Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 8
VIÐHORF MINNING ur misjafnlega viö fólk, í báðum flokkum. Það er rætt um pólitísk- an kúltúr, allir vondu kratarnir, eða kommarnir rifjaðir upp, sem og deilur undanfarinna áratuga. En margir sjá líka ýmsa mögu- leika fyrir framtíðarþróun ís- lenskra stjórnmála í sameiningu flokkanna, eða draumnum um- stóra jafnaðarmannaflokkinn. Við getum lært af fortíðinni en það er nútíðin og framtíðin sem skiptir mestu máli í stjórnmálum. Hverjir verða samferða? Sameining A-flokkanna hefur ekki verið rædd á vettvangi Al- þýðubandalagsins þar til á fundi Reykjavíkurfélagsins undir fyrir- sögninni: Samvinna, samfylking, sameining. Það er gott að um- ræðan er hafin innan flokksins. Þar er vettvangur til að skoða málefnin, hvað sundrar, hvað sameinar. En stjómmálaþróun er ekki bara undir flokkum, stofn- unum þeirra eða formönnum komin. Vilji og skoðanir fólksins í landinu þurfa ekki og eru einatt ekki alveg í takti við það sem á þeim vettvangi ræðst. Það eru nefnilega tiltölulega fáir sem eru virkir í starfi stjórnmálafloka. Þó gerðir og ákvarðanir flokka skipti vissulega miklu máli ræðst þróun stjórnmálanna ekki síður af vilja og áhuga þess fólks sem ekki tekur virkan þátt í stjórnmálum en hefur samt skoðun á því hvernig það vill láta stjórna þessu landi og sínu sveitarfélagi. Saga vinstri hreyfingar á ís- landi hefur því miður verið saga klofninga, sundrungar og smá- flokka. Klofningshættagetur ver- ið meiri í litlum flokki en stórum, sakir þess að návígið gerir átök persónulegri. Meiri hætta á að átök um málefni verði átök um fólk. f stórum flokki eru meiri möguleikar á að fjölbreyttari skoðanir eða áherslumunur geti þrifist. Ég er þess fullviss að jafnaðar- stefna á mikið meiri hljómgrunn meðal fólks en fylgi A-flokkanna einna segir til um. Skoðanakann- anir varðandi viðhorf fólks til m.a. velferðarkerfisins og launa- munar í landinu hafa reyndar staðreynt það. Við erum í pólitík til að hafa áhrif. Stjórnmálaflokkur er bar- áttutæki. Samkvæmt þeirri skil- greiningu fáum við okkur auðvit- að nýtt ef hið gamla dugar ekki til þeirra hluta sem því voru ætlaðir. Ég hef reyndar takmarkaða trú á að flokkar með langa sögu að baki geti sameinast fyrr en að undangenginni farsælli samvinnu þar sem allir vanda sig. Ég veit hins vegar að þjóðfélag okkar heldur áfram að þróast. Spurn- ingin er að hve miklu leyti við viljum hafa áhrif á í hvaða átt það verður og hverjir verða þar sam- ferða. ViTí.f'b 'W Utboð Fatahreinsun Tilboö óskast í hreinsun á einkennisfötum lög- reglumanna á höfuöborgarsvæöinu, einnig ullar- teppum. Útboöslýsing er afhent á skrifstofu vorri. Tilboö verða opnuð 24. febrúar 1989 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, simi 26844 Tilkynning til iauna- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því aö eindagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desember er 15. febrúar nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiöa dráttarvexti til viöbótar því sem vangreitt er, taliö frá og meö gjalddaga. Launaskatt ber launagreiöanda aö greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í steyptar hlíföarhellur fyrir jaröstrengi. Heildarmagn er 11.500 stk. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö þriöjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Athugið: Leiðrétt auglýsing INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Sigunnn Össurarson F. 28. mars 1907. D. 5. febrúar 1989 Þau voru þung sporin heim í Grænuhlíð frá Landspítalanum sunnudagskvöldið 5. febrúar sl. Öll höfðum við vonað að Sigur- vin kæmi aftur heim til okkar en hans tími var kominn. Við á neðri hæðinni urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Sigurvin og fjölskyldu hans þegar við fluttum í húsið fyrir tæpum fimm árum, og varð strax mikill samgangur á milli hæða. „Litlu vinurnar" eins og hann kallaði alltaf dætur mín- ar voru fljótar að finna þá hjarta- hlýju og endalausu þolinmæði sem þar var og er fyrir hendi og líður varla sá dagur að ekki sé aðeins skroppið upp. Reyndar eru þeir dagar miklu fleiri, sem lengur er dvalið, því Zíta og Sig- urvin hafa verið óþreytandi við að passa „litlar vinur“ öll árin. Börnin þeirra þrjú, Benedikt, Anna og Sólveig, hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Sigurvin fékk strax nafnið Abbi þar sem hitt var of erfitt í litlum munni og okkar á milli var hann aldrei kallaður annað. Það var yfirleitt fyrsta verk barnanna á morgnana að athuga hvort búið væri að opna á milli svo hægt væri að fara til Abba og fá rúgbrauð með hunangi, tilreitt á sérstakan hátt sem hvergi var hægt að borða nema hjá honum. Abbi átti líka skrifborð með góðri skúffu þar sem hann geymdi „fóður“ handa litlum börnum og var hann ó- sjaldan leiddur þangað. Það þótti líka sjálfsagt að fara með alla litla gesti sem komu, aðeins upp, þar sem vel var tekið á móti og veruna. Ósjaldan var líka farið til hans í leit að huggun ef lífið þótti erfitt. Ferðirnar vestur í Örlygs- höfn, sem þau hjón buðu stelpun- um með síðustu sumur verða ómetanlegar í hugum þeirra, en fyrir vestan dvaldist hugur Abba svo oft. „Mér þykir verst að valda ykk- ur allri þessari fyrirhöfn," var með því síðasta sem hann sagði og lýsir það honum betur en mörg orð. Hann var sá sem gaf. Nú þegar Abbi er farinn frá okkur, þökkum við mæðgurnar fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta vináttu hans. Öll þau andlegu verðmæti sem hann gaf okkur, verða dýrmætt vega- nesti í framtíðinni. Það er nú tómlegt í húsinu en við þökkum fyrir að hann þurfti ekki að heyja langa baráttu og huggum okkur við að hann fékk að deyja með þeirri reisn og virðingu sem hon- um bar. Bryndís, Edda Kristín, Birna og Ingibjörg Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. fe- brúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóös ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið skúffan góða jafnvel opnuð. Þær gleymast aldrei allar stundirnar, sem Abbi sat og las sögur eða söng með þeim alla Vísnabókina eða bara spjallaði um lífið og til- Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15 HVERS MÁNAÐAR 0 'Wdffauní oWoe"al'»eo<>u'9' af "enC'tt' as Ski'agref*SJeg°na"!aona 9Ía“a 9relðslna A S>miaiis tteýfreiíim íf'e/ddra iatlm Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- » um krónum. I Gerið skil tímanlega j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.