Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 14. mars 1987 61. tölublað 52. órgangur Launamisréttið Konur sitja eftir Kjararannsóknanefnd: Enn eykstmunur álaunum karla og kvenna. Karlar í afgreiðslu- og skrifstofustörfum hafa 62% hœrri heildarlaun en konur ísömu störfum. Bolli Pór Bollason: Munur á dagvinnutekjum tíuprósent. Að henni slepptri stóreykst munurinn. Karlarfá yfirvinnugreiðslur og aukasporslur sem konurfá síður Meðaltímakaup verkamanna á 3. ársfjórðungi 1986 var 11,4% hærra en kvenna í sömu störfum og meðaltímakaup karla í afgreiðslustörfum var 34,5% hærra en afgreiðslukvenna. Arið 1985 var þessi munur 7,1% hjá verkafólki og 25,9% hjá af- greiðslufólki. Þetta kemur fram i nýjasta fréttabréfí kjararann- sóknancfndar. Launamunur kynjanna hefur dregist lítillega saman hjá skrif- stofufólki, 1985 voru karlar með 38,9% hærra meðaltímakaup en konur í sömu störfum, en á 3. ársfjórðungi 1986 var það þriðj- ungi hærra. „Það er alveg ljóst að það hefur orðið meira launaskrið á skrif- stofum en í verslunum og þess vegna hafa konur í afgreiðslu- störfum dregist aftur úr,“ sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, í samtali við Þjóðviljann þegar hann var inntur álits á þessu. „Skýringin á því að munurinn er að aukast gæti verið sú að á síðasta ári jókst kaupmáttur nokkuð og þá má vera að konur hafi, fremur en karlar, dregið úr vinnu,“ sagði Bolli Þór Bollason. hjá Þjóðhagsstofnun í samtali við Þjóðviljann, en hann hefur tekið saman heildarlaunamun kynj- anna frá 1980 samkvæmt skatt- framtölum. Samkvæmt þeim minnkaði heildarlaunamunur kynjanna í Helgi Þór Níðst á samherja! „Ég er sjálfur verkamaður sem hef brotist áfram og er ekki fædd- ur með neina silfurskeið í munni. Mér finnst þið ættuð ekki að vera að níðast á samherja ykkar,“ sagði Helgi Þór Jónsson í viðtali við Sunnudagsblað Þjóðviljans. „Ég ætla að minna á það að ég hreinsaði hús Þjóðviljans árið 1973 og þurfti að koma þrisvar til þess að rukka af því eigendur hússins gátu ekki komið sér sam- an um hvaða nafn ætti að hafa á reikningnum... Eru þessi læti í Þjóðviljanum einhver hefnd fyrir það? NAFN VIKUNNAR í Sunnudagsblaði Þjóðviljans verkamannnastétt úr 63% í 48% á milli áranna 1980 og 1985. „Munurinn á dagvinnutekjum er sáralítill, um 10%, en þegar henni sleppir eykst munurinn í 50%,“ sagði Bolli. „Skýringarnar á því eru þær að vinnuvika kvenna er um 10 tímum styttri en karla, og auk þess fá þeir ýmsar aukasporslur og yfirvinnu- greiðslur sem konur fá síður." Enda þótt launamunur hafi minnkað þetta mikið hjá verka- fóiki er ekki sömu sögu að segja af fólki við afgreiðslu- og skrif- stofustörf. 1980 voru karlar í þeim störfum með 65% hærri heildarlaun en konur en 1985 voru þeir 62% hærri í launum. „Ég treysti mér ekki til að skýra þetta án þess að hafa meiri upplýsingar í höndunum um gerð þessarar könnunar,“ sagði Magn- ús L. Sveinson, „en það er stað- reynd að karlar fá meiri yfirborg- anir en konur.“ Það vekur athygli að karlar í störfum hjá ríkinu eru „aðeins“ með tæplega þriðjungi hærri heildarlaun en konur í sömu störfum. -vd. Karlar í afgreiðslu- og skrifstofustörfum hafa 62% hærri heildarlaun en konur í sömu störfum. Launamunurinn hefur aðeins minnkað um 3% á 5 árum. Mynd E.ÓI Alþýðubandalagið Keflavík Hannes í pólitfskt oriof Formaður bœjarráðs fjarverandi áfundum síðan hann varð uppvís að trúnaðar- broti Nú gerast veður válynd meðal Alþýðuflokksmeirihlutans í bæjarstjórn Keflavíkur. Víkur- fréttir segja að félagar Hannesar Einarssonar, formanns bæjar- ráðs, hafí kraflst þess að hann færi í „pólitískt orlof,“ í kjölfar þess trúnaðarbrots, sem hann framdi er honum varð höndin full laus í meðferð trúnaðarskýrslu um úttekt á fjárreiðum bæjarfél- agsins. Hannes hefur ekki mætt á fundum bæjarráðs og bæjar- stjórnar um nokkurt skeið og ýja Víkurfréttir að því að orlof bæjarfulltrúans sé til frambúðar. Hannes Einarsson vildi ekki tjá sig neitt um málið er Þjóðviljinn innti hann eftir því hversvegna hann hefði ekki mætt á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar síðan málið komst í hámæli. í viðtali við Víkurfréttir segir Hannes að hann muni innan skamms koma aftur til starfa innan bæjarstjórn- ar og bæjarráðs. „Ég mun ekki svíkja þá kjósendur sem kusu mig til trúnaðarstarfa." „Það getur vel verið að það sé eitthvað til í því að við höfum farið þess á leit við Hannes að hann mætti ekki á fundum fyrr en öll kurl væru komin til grafar í þessu máli. En það var ekki nein formleg samþykkt gerð þar að lútandi," sagði Vilhjálmur Ketils- son, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í Keflavík. Óstaðfestar heimildir blaðsins benda til að hremmingum alþýðuflokksmanna í Keflavík, sé langt í frá lokið og herma fregnir að Vilhjálmur Ketilsson hóti að segja af sér bæjarstjórast- öðunni, ef Hannes Einarsson mæti aftur til leiks. - RK Fjölmennt á náms- stefnunni Nær 100 manns höfðu í gær skráð sig til þáttöku á námsstefnu . Alþýðubandalagsins um innihald uppeldis og menntunar. Náms- stefnan hefst nú árdegis kl. 10 að Hverfisgötu 105. Að sögn Kristjáns Valdimars- sonar skrifstofustjóra ABl. er mikill áhugi fyrir þessari náms- stefnu og er gert ráð fyrir að hátt á annað hundrað manns muni taka þátt í námsstefnunni þar sem fluttir verða fjölmörg erindi og pallborðsumræður síðdegis. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.