Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 6
ViÐHORF Nú stefnir allt í það, að enn á ný verði nemendur framhalds- skóianna fyrir barðinu á launa- stefnu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Enn á ný segi ég, vegna þess að að á síðustu þremur árum hefur starfsemi framhaldsskólanna stöðvast í tví- gang vegna kjarabaráttu ríkis- starfsmanna og það verður því í þriðja skiptið sem nám okkar framhaldsskólanema raskast, ef til verkfalls kemur þann 16. mars n.k. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þær hörmulegu afleið- ingar sem langt verkfall kennara hefði, nú f lok skólaársins. Fyrir það fyrsta myndi fjöldi nemenda hætta námi um óákveðinn tíma. Fyrir þetta fólk yrði öil sú vinna sem það hefur á sig Iagt það sem af er vetri, að engu gerð. Allt að átta mánaða námi kastað á glæ og fyrir því er engin trygging að þeir sem hætta nú, muni hefja aftur nám næsta haust. Það ber að hafa það hugfast að þetta er ekki í fyrs- ta sinn sem námið raskast! Fyrir þá sem hyggjast útskrif- ast í vor, hefur verkfall einnig af- drifaríkar afleiðingar. Mikill fjöldi námsmanna hefur nú þegar gert ráðstafanir vegna náms er- lendis. Sumir hafa lagt í nokkurn kostnað, aðrir fengið inni í eftir- sóttum menntastofnunum sem ekki bíða, enn aðrir gert ráðstaf- anir vegna búslóðaflutninga, at- vinnu eða búsetu, og svo mætti lengi telja. Frestun útskriftar, þó ekki væri nema í eitt ár, gæti hæg- lega gert öll framtíðaráform þessa fólks að engu. Á það má einnig benda, að ef ekki tekst að útskrifa nýstúdenta í vor, blasir við að ekki verða Hrannar B. Arnarsson skrifar „Slœm kjör kennara bitna að verulegu leyti á gœðum þeirrar kennslu sem við fáum íframhaldsskólunum. Okkar kröfur eruþví að gerð verði veruleg breyting á kjörum kennarastéttarinnar til hins betra. “ innritaðir neinir nýir framhalds- skóianemar næsta haust. Hvert á þá að senda þær þúsundir náms- manna sem koma úr grunn- skólum landsins, albúnar til átaka við framhaldsnám? - Spyr sá sem ekki veit. Eins og áður sagði þá hafa framhaldsskólarnir heldur betur fengið að súpa seyðið af launa- stefnu Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokksins síðustu árin. Ekki einungis það, að yfir okkur hafi dunið verkföll og uppsagnir, heldur hefur yfirvinna og flótti kennara úr stéttinni látið áþreifanlega til sín taka. Margir af hæfustu kennurum framhalds- skólanna hafa horfið til annarra og betur launaðra starfa, og þótt sá skaði verði seint reiknaður í krónum og aurum, þá er hann gífurlegur. Lág laun kennara hafa einnig gert það að verkum, að ætli kenn- arar að lifa sómasamlegu lífi af launum sínum, verða þeir að taka á sig mikla aukavinnu. Gæði kennslunnar og tími kennarans fyrir nemendur sína minnkar því í samræmi við það og bitnar á nem- endunum af fullum krafti. Slæm kjör kennara bitna því að verulegu leyti á gæðum þeirrar kennslu sem við fáum í fram- haldsskólunum. Okkar kröfur eru því að gerð verði veruleg breyting á kjörum kennarastétt- arinnar til hins betra. Það er ljóst að eigi menntun landsmanna ekki að grotna niður á næstu áratugum, verður að snúa af þeirri óheillabraut sem fylgt hefur verið síðustu árin. Frumskilyrði þess að hefja megi nýja sókn í menntamálum er að til skólanna laðist hæfustu ein- staklingarnir á hverju sviði. Það segir sig sjálft að eins og kjör kennara eru höfð í dag mun það aldrei gerast. Stórbætt kjör kenn- ara er því alger forsenda framfara í skólakerfinu! ÁBYRGÐIN STJÓRNVALDA Á sama hátt og nemendur styðja kröfur kennara sinna, munu þeir auðvitað fylgja þeim í komandi verkfallsbaráttu. Þar munu stjórnvöld mæta einum sameinuðum flokki nemenda og kennara sem hefur það eitt að markmiði, að forða menntakerf- inu úr þeim þrengingum sem það nú er statt í. Nemendur framhaldsskólanna eru ekki það skyni skroppnir að þeir láti Morgunblaðið egna sig gegn kennurum, jafnvel þó verk- fall þeirra bitni fyrst og fremst á nemendum. Verkfallsaðgerðir eru neyðarréttur launamanna og svo fremi að við styðjum þær kröfur sem settar eru fram, hljót- um við að styðja allar löglegar aðgerðir til að ná þeim fram. Bar- átta kennara er því einnig barátta nemenda í þessu tilfelli. Komi til verkfalls nú á mánu- daginn verða afleiðingar þess alfarið skrifaðar á reikning nú- verandi ríkisstjórnar. Ríkis- stjórninni ber sem atvinnurek- anda, að halda sínum starfs- mönnum ánægðum. Það hefur henni ekki tekist og nú er svo komið að þeir neyðast til að boða verkfall kröfum sínum til stuðn- ings. Gangi stjórnvöld ekki að réttmætum kröfum HÍK fyrir mánudaginn, eru þau því að kalla yfir þjóðina þær afleiðingar sem raktar voru hér í upphafi. Það yrði stjórninni lítt til sóma. UPPGJÖR í KOSNINGUM Nú er aðeins rúmur mánuður til alþingiskosninga. í þessum kosningum munu þúsundir nýrra atkvæða vega þungt þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Stór hluti þessa nýja kjósenda- hóps eru framhaldsskólanemar. Eg skora á nemendur fram- haldsskólanna og alla þá sem vilja öflugt íslenskt menntakerfi að fylgjast vel með aðgerðum stjórnarflokkanna í deilu þeirra við HÍK. Það verður fróðlegt að sjá hvort vegur þyngra á metun- um hjá stjórnarflokkunum, fram- tíð íslenska menntakerfisins eða áframhaldandi láglaunastefna ríkisstjórnarinnar. Uppgjör okk- ar í komandi kosningum hlýtur að taka mið af vali stjórnarinnar. 11.03.1987 Hrannar B. Arnarsson er forseti nemendafélags MH. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Bjarnleifur Bjarnleifsson blaðaljósmyndari, Gnoðarvogi 34 verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 17. mars kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hans láti Minningar- sjóð íþróttamanna njóta þess (ÍSÍ). María G. Jóhannsdóttir Ólafía K. Bjarnleifsdóttir Magnús Sigurðsson Bjarnleifur Á. Bjarnleifsson Soffía H. Bjarnleifsdóttir Guðmundur R. Bjarnleifsson Erla Strand barnabörn LiljaGunnarsdóttir Snorri S. Konráðsson Ása Þorsteinsdóttir Einar Strand Útför Jakobs Gíslasonar fv. orkumálastjóra fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. mars kl. 13.30. Sigríður Ásmundsdóttir Gísli Jakobsson Johanne Jakobsson JakobJakobsson Ásmundur Jakobsson Moira Jakobsson Aðalbjörg Jakobsdóttir Steinunn Jakobsdóttir Hallgrímur Geirsson Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Guðrúnar Sveinsdóttur, Hraunhóli 7, Nesjum Ásmundur Gíslason og börn Inga Valborg Einarsdóttir og Sveinn K. Sveinsson ________MINNING______ Skúli Guðmundsson kennari Fœddur 6. nóv. 1902 - Látinn 3. mars 1987 Skúli Guðmundsson var fædd- ur í Reykjavík 6. nóvember 1902 og var því á áttugasta og fimmta aldursári er hann lést 3. mars s.l. Kynni okkar hófust er ég tengdist Ástu eiginkonu hans, Jónasdóttur (læknis Kristjáns- sonar), en hún er systir tengda- móður minnar, Guðbjargar Jón- asdóttur Birkis. Mér er það í fersku minni að ég kom fyrst á glæsilegt heimili Skúla og Ástu á Gunnarsbraut •28. Líklega hefur unga fólkið vakið mesta athygli mína, hvert öðru mannvænlegra. Svanhildur jafnaldra konu minnar, Jónas og Svavar Bjarnabörn Pálssonar, en hann var fyrri eiginmaður Ástu og Svanfríður fimmta og yngsta barn Skúla, en hann var ekkju- maður er þau Ásta giftust 7. júní 1952. Skúli kom mér strax fyrir sjónir sem einstakt ljúfmenni, fríður sýnum og sviphreinn, glaðvær en þó alvarlegur og traustvekjandi á allan hátt. Maður sem gat verið fastur fyrir ef á þurfti að halda, maður sem vék ekki af verðinum frekar en Sveinn Dúfa. Aðeins 19 ára hleypir hann heimdraganum líkt og forfeður hans úr Rangárþingi forðum og heldur til Noregs. Má það teljast áræði í meira lagi af svo ungum manni á þeim tíma þegar Evrópa er enn í sárum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Frá 1921-1924 stundaði Skúli nám í unglingaskóla og síðan við kennaraskóla í Osló. Kennara- prófi lauk hann frá Kennaraskól- anum í Reykjavík árið 1926 með besta vitnisburði eins og við var að búast, enda með góða undir- búningsmenntun að utan, auk þess sem að mestu máli skipti, greindur vel og fróðleiksfús í meira lagi. Ófáir eru þeir nemendur hans í gegnum tíðina sem notið hafa leiðsagnar hans langt fram yfir hefðbundna kennslu. Hugarþel hans og áskapaðir eiginleikar gerðu hann að virtum og vinsæl- um kennara. Hann starfaði lengst af við Austurbæjarskólann í Reykjavík eða í samfellt 35 ár. Sá er þetta ritar var oft á tíðum undrandi á hversu víðlesinn hann var og fróður um alla skapaða hluti. Var oft gaman að hlusta og nema af slíkum gnægtarbrunni. Han var alltaf að læra eins og segir í skólaljóðinu, „vita meira og meira, meira í dag en í gær.“ Til skamms tíma var Skúli við góða heilsu og bar háan aldur að- dáunarlega vel. Hann lifði heilbrigðu og reglusömu lífi, neytti holustufæðu og stundaði líkamsrækt í anda tengdaföður síns, frumkvöðulsins og „karma- jógans“ Jónasar Kristjánssonar læknis, upphafsmanns Náttúru- lækningastefnunnar á íslandi. Það eru ekki mörg misserin síðan sjá mátti þau hjónin leggja hvern kílómeterinn á fætur öðrum að baki nær daglega. Heilbrigt og já- kvætt líferni gerði það að verkum að Skúli varð aldrei gamall þrátt fyrir háan aldur. Stjúpbörnum sínum reyndist hann sem besti faðir enda elskuðu þau hann og virtu. Við Regína kveðjum Skúla með söknuði og þökkum öll liðnu árin. Stuttu en erfiðu stríði er lok- ið. Ég veit ég mæli fyrir munn Ástu er sérstakar þakkir skulu færðar eftirlifandi bróður hins látna, Kjartani Guðmundssyni er var henni stoð og stytta allt þar til yfir lauk. Góður Guð styrki Ástu og aðra ástvini. Hvíl þú í friði góði vinur. Jón B. Gunnlaugsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.