Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Laugardagur 14. mars 1987 61. tölublað 52. örgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Húsnœðisstofnun Klúðraði kröfulýsingum Fyrirtœkið Stemma áHöfn greiddi ekki skyldusparnað verkafólksins til Húsnœðisstofnunar. Kröfufrestur íþrotabú Stemmu útrunninn þegar stofnunin sendi kröfulýsingar. Húsnæðisstofnun borgar brúsann Þegar fyrirtæki greiðir ekki skyldusparnað til Húsnæðis- stofnunar, enda þótt það hafi dregið hann af kaupi fólksins, þá er ekki hægt að líta á slíkt öðru- vísi en sem fjárdrátt,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn f Hornafirði, í samtali við Þjóðviljann, en Húsnæðisstofnun hefur nú samþykkt að greiða fisk- verkafólki á Höfn skyldusparnað að upphæð 717.000 þar sem hún var of sein að senda kröfulýsingu í þrotabú fyrirtækisins Stemmu, en það hefur ekki greitt inn- heimtan skyldusparnað til stofn- unarinnar frá árinu 1984 til 1986. Stemma fékk heimild til greiðslustöðvunar vegna fjár- hagsörðugleika í fyrrasumar. „Málið komst ekki upp fyrr en einn aðili leitaði til verkalýðsfé- lagsins vegna vangreidds skyldu- sparnaðar og þá var ákveðið í samráði við Láru Júlíusdóttur, lögfræðing ASÍ, að senda málið til Rannsóknarlögreglu ríkisins strax í fyrrasumar,“ sagði Björn Grétar. í framhaldi af því sendi fyrir- tækið Veðdeild Landsbanicans ávísun fyrir skyldusparnaðinum, en Veðdeildin annast innheimtu fyrirHúsnæðisstofnun. Sú ávísun var hinsvegar endursend af Veð- deildinni og bent á að dráttar- vextir væru vanreiknaðir. For- Búvörur Bændur fá sitt Niðurgreiðslur á bú- vörum koma á móti hœkkun launaliðs bœnda. Búvara kemur þó eitthvað til með að hœkka Rfldsstjórnin hefur afráðið að auka niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum til að mæta þeirri 20% hækkun á launalið bænda, sem Verðlagsnefnd bú- vara ákvað í upphafi mánaðar- ins. Að ósk Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra komu aðeins 10% hækkunarinn- ar til framkvæmda 1. mars, en liðlega 12% hækkunarinnar var frestað til 15. þessa mánaðar. Niðurgreiðslurnar verða greiddar með fé sem bændur greiða sláturhúsum fyrir kostnað við birgðageymslu á kjöti og er meining ríkisstjórnarinnar að með auknum niðurgreiðslum takist að minnka kjötbirgðirnar og draga úr þeim útgjöldum sem eru kjötgeymslunni samfara. ráðamenn fyrirtækisins sendu þá nýja ávísun, nokkru hærri. Á sama tíma var Stemma tekin til gjaldþrotaskipta og bústjóri skipaður. Þrátt fyrir það endur- sendi Veðdeildin einnig nýju ávísunina með athugasemdum. Þá tók Húsnæðisstofnun við inn- heimtunni og undirbjó loks kröfulýsingar en þá var það of seint. Kröfufresturinn var út- runninn. „Það er Húsnæðisstofnun sem ber ábyrgðina á þessu, það er augljóst,“ sagði Björn Grétar, „svona mistök eru fáheyrð.“ Lára V. Júlíusdóttir og Ás- mundur Stefánsson áttu fund með Alexander Stefánssyni fé- lagsmálaráðherra nú í vikunni. Hann samþykkti á mánudag að Húsnæðisstofnun myndi borga brúsann, þar sem mistökin liggja hjá henni. „Það er mjög mikilvægt að launafólk fylgist með að þessu fé sé skilað inn með því að fylgjast með yfirliti og snúa sér þá tafar- laust til verkalýðsfélaga ef greiðslur berast ekki til Húsnæð- isstofnunar,“ sagði Björn Grétar. -vd. Allóvenjulegur árekstur varð á Laugavegi í gær á móts við Nóatún þegar sex þannig koll af kolli þar til bílalestin stöðvaðist á lögreglubifreið. Ein kona var flutt bílar lentu í einum og sama árekstrinum. Areksturinn varð með því móti að áslysadeild og bifreiðarnar eru allartöluvertskemmdar, sumarónýtar. Mynd- fólksbifreið lenti harkaleqa aftan á öðrum fólksbíl sem kastaðist á næsta bíl og E.ÓI. Byggingarmenn Samningar tókust í gærkvöld í gærkvöldi tókust samningar allra hópa Sambands byggingar- manna vitl atvinnurekendur, þvert á það sem búist var við. Fundur deiluaðila með sáttasemj- ara hafði staðið á annan sólar- hring. Samningurinn verður lagður undir fyrstu félögin strax í dag. Trésmiðafélag Reykjavíkur, stærsta aðildarfélagið innan Sambands byggingarmanna, hef- ur boðað fund kl. 14 í dag. Þjóðviljinn náði sambandi við Benedikt Davíðsson, formann Sambands byggingarmanna, síðla í gærkveldi. Benedikt vildi ekki tjá sig um samninginn þar sem samkomulag væri á milli deiluaðila um að greina ekki efn- islega frá samkomulaginu fyrr en það hefði verið borið undir helstu aðildarfélögin. „Annars er ég sæmilega sáttur við þetta samkomulag. Við get- um sagt að við höfum náð okkar takmarki að töluverðu leyti, þ.e. að færa kauptaxtana í horf við raunverulegar kaupgreiðslur. Ég á ekki von á öðru en að samkomulagið verði samþykkt hjá aðildarfélögum 'Sambands byggingarmanna,“ sagði Bene- dikt Davíðsson. Heimildir Þjóðviljans herma að óánægju hafi frá upphafi gætt meðal margra iðnmeistara með þá óbilgirni sem ríkt hefur hjá Vinnuveitendasambandi íslands til krafna byggingarmanna. En VSÍ fór með samningsréttinn fyrir atvinnurekendur og kann þessi óánægja að hafa ýtt undir að samkomulag náðist í gærkvöldi. „Það sem ýtti líka undir að samningar tókust eins fljótt og raun ber vitni, er að ýmsum stór- verkefnum, svo sem byggingu nýju flugstöðvarinnar, mundi seinka verulega við verkfallið. Ýmsum atvinnurekendum og meisturum var því umhugað um að ná samkomulagi eins fljótt og auðið yrði,“ sagði Benedikt Da- víðsson. -RK Þingholt Umferðin til umræðu Guðrún Jónsdóttir arkitekt mun kynna tillögur þær, sem teiknistofa hennar hefur gert að hverfisskipulagi Þingholtanna, á almennum fundi Ibúasamtaka hverfisins í samkomusal gamla Verslunarskólans við Hellusund á sunnudag ki. 16.30. Þá verða einnig rædd áform borgaryfir- valda um breikkun Fríkirkjuveg- ar og Sóleyjargötu í 4 akreinar auk annarra mála sem kunna að snerta skipulagsmál hverfisins. Embættismenn og fulltrúar flokkanna munu mæta á fundin- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.