Þjóðviljinn - 14.03.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Side 2
—SPURNINGIN- Hvernig finnst þér að fá snjóinn aftur? Sigurgeir Jóhannes Björnsson 5 ára: Ekki gaman. Það er alltaf svo kalt úti - það er leiðinlegt. Það er bara gaman þegar hægt er að vera á snjóþotu og þegar hægt er að gera snjókarla og kerlingar. Sveinbjörn Jónsson 5 ára Voða gaman að búa til snjóbolta og karla og kerlingar.Mér finnst hafa verið voða lítill snjór í vetur. Berglind Anna Hilmarsdótt- ir 5 ára: Bara gaman. Gaman að búa til snjókarla. Bara dálítið kalt - það er svo voða leiðinlegt. • Bjarni Guðmundsson 5 ára: Gaman að fá snjóinn aftur. Það er alltaf svo gaman að hafa snjó. Sérstaklega þegar hægt er að hnoða voða stóra körfubolta úr snjó, sem maður hendir svo í körfuna. Hulda Sif Úlfarsdóttir 4 ára Allt skemmtilegt við snjóinn. Mér finnst dálítið kalt. Ég leik mér aldrei á sleða, - bý bara til svona karla og kerlingar - þú veist. FRÉTTIR Sauðárkrókur Framlagi NATO hafnað Þjóðmálafélag Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki hafnar framlagiúr mannvirkjasjóðiNATO við uppbyggingu varaflugvallar á Sauðárkróki. Styður staðsetningu flugvallarins A40 manna fundi í þjóðmálafé- lagi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki var samþykktur stuðningur við að varaflugvöllur yrði staðsettur á Sauðárkróki, en jafnframt gerð sú krafa að upp- bygging hans yrði ekki fjár- mögnuð með framlagi úr mannvirkjasjóði NATO. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt eftir líflegar umræður. „Við lýsum eindregnum stuðn- ingi við staðsetningu varaflug- vallar á Sauðárkróki. Þó hljótum við að gera þá kröfu að ekki komi til fé úr mannvirkjasjóði NATO, sem óhjákvæmilega myndi leiða til hernaðarumsvifa Bandaríkja- manna á nú „hreinu" svæði. Umsvif Bandaríkjamanna hér á landi eru löngu komin fram úr því sem eðlilegt má teljast. Heimsvaldastefna Bandaríkja- manna og hagsmunir íslands fara ekki saman, þó svo að um sam- eiginlega mannvirkjagerð geti verið að ræða. Fjárframlög úr mannvirkjasjóði NATO er möguleiki sem alfarið skal hafna.“ - IJ/Sauðárkróki Síöustu vikurnar hefur verið keppst við í frystihúsum víða um land að frysta loðnuhrogn og hefur verið mikill handagangur í öskjunni enda mikil vinna við fyrstinguna og góð búbót í frystihúsunum. Þessi mynd var tekin í vinnslusal Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og þar er greinilega keppst við í hrognafrystingunni. Mynd hb. Uppboð Fiskveiðasjóður hreppti Strandir Fiskimjölsverksmiðjan Strand- ir á Reykjanesi var í gær slegin Fiskveiðasjóði fyrir 6 miljónir króna. Aðeins eitt tilboð kom í verksmiðjuna. Strandir var fyrsta fiskimjöls- verksmiðjan hérlendis sem not- aði gufu til þurrkunar, sem á sam- kvæmt öllum útreikningum að vera afar hagkvæmur kostur, en vegna lítillar fyrirgreiðslu í kerf- inu, m.a. frá Fiskveiðasjóði, og hreppssjónarmiða á Suðurne- sjum var fyrirtækið andvana fætt. Áhvflandi skuldir á Ströndum eru um 40 miljónir. Stærsti kröfu- hafi í þrotabúið var Fiskveiða- sjóður uppá 15 miljónir en aðrir stórir kröfuhafar voru Búnaðar- bankinn með 13 miljónir og Byggðasjóður með 9 miliónir. -lg Greenpeace Skrifað til þingmanna Greenpeace samtökin hafa sent öllum alþingismönnum bréf þar sem útskýrð er stefna og starfs- hættir samtakanna í umhverfis- og verndunarmálum. í bréfinu er m.a. tekið fram að samtökin taki ekki þátt í aðgerð- um þar sem fólki sé stefnt í hættu heldur berjist fyrir málstað sínum á friðsamlegan hátt. Skógrœkt Vanþróað skóg ræktarland Skógrœktarþing haldið á Hótel Sögu um aðra helgi. Sœnskur prófessor fjallar um möguleika íslands í skógrœktarmálum Laugardaginn 21. mars nk. efna Skógræktarfélag íslands og Skógrækt ríkisins til skógræktar- þings að Hótel Sögu. Er sú ákvörðun í samræmi við ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags íslands í Reyni- hlíð í haust og tekin í framhaldi af starfsmannafundi Skógræktar ríkisins og fulltrúafundi Skóg- ræktarfélags Islands. Rúmlega 20 félögum, fé- lagasamtökum og stofnunum, sem með einhverjum hætti tengj- ast íslenskri skógrækt, ásamt fulltrúum frá fjárveitingavaldinu, hefur verið boðin þátttaka, og hafa undirtektir verið góðar. Þingið hefst kl. 10 árdegis með erindi sænska prófessorsins Morten Bendz, sem íslendingum er að góðu kunnur. Nefnir hann erindið ísland, vanþróað skóg- ræktarland. Að undanförnu hef- ur Bendz prófessor unnið að skipulagningu skógræktarmála í ýmsum þróunarlöndum og var á sínum tíma rektor skógræktarhá- skólans. Þá flytur Sigurður Blöndal skógræktarstjóri erindi, sem hann nefnir: Möguleikar og markmið skógræktar á íslandi. Eftir hádegi flytur Magnús Pét- ursson hagsýslustjóri erindi: Skógrækt og þjóðarhagur. Sýnd verður kvikmynd um sænsku skógræktina, flutt hljómlist og fram fara , hringborðsumræður undir stjórn Árna Gunnarssonar. Síðan verður borin upp álytkun um skógræktarmál, sem flutt verður á þinginu. Að lokum flytur Matthías Jóhannessen rit- stjóri ávarp. Kvöldverðarhóf verður að Hótel Sögur kl. 19.00. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá Skógræktrafélagi íslands, sími 18150 og Skógrækt ríkisins, sími 13422. -mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.