl- ey. Smá speki frá Paul Morley, latnesk, og skilji nú hver sem bet- ur getur: „Porcellus in domo magnifica media in fago habi-tabit, fagus media in silva erat et Porcellus media in domo vivebat. Apud domum tabula quaedam fracta erat, ita inscripta: „TRANSITUS VE“.“ Við fengum Jóhönnu Sveins- dóttur, latínukennara og blaða- mann með meiru, til að líta uppúr kynlífi íslenskra karla smástund og snúa texta þessum yfir á móð- urmálið símleiðis. Og grunur okkar um háspekilegt gildi text- ans reyndist á órökum reistur. Jó- hönnu þótti hann í Véfréttarstíl: „Gríslingur bjó í miðju tré í dásamlegu húsi, tréð var í miðj- um skóginum og gríslingurinn hafði aðsetur sitt í miðju húsinu. Við húsið var brotin tafla hvar á var ritað: 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN „Farðu framhjá ef þú vilt“.“ Dáleiðandi og uppvekjandi Því miður veit ég alltof lítið um þann tónlistarmann sem heiður- inn á af plötu sem heitir Zoolook, Jean-Michel Jarre, því án þess að ýkja skapaðan hlut er þessi plata hans einhver sú mergjaðasta sem undirrituð hefur heyrt um langt árabil. Tónlistin er að mestu fram- reidd með hljóðgerflum, þ.e. melódían sjálf, en auk þeirra bera sígild hljóðfæri ljóðlínuna uppi. Yfir þessari plötu ríkir dulúð og seiðandi kraftur sem erfitt er að lýsa á annan hátt en dáleið- andi. Hljóð heyrast á tuttuguog- fimm tungumáíum, m.a. heyrast mál frumbyggja Ástralíu, aborig- inies, afganska, arabíska, balan- íska, buhndi mál, chad, kínver- ska, eskimóamál, gabonska, ind- verska, ungverska, japanska, sioux-indíánamál, tíbetska o.fl. Einnig dýrahljóð, sérílagi mögnuð fílsöskur, hafa á mann undarleg áhrif. Laurie Anderson á sinn þátt í að gera þessa plötu jafn frábæra (afsakið stórt orð, en hér er það á réttum stað) og hún er. Þeim sem ekki hafa heyrt plötu sem er hvorttveggja í senn uppvekjandi og dáleiðandi en hafa áhuga er skilyrðislaust bent á að verða sér úti um Zoolook. Og þótt margir kunni að kalla mig dóna fyrir að halda slíku fram, þá er ég reiðu- búin að fara með þá nafnbót í gröfina. Þessi plata er tvímælalaust ein- hver sú fallegasta og besta „instrumental" plata ásamt með Who’s Afraid of the Art of Noise sem komið hefur út á áratugnum. Kennarar Almennan kennara vantar við Grunnskóla Grindavík- ur. Húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir skólastióri í símum 92-8555 og 92-8504. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Verkamenn við lagningu jarðsíma á stór-Reykjavíkursvæðið. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000. Tilkynning csasp skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaðir að kvöldi miðvikudagsins 4. september n.k. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið 30. ágúst 1985.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.