Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 16
Maður og umhverfi Myndlista- og handíðaskóli Islands efnir til sýningar í Gróttuvita í samvinnu við Náttúruverndarráð Þegar gengið er út í Gróttu á rifinu sem tengir eyjuna við fastalandið er eins og hugurinn hreinsist og skyndilega er maður staddur í annarri veröld. Vart er hægt að hugsa sér ákjósanlegri stað til myndlistarsýn- ingar. Enda segja nemendur Myndlista- og handíðaskólans, sem þar opna sýningu á laugardag kl. 13.30, að sýningin byrji við enda akveg- arins, yst á Seltjarnarnesi, þar sem gengið er út á kambinn sem tengir Gróttu við meginlandið. Ófært er í Gróttu á flóði, og því mun sýningart- íminn ákvarðast af þeirri togstreitu jarðar og mána sem orsakar sjávar- föllin. Umhverfið er hluti sýningarinnar, enda ber hún yfirskriftina „Maður og umhverfi". Sýning þessi er sú fjórða og síð- þessum vetri í tilefni hálfrar aldar asta sem skólinn stendur fyrir á afmælis skólans. Hún er unnin í Gróttuviti með útiverki eins af nemendum Fjöltæknideildar í forgrunni. Ljósm Kristinn. SIEMENS samvinnu við Náttúruverndar- ráð, sem hefur undirbúið ne- mendur með fræðslu, og Vita- og hafnamálastjórn, sem hefur lagt Gróttuvita til sem sýningarhús. Þegar blaðamaður Nýs Helgar- blaðs fór út í Gróttu í fylgd nokk- urra nemenda og kennara skólans voru nemendur úr fjöl- tæknideild að vinna að útiverkum á svæðinu. Verkin tengdust flest með einhverjum hætti því um- hverfi sem þarna er að finna: fjör- unni, fuglalífinu, grasi gróinni eyjunni með fallega hlöðnum grjótvegg og sívölum vitanum, sem reynist þegar inn er komið hafa að geyma afar spennandi sýningarrými fyrir myndlist. Það verða fyrsti og annar ár- gangur í grafíkdeild MHÍ sem leggja undir sig vitann, en fjöl- tæknideildin hefur umhverfi hans sem athafnasvæði. Greinilegt var af viðræðum við nemendur að viðfangsefnið hafði vakið með þeim ýmsar spurningar sem varða samskipti manns og nátt- úru. Úti í Gróttu mátti meðal annars finna ryðgaða og beyglaða járnplötu, sem einhver hafði mál- að á þá yfirlýsingu, að öll mann- anna verk væru hluti náttúrunn- ar. Verkin sem við sáum voru ekki þess eðlis að þar væru menn með fingur á lofti að fordæma umgengni mannsins við náttúr- una, heldur virtust nemendur frekar uppteknir af því að uppgö- tva eðliskrafta náttúrunnar og meðtaka þá af þeirri virðingu sem þeim ber. Því innrætingin er ekki verksvið myndlistarinnar, heldur frekar sú vitundarvíkkun sem maðurinn getur upplifað þegar hann samsamar sig umhverfinu og tekur ábyrgð á því um leið. Það er óhætt að mæla með göngutúr út í Gróttu þessa dag- ana því fáir staðir munu vænlegri til hugleiðslu um samband manns og náttúru. Munið bara að fara á fjöru og hafa góða gönguskó á fótunum! -ólg Guðmundur Rúnar Lúðvíksson og útiverk hans sem unnið er úr þara og öðrum efnivið sem feng- inn er í fjörunni í Gróttu. Ef horft er á myndina á hvolfi, þá lýsir hún flugtaki: „Take off, flying hero!“ Ljósm. Kristinn. Hafgúan. Hluti af tréristu Kristin- Frá vinnuborði Jóhönnu Sveins- ar Hauksdóttur. Ljósm. Kristinn. dóttur í Grafíkdeild. Margra ára sigurganga á íslandi! Þessi góða og hagkvæma þvottavél hefur sannað ágæti sitt svo að um munar. Það stað- 9 festa þúsundir ánægðra notenda um allt land. || • Mörg þvottakerfi. • Spamaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskir leiðarvísar. Staðgreiðsluverð: 6o.900,- SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • S(MI 28300 AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍ RTEINA RÍKISSJÓœ FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983- 2. fl. 1984- 3. fl. 01.05.90-01.11.90 12.05.90-12.11.90 kr. 45.613,34 kr. 46.769,59 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.