Þjóðviljinn - 31.08.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Page 13
1 Clara Bessou Hervé Bocquet. Frá Rúðuborg til Reykjavíkur Viðtal við tvo franska skiptinema í byggingariist Fimmtudaginn 8. ágúst héldu þrír, franskir nemar í húsagerðar- list, erindi um Rouen, eða Rúðu- borg, þar sem þau stunda nám. Húsagerðarnemar þessir hafa dvalist undanfarnar vikur hér á landi, í boði Arkitektafélags ís- lands, en komið hefur verið á skiptinemasambandi milli Reykjavíkur og Rúðu. Munu ís- lenskir nemar í arkitektúr vænt- anlega halda utan til dvalar seinna á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Líkt og nemarnir þrír frá Rúðu, munu íslendingarnir fá að kynnast arkitektúr dvalarl- andsins frá fyrstu hendi og þar með öðlast dýrmæta reynslu í faginu. Eftir af hafa hlýtt á erindi þremenninganna og skyggnusýn- ingu í Asmundarsal við Freyju- götu, náði undirritaður tali af ungmennunum og fór fram á við- tal fyrir Þjóðviljann, sem var auðfengið. Að vísu var einn þeirra þriggja nemenda sem hingað komu farinn aftur til síns heima. Eftir voru Hervé Bocqu- et, piltur frá Rúðu og Clara Bess- ou, stúlka frá bretónsku borginni Rennes. Dveljast þau í Ásntund- arsal, húsi Arkitektafélagsins, og fór spjallið þar fram. Einstakt tœkifœri - Hvernig stóð á því að komið var á þessum sainskiptum milli arkitekta í Rúðu og Reykjavík? „Þannig var að fyrir tveimur árum kom hingað til lands pró- fessor frá Arkitektaskólanum í Rouen. Var ætlun konunnar að taka myndband með viðtali við forseta Islands. Þar eð hún þekkti til Gests Ólafssonar varð úr að viðræður hófust um tilraun til ne- mendaskipta milli Arkitekta- skólans í Rouen og íslenskra húsagerðarnema fyrir milligöngu Arkitektafélags íslands. Við erum fyrstu nemendurnir sem njótum þessara tengsla. Við vor- um þrjú sem sóttum um að kom- ast hingað, en annars er enginn ákveðinn fjöldi nema tilgreindur og því gætu fleiri eða færri ís- lenskir nemar haldið til Frakk- lands.“ - Hvernig hefur veru ykkar ver- ið háttað hér? „Fyrstu vikuna kynntumst við Reykjavík og nágrenni. Það var mjög lærdómsríkt. Síðan ferðuð- umst við um landið í tvær vikur og kynntumst skipulagi og byggðum bæja og þorpa. Allur þessi tími var viðburðaríkur og skemmti- legur. Við erum reynslunni ríkari og höfum kynnst viðhorfum sem eru mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast að heiman.“ Clara Bessou hefur unnið á teiknistofu Gests Ólafssonar arkitekts meðan hún hefur verið hér, en Hervé Boquet hefur unn- ið á Skipulagsstofu ríkisins; hjá Guðna Pálssyni og Dagnýju Helgadóttur og nú síðast hjá Húsameistara ríkisins. Bæði segj- ast þau hafa lært mikið á því að skyggnast um á hinum ýmsu arki- teictastofum, en þau hafa verið iðin við að sækja heim hina ýmsu húsameistara á höfuðborgar- ■s svæðinu. Með svona samskiptum opnast því einstakir möguleikar fyrir unga nema til að kynnast faglegri hlið húsagerðar, ólíkrar þeirri sem þeir þekkja frá heima- landinu. Aðrar óherslur - Hvað skyldi frönskum húsa- gerðarnemum finnast um íslensk- an arkitektúr? „Yfirleitt finnst okkur íslensk- ur arkitektúr í gæðaflokki og vandaður. Að vísu var okkur bent á að íslenska húsagerðarlist skorti nokkuð sérstök einkenni og má vera að það eigi við um ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Verksmiðjan sem varð skóli Hinn sérstœði arkitektaskóli í Rúðu Fyrirlestur sá sem arkitekta- nemarnir frá Rouen héldu hjá Arkitektafélaginu fjallaði að hálfu leyti um Rúðu og gamlar bygg- ingar þar, en að hálfu leyti um nýjar byggingar og þ.á.m. hinn mjög svo sérstæða arkitekta- skóla borgarinnar. Arkitektaskólinn er verk Patr- ice nokkurs Mottini og er hann í gamalli spunaverksmiðju sem liggur við Robec-ána, eina af þverám Signu, en það fræga fljót fellur um Rúðu. 4000 fermetrar af 6000 fermetrum verksmiðj- unnar voru lagðir undir endur- sköpun mannvirkisins og hefur ytra útliti þó lítið verið breytt. Eiginlega hefur skólinn verið byggður líkt og hús inni í verk- smiðjunni, en mikið og flókið stigakerfi, innan og utanáliggj- andi veitir mönnum aðgang að hinum ýmsu hæðum. í skólanum eru svo kennslu- stofur, vinnustofur, verkstæði fyrir höggmyndagerð og húsa- mótun, lesstofur, fyrirlestrasalir og bókasafn, ásamt matstofu og 2000 fermetra svæði til æfinga arkitektum sem vilja spreyta sig á innréttingum. Öll er aðstaða í skólanum hin fullkomnasta og verður að telja andagefandi fyrir arkitektanema að stunda lærdóm í faginu innan veggja slíks hús- næðis. -HBR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.