Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 15
í DAG UOSVAKINN Virðing og virðingarleysi Ingibjörg Haraldsdóttir Margt hefur verið skrafað og skrifað á undanförnum misserum um tilfinningar almennings í garð Alþingis og þeirra manna sem þangað eru kosnir til að stýra þjóðarskútunni. Sumir segja að fólk beri ekki lengur virðingu fyrir þessari æðstu valdastofnun lýðveldisins. Ef eitthvað er að marka lessendabréf í dagblöðum eða raddir „þjóðarsálarinnar" í kvabbþáttum útvarpsins lítur út fyrir að eitthvað sé til í þessum staðhæfingum. Ekki ætla ég á þessum vett- vangi að taka afstöðu til þess hvort alþingismenn eru virðingar verðir eður ei. Ætli þeir séu nokkuð betri eða verri en við kjósendur þeirra erum, svona upp og ofan? Höfum við ekki kosið þá yfir okkur sjálf? Mér hvaða mál sem er, stórt eða smátt, merkilegt eða ómerkilegt, og afbaka það og rangtúlka. Þannig vinna menn einatt grín- þætti. En Þingsjá er ekki ára- mótaskaup. Ég get ómögulega séð að það sæmi ríkissjónvarpinu að gera grín að Alþingi. Varla eykur það á virðingu manna fyrir æðstu valdastofnun lýðveldisins. Fyrir nú utan að þetta var ekki einu sinni fyndið... Það var hinsvegar 89 á stöðinni á laugardagskvöldið. Ég sá ekki betur en strákarnir væru komnir í essið sitt, búnir með alla gömlu brandarana og farnir að fram- leiða nýja. Húrra fyrir því! Hlutleysið Edda Andrésdóttir og Árni veldanna væri röðin alls ekki komin að fækkun í sjóherjum eða samdrætti á kafbátasviðinu. Nið- urstaðan var eiginlega sú að við gætum verið alveg róleg, Kaninn væri ekkert á heimleið. Hvað var athugavert við þetta? Má ekki segja að þarna hafí sjón- varpið gætt þessa fræga hlutleysis sem það á að heita skikkað til að gæta? Sýnt málið frá tveimur hliðum - með og á móti? Skoðum það ögn nánar. Boðskapur þessa myndefnis er að mínu mati ótví- ræður: Fyrir tuttugu árum var mótmælt. Mótmli tilheyra fortíð- inni. Að mótmæla hernum er svona álíka hallærislegt og sjón- varpsauglýsingarnar frá 1969 sem sýndar voru í þessum sama þætti. Nútíðin er hinsvegar í lit og hún talar um raunsæi og skynsemi og Þingsjá á að vera um merkustu viðburði á þingi. finnst þetta ekki skipta höfuð- máli, heldur hitt, að málin sem ræddu eru á Alþingi koma okkur öllum við og því eigum við heimtingu á að fá ýtarlegar og sannar upplýsingar um það sem fram fer í þingsölum. Nóg er nú spjallað og fjallað um Alþingi, en erum við nokkru nær? Alltof oft gerast fjölmiðlar sek- ir um hasarfréttastíl og stráks- skap þegar Alþingi er annars veg- ar. Nú síðast gerðist þetta í Þing- sjá Ingimars Ingimarssonar á föstudaginn var. f staðinn fyrir að segja okkur frá því helsta sem gerðist á þingi í vikunni - sem hlýtur þó að vera tilgangur þáttar af þessu tagi - sýndi hann okkur leiðinlegt þras um ekki neitt. (Þetta hlýtur að hafa verið einn af þessum leiðindadögum í skamm- deginu þegar smámálin tútna út og verða að stórmálum.) Inn á milli mynda af reiðum og húmor- litlum þingmönnum fengum við svo að sjá býsnin öll af blýöntum og ógeðslegar nærmyndir af fólki sem hámaði í sig blýanta - það átti víst að vera myndskreyting á frægri setningu Jóns Baldvins um starfsfólk Seðlabankans. Ekki tók betra við þegar einum þing- manni varð á að segja að eitthvað væri einsog að skvetta vatni á gæs - eftir það fengum við að sjá margar kjagandi gæsir. Á þennan hátt er hægt að taka Gunnarsson héldu áfram að rifja upp í sjónvarpinu liðin herrans ár - í síðustu viku gerðu þau árinu 1969 skil í þætti sem um margt var skemmtilegur. Eitt var þó í þeim þætti sem ég átti erfitt með að kyngja. 1969 voru liðin 20 ár frá inngöngu íslands í Nató. í þættin- um voru sýndar myndir frá fjöl- mörgum mótmælaaðgerðum af því tilefni, og ekki nema gott um það að segja. En svo var komið að nútímanum. 1989 voru liðin 40 ár frá inngöngu íslands í Nató. Mér hefði fundist rökrétt að spyrja í beinu framhaldi: hvað ætla herstöðvaandstæðingar að gera af þessu tilefni nú? Það hef- ur þeim Eddu og Árna hinsvegar ekki þótt góð spurning. Þess- vegna sýndu þau myndir af stríðs- máluðum Könum í byssuleik og allskyns vígvélum í íslensku landslagi, og höfðu síðan viðtal við Albert nokkurn Jónsson, ábúðarmikinn innanbúðarmann úr þessu sem þeir kalla „varnar- máladeild" í utanríkisráðuneyt- inu. Hann hélt því fram að það eina sem hefði breyst sl. 20 ár væri að Sovétmenn hefðu aukið mjög vígbúnað sinn á Norðurhöfum og væru æ betur í stakk búnir til að ryðjast hér í gegn með brauki og bramli. Hann sagði líka eitthvað á þá leið að í friðarviðræðum risa- „varnir“ og vestrænt lýðræði. Hún mótmælir ekki. Lúmskt. Spæjó Rafmagnsleysið á sunnudag- inn hafði m.a. í för með sér að frestað var sýningu á öðrum þætti myndflokksins Njósnari af lífi og sál sem byggður er á sögu eftir John le Carré. Fyrsti þátturinn, sem sýndur var viku áður, lofaði góðu. Þar mátti sjá nöturlega lýs- ingu á ensku barnauppeldi. Kannski dugar þessi aðferð vel þegar ala skal upp spæjara fyrir hennar hátign. Hvað sem því líð- ur ráðlegg ég aðdáendum vit- rænnar afþreyingar að fylgjast með framhaldinu. Svo er hér í lokin vinsamleg ábending til Bjarna Vestmanns fréttamanns: lýsingarorðið stór stigbreytist svona: stór, stærri, stærstur (ekki stæðstur). Og önnur ábending (ekki eins vin- samleg) til Jóns Valfells frétta- manns: Vietcong var skammar- yrði sem Bandaríkjamenn not- uðu um Þjóðfrelsisfylkingu Suður-Víetnams. Stríðið erlöngu búið, er ekki kominn tími til að hætta að uppnefna annan stríðs- aðilann? Má ekki a.m.k. sýnasig- urvegaranum tilhlýðilega virð- ingu? ÞlÓÐVILIINN FYRIR50 ÁRUM Hlíf í Hafnarfirði dregur hreinar línur milli atvinnurekenda og verkamanna. Félagsfundur sviptir 12 atvinnurekendur fé- lagsréttindum. Alþýðublaðið hót- araðkljúfafélagið. Bonnet vill of urselja f asistun- um Katalóníuherinn. Viðurkenna stjórnir Frakklands og Bretlands Franco? Farfuglahreyfingin breiðistört út. 14. FEBRÚAR þriðjudagur í sautjándu viku vetrar, tuttugasti og sjötti dagur þorra, fertugasti og fimmti dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl.9.26en sestkl. 17.59. Tungl vaxandi á öðru kvartili. VIÐBURÐIR BSRB stofnað 1942. Fæddur Þórarinn B. Þorláksson listmálari 1867. Sjómannafélagið Báran stofnað á Eyrarbakka 1904. APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vlkuna 10.-16. febr. er í Laugavegs Apóteki ogHoltsApóteki. Fyrrnefnda apótekið eropiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frldaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík simi 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabllar: Reykjavík...............sími 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................simi 5 11 00 Garðabær...............simi 5 11 00 UEKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðallöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvaktlæknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali:alla daga15-16og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. SJúkrahúsið Akureyri: alladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúslð DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30.Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkadagafrá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beintsamband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Sámtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eidri borgara. Opið hús i Goöheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópurum sif jaspellamál. Simi 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. GENGIÐ Gengisskráning 10. febrúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar........ 51,37000 Sterlingspund............. 89,92300 Kanadadollar.............. 43,34100 Dönsk króna................ 7,06600 Norskkrória................ 7,61210 Sænskkróna................. 8,09610 Finnsktmark............... 11,90220 Franskurfranki............. 8,07580 Belgiskurfranki............ 1,31130 Svissn. franki............ 32,32850 Holl. gyllini............. 24,34080 V.-þýsktmark.............. 27,48530 Ítölsklíra................. 0,03770 Austurr. soh............... 3,90720 Portúg. escudo............. 0,33560 Spánskur peseti............ 0,44230 Japanskt yen............... 0,40030 (rsktpund................. 73,41500 KROSSGÁTA 1 i 2 3 4 6 * 7 Lárétt: 1 þilfar4vökva 8 áttin 9 kippkorn 11 karlmannsnafn 12 sff- ellt 14 eins 15 sýll 17 flókni19eöja21 fæða 22 kló 24 barefli 25 svall Lóðrétt: 1 bitlingur 2 þjáning 3 skautlð 4 sal 5 eðli 6 káf 7 þátttak- endur10jurt13leng- darmál 16meta17 ánaagð18morar20 hár23 plla Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 soga4bása 8Eggerts9ária11 tarf 12 litlar 14 áa 15 eril 17 öfugt 19oft21 sin 22 anga24plat25 nagg Lóðrétt: 1 stál 2 gelt 3 agaleg4betri5ára6 strá 7 asfalt 10 riffil 13 arta16loga17ösp18 1 ■ 9 10 L3 11 . 12 - 13 14 r~i u 19 19 ' L J 17 10 P 19 20 21 n 22 24 n 29 una 20 fag 23 nn Þrl&judagur 14. febrúar 1989 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.