Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 13
Rannsóknir á neðansjávarhverum við Kolbeinsey •JARKENNSL/5 Efni greinarinnartengist útvarpsþáttum Fjarkennslunefnd- ar um líffræði sem fluttir eru vikulega (mánudögum kl. 21.30) á RÚV/Rás 1. Skilgreiningar: Efnatillífun: Framleiðsla á kolefni (CH20) úr koltvísýringi (C02), súr- efni (02) og brennisteinstvísýringi (H2S), og orkan fæst við oxun brennisteinsvetnisins. C02 + H2S + 02 + H20 -> (CH20) + H2S04 Ljóstillífun: Framleiðsla á kolefni úr vatni og koltvísýringi, með sólarljós sem orkugjafa. eftir dr. Jörund Svavarsson C02 + 2H20 Ijós (CH20) + 02 +H20 í lok maí síðastliðins fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á neð- ansjávarhverum við Kolbeinsey í samvinnu þýskra og íslenskra vís- indamanna. Hér verður greint lít- ilsháttar frá niðurstöðum þessara rannsókna og einnig frá lífríki við neðansjávarhveri í Kyrrahafí. Djúpsjávarhverir í Kyrrahafi Árið 1977 fundust neðansjáv- arhverir á nærri 2500 m dýpi ná- lægt Galapagoseyjum í Kyrra- hafi. Mikla furðu vakti að hver- irnir höfðu fjölbreytilega fánu, sem samanstóð af stórvöxnum líf- verum, en djúpsjávarlífverur eru gjarnan mjög smávaxnarO. Við hverina var að finna mik- inn fjölda af um 1 1/2 m löngum ormum í hvitum rörum og 30 sm löngum samlokum. Þessi fundur leiddi til mjög umfangsmikilla rannsókna á djúpsjávarhverum. Leitað var að fleiri hverasvæðum og nú hafa nokkrir hverir fundist á sprungusvæði suður af Kali- forníuflóa. Flest þessi svæði hafa svipaða fánu og fannst við Galap- agos. Hverirnir eru hins vegar ákaflega misheitir. Hámarkshit- inn sem mælst hefur er um 350°C. Reyndar hafa einnig fundist neð- ansjávarhverir í Atlantshafi, en þeir eru tæplega 2° heitari en um- hverfið,ogþar hefur aðeins fund- ist fábreytt hverafána2’3). Lengi vel var það ráðgáta á hverju fána hveranna í Kyrrahafi nærðist, sérstaklega vegna þess að margar lífverur við hverina hafa tapað meltingarveg sínum. Rannsóknir leiddu í ljós að hveralífríkið nýtir mikið magn af brennisteinsvetni (H2S) úr hver- Höfundur er sjávarlíffræðingur að mennt. Hann lauk B.S. prófi frá Há- skóla Islands 1977. Að loknu fram- haldsnámi frá sama skóla 1980 fékkst hann við rannsóknir og fram- haldsnám í Svíþjóð og lauk þaðan doktorsprófi 1987. Hann hefur síðan verið starfandi sem dósent í sjávarlíf- fræði við líffræðiskor raunvísinda- deildar Háskóla íslands. Rannsóknir Jörundar hafa einkum beinst að flokkun og lifnaðarháttum djúpsjávar- lífvera í Norður-lshafi, og lifnaðarhátt- um sérhæfðra krabbadýra, sem lifa í sambýli við önnur dýr. unum með hjálp efnatillífunar hjá hverabakteríum4). Efnatillíf- unin er fólgin í því að koltvísýr- ingur blandast við súrefni og brennisteinsvetni og bakteríurn- ar mynda úr þessu kolefniskeðjur og brennisteinssambönd. Bakt- eríur fundust bæði í sjónum sem streymir upp úr hverunum og í vef margra dýra sem lifa í nábýli við hverina. Dýrin umhverfis hverina lifa því ýmist á því að sía bakteríur úr vatnsmassanum, eða fá næringu frá sambýlisbakterí- unum, sem skýrir vöntun á melt- ingarfærum. Hveralífríkið er því algerlega óháð ljóstillífun til framleiðslu á kolefnissambönd- um, en ljóstillífunin er forsenda alls annars lífs í heiminum. Leiðangrar til Kolbeinshvera Árið 1974 fannst neðansjávar- hver á um 90 m dýpi við Kolbeinsey5). Það var þó ekki fyrr en síðastliðið sumar að farið var að kanna hverasvæðið með hjálp neðansjávarmyndavéla. Þetta var í leiðangri bandarískra og íslenskra fræðimanna á Bjarna Sæmundssyni og var hverasvæðið athugað með fjarstýrðum myndavélum og reynt að áfla sýna af lífríki hveranna og kanna efnafræði þeirra. Helsta niður- staða úr leiðangrinum var að ekki væri að finna sérstaka hverafánu svipað og í Kyrrahafi, heldur væri hefðbundin íslensk fána við Kol- beinshveri. Þetta minnkaði þó ekki áhuga erlendra fræðimanna á Kolbeinshverum. í byrjun síð- astliðins sumars fór þýska rann- sóknaskipið Polarstern til rannsókna við Kolbeinsey. Noþkrir íslenskir fræðimenn tóku þátt í leiðangrinum. Polar- stern hafði um borð mannaðan kafbát til sýnatöku, fjarstýrða myndavél, sjótaka og ýmsar skröpur til að afla sýna af hörðum botni. Því miður reyndist ekki unnt að nota kafbátinn við þessar rannsóknir, en safnað var mikl- um upplýsingum um jarðfræði svæðisins, auk þess sem aflað var sýna með skröpum af lífríki ná- lægt hverunum og á stóru svæði umhverfis hverasvæðið. Strax eftir leiðangur Polarstern fór vitaskipið Árvakur á hverasvæð- ið með kafbátinn og þá tókst að safna bakteríum og dýrum í nám- unda við hveraútstreymin. Hit- inn mældist um 90° við út- streymin. Lífríki viö Kolbeinshveri Engin hverafána fannst við Kolbeinsey í líkingu við djúpsjáv- arhverafánur. Hins vegar er þar að finna all sérstætt lífríki. Það samanstendur af þráðlaga bakt- eríum sem lifa næst hverunum. Nokkru fjær er fjölbreytilegt samfélag sæfífla, svampa og ann- arra lífvera sem einkenna harð- ann botn sjávar. Enn er ekki fullljóst á hvaða hátt lífverurnar nýta sér hvera- svæðið við Kolbeinsey. Vitað er að þráðlaga bakteríurnar nýta sér brennisteinsvetnið til að byggja upp kolefni. Enn er ekki vitað hvort svampar og sæfíflar í næsta nágrenni hveranna nýta sér brennisteinsvetnið með hjálp sambýlisbaktería eða sía bakterí- ur og annað góðgæti úr vatns- massanum. Við Kolbeinshveri hefur mælst um 90° hiti og örverur sem lifa við slíkt hitastig geta nýst í ýmiss konar líftækni. í leiðangri Polar- stern fundust bakteríur sem lifa við 72° hita, og vonað er að bakt- eríur finnist sem lifa við enn hærra hitastig. f leiðangri Polarstern var einn- ig safnað fjölmörgum lífverum með botnskröpum á hverasvæð- inu og af stóru svæði umhverfis hverasvæðið. Áætlað er að 100 til 150 dýrategundir hafi fundist nærri hverunum og í næsta ná- grenni þeirra, og svipaður fjöldi tegunda á stærra svæði umhverf- is. Meðal annars fannst áður óþekkt sæfífilstegund. Mörgum sjaldgæfum tegundum var einnig safnað við þessar rannsóknir. Enn er mikið starf óunnið við að greina allar þessar tegundir. í Senckenberg safninu í Frankfurt er nú unnið að því að flokka dýr- in, sem síðan verða send til sér- fræðinga víða um heim. Hér- lendis verður unnið að greining- um á nokkrum hópum dýra, t.d. á krabbadýrum og líklega á bur- staormum. Þegar allt er fullgreint verða eintök geymd í Sencken- berg safninu og líklega á Náttúru- fræðistofnun íslands. Framhald rann* sókna Verulegur áhugi er á meðal þýskra og íslenskra vísind- amanna að halda áfram athugun- um á Kolbeinshverum. Að- gangur að sjávarhverum á aðeins 90 m dýpi auðveldar mjög ýmsar athuganir, sem vart eru fram- kvæmanlegar við djúpsjávar- hveri. Rannsóknir þessar hafa einnig mikla þýðingu sem grunn- rannsóknir á lífríki við ísland og ef til vill má búast við hagnýtum niðurstöðum úr þessum rann- sóknum, ef vel tekst til með öflun og ræktun á hitakærum bakterí- um. Heimildir 1) T. Wolff 1985. Oaser i dybhav- et. De hydrotermiske væld og deres fantastiske dyreliv. Natur- ens verden 1985:393-416. 2) Rona, P.A., G. Klinkhamm- er, T.A. Nelsen, J.H. Trefry og H. Elderfield 1986. Black smok- ers, massive sulphides and vent biota at the Mid-Atlantic Ridge. Nature (London) 321(No. 6065); 33-37. 3) Williams, A.B. og P.A. Rona 1986. Two new caridean shrimps (Bresilidae) from a hypothermal field on the mid-Atlantic ridge. Journal of Crustacean Biology 6(3):446-462. 4) Cavanaugh, C.M. 1983. Symb- iotic chemoautotrophic bacteria in marine invertebrates from sulphide-rich habitats. Nature (London) 302:58-61. 5) Skýrsla um starfsemi Hafrann- sóknastofnunarinnar 1981. Haf- rannsóknir 25 (1982). Fjarkennslunefnd er nefnd sem skipuð er af menntamálaráðuneyti til að vinna að eflingu fjarkennslu hér á landi. Framkvæmdastjóri Fjar- kennslunefndar er dr. Sigrún Stef- ánsdóttir, vs. 693000. Umsjón með gerð útvarpsþátta fjar- kennslunefndar annast Steinunn Helga Lárusdóttir. Umsjón með birtingu greina og efnis í tengslum við útvarpsþætti Fjar- kennslunefndar annast Jón Erlends- son, forstöðumaður upplýsingaþjón- ustu Háskólans, vs. 629920-21. [/NOlVCylp] kœfískápur semer rúmgóbur ogódýr en tekur lítiö pláss Þriðjudagur 14. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.