Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 5
_______________________FRETTIR________________________ Alþingi Straumrof utan dagskrár Víða erpottur brotinn í orkumálum hérlendis. Afgefnu tilefni spunnustfróðlegar umrœður um raforku, nútímamanninn og fjölmiðla á alþingi í gœr Allnokkrar umræður urðu um ástand raforkumála utan dag- skrár í sameinuðu alþingi í gær, miklar rafmagnstruflanir víðs- vegar um landið að undanförnu og straumrofið í höfuðborginni í fyrradag. Skúli Alexandersson hóf um- ræðuna og rakti viðburði helgar- innar. „Ekki var um það að ræða að truflun væri á aðflutningslín- um frá virkjunum né truflun ætti sér stað á framleiðslu virkjan- anna sjálfra. Það sem virðist hafa gerst og almenningur var upplýst- ur um var að aðveitukerfið hefði brugðist.“ Skúli kvaðst líta svo á að neyðarástand skapaðist þegar rafmagn færi af byggð og spurði iðnaðar og orkumálaráðherra, Jón Siguðsson, 7 spurninga: Hvort forsvarsmenn orkumála teldu ekki að bregðast þyrfti við líkt og neyðarástand væri fyrir hendi þegar rafmagn færi af byggðum klukkutímum og dægr- um saman? Þessu játti ráðherra og fullyrti að þannig hefði verið brugðist við truflununum nú. Alþingi Stríðir fundir framundan Guðrún Helgadóttir: Áhyggjur afhœga- gangi. Þingað nótt sem nýtan dag ef þurfa þykir Á alþingi liggur aragrúi brýnna mála og bíður afgreiðslu. En hvorki gengur né rekur. í lok þessa mánaðar hefst þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Þangað fara nær allir ráðherra, sveit 7 þingmanna auk Ragnhild- ar Helgadóttur sem situr þingið sem fulltrúi Evrópuráðsins. „Það er því mciningarlaust að haida þingfundi meðan ástandið er þannig,“ sagði Guðrún Helga- dóttir, forseti sameinaðs þings, við Þjóðviljann í gær. Enda gerði starfsáætlun alþingis í vetur hvort eð væri ekki ráð fyrir öðru en vikuhléi meðan þingað væri í Stokkhólmi. Guðrún kvað forseta þingsins hafa átt fundi með formönnum þingflokka í fyrradag og tjáð þeim áhyggjur sínar vegna þess hve hægt hefði gengið að koma málum áfram. Nú er hermt að ríkisstjórnin leggi áherslu á skjóta og tafar- lausa afgreiðslu ýmissa lagafrum- varpa sem tengjast brýnum efna- hagsráðstöfunum. Helst fyrir Norðurlandaráðsþing. • Þýðir þetta ekki að menn verða að þinga nótt sem nýtan dag? „Jú, það liggja fyrir mál sem þarf að afgreiða á allra næstu vik- um. Mikil vinna er því framund- an og ljóst að fundir verða stríðir. Og það verður að halda kvöld- og næturfundi ef þetta tekst ekki öðruvísi," sagði Guðrún Helga- dóttir að lokum. ks. Hvort skipulegt samstarf væri á milli starfsliðs Landsvirkjunar, rafveitna og almannavarna? Jú, hermdi ráðherra, þar á milli lægju sérstakar símalínur auk sérstaks fjarskiptakerfis. Hvort vegagerð ríkisins væri kvödd til aðstoðar við starfsmenn rafveitna þegar ófærð á vegum tefði færð viðgerðarmanna á bil- anastað? Ráðherra kvað víst að svo væri þótt sér væri ekki kunn- ugt um hvernig þeim málum hefði verið háttað nú um helgina. Víða um land væru spenni- stöðvar sem illa væru varðar og yllu síendurteknum straumrofum - væri ekki von til að úr því yrði bætt? Jú, ráðherra sagði að úr því yrði bætt. Svo virtist sem ýmsar hring- tengingar raforkuflutningslína hefðu nú komið að litlu haldi vegna vandræða í aðveitustöðv- um - hvort fyrir lægi orsök þessa? Ljóst væri að þær hefðu ekki komið að haldi, sagði ráðherra, en orsakir væru ókunnar. Hvort starfsmenn Landsvirkj- unar og rafveitna væru ekki þjálf- aðir og búnir undir það með æfingum að bregðast við aðstæð- um einsog gengu yfir síðustu dægrin? Jú, og sýndu það í verki, var svar ráðherra. Hvort ekki væru aðrar flutn- ingsleiðir fyrir hendi fyrir raforku til Reykjavíkur og Reykjaness ef bilun yrði á ný í Geithálsstöð- inni? Iðnaðarráðherra kvað svo ekki vera en tók fram að nú væri verið að reisa nýja tengistöð við Hamranes, steinsnar frá Hafnar- firði, og yrði hún vígð á hausti komanda. Tengibúnaður þessarar nýju stöðvar yrði innanhúss og gas- einangraður og því ekki ofurseld- ur ofviðri og brimsaltri vestanátt einsog tengivirki Geithálsstöðv- arinnar. Sími og rafhlöðuútvarp Skúli beindi máli sínu enn- fremur til samgönguráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, og innti hann skýringar á því hvers vegna síminn hefði brugðist sum- staðar í fyrradag. Komið hefði fram að rafhlöðuútvarpstæki (þeirra sem ættu slík tæki) hefðu sumstaðar verið eini tengiliður milli myrkra landshluta og jökul- kaldra híbýla. Samgönguráðherra sté nú í ræðustól hins háa alþingis og hugðist svara málshefjanda en þá brugðu máttarvöldin á leik eins- og til að leggja áherslu á fyrir- spurnina. Sakir raftruflanna blikkuðu Ijósin yfir þingheimi ótt og títt um stund og hátalarakerfið fór úr sambandi. Engu að síður tókst ráðherra að koma mati sínu á símkerfinu á framfæri, það hefði á heildina litið staðið sig með sóma í óveðri og raftruflun- um og einungis brugðist á stöku stað. Veitingahús en ekki vararafstöð Og nú hófust almennar um- ræður. Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, kvað rafmagns- leysið vera nútímamanninum holla áminningu um það hve háð- ur hann væri tækninni í nánast einu og öllu og hverfulleik þeirrar tækni þegar og ef máttarvöldin settu í brýnnar. Hún hefði höggv- ið eftir því í fréttum að dælustöð Hitaveitunnar að Reykjum væri án vararafstöðvar og því ávallt hætta á að skortur yrði á heitu vatni eftir alvarlegt straumrof. Hvort ekki væri ráð fyrir það ágæta fyrirtæki að verja fjármun- um sínum til kaupa á dísilaflstöð og leggja öll áform um hring- veitingahús á Öskjuhlíð fyrir róða? Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, staðhæfði að undangengið ófremdarástand, ofviðri og straumrof, sannaði einu sinni enn mikilvægi lang- bylgjusendis ríkisútvarpsins. Nú væri hinsvegar svo ástatt að hann væri kominn að fótum fram og brýnt að fá nýjan, slíkt öryggis- mál sem þetta væri. Það væri . hinsvegar hægara sagt en gjört því til þess þyrfti 400 miljónir króna. Sighvatur Björgvinsson vakti athygli hæstvirsts forseta (sam- einaðs alþingis) á bágri dóm- greind fréttamanna. Víða á landsbyggðinni hefðu menn verið án rafmagns í 2 sólarhringa án þess fjölmiðlar gæfu því gaum, skolfið sér til hita við kertaljós án þess höfuðborgarbúum bærust af því tíðindi. Svo virtist sem ekki yrði ófært hérlendis nema fjöl- miðlamenn sætu fastir, ekki yrði rafmagnslaust nema straumrofið truflaði störf fjölmiðlamanna. Að lokum tók iðnaðarráðherra til máls á ný. Benti hann Guð- rúnú; á að hinn íslenski nútíma- maðúr væri fremur ofurseldur náttúruöflum en tækni. Huga yrði lað vararafstöðvarmálum lykilstofnana og fyrirtækja ss. sjúkrahúsa, hitaveitu og hins háa alþingis. Gott væri að fram hefði komið hvaða landshlutum stafaði öðrum fremur háski af vestanátt. Nefnilega Suðvesturlandi, Vest- urlandi og Vestfjörðum. ks. Island og umheimurinn Opin ráðstefna um Evrópubandalagið og örar breytingar í viðskiptum og félagsmálum. HÓTEL SÖGU, RÁÐSTEFNUSAL A, LAUGARDAGINN 18. FEBRÚAR KL. 9- 1 7. Á ráðstefnunni verður varpað ljósi á stöðu íslands gagnvart Evrópubandalaginu og öðrum heimshlutum og leitað svara varðandi viðskiptalega hagsmuni og félagsleg ogmenningarlegsamskipti íölduróti næstu ára. Einstaklingar í ábyrgðarstöðum í atvinnulífi, menntakerfi og stjórnmálum flytjaerindi. Tora Aasland Houg, þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi, flytur erindi um efniö: Norðurlönd ogsamruninníEvrópu(Nordenogintegrationeni Europa). Ráðstefnan eröllum opin. Látiðskráykkur tímanlega ísíma 17500. Alþýðubandalagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.