Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 3
Þýsk-íslenska Skattsvikin til ríkis- saksóknara Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lokið rannsókn sinni á meintum skattsvikum fyrirtækis- ins Þýsk-íslenska og sent málið til rfldssaksóknara til frekari um- ijöllunar. Skattsvikamál Þýsk-íslenska var vísað til rannsóknariögregl- unnar af skattyfirvöldum eftir að skattarannsóknadeild ríkisskatt- stjóraembættisins hafði lokið at- hugun sinni og sektað fyrirtækið um rúmar 50 miljónir fyrir van- goldinn skatt, einkum söluskatt. Athugun rannssóknalögreglunn- ar náði til hugsanlegra lögbrota við skattsvikin en forstjóri Þýsk- íslenska hefur borið því við að vanskilin hafi stafað af vand- ræðum með tölvuvætt bókhald fyrirtækisins. - Ig Landverndaráœtlun Uppgræðsla og landbrots- varnir Meðal nœstu verkefna: Uppgræðsla Mýrdalssands, Skógeyjar og sandsvœða í Þingeyjarsýslum. Varnargarðar við 100 vatnsföll. Stórauka þarf fjárframlög Eitt þeirra mála, sem Alþingi sendi Búnaðarþingi til umsagnar, var landgræðslu- og landvernd- aráætlun fyrir árin 1987-1991. Lagði Búnaðarþing til að áætlun- in yrði samþykkt en benti jafn- framt á, að auka þyrfti til mikilla muna íjárframlög til hennar, eigi hún að geta sinnt þeim verkefnum á áætlunartímabilinu, sem ráð er fyrir gert. Meðal þeirra verkefna eru: uppgræðsla Mýrdalssands, Skóg- eyjar í Hornafirði og sandsvæð- anna í Þingeyjarsýslum. Þá eru og nefnd 100 vatnsföll, þar sem þörf er á varnargörðum vegna landbrots. Allt eru þetta mjög stór og fjárfrek verkefni. Með hliðsjón af þessum við- fangsefnum og öðrum, sem hér eru ekki nefnd, skorar Búnaðar- þing á Alþingi að auka fjárveit- ingar til verkefna Landgræðsl- unnar um 40 milj. kr. árlega næstu 5 ár. -mhg FRÉTTIR Hrannar B. Arnarsson, formaður Félags framhaldsskóla með undirskriftalistann á tali við þá Þorstein Pálsson fjármálaráðherra og Indriða Þorlákssonar, form. samninganefndarinnar. Mynd E.ÓI. Félag framhaldsskóla Stuðningur við kennara Fjármálaráðherra og menntamálaráðherra afhentar yfir 4500 undirskriftir með áskorun um að gengið verði að kröfum kennara og verkfalli afstýrt. Indriði Þorláksson: Enn ber mikið í milli Félag framhaldsskólanna af- henti Þorsteini Pálssyni fjár- málaráðherra og Sverri Her- mannssyni menntamálaráðherra undirskriftir 4585 framhalds- skólanema úr 14 skólum í gær ásamt yfirlýsingu þess efnis að ríkisvaldið semji sem fyrst við HÍK og afstýri þannig yfírvofandi verkfalli kennara. Fulltrúar 9. bekkjar grunnskólanna afhentu ráðherrunum einnig undirskrift- ir af sama tilefni. „Félag framhaldsskóla lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur kennara," sagði Hrannar B. Arn- arsson, formaður félagsins, þegar hann afhenti undirskriftirnar. Ráðherrarnir fögnuðu áhuga nemenda á samningamálunum og kváðust vona að úr deilunni leystist sem fyrst. Indriði Þor- láksson, formaður samninga- nefndar ríkisins, rakti fyrir hópi nemenda, sem viðstaddir voru, gang samningaviðræðna og sagði að samkvæmt útreikningum nefndarinnar hefðu kennarar ekki dregist aftur úr öðrum stétt- um. „Kennarar kynntu okkur gagntilboð sitt í gær og því miður er ansi langt á milli ennþá,“ sagði Indriði." Hann sagðist telja að ef gengið yrði að kröfum kennara myndi það þýða 50-60% hækkun á launum þeirra og 15-18 miljarða útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð. „Við komum okkur saman um það í morgun um að standa ekki í fjölmiðlakarpi á meðan von er á einhverju samkomulagi og þetta er brot á því,“ sagði Heimir Páls- son, varaformaður HÍK, þegar hann var inntur álits á orðum Ind- riða. „Varðandi þær tölur sem hann nefnir get ég vitnað í fræga setningu um lygina: „Það er til þrenns konar lygi: Lygi, helvítis lygi og statistik." Næsti fundur samninganefnda hefur ekki verið boðaður en áfram verður fundað yfir helgina. Stjórn svæðisfélaga HlK í Reykjavík og á Reykjanesi hefur boðað til almenns fundar kl. 15 í Menntaskólanum við Hamrahlíð á morgun, og annað kvöld heldur Félag framhaldsskóla baráttu- fund á Lækjartorgi kl. 21 til að knýja á um lausn deilunnar - vd Flugleiðir 434 miljónir í hagnað Eigið fé fyrirtœkisins yfir 800 miljónir Hagnaður af rekstri Flugleiða á sl. ári nam 434 miljónum, eða 6.7% af rekstrartekjum félags- ins. Hagnaður fyrir ijármagns- kostnað var 350 miljónir en var rúmar 200 miljónir árið 1985. Reikningar félagsins voru sam- þykktir á stjórnarfundi í gær en aðalfundur félagsins verður hald- inn n.k. föstudag. Eiginfjárstaða Flugleiða hefur batnað verulega á síðustu árum og er eigið fé nú bókfært uppá 801 miljón, þar af er hlutafé 105 milj- ónir. Á aðalfundinum verður lagt til að þrefalda hlutaféð og eins leggur stjórnin til að greiddur verði 10% arður fyrir sl. ár. Á sl. ári störfuðu að meðaltali 1.611 starfsmenn hjá Flugleiðum en félagið átti í árslok sjö þotur og fimm skrúfuþotur. -*g Málþing Málþing um menningaimál Nógir eru andskotans peningarnir-Eiga stjórnmálaflokkar að móta sér menningarstefnu? Um næstu helgi verður haldið á Hótel Sögu opið málþing um menningarmál á vegum Alþýðu- bandalagsins. Þar verður leitast við að svara spurningum af þessu tagi hér: Nauðsyn listar, eða hver hefur beðið um list? Níska og ör- læti samfélagsins og hvernig er skynsamlegt að ráðstafa því fé sem til lista og annarrar menning- arstarfsemi er veitt? Og einnig er spurt að því, hvort stjórnmála- flokkur eigi að móta sér menning- arstefnu. Málþing af þessu tagi hefur verið alllengi í bígerð, og tengist nú meðal annars við þau nýmæli, að á nýlegum miðstjórnarfundi sínum gaf Alþýðubandalagið þau fyrirheit, að í valdastöðu mundi flokkurinn beita sér fyrir tvöföld- un opinberra framlaga til menn- ingarmála. Flutt verða stutt framsöguer- indi, þar sem talsmenn einstakra listgreina og menningarstofnana gera grein fyrir því, hvernig þeir telji þann vanda sem á þeirra menningarsviði brennur best leystan. Meðal frummælenda eru Þorsteinn Gylfason lektor, Mark- ús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Einar Kárason rithöfundur, Jón- as Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar, Halldór Björn Runólfsson listfræðingur, Jón Óttar Ragnarsson stjónvarps- stjóri, Viðar Eggertsson leikari og Kolbeinn Bjarnason tónlistar- maður. Seinni hluta málþings þessa fara fram frjálsar umræður. Málþinginu stýri þau Guðrún Helgadóttir alþingismaður og Mörður Arnason blaðamaður. Það hefst kl. 13 annan sunnudag 22. mars í Átthagasal Hótel Sögu og er öllu áhugafóiki heimil þátt- taka sem fyrr segir. Sjónvarpið Fimmtu- dagskvöld í athugun Á útvarpsráðsfundi í gær var samþykkt tillaga frá Eiði Guðna- syni um að hefja undirbúning að sjónvarpssendingum á fímmtu- dögum með því að kanna kostnað og önnur umsvif. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum. María Jóhanna Lárusdóttir sat hjá og Árni Björnsson var á móti, meðal ann- ars á þeim forsendum að eðli - lg væri að bæta dagskrána áður en farið væri að lengja hans. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.