Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 11
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 11 Brúnsvart hlaupið úr Grímsvötnum sést hér æða undan jöklinum og niður sandana og taka með sér vegi og brýr. DV-mynd GVA Við búum á einu þeirra mörgu landa á þessari jörð þar sem frum- stæðir fimakraftar náttúnmnar láta annað slagið til sín taka svo um munar og skilja eftir sig langa slóð eyðileggingar. Við slikar að- stæður getur mannfólkið fátt ann- að gert en horft á og undrast þau römmu öfl sem enginn mannlegur máttur fær við ráðið. Þær ógnir náttúruaflanna sem íslendingum stafar einkum hætta af eru eldgos, stórhlaup undan þeim mörgu jöklum sem prýða landið og snjóflóð sem falla í skyndingu yflr mannabyggðir. Á síðustu tveimur árum hefur allt þetta þrennt dunið yfir lands- menn og valdið óbætanlegu manntjóni og mikilli eyðileggingu fjárhagslegra verðmæta. Frost og funi „Svell er á gnípu, eldur geysar undir; í ógna djúpi, hörðum vafin dróma, skelflng og dauði dvelja langar stundir." Þannig orti Jónas Hallgrimsson um það undarlega sambland af frosti og funa, jökulgaddi og eld- fjöllum, sem íslendingar hafa fylgst svo rækilega með í fréttum fjölmiðla síðustu vikurnar. Hrikedegt samspil elds og íss í Vatnajökli hefur gefið ljósa mynd af því hversu tröllslegir náttúru- kraftamir eru. Eldgosið náði á skömmum tíma að bræða sig upp í gegnum þennan stærsta jökul Evrópu og kom síðan af stað stór- hlaupi úr Grímsvötnum, eftir að hafa myndað þar um hríð stærsta stöðuvatn á íslandi. Ljósmyndir og kvikmyndir af þessum atburðum hafa borist inn á hvert heimili í landinu, og líka reyndar víða um heimsbyggðina, og valdið undrun og ugg. Vísindamenn nefna ýmsar töl- ur sem eiga að lýsa stærðum þess- ara hamfara. En þær eru allar svo háar að flestir hafa enga mögu- leika á að átta sig á raunverulegri merkingu þeirra. Allt er einfald- lega svo stórt í sniðum í þessum æðisköstum náttúrunnar. Lán í óláni Það var mikil lánsemi að þess- ar náttúruhamfarir skyldu ekki hafa í for með sér manntjón. Því réð að sjálfsögðu sú staðreynd að bæði eldgosið og stórflóðið sem fylgdi í kjölfarið áttu sér stað í óbyggðum, auk þess sem fyrirvari var nokkur og mikill viðbúnaður af hálfu stjórnvalda. Þótt eignatjónið sé verulegt, lík- lega hátt í einn milljarður króna, er það samt mun minna en óttast var í fyrstu. Það verður borgað að verulegu leyti úr Viðlagasjóði - tryggingasjóði sem landsmenn hafa þegar greitt í með sköttum sínum, reyndar gert það á hverju ári allt frá því eldgosið á Heimaey lagði hluta kaupstaðarins í Vest- mannaeyjum í rúst árið 1973. Tjónið í Skeiðarárhlaupinu felst fyrst og fremst í skemmdum á vegum og brúm, sem gert hafa mikið gagn allt frá því þau voru opnuð fyrir almenna umferð árið 1974, og svo í síma- og rafmagns- linum. Líta má á þessar glötuðu eignir þjóðarbúsins sem hluta þess fóm- arkostnaðar sem það hefur óhjá- kvæmilega i fór með sér að byggja ísland og tryggja nútíma sam- göngur um landið allt. Skæðar hamfarir Því miður er skammt síðan landsmenn máttu þola mun ógn- vænlegri hamfarir en gosið í Vatnajökli og hlaupið úr Grím- svötnum. Þannig er aðeins rúmlega eitt ár liðið síðan snjóflóðin miklu Elías Snæland Jónsson féllu yfir byggðina á Flateyri við Önundarfjörð með hörmulegum afleiðingum fyrir íbúana þar og um leið fyrir þjóðina alla. Fyrr á því sama ári, í janúar, varð Súða- vík fyrir sams konar mannskæð- um náttúruhamfórum. Alls fórust hátt í fjörutíu manns í snjóflóðum hér á landi á árinu 1995. Smáþjóð eins og íslendingar má ekki við slíkum mannfórnum. í snjóflóðunum varð líka gífur- legt eignatjón, engu síður en í stórhlaupinu úr Grímsvötnum núna. En eignir einstaklinga og samfélagsins er hægt að bæta. Þjóðin öll sýndi það í verki með eftirminnilegum hætti í þeim fjár- söfnunum sem efnt var til vegna beggja snjóflóðanna. Mannslíf sem glatast verða hins vegar aldrei bætt. Meiri hörmungar Stundum er um það rætt að ís- land sé á mörkum hins byggilega heims og að við eigum meira undir óblíðri náttúru en flestir aðrir. Staðreyndin er hins vegar sú að alvarlegar náttúruhamfarir eru algengar í fjöldamörgum löndum og kosta gjaman miklu fleiri mannslíf og valda mun meira efnalegu tjóni en gerst hef- ur hér á landi á síðari tímum. Það þarf að fara aftur í aldir til að finna hliðstæður í íslenskri sögu við þær mestu hörmungar af náttúrunnar völdum sem gengið hafa yfir sumar aðrar þjóðir á þessari öld. Dæmi um þetta eru mjög al- varlegir og mannskæðir jarð- skjálftar í löndum eins og Kína og Japan, endurteknir fellibylir sem dynja á þjóðum sem búa á eyjum í Kyrrahafi eða í Karab- íska hafinu og í strandhéruðum Bandaríkjanna, og stórfelld flóð sem valdiö hafa ótrúlega mikilli eýðileggingu í fjölmennum ríkj- um í mörgum heimsálfum síð- ustu áratugina og stundum kost- að gífurlegar mannfómir. Nægir að nefna Kína og Bangladesh í þvi sambandi. Þannig eru fiölmargar þjóðir víða um veröldina minntar á það með skömmu millibili að þótt maðurinn líti á sig sem herra jarðarinnar þá hefur mannkynið lítil tök á að ráða við náttúruöfl- in. Þau fara gjarnan sínu fram hvað sem líður vanmáttugum vilja mannfólksins. Spár og varnir Þrátt fyrir vanmátt mannsins andspænis æðisköstum náttúr- unnar er mikilvægt að reyna sem best að vemda fólk og eigur þess með þvi að fullkomna eftir því sem kostur er spár og vamir. Víða er unnið að því að auka líkumar á að hægt sé að sjá fyrir náttúruhamfarir. Það sýndi sig núna að vísindamenn gátu sagt til með nokkrum fyrirvara um gosið í Vatnajökli vegna upplýsinga um skjálfta sem fram komu á mælum. Sú reynsla lofar góðu fyrir vænt- anlegt eldgos i Kötlu, sem er und- ir Mýrdalsjökli, og það mikla hlaup sem væntanlega mun fylgja i kjölfar þess og getur m.a. ógnað byggðinni í Vík í Mýrdal. Verulegt átak hefur verið gert til að bæta spár vísindamanna um snjóflóðahættu enda sýndu at- burðirnir í Súðavík og á Flateyri nauðsyn þess að bæta þar úr. Hættumat hefur einnig verið unn- ið upp á nýtt. Eftir snjóflóðið í Súðavík var byggðin færð til og á ömggara svæði. Á Flateyri var hins vegar farin sú leið að efla mjög varnir gegn snjóflóðum. Vonandi koma þær að tilætluðum notum i fram- tíðinni. Enginn skyldi gera ráð fyrir aö náttúruöflin muni halda sig til hlés næstu árin. Þvert á móti þurfa landsmenn að halda vöku sinni, með reynslu tveggja síðustu ára í huga, og búa sig undir það versta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.