Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 12
HVER ER MUNUHNN? Sjálfstæðismenn fara með völd í stærsta sveitarfélagi landsins, en Alþýðubandalags- menn og Alþýðuflokksmenn í Kópavogi og í Hafnarfirði. Það er athyglisvert að athuga hverjar hafa verið áherslur íhverju sveitarfé- lagi fyrir sig undir stjórn ólfkra pólitískra afla. Þjóðviljinn leitaði því til forráðamanna Kópa- vogs og Hafnarfjarðar auk fulltrúa minnihlut- ans í borgarstjórn Reykjavíkur, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Da- víð Oddssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi kosningum. Kópavogur Félagshyggjan viö völd Valþór Hlöðversson: Höfum ekki lagt áherslu á að reisa okkur minnisvarða úr steinsteypu, en þeir eru þá helst íbúðir fyrir aldraða og félagslegar íbúðir. Höfum haldið áfram að byggja upp félagslega þjónustu fyrir íbúa bæjarins Valþór Hlööversson: Það er gífurlegt fagnaðaref ni að við skyldum haf a sigur í deilunni um Fossvogsdalinn. Hér ætlum við að koma upp alhliða íþrótta- og útivistarsvæði. Mynd Kristinn. Við höfum ekki lagt áherslu á að reisa okkur minnisvarða úr steinsteypu, heldur lagt meginá- herslu á að halda áfram að byggja upp félagslega þjónustu við íbúa bæjarins. En minnis- varðarnir eru svo sem til, íbúðir fyrir aldraða, félagslegar íbúðir, götur og annað, segir Valþór Hlöðversson, efsti maður á G- listanum í Kópavogi. Alþýðubandalagið og Alþýð-' uflokkurinn hafa farið með meirihluta í bæjarstjórn Kópa- vogs á þessu kjörtímabili, enda hafa félagshyggjuflokkar reyndar lengst af ráðið ferðinni í Kópa- vogi. „Imynd Kópavogs felst í því að hann er félagsmálabær. Félags- hyggjan hefur verið við völd hér og þess sjást glögg merki. Þjón- ustustigið er hér mun hærra en víðast hvar annars staðar.“ uppgræðslu. Við höfum gert átak í trjárækt. Við höfum lagt gífurlegt fjár- magn til holræsamála á kjörtím- abilinu og ég er ófeiminn við að segja að átak okkar í frágangi holræsa sé mesta framlag sveitarfélags til umhverfismála á síðari árum. Við höfum lagt 300 miljónir króna í holræsamálin og gerum ráð fyrir að koma þeim í viðunandi horf á næstu fjórum til sex árum. Það má heldur ekki gleyma því í umræðum um umhverfi og snyrtingu bæjarins að við höfum lagt götur fyrir 850 miljónir króna á kjörtímabilinu og við Alþýðu- bandalagsmenn leggjum áherslu á að ljúka við frágang eldri gatna á allra næstu árum. Okkar aðaláhersla verður þó auðvitað á félagslega sviðinu," segir Valþór. Fjármálin Minnihlutinn í Kópavogi hefur gagnrýnt fjármálastjórn bæjarins og skuldasöfnun harkalega, en Valþór segir fráleitt að fjárhagur- inn sé bágur. „Nettóskuldir okkar nema 650 miljónum króna á meðan heildartekjur okkar á ári nema Meirihlutinn í Kópavogi hefur beitt sér sérstaklega í þjónustu við aldraða og í umhverfismálum. Meðal annars hafa verið byggðar um 100 sérhannaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Mynd Kristinn. tveimur miljörðum. Ég bendi á að við höfum lagt tvo og hálfan miljarð króna í nýframkvæmdir á kjörtímabilinu og það er ljóst að meginhluti þess hefur verið fjármagnaður af eigin fé, en ekki með skuldum. Samkvæmt tölum frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga var skuldasöfnun vegna fram- Hafnarfjörður Umskipti undir stjóm vinstrimanna Magnús Jón Árnason, formaður bæjarráðs: Hafnarfjörður ber þess greinileg merki að vinstri menn eru við völd. Áherslan öll á félagslega þjónustu Aldraðír í forgangi „Megináherslan á þessu kjör- tímabili hefur verið á málefni aldraðra og ég fullyrði að Kópa- vogur sé fyrirmynd annarra hvað snertir gæði og skipulag þjónustu við aldraða. Við höfum byggt 100 sérhann- aðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða í fjölbýli og sérbýli. Samfara átaki í þágu aldraðra höfum við haldið áfram uppbygg- ingu dagvistarþjónustunnar. Auk þessa höfum við gefið um- hverfismálum stóraukið vægi. Það á meðal annars við um al- menna snyrtingu bæjarins og Hafnarfjörður ber þess greini- leg merki að hér hafa vinstri menn verið við völd síðast liðin fjögur ár. Það hafa orðið umskipti á bænum og ég leyfi mér að full- yrða að þetta sé eitt glæsilegasta kjörtímabij sem Hafnfirðingar hafa átt. Áherslan hefur öll verið á uppbyggingu félagslegrar þjón- ustu, segir Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins og formaður bæjarraðs í Hafnarfirði. Alþýðubandalagið og Alþýð- uflokkurinn tóku við meirihluta árið 1986 eftir að Sjálfstæðis- flokkur og óháðir höfðu farið með stjórn í bænum. „Meirihlutinn hefur staðið í stórum og kostnaðarsömum framkvæmdum á kjörtímabilinu, fyrst og fremst í skólamálum, dagvistarmálum og íþrótta- og æskulýðsmálum. Auk þess höf- um við eflt þjónustu við aldraða verulega. Við lukum við byggingu lista- og menningarmiðstöðvarinnar Hafnarborgar og höfum hafið uppbyggingu listamiðstöðvarinn- ar Straums. Fyrsti áfangi Setbergsskóla er kominn í gagnið og Hvaleyrar- skóli tekur til starfa í haust. Að auki höfum við byggt við tvo aðra skóla og komið upp matarað- stöðu fyrir nemendur í sjöunda, áttunda og níunda bekk. Við keyptum hús í miðbænum og komum þar upp æskulýðsmið- stöðinni Vitanum. Við höfum tvöfaldað framboð á leikskóla- og dagheimilispláss- um á kjörtímabilinu og höfum auk þess stutt foreldra til þess að koma upp dagheimilinu Hraun- koti. í íþróttamálum ber íþróttahús- ið í Kaplakrika hæst, en það var tekið í notkun nýlega. Einnig hef- ur verið byggt við íþróttahús Hauka og þar hefur Gerpla feng- ið aðstöðu. Svo kláruðum við Sundlaug Suðurbæjar, sem íhald- ið hafði verið að dunda við áður. Auk þessa höfum við eflt þjón- ustu við aldraða og keypt fyrir þá þjónustuíbúðir. Félagsmála- stofnun hefur verið efld stórlega. Hér hefur því átt sér stað gífur- leg uppbygging með áherslu á fé- lagslega þjónustu. Það er rétt að Sjálfstæðismenn gagnrýna okkur fyrir að safna skuldum. Þeir hafa hins vegar alltaf reynt að yfirbjóða okkur við afgreiðslu fjárhagsáætlana án þess að geta bent á tekjur á móti. Uppbygging kostar auðvitað sitt en það er allt að því fyndið að halda því fram að fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar sé slæmur," segir Magnús Jón Árnason. -gg 12 SÍÐA-NÝTT HELGABBLAÐ Föstudagur 27. apríl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.