Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Hvað gerðirðu í raf- magnsleysinu? Margrét Hafsteinsdóttir húsmóöir: Ég las bók uppí sófa. Að vísu var, dálítið erfitt um kvöldmatarleytið vegna barnanna, en að öðru leyti hafði ég það fínt. Þórir Bragason tölvari: Ég varð ekkert var við rafmagns- leysið því ég var nýkominn heim af næturvakt og svaf það af mér. Svavar Guðmundsson nemi í MA: Naut þess út í ystu æsar. Slapp- aði af og var á rúntinum. Enda ekki á hverju kvöldi sem hægt er sjá höfuðborgina Ijóslausa. Soffía Arnardóttir skrifstofumaöur: Ég hugsaði um hestana mína og hvernig fólk hafði það hér áður fyrr og hvað við höfum það gott í dag. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Ég hafði það náðugt og slappaði af. Rafmagnsleysið kom sér ekki illa hjá mér. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C040^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 eða síðar verður ástandið á heimilunum og í heilu þorpunum óviðráðanlegt. Sniðglíma á lofti Frammifyrir þessu stæðu menn innan VMSÍ og það væri ástæðan fyrir því að þar væri lögð áhersla á viðræður við ríkisstjórnina um atvinnulífið. Kaupmátt þyrfti að auka, en víða skipti það jafnvel enn meira máli, bæði fyrir heimil- in og atvinnufyrirtækin að ná nið- ur vöxtunum, hvort sem menn gerðu það með handafli, lág- glímu eða sniðglímu á lofti. Umræðurnar í kjölfar þessara erinda voru mjög líflegar, og tóku til máls meðal annarra Hörður Bergmann, Margrét S. Björnsdóttir, Arni Jóhannsson, Guðmundur Bjarnieifsson, Þor- björn Guðmundsson, Leó Ing- ólfsson, Haraldur Steinþórsson, Sigurður Björgvinsson, Þor- steinn Oskarsson, Björn Jónas- son, Stefanía Traustadóttir, Sig- urjón Einarsson, Kristín Á. Ól- afsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Margrét Björnsdóttir, Magnús Gíslason, Sigríður Kristinsdóttir og Guðmundur Vignir Óskars- son, og lagði hver sinn skerf í um- ræðuna. Einna mest kapp hljóp þó í fundinn undir tveimur tölum, þeirra Benedikts Davíðssonar, sem með öðru er formaður Sam- bands almennra lífeyrissjóða og svaraði töluverðri gagnrýni fundarmanna á frammistöðu líf- eyrissjóðanna í vaxtamálum, og Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra sem talaði um efnahagsstefnuna, vaxtaslaginn og komandi kjarasamninga, varði niðurskurð í ríkiskerfinu og tók við bæði ráðleggingum, at- hugasemdum og hnippingum launamanna, einkum opinberra, á fundinum. Um sextíu manns komu í há- degisspjallið þráttfyrir hið versta veður nú sem endranær á þorran- um. Á næsta rabbfundi laugar- daginn 25. verður Svavar Gests- son menntamálaráðherra gestur áhugamanna um pólitík á laugar- degi. -m 80.500 með öllu „Trúarbrögðin á undanhaldi". Frutjimælendur og umræðustjóri á laugardaginn: Björn Grétar Sveinsson, Ögmundur Jónasson og Mörður Árnason. Pólitík á laugardegi Það væri líka tímanna tákn að sú afstaða væri á undanhaldi gagnvart samtökum launafólks sem mjög bar á fyrir nokkrum misserum að þau væru lítils virði nema sem sveit tæknimanna, og eins gott að hafa þau sem deild í ráðuneyti eða bjóða starfsemina Ein helsta krafa launamanna núna er: Niður með vextina! sagði Leó Ingólfsson símamaður meðal annars á laugardagsfundi ABR og Þjóðviljans nú um helg- ina, og þessi orð Leós lýstu and- anum á fundinum nokkuð vcl. I þriggja tíma spjalli þarsem um og yfir tuttugu manns lögðu orð í belg um kjaramál var meira en helmingi tímans varið í að tala um vaxtapólitíkina. Þeir Björn Grétar Sveinsson formaður Jökuls á Höfn og Ög- mundur Jónasson formaður BSRB voru gestir fundarins, fluttu stutt inngangserindi og tóku drjúgan þátt í umræðum. Ögmundur fagnaði því meðal annars að trúarbrögð væru á undanhaldi í íslenskum stjórn- málum, sem meðal annars lýsti sér í að stjórnmálamenn töluðu nú um að taka niður vexti, - handafli hefði verið beitt á nánast allt mögulegt annað, samninga, laun og lífskjör, og hingaðtil hefðu menn fyrst farið að skjálfa í hnjánum þegar kæmi að pening- unum. Og skjálftinn væri reyndar fullmikill ennþá. út. Fólk væri líka farið að tala uppá nýtt um velferðarsamfé- lagið, - þótt menn væru vegna fyrri reynslu mjög á varðbergi þegar rætt er um fél agsmála - pakka. Ögmundur lagði mikla áherslu á að kaupmáttur yrði að aukast hjá sínu fólki. Kjarajöfnun væri sjálfsögð, en meðan taxtakaup mikils hluta fólks innan BSRB væri undir 50 þúsund, og meðal- kaup BSRB-félaga með öllum aukagreiðslum 80.500 krónur, væri erfitt að ætlast til mikillar jöfnunar innan þess sambands. Björn Grétar sagði að nú blasti það við að mannréttindi númer eitt væru að hafa vinnu. Atvinnu- leysið er orðið geigvænlegt víða við sjávarsíðuna, sagði Björn Grétar, og rakti atvinnuástand frá firði til fjarðar fyrir austan, þarsem sumstaðar er næg vinna en víðar hallæri mikið og lang- vinnt. Fólk fer á atvinnuleysis- bætur sem litlar eru og síðan hrúgast skuldirnar upp og fyrr Yfir sextíu manns brutust gegnum veðrið á fjörugan fund á Hverfisgötunni. (Myndir: Þóm). Niður með vextina! Eldfjörugar umræður á laugardagsfundi ABR og Þjóðviljans með Birni Grétari Sveinssyni og ÖgmundiJónassyni um lífskjörin, launa- baráttuna, ríkisstjórnina - og vaxtamálin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.