Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 9
MENNING Viðar Eggertsson og Harald G. Haralds í hlutverkum rithöfundanna sem eru að skrifa eldfjörugan gamanleik um eyðni. Alþýðuleikhúsið Hádegisleikhús í Kvosinni Áfimmtudaginn19.mars veröur opnuö ný tegund leikhúss í höfuðborginni. Svokallað hádegisleikhús. Er þar Alþýðuleikhúsið áferð með finnskt leikrit sem heitir Eru tígrisdýr í Kongó? eftir Bengt Ahlfors og Johan Barg- um, fjörutíu og fimm mínútna einþáttung sem sýndurverð- ur í hádeginu á veitingahúsinu í kvosinni og getagestirfeng- ið léttan hádegisverð og vín- glas ásamt leiksýningu fyrir aðeins kr. 750,- samtals. Leikarar eru þeir Viðar Egg- ertsson og Harald G Haralds, leikstjóri er Inga Bjarnason og leikmynd og búninga gerir Vil- hjálmur Vilhjálmsson. Gamanleikur um eyðni Einþáttungurinn Eru tígrisdýr í Kongó? fjallar um tvo rithöf- unda sem fengnir hafa verið til að skrifa gamanleik um eyðni. Þeir setjast niður við skriftir með fyrirframgreiðsluna í vasanum og ákveða að hafa þetta nú allt voða létt og skemmtilegt, setja samasemmerki milli eyðni og Afríku og skiftir þá engu máli hvort það eru tígrisdýr í Kongó eða ekki. Smátt og smátt komast þeir svo að raun um að staðreyndir skipta máli í þessu máli sem öðrum og þeir neyðast til að taka svolítið öðruvísi á efniviðnum en þeir höfðu ætlað í fyrstu. Og þegar þeir fara að heimfæra vandann upp á sjálfa sig og sínar persónu- legu aðstæður gerist það merki- lega að blessuðum rithöfundun- um fer að hætta að þykja þetta fyndið, - en sýningin sjálf hættir að sjálfsögðu ekki að vera fyndin. Leikrit þetta var frumsýnt af Lilla Teatern síðast liðið haust á veitingastaðnum Kosmos í Hels- inki og hefur verið sýnt þar við miklar vinsældir síðan. Borgar- leikhúsið í Stokkhólmi hefur nú ákveðið að taka verkið til sýning- ar og fleiri leikhús í Svíþjóð og eins er búið að selja það til Nor- egs, má segja að verkið fari nú sigurför um Norðurlöndin. Blaðamaður spurði þau Ingu, Viðar og Harald hvers vegna þau færu á stað með svona verk og á þessum sýningartíma. Umræða dagsins í há- degisleikhúsi „Þetta er mjög vel skrifað verk,“ sagði Viðar, „og við erum að reyna að gera svipaðan hlut og Lilla Teatern gerir oft, þ.e. að taka þátt í umræðu dagsins. Lilla Teatern fékk Ahlfors, sem hefur skrifað mikið fyrir það, og Barg- um til að skrifa þetta verk fyrir sig, ekki sem neitt kennsluleikrit, heldur sem almenna leiksýningu sem bæði stendur fyrir sínu sem slík og skírskotar líka til þess sem er að gerast í samfélaginu. Leikritið hentar líka mjög vel, bæði okkur sem hóp, og ekki síður okkar samfélagi hér.“ „Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa núna pantað sýninguna fyrir skóla en upphaflega er það ætlað sem sýning fyrir almenna áhorf- endur,“ bæta þau við. „Svona hádegisleikhús eru vin- sæl erlendis og okkur finnst spennandi að prófa hvort fólki finnst ekki bara gaman að nýta hádegistímann sinn á nýjan máta,“ segir Inga. „Kemur ekki fyrir mig“ „Það sem gerir þetta verk svo spennandi og aðgengilegt,“ og nú tala þau hvert upp í annað, „er að það einangrar vandann ekki við einhverja ákveðna hópa heldur tekur á honum á manneskjulegan og persónulegan hátt. Það er hið manneskjulega drama sem er hryllilegast og þessir rithöfundar ætla fyrst bara að skrifa um „þá sem þetta kemur fyrir“, þ.e. hina svokölluðu áhættuhópa, homm- ana, dópistana, en verða svo að gera sér grein fyrir að við getum öll fengið þennan sjúkdóm. Þá er spurningin, hvað gerum við, hver er ábyrgð okkar og hvernig bregðumst við við þeirri ábyrgð, alveg jafnt og hvernig bregðumst við við sjúkdómnum sjálfum." „Það hefur allt hugsandi fólk fundið fyrir ótta í sambandi við þennan sjúkdóm og hann á eftir að breyta lífi margra og munstri samtélagsms. Vio erum ao reyna að leggja lítið lóð á vogarskálina til að hamla gegn fordómum og fáfræði. „En svo er þetta bara svo gott leikrit og skemmtilegt," segja þau að lokum og blaðamaður tekur undir það eftir að hafa horft á rennslið. -ing. í>\ r<>/—’\Ö> lcr )co| Rauði kross íslands heldur námskeið til undirbúnings fyrir HJÁLPARSTÖRF í Munaðarnesi 8.-15. maí nk. Þátttökuskilyrði eru: - 25 ára lágmarksaldur -góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska - góð starfsmenntun - góð almenn þekking og reynsla Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur frá Alþjóðarauðakrossinum í Genf. Fjöldi þátttakenda er áætlaður 20 og er þátttöku- gjald kr. 6000 (fæði, gisting, kennslugögn og ferðir Rvk-Munaðarnes-Rvk). Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu RKÍ að Rauðarárstíg 18 í Reykjavík og hjá deildum RKÍ úti á landi. Umsóknum ber að skila á aðalskrifstofu RKÍ fyrir 15. apríl, og þar veitir Jakobína Þórðardóttir nán- ari upplýsingar, sími 26722. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDI EYSTRA Vistheimilið Sólborg Akureyri Okkur vantar þroskaþjálfa til starfa í ýmsar stöð- ur, einnig til sumarafleysinga. Hjálpum til með útvegun húsnæðis. Hafið samband við okkur. Skrifstofan er opin frá kl. 10-16 virka daga sími 96-21755. Forstöðumaður Laugardagur 14. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 í tilefni breytinga í húsg-agrxia.deild við þessai dagaxia veituxn 20-40% sjáið NOTIÐ AFSLATT AF YMSUM HÚSGÖGNUM TÆKIFÆRIÐ Leiöin liggur til okkar í verslunarmiðstöð vesturbæjar OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 20 LAUGARDAG KL. 9-16. Veríð velkomin. Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð - Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-griUið Leikfangadeild 2. hæð Sérverslanir í JL-portinu Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. IVTunid JL- kaupsamningana. Munið bamagæsiuna 2. hæð /A AA A. A A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 : 3 pBUt : ~ iJöaoaáS 3 Liuonuurafl uai luuuyuui «itn, Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.