Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 16
MENNING Septem 85 Við erum síðustu móhíkanarnir segir Valtýr Pétursson einn af félögum septemberhópsins sem nú opnar sína 13.sýningu Kaktusar og þykkblöðungar Mál og menning hefur gefið út glæsilega bók um kaktusa og þykkblöðungaeftir Peter Chapman og Margaret Mart- in. Hafsteinn Hafliðason og Álfheiður Kjartansdóttir þýddu og staðfærðu. í bókinni eru leiðbeiningar um ræktun og umhirðu á 156 kaktus- um og þykkblöðungum. Gefnar eru upplýsingar um hagstæðustu ræktunarskilyrði varðandi raka- og hitastig, birtu, jarðvegsblöndu og ýmislegt fleira. í rituðu máli er að finna ýmsan fróðleik um plönturnar: vaxtarlag, lögun blóma, hvemig best sé að fá þær til að bera blóm og hvað beri að varast við ræktun. Teiknuð skýringamynd er af hverri plöntu og litmyndir af flestum. í bókinni eru gefin upp latnesk heiti þeirra plantna sem fjallað er um og einnig er listi yfir íslensk heiti 123 plantna. Kaktusar og þykkblöðungar er 160 bls. að stærð og em í henni 156 skýringamyndir og 121 lit- mynd. Prentstofa G. Benedikts- sonar annaðist setningu og filmu- vinnu, en bókin er prentuð í Belgíu. Við sýnum alltaf einu sinni á ári og erum orðin þjóðfélags- stofnun, sagði Valtýr Péturs- son einn af félögum septemb- erhópsins sem í dag opnar sína 13. sýningu á Kjarvals- stöðum. Á þessari sýningu eru tveir gestir, Hafsteinn Austmann sem sýnir málverk og vatnslitamyndir og Jens Urup sem hefur gert steinda glugga fyrir Sauðárkróks- kirkju. Hann sýnir gluggana og skissur. Félagar í septemberhópnum eru Guðmunda Andrésdóttir, Karl Kvaran, Steinþór Sigurðs- son, Guðmundur Benediktsson, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson og Valtýr Pétursson. Karl Kvaran og Steinþór Sigurðs- son sýna þó ekki með að sinni. Hópurinn byrjaði reyndar að sýna 1947 og kjarninn úr þeim hóp voru með og endurreistu septemberhópinn. Tveir úr hópnum eru fallnir frá, þeir Þor- valdur Skúlason og Sigurjón Ól- afsson. Guðmundur Benedikts- son kom inn þegar Sigurjón iést og sýnir hann fjórar eða fimm höggmyndir. „Septemberhópurinn er sér- stakur að því leyti að hafa haldið svona lengi saman og dálítið í átt við það sem á sér stað í nágrann- alöndunum. Áður en maður veit af er maður orðinn gamall í hett- unni en allir þeir sem hér sýna eru fullmótaðir listamenn. Það getur verið að þessi sýning sé fjöl- breyttari en fyrri sýning að því leyti að við erum með þessi steindu gler og meira af vatnslita- myndum en verið hefur áður. Sýningin er ekki afmörkuð við neina listastefnu, hér eru bæði abstrakt myndir og fígúratífar. Við erum síðustu móhíkanarnir í vissum skilningi og verður hver og einn að ráða út úr því, við segjum ekki meir. Það veitir ekki af að gera grín að sjálfum sér. Það er verið að eyðileggja sýningar með ofhleð- slu. Það eru 3 til 4 sýningar úti í bæ sem opna á hverjum laugar- degi og fólk er að verða þreytt á þessu. Málverkið er í fyrirrúmi frekar en einhverjir ismar. Það þykir ör- ugglega sveitó og púkó en við erum vanir því að vera skammað- ir. Um tíma vorum við skammað- ir fyrir að vera frjálslyndir en erum núna skammaðir fyrir að vera of íhaldssamir. En það er viss órói í kringum okkur og það er góðs viti, það er þá eitthvað sem kemur við fólk. Við vorum 7 sem endurvöktum septemberhópinn og var þá borið á brýn að viö værum að lifa á fornri frægð. Þá var það orðin frægð að hafa verið á september- sýningum. Þeir elstu í þessum hóp eru aldir upp við afskaplegt mótlæti. Fyrir 20 árum vorum við útilokaðir frá öllu sem hét og var en nú erum við farnir að gera það sama við aðra. Það er ekkert við því að gera, maðurinn er alltaf maður.” Sýning er opin kl. 14-22 alla daga og lýkur 15. september. -aró. Erindið hefst kl. fjögur - og verða umræður um efnið að því ioknu. „Námsgagnastofnun” og „Hagþenkir - félag handhafa höfundarréttar á fræðiritum og kennslugögnum” gangast fyrir erindisflutningum og umræðu- fundinum. Allt áhugafólk er vel- komið. Dr. Wolfgang Edelstein stjórnar uppeldis- og kennslu- fræðirannsóknum við Max Plank Indistut fur Bildforschung í Berl- ín. Hann gegndi ráðgjafarhlut- verki við skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins með- an sú deild starfaði, einkum í sambandi við endurnýjun og mótun námsefriis og námsskrár í samfélagsfræði og hefur. ritað Dr. Wolfgang Edelstein var um árabil ráðgjafi við skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins eða þar til Ragnhildur Helgadóttir lagði þá deild niður. Hann starfar nú í Berlín. margt um skólastefnu á íslandi og stundað rannsóknir hér. Austurbœjarbíó Afmœlistónleikar Harðar Torfasonar Afmælistónleikar Harðar Torfasonar, leikstjóra og lagahöfundarverða haldnirí Austurbæjarbíói þann 4. sept- ember nk. Þar koma fram auk Harðarsem ísenn heldur uppá tuttugu ára sviðsferil og fertugsafmælið, þau Megas, Bubbi Morthens, Bergþóra Árnadóttirog Kristín Olafs- dóttir. Þessir fimm listamenn teljast allir til kynslóðar íslenskra trúba- dúra, en með fyrstu plötu sinni 1971, má segja að Hörður hafi rutt trúbadúrum braut hér heima. Nafn trúbadúra er dregið af skáldum sem sungu kastala- frúm í Suður-Frakklandi man- söngva á miðöldum. í dag teljast til trúbadúra þeir sem dirfast að troða upp aleinir með gítarinn sinn, syngja eigin lög og þá oftst við eigin texta - þar sern meiningin er oftar en ekki sögð umbúðalaust. Það hafa fimmmenningarnir sem koma fram í Austurbæjarbíói löngu verið þekktir fyrir og ætti því að- dáendum þeirra að gefast ein- stakt tækifæri til að rifja upp gömul kynni sem tengjst ýmsu fleiru en gítarnum einum. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og verður leikarinn Viðar Eggerts- son kynnir á þeim. Forsala aðgöngumiða hófst miðvikudaginn 28. ágúst í Aust- urbæjarbíói og Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg 2. Fyrirlestur Alitamöl í skólastarfi Dr. Wolfgang Edelstein rœðir nómsefnisgerð og kennslufrœði Dr. Wolfgang Edelsteinflytur erindi þriöjudaginn 3. sept- ember í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar, Laugavegi 166, sem nefnist: Álitamál í skólastarfi - hug- leiðingar um námsefnis- gerð og kennslufræði. UTSALA ii Alullargólfteppi á.. A mánudag hefst útsala á einlitum og munstruðum alullargólfteppum. Einstakt tækifæri til kjara- kaupa á vandaðri vöru. Bíla- og dyramottur á aðeins 50.- kr. stykkið. Allskonar teppabútar. ...ótrúlega lágu verði Álafossbúðin Vesturgötu 2 sími 22090 Útsala III hefst 9. sept. á áklæðum og fataefnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.