Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Frakkland „Sambúð“ Mitterrands og Chiracs ársgömul ✓ A ýmsu hefurgengið hjáforseta og forsœtisráðherra. Vinsældir Chiracs dvína en Mitterrand heldur sínu Nú er brátt liðið ár frá sigri hægri manna í þingkosningum í Frakkiandi sem skóp nýjar aðstæður í frönskum stjórn- málum, stjórnarmynstur sem ekki átti sér fordæmi frá því de Gaulle stofnaði fimmta lýð- veldið árið 1953. De Gaulle gekk út frá því sem gefnu að forseti styddist við meirihluta á þingi og skipaði ein- hvern gæðinga sinna í embætti forsætisráðherra. Sá var gangur mála á valdatíð hans. En það er vitaskuld ekki sjálf- sagður hlutur að þannig sé mál- um farið í landi þar sem forseta- kosningar og þingkjör fara fram hvort í sínu lagi. Það sætir því nokkurri furðu að þær aðstæður skyldu ekki hafa komið upp fyrr að forseti og þingmeirihluti væru á öndverðum meiði. í upphafi voru Frakkar næsta ánægðir með að sósíalistinn Mitterrapd og ný-gaullistinn Chirac skyldu þurfa að stýra þjóðarskiitunni í sameiningu, nauðugir viljugir. En nú, ári síð- ar, er komið annað hljóð í strokk- inn. Það hefur hallað á Chirac. Skoðanakannanir sýna að fimmtíu og fimm prósent kjós- enda hafa orðið fyrir vonbrigðum með hann en einungis tuttugu og fjögur prósent eru ánægðir. Hins- vegar hefur forsetanum vaxið ás- megin. A þessu eru eðlilegar skýring- ar. Eining hefur nkt með þeim í helstu atriðum er varða utanríkis- mál, en í þeim málaflokki hefur Mitterrand verið mun meira áberandi, einkum sem fulltrúi þjóðarinnar gagnvart umheimin- um. Á meðan hefur forsætisráð- herrann reynt að einbeita sér að innanríkismálum en þar hafa honum verið mislagðar hendur svo ekki sé meira sagt. Chirac hefur aldrei farið dult með þann ásetning sinn að verða eftirmaður Mitterrands. Þegar hann tók við embætti forsætisráð- herra voru aðeins tvö ár til stefnu uns forsetakosningar skyldu fara fram. Tíminn var því naumur fyrir Chirac til að láta að sér kveða og sýna kjósendum að hann væri karl í krapinu. Hann ákvað því að hafa hraðar hendur og kýla sem flest af dekurmálum hægri manna í gegnum þingið. Eftir að hafa fengið margar veigamiklar breytingar í efnahags- og félagsmálum sam- þykktar á franska þinginu fyrstu níu mánuði af starfstíma stjórnar- innar kom loks að því að Chirac rann á rassinn. í desember gerðu námsmenn uppreisn gegn áætlun stjórnar- innar um að neyða þá til að þreyta inntökupróf í háskóla Sovétríkin Krúsjof fær uppreisn æm Yfirmaður Marx-Lenín stofnunarinnar hœlir Krúsjofí Prövdu án þess að nefna hann á nafn. Telur allt valdaskeið Brésnefs hnignunartíma I gær birtist grein í Pravda eftir Georgy Smirnof, nýskip- aðan yfirmann Marx-Lenín stofnunarinnar í Moskvu og samverkamann Gorbatsjofs, þar sem lofsamlegum orðum er farið um ýmsar umbótatil- raunir sem gerðar voru á valdatíma Nikíta Krúsjofs. Meðal þess sem Smirnof nefnir sem dæmi um jákvæða nýsköpun á Krúsjofstímanum er skipting efnahagsnefndar kommúnista- flokksins í tvennt, annarsvegar landbúnaðardeild og hinsvegar iðnaðardeild. Ennfremur nefnir hann það virðingarverða framtak að skikka háttsetta embættis- menn til að víkja fyrir nýjum mönnum er þeir höfðu gegnt starfi um ákveðinn tíma. Þótt Krúsjof hafi ekki verið nefndur á nafn í greininni þá er vitaskuld ljóst hver á hrósið. Krú- sjof var sviptur völdum árið 1964 og lést í ónáð ráðamanna árið 1971. Það fer heldur ekki á milli mála hver það er sem Smirnof beinir spjótum sínum að er hann lætur eftirfarandi orð falla um eftir- menn Krúsjofs: „Forysta flokksins beindi geiri sínum einkum að lýðræðisþróun- inni sem komin var á nokkurn rekspöl...í flokknum og ríkis- kerfinu." Brésnefklíkan hafði á orði að Krúsjof hefði verið ævin- Krúsjof á hátindi valdaferils síns. Honum var sungið lof f Prövdu í gær. týramaður og sakaði hann um fífldirfsku í áætlanagerð en kvaðst sjálf hafa í frammi „vís- indaleg vinnubrögð.“ Gorbatsjof hefur fram til þessa látið nægja að hallmæla síðustu valdaárum Brésnefs sem tímabili stöðnunar og spillingar en í grein Smirnofs kveður við annan tón. Hann rekur rætur vandans allt aftur til ársins 1964 þegar brés- nefistarnir rifu til sín völdin: „Þeir juku miðstýringu á öllum sviðum þjóðlífsins, guldu varhug við öllum breytingum, hversu smávægilegar sem þær voru, og vörðu óbreytt ástand með oddi og egg.“ Á Brésneftímanum vænkaðist hagur háttsettra embættismanna og flokksforkólfa mjög, manna sem nutu gífurlegra fríðinda og valda í hinu þunglamalega skrif- stofubákni. Slíkir einstaklingar gengu undirheitinu „Nomenklat- ura“ sem upphaflega var listi yfir feit embætti ætluð flokksgæðing- um. Það hefur engin farið í graf- götur um það að megin andspyrn- an við nýsköpunina í Sovétríkj- unum kemur frá þessum forrétt- indaaðli. Smirnof nefnir ekki orðið „Nomenklatura“ fremur en nöfn Krúsjofs og Brésnefs en það er engum vafa undirorpið hvert hann stefnir orðum sínum þegar hann talar um að íhaldssemi og sérhagsmunahyggja óhæfra framámanna hafi leikið þjóðfé- lagið grátt allar götur frá árinu 1964. Georgy Smirnof er náinn ráð- gjafi Gorbatsjofs og auk þess að vera yfirmaður Marx-Lenín stofnunarinnar er hann ritstjóri nýrrar sögu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Það verk verður forvitnilegt aflestrar ef öll fortíð flokksins verður tekin til jafn rækilegrar endurskoðunar og valdaskeið Krúsjofs og Brésnefs í greininni í Pravda í gær. -ks. landsins. Allt fór í bál og brand en málum lyktaði, sem kunnugt er, með sigri námsmanna eftir að einn úr þeirra hópi hafði verið myrtur af fautum úr slagsmálasveitum lögreglunnar. Athygli vakti heimsókn Mitterr- ands til ættingja hins vegna og fullvíst er talið að hann hafi bók- staflega skipað forsætisráðherr- anum að jarða háskólafrumvarp- ið. fmynd Chiracs sem „húsbónda á sínu heimili" beið mikinn hnekki og hann varð að söðla um í fleiri málum; reynslunni ríkari leitar hann nú samráðs við hagsmunaaðila áður en hann rennir málum í gegnum þingið. Á þessum hrakförum forsætis- ráðherrans hefur helsti keppi- nautur hans á hægri væng stjórnmálanna, Raymond Barre, fitnað einsog púkinn á fjósbitan- um. Hann leggur nú nótt við dag og ferðast vítt og breitt um Frakkland í því augnamiði að búa í haginn fyrir forsetakosningarn- ar að ári en skoðanakannanir hafa sýnt að hann er manna lík- legastur til að skjóta Chirac ref fyrir rass og verða mótframbjóð- andi Mitterrands ef sá gamli gef- ur kost á sér að nýju. -ks. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Bakaradeild Dagana 17., 18. og 19. mars kl. 14-20 veröa haldin námskeiö í hátíðarbakstri úr marsipani. Kennarar eru frá Danmörku. Þátttökugjald er kr. 500. Þátttaka tilkynnist í síma 26240 á skrifstofu- tíma. Matráðsmaður Staöa yfirmatráösmanns viö Fjórðungssjúkra- húsið Neskaupstað er laus til umsóknar. Starfið veitist frá 1. júní 1987. Laun samkvæmt samningi starfsmannafélags Neskaupstaöar og bæjarsjóðs Neskaupstaðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu Fjóröungssjúkrahúss- ins Neskaupstaö fyrir 15. apríl 1987 sem gefur nánari upplýsingar. Framkvæmdastjóri. m EINKASÍMSTÖÐ FYRIR RÍKISSPÍTALA Óskað ertilboða í stafræna einkasímstöð (PABX) fyrir Ríkis- spítala. Stærð 900 númer, stækkanleg ía.m.k. 2000 60 línur með beinu innvali, stækkanleg ía.m.k. 100 60 úthringingarlínur, stækkanleg í a.m.k. 100 4 skiptiborð, stækkanleg í a.m.k. 8 Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, á kr. 1.000.-, frá og með þriðjudeginum 17.mars 1987. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 22. maí 1987 kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartuni 7, sími 26844 Laugardagur 14. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.