Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR Efnahagsráðstafanir Gengisfelling er skottulækning Ólafur Ragnar Grímssonfjármálaráðherra: Uppstokkun í atvinnumálum og aðhald í vaxta- ogpeningamálum höfuðat- riðin. Samstaða ríkisstjórnar og launþegarhreyfingar um af- Aðgerðadýrkun hefur verið á- kveðinn sjúkdómur í íslensk- um efnahagsmálum og ýmsir hagsmunaaðilar hafa notfært sér þennan sjúkdóm, sjálfum sér til framdráttar. Það er eins og stjórnmálamenn og ríkisstjórnin séu ekki að gera neitt ef það er ekki reglubundið gripið til ein- hverra aðgerða. Atvinnurekend- ur hafa sérstaklega hagnýtt sér þennan aðgerðasjúkdóm, með því að koma við og við út á völl- innn og segja, „nú verða stjórnvöld að koma með aðgerðir fyrir okkur,“ segir Ólafur Ragn- ar Grímsson Qármálaráðherra aðspurður úti í þá gagnrýni stjórnarandstöðu og atvinnurek- enda að nýjustu efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar séu alls ó- fullnægjandi og gagnslausar. Þora ekki að ræða eigin vanda - Þessi sjúkdómur í stjórn- málaumræðunni að einblína á einhverjar aðgerðir stjórnvalda, hefur svo leitt til þess að menn hafa ekki horft til þess sem er að gerast í fyrirtækjunum sjálfum, uppbyggingu þeirra og skipu - iagningu og dregið hulu yfir þann mikla aðgerðavanda sem er þar og enginn getur leyst nema for- ystumenn atvinnulífsins sjálfs. Af því þeir eru tregir að ræða sinn eigin vanda, t.d. í sínum sam- tökum, þá sameinast þeir einkum og sérstaklega um gengisfelling- arkröfur í staðinn. Sjálfstæðisflokkurinn og Kvennalistinn hafa svo gengið í þessa atvinnurekendasveit og sett fram þá kröfu að hér verði framkvæmd stórfelld gengisfell- ing. Sjálfstæðisflokkurinn viður- kennir að það sé tæki til að skera kaupmáttinn verulega niður, Þorsteinn Pálsson viðurkennir það. Hins vegar er Kvennalistinn annað hvort feiminn við að segja það, og ég hika kannski við að segja það, eða gerir sér kannski ekki grein fyrir því að sú stór- fellda gengisfelling sem hann hef- ur tekið undir, hlýtur ókjákvæmi- lega, þrátt fyrir hliðarráðstafanir, að fela í sér verulega kaupmáttar- skerðingu. Uppstokkun í skipulagi - Ríkisstjórnin hefur hins veg- ar í grundvallaratriðum hafnað þessum kenningum um vanda ís- lensks atvinnulífs og þessari að- gerðadýrkun. Þvert á móti segj- um við: Vandamál íslensks atvinnulífs, sérstaklega útflutn- ingsgreinanna, er langvarandi skipulagsvandi. Hann verður ekki leystur nema með margþætt- um breytingum á rekstri fyrir- tækjanna, samsetningu þeirra, fjölda þeirra, og verkefni stjórn- nám vaxtaokurs valda er að skapa skilyrði fyrir því að þessi endurskipulagning eigi sér stað, og knýja á um að hún verði framkvæmd á sem skemmst- um tíma og greiða fyrir henni. Þess vegna má kannski segja að lykilorðið í ágreiningnum milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu er, að við teljum megin- vandamálið liggja í skipu - lagsmálum, en Sjálfstæðisflokk- ur, Kvennalisti og atvinnurek- endur telja að vandinn felist í gengisskráningu. íslensk „perestrjoka“ - Ég hef stundum í þessari um- ræðu bent mönnum á það að í Sovétríkjunum séu menn núna að framkvæmda „perestrjoku“ m.a. vegna þess að þar hafi verið gífurlega óhagkvæm fjárfesting í atvinnulífinu sem að mörgu leyti eigi sér pólitískar orsakir, og þó margt sé ólíkt með íslenska hag- kerfinu og hinu sovéska þá vitum við þó, að í okkar kerfi hafa tíðk- ast bullandi pólitískar fjárfest- ingar og hagsmunafjárfestingar af ýmsu tagi sem ekki taka mið af hinum rekstrarlegu skilyrðum og eðilegu skipulagi atvinnufyrir- tækja. Þess vegna tel ég að lykilorðið í því sem við erum að gera sé endurskipulagning íslensks atvinnulífs. Markviss endurskip- ulagning á öllum sviðum. Getið þið látið það duga að ætla að bíða eftir að forráðamenn fyr- irtækja hugi að endurskipulagn- ingu á sama tíma og verið er að loka framleiðslufyrirtækjum um allt land og atvinnuleysi hefur stóraukist? - Við skulum átta okkur á því sem þegar hefur gerst. Þegar at- vinnutryggingar'sjóður var settur á laggirnar skömmu eftir að ríkis- stjórnin tók við, þá fussaði íhald- ið og sagði að þetta væri skussa- sjóður. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi sjóður hefur haft mjög strangt faglegt mat í sínum lán- veitingum. Með litlum gengisbreytingum hefur tekist að ná raungenginu meira niður en tókst með stærri gengisbreytingunum í fyrri ríkis- stjórn. Raungengið er komið núna í það sama og það var að meðaltali síðustu 30 ár og sér- staklega síðustu 8 ár. Útflutn- ingsgreinarnar geta því ekki sagt að þær búi nú í febrúar 1989 við óeðlilega hátt gengi, þvert á móti. Það er komið með þessum þrepaaðgerðum stjórnarinnar niður í eðlilegt meðaltal. Þannig höfum við búið til hag- stæðari rekstrarskilyrði en áður og einnig með baráttu okkar gegn vaxtaokrinu og fjármagns- kostnaðinum hefur tekist að skila fyrirtækjunum betri stöðu en stórfelld gengisfelling hefði í för með sér. Langt í frá allir á hausnum - í raun má segja að þessar að- gerðir síðustu 4 mánuði hafi skipt sjávarútvegsfyrirtækjunum í landinu í fjóra flokka. í fyrsta flokki eru fyrirtæki sem ganga vel. Þau hafa ekki fengið neina sérstaka fyrirgreiðslu nema al- mennar breytingar á vaxtamál og þau standa sig vel. Það er hins vegar ekki fjallað mikið um stöðu þessara fyrirtækja því þau þjóna ekki aðgerðakórnum. í öðrum flokknum eru fyrir- tæki sem hafa fengið skuld- breytingu hjá atvinnutryggingar- sjóðnum og það dugir þeim. Þau hafa fengið lánin lengd, dregið úr fjármagnskostnaði og mörg hver gert skipulagsbreytingar á rekstr- inum. í þriðja flokknum eru fyrirtæki sem þurfa að gera ákveðnar skip- ulagsbreytingar, hugsanlega að taka upp samstarf við önnur fyrir- tæki, þurfa aukið eigið fé. Með hlutafjársjóðnum sem við ætlum að setja á laggirnar er ætlunin að skapa tæki til þess að hluta af lán- um þessara fyrirtækja verði hægt að breyta í eigið fé og tryggja áframhaldandi rekstur þeirra. Síðan er fjórði flokkurinn af fyrirækjum og þau eru því miður nokkur, þar sem offjárfestingin og skorturinn á eðlilegu rekstrar- skipulagi hefur verið með þeim hætti, að það er óhjákvæmilegt að þau verði gerð gjaldþrota. Eignir þeirra eru langtum minni en skuldirnar og í sumum tilfell- um er þessi munur uppá hundruð miljóna. Það er því ekkert annað sem liggur fyrir, því miður, en að gera þessi fyrirtæki upp. Þessir fjórir flokkar lýsa því mjög vel, að einhver allsherjar gengisfelling, fyrir atvinnuveg sem er svona samsettur, hún er auðvitað ekkert annað er skottu- lækning sem magnar vandamálið á skömmum tíma. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að hún mun hafa hliðsjón af stöðu fyrirtækj- anna í atvinnulífi byggðarlag- anna. Ef um er að ræða lykilfyrir- tæki í byggðarlaginu þá mun það hljóta sérstaka aðstoð, til að tryggja, þó að um gjaldþrot verði að ræða, að nýtt fyrirtæki taki til starfa á rústum þess sem fyrir var, þannig að fólkið haldi áfram at- vinnunni og atvinnutækið verði áfram á sínum stað. Nú reynir á Seðlabankann Vaxtamál og fjármagnsmark- aður erstór hluti afvanda þessara fyrirtækja og þungri greiðslu- Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra: Verðum að vinna saman með verkalýðshreyfingunni að því að stöðva okrið á peningamarkaðn- um og stýra vöxtunum niður. byrði landsmanna almennt. Er nóg að gert með tillögum stjórnar- innar til að slá á vaxtaokrið? - Við í Alþýðubandalaginu teljum að þau frumvörp sem lögð hafa verið fram á Alþingi í vaxta- og peningamálum, marki veiga- mikla viðurkenningu á þeirri gagnrýni sem flokkurinn flutti í stjórnarandstöðu frá 1984, á þá stefnu þar sem fjárm- agnseigendur voru drottnend- urnir og allt átti að vera „frjálst“ og okrið var hið daglega brauð. Þar sem affallaviðskiptin fóru af felumarkaðnum, inn á gráa markaðinn og síðan inn í ríkis- bankana. Þær breytingar sem nú verða gerðar, og við fögnum sérstak- lega, er að ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita 9. grein banka- laganna, þar sem Seðlabankan- um er falið að ákveða hámarks- vexti og reyndar er greininni breytt til að styrkja viðmiðunina sérstaklega og knýja á um að tekið sé mið af hóflegum vöxtum, þeim vaxtamun sem tíðkast í bankakerfinu erlendis og saman- burði við raunvaxtastig í nág- rannalöndum okkar. Þess vegna hefur Seðlabankan- um verði stillt upp við það verk- efni að tryggja með þessum laga- legu tækjum framgöngu þessarar stefnu stjórnarinnar. Það verður mikil prófraun fyrir bankastjóra Seðlabankans, hvort að þeim tekst í verki að framkvæma þessa stefnu sem þeim hefur nú verið falið að gera. í öðru lagi leggjum við fram frumvarp sem felur það í sér að bankaráðin fá miklu meira vald til þess að ákveða, bæði vaxta- stig, gjaldatöku, ávöxtunarkröf- ur og annað í bankakerfinu og þannig koma í veg fyrir þau affall- aviðskipti sem hafa tíðkast. í þriðja lagi innleiðum við ávöxtunarhugtakið í staðinn fyrir vaxtahugtakið, víða í þessum lögum, og þannig eru settar þröngar skorður fyrir affallavið- skiptum. 1 fjórða lagi eru þessar skuld- bindingar látnar ná yfir gráa markaðinn. í fimmta lagi verður bannað að vera með breytilega vexti. Nú verður lánveitandinn að taka áhættuna í stað þess að almenn- ingur hefur þurft að taka hana hingað til. Ýmis fleiri atriði má tína til, en meginatriðið að með þessum aðgerðum verður reynt að taka utan um þennan peninga- markað og beina honum inn á eðlilegan farveg. Það er síðan lykilatriði í þessu að ákveðið hefur verið að ríkis- sjóður í samvinnu við lífeyris- sjóðina, eigi að vera í fararbroddi við að ná raunvaxtastiginu niður í 5%. Þetta setur þá kvöð á samn- inga ríkissjóðs og lífeyrissjóð- anna að þeir axli þá ábyrgð að vera leiðandi á þessum markaði til að ná vöxtunum niður. Það er auðvitað brýnt að lífeyrissjóðirn- ir taki fullan þátt í því. Samstaða með launþegahreyfingu En nú hafið þið átt í hörðum deilum við lífeyrissjóðina vegna kröfu um vaxtalækkun? - Það eru fyrst og fremst þeir í forystu sjóðanna sem eru fulltrú- ar atvinnurekendavaldsins og Verslunarráðsins og kannski verðbréfafyrirtækjanna sem hafa staðið í þeim deilum. Verkalýðs- hreyfingin sem er líka hluti af þessu kerfi, hlýtur hins vegar að horfa á þá hagsmuni launafólks að ná vaxtastiginu niður. í þessu sambandi er mjög at- hyglisverð sú samþykkt BSRB frá því í dag þar sem vakin er athygli á því hversu þessi ranga peningastefna hefur skert lífskjör almennings. Þess vegna er nauðsynlegt að verkalýðshreyf- ingin taki upp samstöðu með ríkisstjórninni til að koma í veg fyrir stórfellda gengisfeliingu og brjóta á bak aftur okrið á pening- amarkaðnum og stýra vöxtunum niður. Þarna ættu ríkisstjórnin og samtök launafólks að geta náð saman í sterku bandalagi. Ef það tekst ekki þá mun litlu skipta hvaða kauptölur verða skrifaðar á launaseðla. Þessi frumvörp verður að sam- þykkja á næstu vikum og við munum hefja viðræður við líf- eyrissjóði og Seðlabanka nú á næstu dögum og síðan er nauðsynlegt að hefja viðræður við samtök launafólks á þeim for- sendum sem bæði Verkamanna- sambandið og BSRB hafa álykt- að um. Það eru tugþúsundir hei- mila í landinu, þar sem breyting- ar á vaxtastiginu hafa meira að segja um aukinn kaupmátt en hækkun launa. Þetta er því ein sterkasta kjarabótin sem við get- um og eigum að ná fram, segir Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra. -lg- Þriðjudagur 14. febrúar 1989 ,ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.