Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 27.04.1990, Blaðsíða 21
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Um síðustu helgi héldu rithöf- undar þingíNorrænahúsinu. Fyrirsögndagskrárvar „Nútíma- viðhorf í sagnalist". Það voru flutt erindi þar sem lagt var út af því sem menn hafa verið að skrifa hér og þar um heiminn að undan- förnu: skáldsögur, ævisögur, sagnfræðirit með bókmennta- legum metnaði. Það voru fyrir- spurnirog umræður. Þetta var skemmtilegt. Menn virtust una glaðirviðsitt. Að stelast yfir landamærin Það er ekki nokkur vegur að taka saman það sem sagt var í ágætum erindum. En ef reynt væri að finna samnefnara fyrir það sem þar var helst sagt, þá verður hann sá, að þegar samtíð- armenn segja frá, þá hafi þeir sterka tilhneigingu til að „blanda á staðnum“ eins og þeir segja í vegagerðinni. Maður getur líka sagt sem svo að straumurinn liggi á vissan hátt gegn sérhæfingu í skrifum, gegn „hreinleika teg- undarinnar.“ Skáldsagan er ekki bara skáldsaga, hún er möguleiki sem getur tekið til sín ótalmargt úr skýrslu, úr heimspeki, úr öðr- um listgreinum. (Um þetta fjall- aði Friðrik Rafnsson í erindi um Við höfum reyndar þekkt þá undarlegu tvískiptingu, að hér fyrir vestan væri dónaskapur að hugsa um annað en „listræna eiginleika" verka, meðan að menn lofuðu hástöfum t.d. so- véska rithöfunda, sem stóðu helst í því að berjast fyrir sannleikan- um við ritskoðunina og kannski lögregluna. Sem höfðu fyrst og fremst í huga siðferðilegar skyldur sínar. Sem þurfti vissu- lega hugrekki til að fylgja eftir, meðan yfir þeim sátu valdhafar sem vildu skammta sér gagnrýni og lof eftir hentugleikum. Þessi sundurhólfun er mikill misskiln- ingur og það er sjálfsblekking að málfrelsið sem við búum við á okkar lengdargráðum geri skyld- urnar og ábyrgðina að óþörfum áhyggjuefnum. Það er alltaf erfitt að segja sannleikann, að koma við kaunin á mönnum, að vera fieinn f holdi valdhafanna og sjálfumgleðinnar - hverjar sem aðstæður annars eru. Það er að sumu Ieyti meiri vandi að segja það sem máli skiptir í málfrelsi en í ritskoðunarþjóðfélagi - vegna þess að í seinna dæminu eru les- endur forvitnari um það sem menn skrifa, þeir hjálpa höfund- inum meira en menn grunar - í seinna dæminu þarf bæði kraft og feiknalega útsmogið hugvit til að það sem máli skiptir heyrist í gauragangi markaðstorgsins. Vandinn að skrifa á okkar dögum Nokkrir punktar í tilefni rithöfundaþings um síðustu helgi Milan Kundera og aðferð hans við að segja sögur). Sjálfsævi- sagan færir sér það í nyt að minnið virkar sem skáldsaga og gengst við því fullkomlega og dregur meira að segja til sín margt úr nýskáldsögunni frön- sku, þegar heimurinn er tekinn sundur og settur saman aftur að geðþótta höfundar og með fullri virðingu fyrir því að hugsun okk- ar er veruleiki ekki síður en at- burðir sem við höfum séð eða reynt. (Um þá hluti fjallaði Torfi Tulinius í spjalli um sjálfsævi- sögur franskra höfunda sem áður voru kenndir við skáldsöguna nýju.) Skilin milli sagnfræði og skáldskapar eru ekki eins og menn eiga að venjast, ekki síst vegna þess að sagnfræðingar hafa vaxandi ánægju af því að „stelast yfir landamærin" og taka sér ým- islegt frelsi sem bókmenntir taka sér - án þess þó að rota sína fræði- mannlegu samvisku um leið. (Á þessum slóðum var Þórunn Vald- imarsdóttir í erindi um „lygi, sannleika og nýju sagnfræðina“.) Afturhvarf, syntesa Halldór Guðmundsson leiddi hugann að persónusköpun og fléttu, sem um skeið hopuðu mjög á hæli í skáldsögum og leituðu sér athvarfs helst í tegundarhreinum skemmti- sögum - en virðast nú vera að sækja í sig veðrið aftur með vissu afturhvarfi til lykilþátta skáld- sögunnar. Einar Már Guð- mundsson var líka að mæla gegn tvískiptingu sem kæmi fram í því að menn hefðu sem lengst bil á milli raunsæis og ímyndunar. Sjálfur vildi hann tala um „raun- sæja ímyndun“. Við lifum greinilega á tímum syntesunnar, flæðisins, margræð- isins, fagnaðarerindið er hvergi eitt og sér, hvorki í aðferð né boðskap - nema þá í því einu að öll ráð sem sagan og tíminn leggja frásögufólki upp í hendur eru tagltæk og brúkanleg til að vinna gegn Stöðluninni Miklu sem eyðileggur skáldskapinn í iífi okkar. Hvað er nýtt undir sólunni? Er þetta ástand eitthvað nýtt undir sólunni? Bæði og. Ég segi fyrir sjálfan mig: þegar ég hefi um stund heyrt menn tala um nýja skáldsögu, nýja sagnfræði, ný- sjálfsævisögu, nýnýrómantík og þar frameftir götum, þá sleppur púki úr haldi og sest á bita í kirkju andans og geiflar sig. Púkinn vill þá snúa út úr og segja: steiktar dúfur, ja svei, séð hefur maður annað eins. Þegar Kundera fjall- ar um persónur sem síbreytilegan möguleika, hvað er hann að segja annað en Tolstoj gamli þegar hann líkti manneskjunni við fljót sem væri ýmis gruggugt eða tært, straumhart eða lygnt? Þegar höf- undar stæra sig af því að taka heiminn sundur og setja hann saman og gera óra sína að Veru- leika - hvað eru þeir að gera ann- að en rómantískir höfundar, sem gerðu skáldin að heimssmið: heimurinn er eins og ég hugsa hann? Og svo mætti áfram halda ef maður nennir að hlusta á púk- ann. Við erum ný Hitt er svo ljóst, að hver samtíð er ný, endurtekningin fer fram við nýjar aðstæður, hinn skrif- andi einstaklingur er líka (skulum við vona) undur í sjálfu sér sem ekki verður endurtekið: ekkert gjörir Drottinn tvisvar. En svo er annað. Við skulum játa það og viðurkenna að rithöfund- ar og aðrir skrifandi menn hafa barnslega tilvistarþörf fyrir að vera „nýir menn“ í gömlum heimi, fyrir að trúa því að þeim sé gefið að koma auga á eitthvert það samhengi sem aðrir létu sér sjást yfir og að alþjóð bíði með óþoli eftir því að fá að frétta af þessu samhengi, þessum nýja sannleika. Ef menn ekki trúa þessu, þá hafa þeir enga ástæðu til að skrifa. Og því trúa skrifandi menn á hið nýja framlag sitt vegna þess að þeir þurfa að trúa því, og aðrir menn verða að sjá í gegnum fingur við þá, annars endar allt í móðgunum, sær- indum, fúlmennsku og leiðind- um. Ábyrgðin og skyldurnar Páll Skúlason prófessor var síðastur á mælendaskrá. Hann var að tala um ýmsa þá hluti sem ekki hafa verið mikið á dagskrá nú upp á síðkastið. Um ábyrgð og skyldur rithöfunda, sem hefðu um margt hlutverki að gegna sem hann vildi líkja við hlutverk kennara og foreldra. Páll taldi ekki vanþörf á að minna á þessa hluti á tímum yfir- gnæfandi tómhyggju, sem kann- ski flýði í blindni á náðir ein- hverrar auðfenginnar trúar, eða þá eins og gerði allt jafn ógilt og ómerkilegt. Á tímum mikillar sjálfshyggju, þegar menn þættust þess umkomnir að setja sér sjálf- dæmi um gott og illt og fleira það sem miklu varðar - án þess þó að „sjálfið“ hafi neina stöðu til að státa af. Vildi Páll kalla rithöf- unda til aðstoðar nokkurrar í þessum hnút, þeir væru nauðsyn- legir til að „endurvinna alla reynslu“, láta hana ríma saman við annarra manna reynslu, til að efast um það sem ofan á verður í gildatískunni, til að gagnrýna og afhjúpa valdhafa og þar fram eftir götum. Orð í tíma töluð Það var góð tilbreyting að hlusta á slíka messu, því hugtök eins og skylda og ábyrgð rithöf- undar hafa verið hálfgert feimnismál nú um skeið. Til þess liggja ýmsar orsakir, meðal ann- ars þær að valdhafar hér og þar hafa misbrúkað herfilega ábyrgð- arhugtakið og reynt að hafa það til að sveigja skáld undir sinn vilja og pólitíska þörf. En hitt er ljóst að þegar hin siðferðilega vídd dettur úr bókmenntaumfjöllun- inni, þá myndast mikið tóm, sem ekki verður fyllt með almennu og afstrakt tali um formgreiningu og nýjungaþörf og þar fram eftir götum. Föstudagur 27. apríl NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.