Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 33
32 helgarviðtal LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 J3"V LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 helgarviðtal« Kirkjulistakonan Sigrún Jónsdóttir er eins og laxinn og syndir á móti straumnum: Sigrún Jónsdóttir á heimili sínu á Skólavöróustígnum en þar eyöir hún mörgum af sínum bestu stundum. Fyrir aftan hana eru myndir af börnum hennar og barnabörnum. I boði með kóngafólki Thorsten er fæddur í París og á 1 fórum sín- um mikið af frönskum að- alsmerkjum enda er hann fy af gamalgró- inni aðal- sætt. Hann er hógvær maður og kær- ir sig ekki um að flíka greifatitlinum og notar hann yfir- leitt ekki. Mörgum þætti líf þeirra hjóna spennandi en þau ferðast um heiminn og halda sýningar á verkum Sigrúnar og heimsækja hallir ættingja Torstens í Frakklandi og þiggja boð sem berast frá að- albomu móðurfólkinu. Sigrún viðurkennir á sinn hæverska Sigrún meö tveimur barnabörnum sínum, Sig- rúnu Jóhönnu og Hrund Ólöfu, í þjóölegum ís- lenskum búningum sem hún hannaöi. sína og keypti hlut systkina sinna. Að sögn Sigrúnar hafa nemend- ur í háskólum komið og skrifað doktorsrit- gerðir um litlu höllina þeirra. Dýrustu húsin í Stokkhólmi em á Lidingö en upp- haflega voru sumarbústaðir Stokkhólms- búa á eyjunni. „Þetta hús hefur margar stórar sálir og ég aðlagast því svo vel. Fólki líður yfirleitt mjög vel hjá mér. Áður fylgdi heilmikið land húsinu en faðir Thorstens seldi það á sínum tíma,“ segir Sigrún. Thorsten hefur ekki setið auðum hönd- um frá því hann komst á eftirlaun en mik- ið af tíma hans fer í að hugsa um litlu höll- ina og aðrar fasteignir þeirra hjóna. Sig- rún og Thorsten ferðast mikið og eiga tvö önnur heimili. Þau eiga íbúð á Skólavörðu- stígnum þar sem þau byggðu sólskála sem þau kalla tuminn. Þar á Sigrún sínar bestu stundir. Einnig eiga þau heimili á Vik í Mýrdal þar sem Sigrún á rætur. „Frá því Thorsten giftist mér hef ég reynt að sjá til þess að hann hafi nóg að gera. Hann ferðast mjög mikið og við tök- um mikið á móti gestum. Ég er mjög félags- lynd. Við megum ekkert vera að því að eld- ast,“ segir Sigrún. Sigrún ólst upp í Vík í Mýrdal fram að „Maðurinn minn er auðvitað milljóna- mæringur að eiga mig,“ segir Sigrún Jóns- dóttir kirkjulistakona sem giftist greifa af gamalli franskri aðalsætt og býr í lítilli höll í Stokkhólmi. Eiginmaður hennar, Thorsten Folin, er sonur sænsks vel efnaðs verkfræðings og konu af frönskum greifa- ættum. Á sama tíma og hún kynntist Thorsten barðist hún við krabbamein í ristli og hálsi. Sigrún er þjóðkunn persóna á íslandi fyrir kirkjulistaverk sín og hönnun á þjóð- búningum. Hún er athafnakona og áreið- anlega ein af frumkvöðlum islenskra kvenna í menntun á sviði lista. Sigrún hef- ur ekki farið troðnar slóðir i lífinu og seg- ist vera eins og laxinn og alltaf hafa synt á móti straumnum. Á meðan vinkonur henn- ar gættu bús og bama fór hún á milli list- háskóla og svalaði fróðleiksfýsn sinni og listhneigð. Sigrún er þrígift og með fyrsta manni sínum, Sigurjóni Sigurðssyni, kaupmanni í Reykjavík, átti hún þrjú böm, Ólaf Þóri, Guðfinnu Svövu og Sigurð Vilberg. Þau skildu og Sigrún giftist Ragnari Emilssyni arkitekt. Með honum átti hún tvö börn, Sigurborgu og Emil Jón. Bldmaskeið ævinnar „Það breyttist náttúrlega margt þegar ég kynntist Thorsten þar sem ég eignaðist nýtt heimili. Ég er gift yndislegum manni sem metur mig og allt það sem ég geri. Núna er ég á blómaskeiði ævinnar hvað listina snert- ir. Núna eru bömin öll orð- in sjálfstæð og ég get helg- að mig listinni ótrufluð. Áður hafði ég meiri áhyggjur af þeim,“ segir Sigrún. Höll með turnum Thorsten og Sigrún búa í sautján her- bergja og 900 fermetra íburðarmikilli villu með turnum og tilheyrandi í Lidingö í Stokkhólmi. Villan, sem er afar falleg, að sögn Sigrúnar, var byggð í kringum 1910 og teiknuð eins og höll. Faðir Thorstens keypti villuna árið 1946 og Thorsten erfði hana eftir foreldra hátt að hjónin hafi oftar en einu sinni ver- ið boðin til veislu með sænsku konungs- hjónunum og ein vinkvenna hennar sé El- ísabet prinsessa í Danmörku. Hún vill þó ekki gera mikið úr umgengni sinni við fólkið með bláa blóðið og finnst það ekkert sem taki því að skrifa um. „Ég hitti kóngafólkið í boðum sem okkur er boðið í. Það hefur einnig komið á sýn- ingar hjá mér,“ segir Sigrún. Thorsten var bæði kennari og yfirmaður loftvarna í sænska hemum þar til hann fór á eftirlaun 57 ára gamall. Síðan hefur hann stundað verðbréfaviðskipti. Þegar DV sló á þráðinn og spurði Thorsten hvort hann væri milljónamæringur sagði hann að það væri svo afstætt hugtak en hann kæmist vel af. Þegar Sigrún kynntist Thorsten var hún fráskilin og Thorsten ekkjumaður. Sig- rúnu var boðið að halda sýningu á verkum sínum þegar Vigdís Finnbogadóttir var í opinberri heimsókn í Stokkhólmi. Sonur Sigrúnar kynnti þau en hann bað Thorsten um að hjálpa henni að flytja listaverkin á áfangastað. Þau urðu ástfangin fljótlega og giftu sig nokkmm árum síðar. Elskhuginn Skaftfellingur Sigrún segist öðm hvom fá köllun i líf- inu þegar hún þarf að hrinda ein- hverju í framkvæmd og legg- m- oft mikið á sig til þess að það tak- ist. Hún fékk að gjöf happaskip- ið gamla Skaítfelling og langar til þess að reist verði veglegt minnismerki um hann í Vík í Mýr- dal til þess að hann megi verða minnisvarði um liðna tíma. Sigrún hefur mjög sterkar taugar til Skaftfellings sem hún tengir bemskuámnum og kall- ar elskhugann sinn. Gamli Skaftfellingur er skip sem smíðað var 1916, annálað sjóskip og gæfu- skip. Bændur í Skaftafells- sýslu létu smíða hann. Skipið var notað til vöruflutninga frá Reykjavík og austur. Áhöfn Skaftfellings bjargaði í síðari heimsstyijöldinni þýskri kafbáta- áhöfn sem lenti í hremmingum fyrir ströndum íslands. „Köllun mín er að happaskipið Skaftfellingur skipi veglegan sess sem tákn fyrir það fólk í fámennum sýslum sem stuðlaði að því að hann varð til,“ segir Sigrún. Sigrún hefur gert heimkomu Skaftfell- ings að sínu baráttumáli og hefur fengið til liðs við sig marga áhrifaríka aðila í Skafta- fellssýslu. Sigrún vill að reistur verði minnisvarði og á honum standi skipið. Margir frammámenn í þjóðfélaginu eru hlynntir þessu máli en það vantar fé til þess að reisa minnis- merkið og koma skip- inu í viðun- andi horf. Það liggur slipp í Vest- mannaeyjum og bíður þess að eitthvað verði gert. Að sögn Sigrúnar er skipið þjóðareign og ég var að alast upp. Þar var engin höfn en árabátarnir voru notað- r til þess að flytja fólk í land. Þá líf í sandana," segir Sigrún. Að sögn Sigrúnar kom sérstaklega góð lykt í búð afa hennar þegar Skaftfellingur kom. Afi hennar hét Jón Kristjánsson og var kaupmaður í Vík í Mýrdal. Áhöfnin á Skaftfellingi bjargaði eins og fyrr segir þýskri kafbátaáhöfh úr sjónum í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar skipveijar voru hálfnaðir að taka Þjóðverjana um SV® færðist imglingsárum en fluttist síöan til Reykjavíkur. Faðir hennar hét Jón Jónsson, sjómaður og silfur- smiður í Vík í Mýrdal og málm- steypumaður í Reykjavík. Hann var lengi kokkur og bryti á Villimoers sem síðar varð Selfoss hjá Eimskip. Móðir Sigrúnar hét Þorgerður Þorgeirsdóttir sem lengst af var húsfreyja en starfaði eftir flutn- inginn til Reykjavíkur á Alþingi. drang- ana I Vík í Mýr- dal þeg- ar hún segist ekki ein geta hrint þessari áætl- im sinni í framkvæmd. „Stór liður í mínu æviágripi er Skaftfell- ingur en ég er ástfangin af honum. Fyrir utan eigin- mann minn, böm og bama- böm skiptir Skaftfellingur mig mestu máli,“ segir Sigrún. „Það er einhver sér- stök vemd yfír þessu skipi og það er eins og það hafi alltaf þjónað einhverjum mjög mannlegum til- gangi. Þetta er hamingjuskip og það hefur alltaf verið verndað," segir Sigrún. „Mín fyrstu minni af vor- inu tengjast því þegar Skaftfell- bar borð flaug bresk flugvél yfir þá og þegar þeir voru nýlagðir af stað aftur komu tveir tundurspillar. Tveimur fallbyssum var beint að Skaftfellingi. Bretarnir komu síð- an yfir á Skaftfelling og sóttu Þjóðverjana. „Það var alveg sérstakt að fólk af svona lítifli þjóð skyldi þora að stilla sér upp á móti bresku faflbyssukjöftunum. Ég fyllist stolti þegar ég hugsa um kjark þessara manna,“ segir Sigrún sem vonast tfl þess að innan tíðar fáist fé til þess að flytja Skaftfelling til Víkur. Frumkvöðull í námi Sigrún er áreiðanlega frumkvöðull í langskólanámi kvenna en á þessum tíma leituðu ekki margar konur sér menntunar. Hún fór fyrst í Kvennaskólann, Myndlista- og handíðaskólann. Einnig útskrifaðist hún úr Kennaraháskóla íslands. Sigrún var í fimm ár í listaskóla í kirkjulist í Gautaborg. Einnig sótti hún kennaranám- skeið til þess að afla sér víðtækari kunn- áttu um almenna kennslu. Hún fór á nokkra listaskóla víða um Evrópu og sótti einnig ýmis listanámskeið. Um skeið dvaldi hún á Ítalíu. Þar fékk hún staðfest- ingu á því að hún skyldi halda sig við kirkjulega list. Eins og sígauni „Heimurinn er minn vinnustaður. Ég er eins og sígauni, siflakkandi um allan heim og held sýningar á verkum mínum,“ segir Sigrún en hún hefur víða skreytt kirkjur og hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín. Sigrún hefur haldið sýningar á listaverk- um sínum, tfl dæmis í Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, Svíþjóð og íslandi, svo að eitthvað sé nefnt. Hún segist þó ekki hafa efnast á listinni frekar en aðrir listamenn af lífi og sál. Á ferð og flugi Sigrún hefur haldið sýningar í Was- hington, Seattle og Takona. Hún vann fyr- ir safn í Takona veggskreytingu um líf og starf Snorra Sturlusonar sem hún gerði fyrir nokkrum árum á styrk frá Menning- arsjóði. Það listaverk segir hún hafa verið hennar aldri. Sárast þykir henni þegar hún fær að heyra að hún hafi ekki hugsað nægilega vel um börnin sín. „Ég hef oft orðið fyrir því að fólk býr tfl persónur í huga sér sem eiga að vera ég. Ég varð að láta börnin mín frá mér þegar ég var að mennta mig en þá hugsaði móð- ir mín stundum um þau og elsti sonur minn var alinn upp hjá pabba sínum frarn á unglingsárin. Ég hef þó alltaf haft bömin mín á unglingsárunum. Þau fengu dúninn í vernd móður minnar en fjaðrirnar fengu þau frá mér,“ segir Sigrún. Hámenntaðir afkomendur Sigrún ferðast mikið vegna búsetu fimm bama sinna. Ein dætra hennar býr í Was- hington, önnur í París, tveir synir í Stokk- hólmi og einn á íslandi. Barnabömin eru fjórtán. Sigrún hefur stuðlað að því að börnin hennar eru öll hámenntuð og einnig barna- börn. Synir hennar eru allir læknar. Svava, dóttir Sigrúnar, er kennari og list- fræðingur í París og Sigurborg er með mastersgráðu í Washington D.C. Elsta bamabam Sigrúnar og nafna er Sigrún, prófessor við Wisconsin-háskóla í Madison í Bandaríkjimum, og annað bamabarn hennar er verkfræðingur í Boston. Hún segir að fólk gleymi sorg hennar þegar hún þurfti að yfirgefa börnin sín rétt fyrir jól til þess að fara á sjúkrahús í London og ekki hafi hún kosið sér að yfir- gefa börnin. „Það er annars mjög sorglegt hvað ís- lendingar geta velt sér upp úr sorgum og tflfinningum annarra. Mér finnst þetta þjóðarskömm og hef hvergi kynnst þessu þar sem ég hef verið á erlendri gmnd. Mér er sagt að þetta sé eyjarskeggja-hugsunar- háttur. Ég skrifa sorgir mínar á blautan sandinn. Sólin þurrkar sandinn og sorgim- ar verða að engu,“ segir Sigrún, en það segir allt um hennar líf núna. „Ég hef ekk- ert nema gleði eftir,“ segir þessi athafna- kona sem hefur reynt mikið um ævina en gefst aldrei upp þótt á móti blási. -em Andleg uppbygging Sigrún segist hafa byggt sig mikið upp andlega eftir að hún vann bug á veikindum sínum. Að hennar mati er mikilvægt að vera jákvæð og lífsglöð. Að sögn vina og kunningja er hún mikil gleði- manneskja og mikið gefln fyrir veislur. „Mér finnst afskap- lega mikilvægt að ég sé búin að byggja mig upp þannig að það ljósa hafi yfirhöndina. Mér ber skylda tfl að hjálpa öðru fólki. Ég hef alltaf reynt að láta ljós mitt skína til þess að geta orðið öðrum til góðs. Ég fæ oft köllun og það dregur mig áfram í líf- inu,“ segir Sigrún. tfl á íslandi, án þess að því sé sýndur áhugi. Að sögn Sigrúnar er miklu auðveld- ara að komast áfram í kirkjulistinni er- lendis heldur en á íslandi. Hún hefur þó gert mjög margar skreytingar fyrir íslensk- ar kirkjur. Sigrún hefur í nokkur ár rekið verslunina Kirkjumuni. Nú hefur hún rýmt húsið til þess að Alþingi geti gert það upp. Ekki stendur tfl að opna nýja verslun í sama anda en muni Sigrúnar verður hægt að nálgast í Listhúsinu í Laugardal. Baráttan við krabbameinið Sigrún greindist með krabbamein í ristli fyrir um það bil tuttugu árum og fór í nokkra uppskurði vegna þess. Komist var fyrir krabbameinið í ristlinum en þá tók það sig upp í hálsinum. Eftir uppskurðinn á háflsi Sigrúnar heyrist á mæli hennar að raddböndin hafa skaddast og stór hluti af hálsinum var fjarlægður. Það reynir Sig- rún að hylja með fatnaði. Hún segist vera málhölt og segir að fólk eigi oft erfitt með að skflja hana. „Það koma stundir sem ég get eiginlega ekki talað. Þegar ég kynntist Thorsten var ég ekki laus við krabbameinið heldur þurfti að fara í uppskurð á hálsi. Hann kynntist ekki neinni elegant dömu. Hann hlýtur að hafa orðið ástfanginn, að minnsta kosti hefur hann áfltaf sýnt að hann sé yfir sig ástfanginn og vill allt gera til þess að mér líði sem best. í návist hans finn ég öryggi og það er svo ljúft að geta skapað verk mín á heimflinu hjá honum. Sigrúnu þykir hún gegna mjög veiga- miklu hlutverki. Ekki síst núna þegar hún hefur gengið í gegnum sjúkdóm sem átti að draga hana til dauða. í gegnum sjúkdóm- inn fór hún að hugsa allt öðruvísi og breyttist sem manneskja. „Ég braut á sínum tíma öll læknavísindi á bak aftur með því að lifa. Af hverju lifði ég og komst yfir þennan þröskuld? Ég held að læknunum þyki gaman að því líka að svona hafi til tekist,“ segir Sigrún. Það Ijósa hefur yfirhöndina „Maður hugleiðir lifið á annan hátt og er stundum alveg hissa á því hvernig fólk fer með líf sitt. Trúin hjálpaði mér á þann hátt að ég bað fyrir læknunum sem hugs- uðu um mig, að þeir gætu læknað mig. Ég fól mig í hendur lækn- unum. Ég er mjög trú- uð og ég vakna klukk- an fjögur á hverjum morgni og á mína helgistund áður en ég fer að vinna. Ég held að það sé mikflvægara fyr- ir hverja manneskju að byggja sig upp andlega heldur en að nærast líkamlega. Ég er líka lítil manneskja og borða meira með aug- unum,“ segir Sigrún. Gróa á Leiti Það fylgir litlu eyríki að Gróa á Leiti fer á milli bæja og bæjarfé- laga og slúðrar um ná- ungann. Sigrún hefur ekki farið varhluta af því þar sem vegir hennar hafa verið aðr- ir en flestra kvenna á Sigrún að koma niöur stigann úr turninum á Skólavöröustígnum. Henni þykir mjög gott aö sitja í turninum meö kaffibolla og njóta útsýnisins þar. Sólin hitar turninn upp en mjög kalt getur oröiö þar þegar hún skín ekki og Sigrún hefur veriö lengi í burtu. Sigrún og Thorsten eiga einnig lítiö hús á Vík í Mýrdal sem eru æskustóöir Sigrúnar. DV-myndir BG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.