Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar / Undariegir þankar James Baker utanríkisráöherra Bandaríkjanna og hægri hönd hins nýkjörna forseta í Washington er nú í feröalagi sem á aö spanna allt Natóveldið. Þessi ferð er í Bandaríkjunum kennd við fimmtán höfuðborgir þarsem Baker muni hitta ráðamenn. Það lýsir vel viðhorfi Bandaríkjastjórnar til íslenskra stjórnvalda að meðan Baker hittir enska höfðingja í Lundúnum, franska í Parísarborg, danska í Kaupinhafn og síðan hvern í sínum höfuð- stöðvum - þá skuli íslenski utanríkisráðherrann vera kallaður útá Keflavíkurflugvöll til að hlýða á valdsmanninn að vestan. Við vissum það ekki áður, en það er gott að hafa fengið af því fréttir að í Washington skuli vera litið á Keflavíkurflugvöll sem hinn eiginlega höfuðstað íslands. Og flugstöðin nýja er auðvitað afar heppilegur staður fyrir erindreka Bandaríkjaforseta til að hafa í móttöku fyrir ráðherra úr próvinsbænum Reykjavík. Flugstöðina eiga ríkin tvö jú sameiginlega, einsog svo hjartnæmlega var minnst við vígsluna rétt fyrir síðustu kosningar. Það lýsir auðvitað skrítilegu skapleysi hjá þeim annars rögg- sama stoltsmanni sem nú ræður utanríkisráðuneytinu að láta kalla sig einsog hund útá flugvöll til að tala við þann sem sækir aðra heim í höfuðborgir þeirra. Slík ferð er þó ein og sér ekki alvörumál nema í táknrænum skilningi. Sýnu hérvillulegri eru þær yfirlýsingar sem stóðu uppúr þeim James Baker og Jóni Baldvini eftir fundinn í flugstöðinni. Þar segir utanríkisráðherra okkar að hann ætli að leggja fyrir ríkisstjórnina áætlanir um varaflugvöll sem þjóni hernaðartilgangi fyrir Bandaríkjamenn og aðra Natóheri-með sérstökum trygging- um um að sá hernaðarvaraflugvöllur verði ekki hernaðarmann- virki. Og ráðherrann telur að til þess arna ausist miljarðar óendur- kræfir frá hernaðarmannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins, en um leið á stjórn þess sjóðs, sem í eru herforingjar Natóveldanna, að lýsa því yfir að þeir séu ekki að reisa hér hernaðarvöll. Satt að segja hafa ekki í annan tíma heyrst eins bláeygar yfirlýsingar um samskipti okkar við Bandaríkjaher, og er þó langt til að jafna þarsem eru íslenskir ráðherrar um þau efni. Og auðvitað falla þessar yfirlýsingar um sjálfar sig einsog Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra benti á samdægurs. Sá Mannvirkjasjóður Nató sem sækja á fé til hafði þegar síðast fréttist einfaldlega um það tilteknar strangar reglur að ekki sé lagt fjármagn í annað en hernaðarmannvirki. Sem þýðir að það þarf að sanna það í umsóknum til sjóðsins að um hernaðarmannvirkisé að ræða. Þegar nánar er að gáð þýða orð Bakers við blaðamenn útá Velli nákvæmlega ekki neitt. Hann talaði á sinni tungu um „no specific military requirements". Það má þýða á nokkra vegu, en næst liggur við að snúa svo að ekki séu gerðar til nýja vallarins „neinar sérstakar hernaðarlegar kröfur". Og hvað þýðir það? Engar sér- stakar fyrir utan að vera venjulegur varaflugvöllur í hernaðar- skyni? Engar sérstakar frammyfir aðra varaflugvelli Natóherj- anna? Engar sérstakar aðrar en á Keflavíkurvelli? Menn virðast svo hafa um það bil þrjár leiðir að velja til að þýða eða túlka yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar um þetta mál nú á sunnudag. Hugsanlegt er að hann viti ekkert um málið og láti því stjórnast af bandarískum ráðgjöfum og innlendum embættismönnum sem löngu hafa týnt því niður fyrir hvern þeir vinna. Einnig er hugsanlegt að Jón Baldvin sé að reyna blekkingar í málinu. Það væri dapurlegt, bæði vegna heiðurs stjórnmála- mannsins, sonar Hannibals, vegna samstarfsins í ríkisstjórninni, og vegna þess að undanfarið hafa legið hlýrri straumar milli A- flokkanna en áður um árabil. í þriðja lagi er auðvitað hugsanlegt að reglum hjá Mannvirkja- sjóði Nató hafi verið breytt, og þar séu núorðið stundaðar al- mennar góðgerðir. Kannski það sé hægt að fá þarna pening fyrir Þjóðarbókhlöðunni? Kannski Búseti geti sótt um? Hér er kannski komin lausnin á ríkissjóðshallanum? Kannski það sé líka hægt að fá styrk úr Mannvirkjasjóðnum til að halda uppá næsta stórafmæli Bryndísar? Hver sem skýringin kann að vera er það Ijóst að sé mark tekið á orðum Jóns Baldvins um að varaflugvöllurinn sé ekki hernaðar- mannvirki erflugvallarmálið um leið komið útaf valdsviði utanríkis- ráðherra og heyrir sem venjulegt íslenskt samgöngumannvirki undir Steingrím J. Sigfússon samgönguráðherra. Og Steingrímur er einsog aðrir ráðherrar bundinn af málefna- samningi stjórnarinnar um að varaflugvöllur til hernaðarþarfa verði ekki undirbúinn í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það eru undar- legir þankar að láta sér detta annað í hug, jafnvel þótt Ijós heimsins hafi skinið á íslenskan utanríkisráðherra eitt augnablik útá þeim herflugvelli við Keflavík sem þeir fyrir vestan telja helsta byggð á (slandi. -m KLIPPT OG SKORIÐ -----------------7- Varúð: vímuefni Allskonar vágestir berja að dyrum, misjafnlega háskalegir; alnæmi, eiturlyf, brennivín og sonur þess bjórinn. Og það eru miklar umræður uppi um það, hvernig bregðast skuli við svo að þessir gestir (allir óumflýjanlegir að því er virðist) valdi sem minnstu tjóni. í þeirri ræðu kem- ur fyrr en varir upp eitt lykilorð: forvarnir. Það á að vara uppvax- andi kynslóð við háskanum, miðla upplýsingum um öruggt kynlíf eða þá skaðsemi hinna ýmsu efna. Menn eru ábyrgir á svipinn: betra er að byrgja brunn- inn áður en barnið dettur í hann. Og menn veita fé í auglýsingar- herferðir, fræðslubæklinga, fyrir- lestra, myndbönd til notkunar í skólum og þar fram eftir götum. Allt hljómar þetta skynsam- lega, allt er þetta af góðum vilja gert og náttúrlega viljum við að þessi viðleitni beri drjúgan árang- ur. Verst hvað menn vita lítið um þennan árangur. Ekki barasta vegna þess að mönnum þyki strax ástæða til að efast til dæmis um það að samfaraauglýsingin silki- fagra frá landlæknisembættinu dragi úr háskasamlegu lauslæti. Ekki bara vegna þess að kennar- ar og fyririesarar eigi erfitt með að ná til þeirra unglinga sem lík- legastir eru til að prófa hass eða eitthvað þaðan af sterkara. Málið er enn erfiðara, reyndar alveg ótrúlega erfitt viðureignar. Háskinn heillar Þann fróðleik má m.a. sækja í greinaflokk í vesturþýska viku- blaðinu Spiegel um það risaveldi hins illa sem eiturlyf eru orðin. Þar segir frá því að athuganir hafi leitt í ljós, að velmeintar lýsingar upplýsingaherferðanna á áhrif- um vímugjafa hafi einatt þau áhrif að magna upp forvitnina hjá skólanemum: þetta hlýtur að vera ofboðslega spennandi úr því svona mikil áhersla er lögð á það að vara okkur við. Verra en þetta: meira að segja bækur og kvikmyndir eins og hin fræga raunasaga Kristínar sem var ein af „Dýragarðskrökkunum" og kvikmyndin um þá bók - meira að segja sá grimmi fróðleikur virðist í mörgum tilvikum ekki gera annað en að gjöra 14-18 ára unglinga enn reiðubúnari en ella til að „prófa hvernig þetta er“. í samantekt Spiegel er m.a. viðtal við unga stúlku, Dagmar, sem fyrir skemmstu tókst að rífa sig upp úr sex ára vímurugli. Dag- mar, sem kveðst alin upp í siða- vöndum kaþólskum smábæ, var sautján ára þegar hún sá kvik- myndina um dýragarðsbörnin þrisvar í rykk. Og myndin hafði afar sterk áhrif á hana: þessi brjálaða músík Davids Bowie, segir hún, þessar myndir frá Berl- ín að næturlagi, krakkarnir að flippa út eins og borgarindjánar, brjótandi rúður, þetta var algjört æði, mann grunaði eitthvert al- gjört frelsi. Eg, segir Dagmar, fór að heiman skömmu eftir að ég sá myndina. Ég vildi lifa eins og þessi Kristín, fara á diskó á kvöldin, ekki þurfa að gera neinum grein fyrir neinu, kanna svæðið og auðvitað prófa dóp. Kemur ekki fyrir mig Blaðamaður Spiegel vildi þá vita hvort Dagmar hefði orðið hrædd við þau atriði myndarinn- ar þegar sýnt er hvernig Kristín þarf að selja sig til að hafa fyrir heróíni, eða þá við skelfingar frá- hvarfseinkennanna, sem líka eru svikalaust sýndar í myndinni. Dagmar játaði því að vændis- atriðið hefði henni fundist við- bjóðslegt. En, sagði hún, mér fannst að annað eins gæti aldrei komið fyrir mig. Ég mundi bara ekki taka dóp ef ég ætti enga pen- inga. Og þegar ég hugsaði um myndina hafði ég þessa músfk í hausnum en ekki fráhvarfið, það hlýtur bara að vera eins og veikindi sem maður gengur í gegnum og svo er það búið. I sannleika sagt: það virðist fokið í flest fornvarnarskjól þeg- ar hrollvekja eins og Dýragarðs- börnin hefur þveröfug áhrif á við það sem ætlast er til. Að sönnu er þessi afstaða til vímugjafa sem orða má með „ég hlýt að sleppa þótt ég prófi“ svosem ekki nýtt tóbak. En það kemur samt nokk- uð á óvart, að ekki einu sinni sjálfsmynd ungs dópista hefur áhrif á fólk af sömu kynslóð. Munu sumir reyna að finna skýr- ingu í því, að þjóðfélagið allt sé svo rækilega stillt inn á skjót- fengna vellíðan sem einskonar mannréttindi, að einstaklingarnir eigi alltof auðvelt með að afneita öllu leiðindahjali um vímuefna- háska sem þeim er búinn í óvissri framtíð. Hvað eru forvarnir? Spyrja má: til hvers að draga fram dæmi um að þó nokkur hluti unglinga virðist skotheldur fyrir öllum áróðri gegn vímuefnum, sama hvaðan hann kemur og í hvaða formi? Er það til að draga kjark úr okkur öllum, eða hvað? Ekki var það ætlunin. En það er líklega eins gott að hafa þessa hluti í huga til að menn treysti ekki um of á einfalt samhengi milli tiltekinngar upphæðar sem látin er í fræðsluherferðir og raunverulegs árangurs. í annan stað er rétt að gefa gaum að því sem höfundar samantektarinnar í Spiegel virðast hallast að: öflug- asta forvarnarstarfið gegn vímu- gjöfum kemur vímugjöfum í sjálfu sér ekki mikið við. Þeir eiga þá við það, að það skipti miklu meira máli en nokkuð ann- að í viðleitni til að berja niður selshaus vímugjafanna, að skapa unglingum sem skástar aðstæður til að eiga sæmilega innihaldsrík- ar tómstundir og útvega þeim vinnu sem atvinnulausir eru. Þeir' eiga þá við það fyrst og fremst, að þegar vímudraugar berja að dyr- um sé ekkert hættulegra en að þeir komi að unglingum sem finnst þeir vera óþörf jarðar- byrði, utanveltulið sem enginn vill til neins nýta eða láta sér annt um. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlrblaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttirjfpr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Sævar Guðbjömsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. , Framkvæmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsinga8tjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Krístinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Ería Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Slðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt Helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.