Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 15
-V Knattspyrna Magnús hættir við Magnús Magnússon hefur hætt við að leika með Þór á Akureyri næsta keppnistímabil. Magnús lék með Breiðabliki, en skipti svo yfir til Þórsara. Hann hefur nú hætt við aftur og leikur með Blikunum næsta sumar. Þá hafa Framarar fengið stuðn- ig. Jón Oddsson frá IBÍ mun leika með þeim og sömu sögu er að segja af Arnari Halldórssyni sem leikið hefur með Fylki. -Ibe Um helgina Mikið að gerast Það er ýmislegt að gerast í íþróttum um helgina. Ármann og Leiknir leika í dag til úrslita um laust sæti í SV-riðli 3. deildar. Leikurinn er á gervi- grasinu og hefst kl. 14. Tveir leikir eru í 1. deild karla í handbolta. Víkingar leika gegn Haukum á morgun í Laugardals- höll og hefst leikurinn kl. 20. Strax á eftir leika Valur og FH. Einn leikur er í 1. deild kvenna. KR mætir ÍBV í Laugardalshöll- innni í dag kl. 14. Þrír leikir eru í Úrvalsdeildinni annað kvöld og hefjast þeir allir kl. 20. KR-Valur í Hagaskólan- um, Haukar-ÍBK í íþróttahúsinu Strandgötu og Njarðvík-Fram í íþróttahúsinu í Njarðvík. Þá er landsflokkaglíman í íþróttaskemmunni á Akureyri. Keppni hefst kl. 14. í dag. Á Akureyri er einnig Hængs- mótið í íþróttum fatlaðra. í Festi í Grindavík er tvímenn- ingsmeistaramót í pflukasti og hefst keppni kl. 13 í dag og á morgun. Hagskóli 13. mars KR-Haukar 80-83 (36-45) 4-11, 8-17, 19-22, 21-30, 26-40, 36- 45, 50-56,62-75,68-79,76-81,79-81, 79-83, 80-83 Stig KR: Guðni Guðnason 28, Ólafur Guðmundsson 21, Garðar Jó- hannson 11, Ástþór Ingason 8, Guð- mundur Jóhannsson 7, Matthías Ein- arsson 3 og Þorsteinn Gunnarsson 2. Stig Hauka: Ólafur Rafnsson 20, Pálmar Sigurðsson 19, Henning Henningsson 14 ívar Ásgrimsson 11, Reynir Kristjánsson 9, Tryggvi Jóns- son 8 og Ingimar Jónsson 2. Dómarar: Sigurður Valur Halldórs- son og Bergur Steingrímsson - slakir. Maður leikslns: Guðni Guðnason, KR Njarðvíkingar tryggðu sér rétt til að leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ með sigri gegn Þórsurum, 86-80. Njarðvíkingar sigruðu í fyrri leiknum, sem fram fór á Akur- eyri, 114-90 og því möguleikar Þórsara litlir. En þeir sýndu þó góða baráttu í gær og voru aldrei langt undan. Leikurinn var jafn framan af en smátt og smátt sigu Njarðvík- ingar framúr og sigur þeirra var nokkuð öruggur. Bestu menn í liði Njarðvíkur voru þeir Valur Ingimundarson, KörfuboltHBikar Njarðvík í úrslit ísak Tómasson og Teitur Valur Ingimundarson 23 og ísak Örlyggsson. Tómasson 16 Hjá Þór áttu þeir bestan leik fvar Webster var stigahæstur í ívar Webster, Konráð Óskarsson lið Þórs með 21 stig og Hólmar og Guðmundur Björgvinsson. Ástvaldsson gerði 12 stig. Flest stig Njarðvíkinga gerði SÓM/Suðurnesjum Laugardalshöll 13. mars Fram-Stjarnan 23-29 (12- 12) 3-1,3-3, 5-5,8-8,12-12,13-12,14-1 £, 14-21,16-22,17-24, 20-25, 20-28,23- 29. Mörk Fram: Per Skaarup 5, Agnar Sigurðsson 5, Birgir Sigurðsson 4, Jú- líus Gunnarsson 2, Tryggvi Tryggva- son 2, Hermann Björnsson 1 og Ölafur Vilhjálmsson 1 Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifs- son 11, Skúli Gunnsteinsson 6, Einar Einarsson 5, Gylfi Birgisson 4, Haf- steinn Bragason 2 og Sigurjón Guð- mundsson 1. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson - góðir Maður lelkslns: Sigmar Þröstur Óskarsson, Stjörnunni. Körfubolti fvar Ásgrímsson skorar án þess að Guðni Guðnason komi nokkrum vörnum við. Mynd: E.ÓI. Haukar eiga möguleika á sœti í úrslitakeppninni eftir sigur gegn KR Haukar eiga möguleika á sæti í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur gegn KR, 80-83 í íþróttahúsi Hagaskólans. Lokamínúturnar voru æsisp- ennandi og KR-ingar áttu góða möguleika á sigri. Þegar rúmlega hálf mínúta var til leiksloka var staðan 76-81, Haukum í vil. Ólafur Guðmundsson minnkaði muninn með þriggja stiga körfu 79-81 þegar 23 sekúndur voru til leiksloka. Haukar byrjuðu með boltann en misstu hann. Ólafur Guðmundsson var svo full fljótur á sér, reyndi þriggja stiga skot þegar 17 sekúndur voru til leiks- loka, en hitti ekki. Haukar náðu þá boltanum og Henning Henn- ingsson tryggði Haukum sigur þegar 4 sekúndur voru til leiks- loka. Haukar byrjuðu af miklum krafti og náðu strax góðu for- skoti. Lengst af í fyrri hálfleik var munurinn 10-14 stig. KR-ingar náðu aðeins að minnka það í upp- hafl síðari hálfleiks, en Haukarn- ir héldu þó alltaf sæmilegri for- ystu. Þegar sex mínútur voru til leiksloka varð Pálrnar Sigurðsson fyrir þvf óláni að snúa á sér ök- lann og þurfti að fara útaf. Við þetta riðlaðist leikur Hauka og KR-ingar gengu á lagið. En bráð- læti þeirra á lokamínútunum kom í veg fyrir að þeim tækist að sigra. Haukarnir léku mjög vel í gær. Sóknarleikurinn góður og vörnin lengst af sterk. En þeir voru heppnir að missa ekki niður for- skotið á lokamínútunum. Pálmar Sigurðsson átti mjög góðan leik, hitti vel og leitaði samherjana vel uppi. Þá áttu þeir fvar Ásgríms- son, Ólafur Rafnsson og Henn- ing Henningsson góðan leik. Guðni Guðnason var bestur í liði KR, góður í sókninni og hirti mikið af fráköstum. Þá áttu Ólafur Guðmundsson og Mattías Einarsson góðan leik og sýndu mikla baráttu. Með þessum sigri eygja Haukar von um sæti í úrslitak- eppninni. Þeir þurfa að sigra ÍBK í Hafnarfirði og á sama tíma í Hagaskólanum verða KR-ingar að tapa gegn Valsmönnum. Þá eru liðin jöfn að stigum, en Haukarnir hafa sigrað í fleiri inn- byrðisleikjum. ÍÞRÓTTIR Handbolti Fram gafst upp í síðari hálfleik Stjarnan gerði út um leikinn á kafla í síðari hálfleik. Sex mörk í röð gáfu þeim sjö marka forskot og þarmeð var sigurinn í höfn, 23-29. Leikurinn var mjög jafn fram- an af, jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik og vart mátti á milli sjá. Bæði liðin léku vel í fyrri hálf- Ieik og leikurinn jafn og spenn- andi. f síðari hálfleik gerði Stjarnan út um leikinn. Þeir breyttu stöð- unni úr 14-15 í 14-21 og eftir- leikurinn auðveldur. Á þessum tíma gekk ekkert upp hjá Fram. Sóknarleikurinn ráðleysislegur og vörnin galopin. Hjá Stjörn- unni var vörnin aftur á móti sterk og Sigmar Þröstur varði mjög vel. Hannes Leifsson og Gylfi Birg- isson áttu báðir góðan leik fyrir Stjörnuna og Sigmar Þröstur lok- aði markinu á köflum. Hjá Fram var fátt um fína drætti í síðari hálfleik. Agnar Sig- urðsson átti þó ágætan leik og Birgir Sigurðsson var sterkur á línunni. Það vakti nokkra athygli að ekkert var dæmt á Framara í þessum leik þegar þeir veiddu boltann úr hendi andstæðings. Það var hinsvegar gert í leiknum gegn Breiðabliki og voru Framar- ar ekki hrifnir af því. Þetta sýnir það hve mikið ósamræmi er með- al dómara. -Ó.St/lbe Kvennahandbolti Létt hjá Víkingum Víkingar áttu ekki í miklum vandræðum með ÍBV í 1. deild kvenna þegar liðin mættust í Laugardalshöllinni. Víkingar sigruðu 32-21, en i hálfleik var staðan 21-9. I Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari óskast á Gigtlækningastööina Ár- múla 5 frá 1. apríl. Upplýsingar hjá yfirsjúkraþjálfara í síma 30760. Stjórnin Það var aldrei spurning um hvort liðið sigraði heldur hve stór sigur Víkinga yrði gegn fBV. Víkingar yfirspiluðu Eyjastúlk- urnar í fyrri hálfleik, en slökuðu aðeins á í þeim síðari. -MHM »: • • SKÚLAGATA 51 105 REYKJAVÍK - SÍMI 621163 < E E <u QJ ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.