Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 8
8 Ikerínn LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 DV Sjónvarpskonan Unnur Steinsson er sælkeri vikunnar: Fljótlegur og góður Salsa kjúklingaréttur „Ég er með hrikalega fljótlegan og góðan mexíkanskan kjúklingarétt, sem er mjög vinsæll heima hjá mér,“ segir sjónvarpskonan lands- þekkta Unnur Steinsson en hún er sælkeri vik- unnar að þessu sinni. Unnur gefur hér uppskrift að bragðsterkum Salsa kjúklingarétti. Salsa kjúklingaréttur 900 g beinlausar kjúklingabringur olía til steikingar salt og svartur pipar rauð, gul og græn paprika 1 stór laukur 2 hvitlauksrif Sósa 1 msk. ólífuolía 1 msk. fmsaxaður ferskur kóríander 1 fmsaxaður laukur 1 ferskt grænt chilepiparaldin 500 g niðursoðnir tómatarfflysjaðir og saxaðir) 1 msk. tómatmauk salt og pipar Hitið olíu á steikarpönnu og steikið laukinn í ca 5 mín. þar til mýkist án þess að brúnast. Bæt- ið i tómötum, tómatmauki og kóríander. Chilep- iparinn er settur út í, í heilu lagi til að byrja með. Kryddað með salti og pipar. Sósan er látin krauma í 20 mín. eða þar til þykknar. Þá er chilepiparinn tekinn upp úr. Helmingurinn er skorinn smátt og honum síöan hrært saman við sósuna. Ef hún á að vera sterk er allur piparinn skorinn út í. Bringurnar eru skornar í fingurlanga strimla og þeir kryddaðir vel með salti og svörtum pipar og steiktir á pönnu, helst með háum brúnum. Allt grænmetið er skorið smátt og steikt saman á vel heitri pönnu. Því er síðan blandað saman við kjúklinginn. Sósunni er síðan hellt yfir kjúklinginn og grænmetið og hitað í örlitla stund. Hvítlauks- brauð eða tortilla Með réttinum er gott að hafa sýrðan rjóma eftir smekk því að hann vegur upp á móti sósunni, sem getur verið dá- lítið sterk. Einnig er gott að bera fram fin- skorið salat, til dæm- is Iceberg, agúrku, blaðlauk og mjög smátt skorinn tómat. Alls konar pasta eða hrísgrjón fer vel með þessum rétti en er ekki nauðsyn- legt. Og að lokum er gott að hafa heitt hvítlauks- brauð eða tortilla chips sem má líka hita í ofni. Með svona rétti er gott að drekka rauð- vín frá Spáni, Ítalíu eða Chile. -GHS Hrísgrjón verða sífellt vinsælli Hrísgrjón voru líklega fyrst rækt- uð í Asíu fyrir um 7000 árum. Hrís- grjón urðu strax mjög vinsæl, sér- staklega hjá þjóðum með lítt rækt- anlegt land eins og í Japan. Þar sem hrisgrjón voru lífsnauðsynleg fyrir heilu þjóðirnar gátu þau valdið 1 stríði og falli heilla keisaraætta. Algengust eru hrísgi'jón að sjálf- sögðu í Asíulöndum en Alexander mikli kynnti á sínum tíma hris- grjónin fyrir Evrópubúum og meðal Unnur Steinsson er sælkeri vikunnar og bragðgóðum mexíkönskum kjúklingarétti. gefur uppskrift að fljótlegum og DV-mynd ÞÖK BW Ger- og hveiti- laust brauð Óþol fyrir hvítu hveiti og geri hefur gert vart við sig hjá sumum og hafa þeir af þeim sökum oft neyðst til að láta af brauð- neyslu. Hveiti og gerlaust brauö er lausnin fyrir þetta fólk og kemur hér uppskrift að einu sliku. matgæðingur vikunnar Sesselja Ólafsdóttir í Hveragerði: Spennandi döðlukaka og fiskur með paprikuosti Sesselja Ólafsdóttir, leikskóla- starfsmaður í Hveragerði, er mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni og gefur hér spennandi uppskrift að döðluköku og fiskrétti með papriku- osti. Döðlukaka Þetta brauð hentar vel fyrir þá sem hafa óþol fyrir geri og hvítu hveiti. 350 g heilhveiti 100 g haframjöl 25 g sesamfræ 25 g hörfræ 5 tsk. lyftiduft 1 dl AB mjólk/sojamjólk 3-4 dl vatn Þurrefnin eru látin í skál og mjólkinni og vatn- inu er hrært saman við. Deigið er sett í aflangt form og bakað við 180-200 gráður í eina klukku- stund. -em 2 egg 2 bollar sykur 1 bolii hveiti 1 tsk. sódaduft 1 msk. brætt smjörlíki 1 bolli döðlur 1 bolli sjóðandi vatn Þeytið saman egg og sykur, sjóðið döðl- , urnar í vatninu. T Blandið saman þurrefnunum, eggja- hrærunni, smjörlikinu og helmingnum af döðl- umauknum og látið blönd- una í tvö vel smurð mót. Bakað strax við um 170 gráðu hita í 20-30 mín. Afgangurinn af döðl- umaukinu er settur á milli botnanna. Borið fram með þeyttum rjóma. Bakið réttinn við 200 gráður í 20 mín. eða í örbylgjuofni í 10 mín. Rétturinn er borinn fram með soðnum kartöflum og fersku salati. Sesselja skorar á Fríðu Bjömsdóttur. -GHS Fiskur með paprikuosti 1 ýsuflak 10 ferskir sveppir 1 stk. rauð paprika 1 stk. græn paprika 1 tsk. marinn hvítlaukur 1 laukur 100 g paprikusmurostur 50 g rjómaostur 1 dl mjólk 3 msk. hveiti 1 tsk. aromat 1 tsk. salt pipar rifinn ostur olía til steikingar Fiskinum er velt upp úr hveiti og kryddi og snögg- steiktur í matarolíunni. Steikið því næst sveppina og að lokum afganginn af grænmetinu. Paprikuostur- inn og tjóma- ostur ponnu og mjólk og græn- meti bland- að sam- an við. Þessu er hellt yfir fiskinn og rifinn ost- ur settur yfir. Sesselja Ólafsdóttir gefur uppskrift að spennandi döðluköku og fisk- rétti með paprikuosti. DV-mynd Sigrún Lovísa þeirra njóta þau sífellt meiri vin- sælda. Spánverjar og Portúgalar kynntu hrísgi-jón í Vesturheimi og nú eru hrísgrjón á boröum manna um allan heim. Matreidd á mismunandi vegu Hægt er að nota hrísgrjón í aðal- rétt, sem aukarétt eða jafnvel sem meðlæti. Ef hrísgrjónin eru notuð í aðalrétt eða sem meðlæti þarf um 80-100 g á mann, 50-60 g ef um aukarétt er að ræða og 30 g ef hrís- grjónin eru notuð í súpu. Lang- 0 koma hrísgrjón eiga að vera mjúk, létt og þurr. Ef hrísgrjónin verða eins og X í laginu við suðu eru þau ofsoðin. Forsoðin hrísgrjón eru hins vegar auöveldari í matreiðslu. Matreiða má hrísgrjón á mis- munandi vegu en algengast og auð- veldast er aö sjóða þau. Hrísgrjónin era þá soðin í saltvatni sem er sex sinnum meira að rúmmáli en hrís- grjónin. Vatnið látið leka af í sigti. Risotto Hægt er að sjóða hrisgrjónin í jafnmiklu vatni og þau sjúga í sig og eru þá notaðir tveir bollar af vatni á móti einum af hrísgrjónum. Grjónin eru soðin í potti með loki á lágum hita. ítalska aðferðin við að sjóða „ri- sotto“ hentar best fyrir hrisgrjón af millilengd. Hrísgrjónin eru þá snöggsteikt í nokkrar mínútur í fitu á pönnu eða í potti ásamt smátt söx- uðum lauk. Snöggkælt með soði, lok sett á pottinn og hiti lækkaður. Haldið er áfram að sjóða hrísgríón- in þar til þau hafa drukkið vökvann í sig. Stuttkoma hrísgrjón eru oft not- uð í sæta rétti. Þá má gjaman sjóða þau í mjólk. -GHS I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.