Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 7
SIEMENS Lítið inn til okkar og skoðiö vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 i. LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í smíöi stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í samræmi viö útboðsgögn BLL-11. Útboösgögn verða afhent frá og meö mánudeg- inum 30. apríl 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar aö Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óaftur- kræfu gjaldi aö upphæö kr. 2000,-. Smíða skal úr ca 30 tonnum af stáli, sem Lands- virkjun leggurtil. Hluta stálsins skal heitgalvan- húða eftir smíöi. Verklok eru 16. júlí og 15. ágúst n.k. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 15. maí 1990 kl. 14.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 25. apríl 1990 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í ffljjm Portúgal og Tyrklandi Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu átta styrki til háskólanáms í Portúgal háskólaárið 1990-91. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknareyðublöð fást i sendiráði Portúgala í Osló (Josefines gate 37, 0351 Oslo 3, Norge) og þangað ber að senda umsóknir fyrir 1. júní n.k. Ennfremur hafa tyrknesk stjórnvöld tilkynnt að þau bjóði fram í sömu löndum fjóra styrki til háskólanáms í Tyrklandi skólaárið 1990-91. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eða ensku. Sendi- ráð Tyrklands í Osló (Halvdan Svartes gate 5, 0268 Oslo 2, Norge) lætur í té umsóknareyðublöð og nán- ari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyr- kneskum stjórnvöldum fyrir 30. júní n.k. Ofangreindir styrkir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla. Menntamálaráðuneytið 24. apríl 1990 AÐUTAN Morðtilrœðið við kanslaraefni vestur-þýskra sósíaldemókrata dregur fram mikilvœgi hansfyrir kosningabaráttu þeirra Oskar Lafontaine leiðtogi vestur-þýskra sósíaldemo- krata var á góðum batavegi í gær eftir bantilræði á kosningafundi í fyrrakvöldi. Læknar segja góðar horfur á að hann nái sér að fullu en hann verður að taka sér hvild frá stjórnmálabaráttunni á næstu vikum. Félagar hans í forystu sós- íaldemókrataflokksins segja að Lafontaine sé enn kanslaraefni flokksins fyrir kosningarnar i Vestur-Þýskalandi í desember. Tilræðið Konan, sem reyndi að myrða Lafontaine, heitir Adelheid Streidel 42 ára gömul frá smá- bænum Bad Neuenahr skammt fyrir sunnan Bonn. Öryggisverðir héldu að konan væri aðdáandi sem ætlaði að færa Lafontaine blóm vegna þess að hún hélt á tveimur blómvöndum. Hún hafði reynt að komast upp á sviðið fyrr á fundinum en öryggis- verðir komu þá í veg fyrir það. En í lok fundarins bentu þeir henni að koma. Yfirvöld segja að eini mögu- leikinn til að koma í veg fyrir til- ræðið hefði verið ef konan hefði ekki fengið að koma upp á sviðið með blómin. Þegar hún var komin í seiling- arfjarlægð dró hún skyndilega upp 20 cm langa sveðju og hjó til Lafontaine með henni. Slagæðin til höfuðs fór næstum því sundur og Lafontaine hné til jarðar. Læknir, sem var viðstaddur, kom honum þegar í stað til að- stoðar en ekki tókst að stöðva blæðinguna fyrr en eftir um það bil tíu mínútur að sögn vestur- þýska sjónvarpsins. Litlu munaði því að Lafontaine léti lífið þarna á sviðinu. Streidel var hin rólegasta eftir tilræðið og svaraði spurningum æstra lögreglumanna engu. Reinhard Fischer háttsettur yfir- maður í vestur-þýsku lögreglunni sagði í gær að hún sýnda enga iðrun vegna tilræðisins. Hún hefði ákveðið um jólin að drepa einhvern stjórnmálamann til að komast í fjölmiðla. Ríkissaksóknari lét í ljós efa- semdir um að hún væri andlega heilbrigð. Kanslaraefni jafnaðarmanna Tilræðið við Oskar Lafontaine dregur skýrt fram hvað hann er orðinn mikilvægur fyrir vestur- þýska sósíaldemókrata. Hann er einn vinsælasti stjómmálamaður Þýskalands ef ekki sá vinsælasti. Sigurvonir sósíaldemókrata í kosningunum í desember eru fyrst og fremst bundnar við hann. Niðurstöður flestra skoðana- kannana benda til þess að meiri- hluti Vestur-Þjóðverja vilji frek- ar hafa Lafontaine sem kanslara en Helmut Kohl leiðtoga kristi- legra demókrata og núverandi kanslara. Kosningamar í desember eru líkast til þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í Vestur- Þýskalandi frá stríðslokum. Sig- urvegarinn í þeim kosningum kemur til með að hafa umsjón með endanlegri sameiningu þýsku ríkjanna og hann hefur góða möguleika á að verða fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands. Úrslit kosninganna koma líka til með að hafa veruleg áhrif á fram- tíðarmótun Evrópubandalagsins. Oskar Lafontaine Bæði kristilegir demókratar og sósíaldemókratar leggja þess vegna ofurkapp á að sigra í des- emberkosningunum. Enginn forystumaður sósíal- demókrata er talinn nálgast að hafa sigurlíkur á við Lafontaine. Fréttin um tilræðið við hann kom því sem reiðarslag fyrir leiðtoga þeirra þegar ekki var ljóst hvort hann myndi lifa af eða ná sér aft- ur. Forystumenn sósíaldemókrata héldu skyndifund í gærmorgun til að ræða hvernig þeir ættu að bregðast við. Þeim létti óumræði- lega þegar þær fréttir bárust að Lafontaine væri á góðum bata- vegi. Hann léki á alls oddi, gerði að gamni sínu og spjallaði við samstarfsmenn sína. Eftir þessar ánægjulegu fréttir gáfu sósfaldemókratar út yfirlýs- ingu um að Lafontaine væri áfram kanslaraefni flokksins fyrir kosningarnar í desember. Hann verður samt að hvíla sig næstu daga og vikur og getur ekki tekið meiri þátt í kosningabarátt- unni fyrir fylkiskosningar í Norð- ur-Rínarlöndum og Vestfalíu 13. maí. Lafontaine hafði einmitt ný- lokið við að halda ræðu á kosn- ingafundi fyrir þær kosningar þegar honum var sýnt banatil- ræði. Ferill Lafontaine Oskar Lafontaine er 46 ára gamall. Hann fæddist 16. sept- ember 1943 í kaþólskri verka- mannafjölskyldu í bænum Saarl- ouis í Saarlandi nálægt frönsku landamærunum. Hann lagði stund á eðlisfræði við háskóla í Bonn og Saarbrucken. Lafontaine gekk í sósíaldemó- krataflokkinn árið 1966 og var kosinn borgarfulltrúi í Saar- brucken 1974. Tveimur árum síð- ar varð hann borgarstjóri þar og 1977 varð hann æðsti forystu- maður sósíaldemókrata í Saar- landi. Lafontaine vakti mikla athygli á landsmælikvarða í fyrsta skipti árið 1982 þegar hann lýsti yfir andstöðu við að nýjum banda- rískum kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir í Vestur-Þýskalandi. Þetta var í andstöðu við yfirlýsta stefnu sósíaldemókrata. Helmut Schmidt kanslari þáverandi leið- togi þeirra lagði einmitt mikla áherslu á að fá kjarnorkuvopnin til landsins. Lafontaine aðhyllist náttúru- verndar- og friðarsósíalisma. Hann hefur lýst yfir efasemdum um nauðsyn stöðugs hagvaxtar. Margir fréttaskýrendur litu á hann sem óraunsæjan hugsjóna- mann. En eftir að sósíaldemókr- atar náðu völdum undir forystu hans í Saarlandi 1985 hefur hann fylgt raunsærri stjórnarstefnu sem hefur skilað miklum árangri. Lafontaine átti stóran þátt í að móta nýja stefnuskrá sósíal- demókrata sem var samþykkti í desember 1989. Þar er lögð ár- hersla á endurskipuiagningu iðn- aðarþjóðfélagsins með umhverf- isvernd fyrir augum, jafnframt því sem nauðsyn frjáls markaðar er viðurkennd. Sósíaldemókratar unnu stór- sigur í kosningum í Saarlandi undir forystu hans í janúar á þessu ári og nokkru síðar var hann tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í kosningunum í des- ember næstkomandi. Lafontaine er mikill talsmaður sameinaðrar Evrópu en hann hefur varað við áhrifum óðagots við sameiningu þýsku ríkjanna. Þannig hefur hann til dæmis beitt sér fyrir því að dregið hefur verið úr stuðningi við flóttamenn frá Austur-Þýskalandi. Þess í stað vill hann að Vestur-Þjóðverjar styðji austur-þýskt atvinnulíf við að aðlagast sameiningunni til að koma í veg fyrir efnahagshrun í Aust">--t>ýskalandi sem kæmi til n. . aö bitna á lífskjörum al- mennings bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi til lengri tíma litið. Oskar Lafontaine Föstudagur 27. april NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.