Þjóðviljinn - 31.08.1985, Page 6

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Page 6
ÍÞRÓTTIR 2. deild KAnáði IBV ✓ S Tvö mörk áfyrsta korterinu gegn IBI ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Stjörnulið Fastamaður fellur út Guðjón Þórðarson frá Akranesi sem hefur verið fastamaður í Stjörnu- liði Þjóðviljans frá byrjun í sumar missir sæti sitt eftir 15. umferð 1. deiidarinnar í knattspyrnu. Halldór Áskelsson úr Þór dettur einnig út en í staðinn koma Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson og Framarinn Guðmund- ur Torfason. Að þessu sinni stillum við Stjörnuliðinu upp eftir leikaðferð- inni 3-5-2 og það lítur þannig út: Markvöröur: Þorsteinn Bjarnason, fBK (11) Varnarmenn: Guðni Bergsson, Val (15) Freyr Sverrisson, fBK (13) Valþór Sigþórsson, fBK (13) Tengiliöir: Karl Þórðarson, |A (14) Ólafur Þórðarson, (A (12) Siguróli Kristjánsson, Þór (15) Ómar Torfason, Fram (17) Árni Sveinsson, (A (15) Framherjar: Ragnar Margeirsson, IBK (17) Guðmundur Torfason, Fram (12) KA-ÍBÍ 4-1 (2-0) * * KA náði ÍBV að stigum við topp 2. deildarinnar með góðum sigri á daufum og ósamstilltum ís- firðingum á Akureyrarvellinum í gærkvöldi. ísfirðingar mega enn gæta sín á 3. deildinni en KA ætl- ar ekkert að gefa eftir í barátt- unni um 1. deildarsæti. Staða KA var orðin góð eftir korter, eða 2-0. Steingrímur Birgisson lék upp allan völl á 6. mínútu og alveg innað markteigs- horni. Þar gabbaði hann Hreiðar Sigtryggsson markvörð og renndi knettinum í netið, 1-0. Á 15. mín- útu fékk hann sendingu frá Hin- rik Þórhallssyni í vítateig ÍBÍ og skoraði aftur, 2-0. Á milli fékk ÍBÍ sitt eina umtalsverða færi í fyrri hálfleik, Ragnar Rögnvalds- son fékk boltann frá Kristni Kristjánssyni og skaut hárfínt ■framhjá. Það næsta markverða gerðist á 65. mínútu. Þá varði Hreiðar vel skalla Tryggva Gunnarssonar. Tveimur mínútum síðar Frakkland Nantes tapaði Nantes, mótherjar Vals í UEFA- bikarnum í knattspyrnu, töpuðu sínum fyrsta leik í frönsku 1. deildinni á þessu keppnistímabili í gærkvöldi. Þeir töpuðu óvænt 1-0 í Marseilles, gegn einu botnliðanna. Paris St. Germain jók forystu sína um eitt stig með jafntefli, 0-0, í Nice en Bordeaux burstaði Monaco 5-1 og renndi sér uppfyrir Nantes og Lens í annað sætið. -VS/Reuter minnkuðu ísfirðingar muninn, Þorvaldur Jónsson sló boltann frá marki sínu en til Rúnars Vífils- sonar sem sendi hann rakleitt til baka í markið, 2-1. Njáll Eiðsson átti skot rétt við samskeyti ísa- fjarðarmarksins á 75. mínútu en bætti það upp þegar hann skoraði úr vítaspymu á 80. mín. eftir að Steingrímur hafði verið felldur, 3-1. Þrjú KA-mörk og ekkert frá Tryggva - það gat ekki staðið lengi og á 85. mín. lék hann á tvo varnarmenn ÍBÍ og skoraði af ör- yggi sitt 14. mark í deildinni. Hann var síðan fyrir opnu marki á lokamínútunni en skaut í stöng- ina utanverða. Maður leiksins: Friðfinnur Hermannsson, KA. -K&H/Akureyri Grand Prix Einar þriðji Einar Vilhjálmsson hafnaði í þriðja sæti í spjótkastinu á Grand Prix mótinu sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brússel í gærkvöldi. Hann kastaði 85,60 metra en Duncan Atwood frá Bandaríkj unum kastaði 87,14 metra og Tom Petranoff landi hans 85,68 m. Sigurður Einars- son varð fimmti en kastaði aðeins 73,58 metra. Oddur Sigurðsson keppti í milliriðli í 400 m hlaupi á Heimsleikum stúdenta í Japan í gær en komst ekki í úrslit. -VS/Reuter Staöan f 2. deildarkeppninni sigur KA á ÍBI: í knattspyrnu eftir Breiöablik .. 15 9 4 2 28-13 31 Ibv .. 15 8 6 1 37-13 30 KA .. 15 9 3 3 32-14 30 KS .. 15 7 3 5 21-19 24 Völsungur .. 15 6 3 6 24-22 21 UMFN .. 14 4 4 6 10-17 16 (Bl .. 16 3 7 6 15-25 16 Skallagrímur .. 15 4 4 7 19-34 16 Fylkir .. 15 3 3 9 12-20 12 Leiftur .. 15 2 3 10 10-31 9 í dag mætast KS-Leiftur, ÍBV- Völsungur, Skallagrímur-Breiðablik og UMFN-Fylkir. UMFN og KA leika í næstu viku. Jónsmálið Valur-Nantes Þekkja íslenska knattspymu gegnum atvinnumennina Vildu kaupa Ásgeir. „Afhverju í ósköpunumfór Karl heim ? “. Léku hér 1966, muna lyktina best! Ottast ekki kulda, hrœddir við hvassviðri. Fimm landsliðsmenn í liðinu Þrír franskir landsliðsmenn, júgóslavneskur markakóngur og argentínskur landsliðsmaður eru stærstu trompin hjá franska knattspyrnuliðinu Nantes sem leikur gegn Valsmönnum í UEFA-bikarnum á Laugardal- svellinum þann 17. september. Nantes var fyrir níunda umferð frönsku 1. deildarinnar í gær- kvöldi í öðru sæti og taplaust. Fimm jafntefli og þrír sigrar og aðeins Paris St. Germain fyrir ofan. „Við getum náð 1. sætinu en keppnin verður hörð við París- arliðið, Monaco og meistarana Bordeaux,“ sögðu framkvæmda- stjóri liðsins og aðstoðarmenn hans sem komu hingað til lands í vikunni til að sjá ieik í A og Vals. Framkvæmdastjórinn og þjálf- ari liðsins eru ekki alls ókunnir aðstæðum hér á landi - þeir léku hér með Nantes á Laugardal- svellinum haustið 1966 í Evrópu- keppni meistaraliða. Nantes vann þann leik 3-2 og síðan 5-2 í Frakklandi. Helsta minning þeirra frá leiknum var lyktin sem barst með vindinum frá fiskvinns- lunni við höfnina! Framkvæmd- astjórinn tók um nefið og gretti sig þegar hann rifjaði þetta upp. Hann hræðist mest að það verði hvasst þegar lejkurinn fer fram. „Kuldi er ekkert vandamál fyrir okkur, sl. vetur fór frostið niður í 16 gráður í Nantes,“ sagði hann. Jose Toure er bjartasta vonin í frönsku knattspyrnunni um þess- ar mundir. Hann er blökkumað- ur, ættaður frá Afríkuríkinu Malí, og er stuttu búinn að vinna sig inní franska landsliðið. Hann átti stórkostlegan leik þegar Fra- kkar sigruðu Uruguay 2-0 á dög- unum. „Þegar Toure er í réttum ham er hann bestur allra, en hann skortir stöðugleika,“ segir stjór- inn um stjörnuna. Tveir aðrir leikmenn Nantes léku gegn Ur- uguay, varnarmaðurinn sterki Yvon Le Roux og William Ayac- he sem einnig leikur í vörninni. Vahid Halilhodzic, júgóslavneski landsliðsmaðurinn, er einn mesti markaskorari í Evrópu þó hann Karl Þórðarson. „Af hverju í ósköpu- num fór hann heim?“ spurðu forráða- menn Nantes. sé orðinn 33 ára gamall. Hann verður örugglega Valsvörninni erfiður. Þá keypti Nantes í sumar argentíska landsliðsmanninn Burruchaga og eru miklar vonir bundnar við hann. Það kom í ljós að Frakkarnir voru vel kunnugir íslenskum knattspyrnumönnum, þeir sögðust þekkja íslenska knatt- spyrnu í gegnum atvinnumennina á meginlandi Evrópu. Ásgeir Sig- urvinsson er í miklum metum hjá þeim - þeir vildu meira að segja óðir og uppvægir kaupa hann eftir að hafa leikið æfingaleik við Stuttgart fyrir tveimur árum. „Þannig leikstjórnanda viljum við fá en því miður vildi Stuttgart alls ekki láta hann,“ sögðu Fra- kkarnir. Þeir gáfu líka Karli Þórðarsyni góð orð. „Þessi litli og fljóti hjá Laval? Mjög góður - afhverju í ósköpunum hætti hann og fór heim?“. Um Teit Þórðarson sögðu þeir að hann hefði staðið sig vel fyrsta árið hjá Lens en ekki sýnt mikið eftir það. Ekki spör- uðu þeir lýsingarorðin þegar þeir nefndu Albert Guðmundsson fjármálaráðherra. „Knattspyrnu- áhugamenn í Frakklandi sem komnir eru um fimmtugt nefna Albert í hvert skipti sem þcir ræða um knattspyrnu.“ Frakkarnir eru mjög spenntir fyrir íslandsferðinni og til marks Allt stefnir í að Anderlecht hafi sömu yfirborði í belgísku 1. deildarkeppninni á þessu keppn- Lstímabili og í fyrra. Á miðviku- dagskvöldið vann liðið Molenbe- ek 3-1 á útivelli og hefur hlotið 7 stig úr fyrstu 4 umferðunum. Be- veren vann Waregem og er með 6 stig, eins og Beerschot sem gerði markalaust jafntefli við Ghent á útivelli. Utrecht tók forystuna í hol- iensku 1. deildinni sama kvöld með 2-0 sigri á Roda. Leikur kvöldsins var þó viðureign Ajax og PSV Eindhoven - Eindhoven vann góðan útisigur, 4-2, Utrecht er með 7 stig en Den Bosch, sem Japönsk blöð höfðu í gær eftir Kim 11 Chong, formanni kóre- ansksjapansks vináttufélags, að ef Alþjóða Olympíunefndin sam- þykkti ekki tiilögu Norður-- Kóreumanna um að leikarnir 1988 verði haldnir bæði í Norður- og Suður-Kóreu muni Norður- Kórea ekki taka þátt í þeim. Norður-Kóreumenn báru í síð- asta mánuði fram þá tillögu að um það má nefna að alls verða um 130 manns með í för. Leik- menn og þjálfarar 22, um 40 stjórnarmenn, gestir og auglýs- endur, um 30 blaðamenn og kringum 40 stuðningsmenn. Þeir líta á ferðina sem kjörið tækifæri tii að skoða þetta ævintýraland og ætia að nýta hana vel og fara eins víða og mögulegt er. -VS vann Venlo 4-0, Feyenoord, sem vann Go Ahead 5-0, og PSV Eindhoven hafa 6 stig hvert. ítölsku meistararnir Verona töpuðu 1-0 fyrir 2. deildarliðinu Bologna í bikarkeppninni. Ju- ventus náði aðeins jafntefli heima, 1-1 gegn öðru 2. deildar- liði, Monza. Onnur helstu úrslit: Sampdoria-Monopoli 1-0, Padova-Napoli 0-0, Empoli-Inter Milano 1-1, AC Milano- Reggiana 1-0, Udinese-Genoa 4- 0, Triestina-Torino 1-1, Roma- Ascoii 3-0 og Messina-Bari 1-0. Eins og sést á þessu áttu flest 1. deildarliðin mjög í vök að verj- ast. -VS/Reueter þeir héldu leikana í samvinnu við nágranna sína. Suður-Kóreu- menn sögðu tillöguna spunna af pólitískum toga og hún væri borin fram til þess að eyðileggja leikana fyrir þeim. Forseti Al- þjóða Ólympíunefndarinnar hef- ur lýst því yfir að ekki komi til greina að skipta leikunum milli þjóðanna tveggja. Fulltrúar Sovétmanna komu til „Látum þá almennu eiga sig“ Löglega skipað segir dómstóll ISI , Jonsmálinu er lokið - það er ekkert sem við getum gert í fram- haldi af þessu nema leita til al- mennra dómstóla og það látum við eiga sig. En eftirstöðvarnar hljóta einhverjar að verða - í Ijós hefur komið að KSÍ hefur sett sér reglur sem ógerlegt er að starfa eftir,“ sagði Magnús Óskarsson lögmaður Þróttara í Jónsmálinu í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi. Dómstóll ÍSÍ komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómstóll KSÍ sem dæmdi KR í hag í málinu hafi verið löglega skipaður. Þróttarar sættu sig ekki við að formaður KSÍ skipaði dómstólinn og kærðu það atriði til dómstóls ÍSI. KR telst því endanlega sigur- vegari í fyrsta leik íslandsmótins gegn Þrótti, 4-3. Vesturbæingar standa því áfram í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn en Þrótt- arar ramba á barmi falls í 2. deild. -VS Suður-Kóreu nú í vikunni til að líta á aðstæður. Sovétmehn hafa stutt tillögu Norður-Kóreu en taismenn íþróttahreyfingarinnar þar í landi segjast hafa fengið „grænt ljós“ til að taka þátt í mótum í Suður-Kóreu og að undirbúningur Sovétmanna fyrir leikana í Seoul 1988 sé kominn vel á veg. -VS/Reuter Evrópuknattspyrnan Anderlecht óstöðvandi Utrecht efst í Hollandi. Verona tapaði Ólympíuleikarnir Hættir Norður-Kórea við? Sovétmenn með grœnt Ijósfyrir leikana í Seoul 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.