Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 27
13"V LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 útlönd Rushdie ýmist óvelkominn eða velkominn til Kaupmannahafnar: Menningarveislan sem dönsk yfirvöld klúðruðu Menningarpostularnir í Dan- mörku voru famir að hlakka til bókmenntaveislu í listasafninu Glypoteket í Kaupmannahöfn, menningarborg Evrópusambands- ins í ár, þann 14. nóvember. Þennan dag átti menningarmálaráðherra Danmerkur, Jytte Hilden, að af- henda danska ljóðskáldinu Thorkild Bjornvig, austurríska rithöfundin- um Christoph Ransmayr og breska rithöfundinum Salman Rushdie bókmenntaverðlaun Evrópusam- bandsins. En málinu var klúðrað og líf dönsku stjórnarinnar hékk allt í einu á bláþræði. Á fimmtudaginn í síðustu viku fékk Salman Rushdie, sem klerkar í íran hafa lýst réttdræpan vegna bókar hans, Söngvar Satans, til- kynningu frá dönskum yfirvöldum í gegnum breska utanríkisráðuneytið að Danir gætu ekki tryggt öryggi hins heimsfræga rithöfundar. Sú skýring var gefin að aukin hætta væri á tilræði þar sem búið væri að auglýsa hátíðarhöldin með of löng- um fyrirvara auk þess sem stríð mótorhjólagengja hefði gengið svo nærri dönsku lögreglunni að þar væri nú mannekla. Tilkynningin, sem Rushdie fékk, var á hauslausu blaði með engri undirskrift. Rithöfundurinn frægi sparaði ekki stóru orðin og kallaði Dani hugleysingja. Erlend blöð hæddu dönsk stjómvöld og leiðara- höfundar skrifuðu um bleyðurnar í dönsku stjóminni. Rithöfundar stóðu í biðröð til að lýsa fyrirlitn- ingu sinni á ákvörðun danskra yfir- valda. Danska þingið heimtaði skýr- ingu. Reynt að bjarga í horn Á föstudeginum reyndi forsætis- ráðherra Danmerkur, Poul Nyrup Rasmussen, að bjarga í horn. Salm- an Rushdie var boðið að koma til Danmerkur til að taka á móti verð- laununum en ekki þann 14. nóvemb- er heldur einhvem annan dag fyrir jól. Forsætisráðherrann lofaði að þá yrði hægt að tryggja öryggi Rushdies. Svör Nymps við spurningum um hvemig stæði á þessu klúðri vöktu eiginlega enn fleiri spurningar. Það er þó ljóst að þann 10. október síð- astliðinn tók sérstök öryggisnefnd stjómarinnar þá ákvörðun að ekki væri hægt að taka á móti Rushdie 14. nóvember vegna hótana gegn Erlent fréttaljós Ingibjörg Bára Sveinsdóttir honum. Ekki hefur fengist uppgefið hvort um gamlar eða einhverjar sér- stakar nýjar hótanir var að ræða. Samkvæmt þeim upplýsingum sem danska blaðið Jyllands- Posten aflaði sér átti forsætisráðuneytið að koma boðunum til Rushdie. Jafn- framt átti að tilkynna honum að ákveðin yrði ný dagsetning fyrir heimsókn og verðlaunaafhendingu. Þeirri dagsetningu átti að halda leyndri. Nyrup staðfesti síðan að hann hefði staðið í þeirri trú að þetta væru skilaboðin sem Rushdie ætti að fá. En sú varð ekki raunin. Forsætisráðherrann hefur neitað að skýra frá því hver beri ábyrgðina. Það var svo ekki fyrr en 21 degi eftir að ákvörðunin var tekin sem breska utanríkisráðuneytið fékk hið umdeilda hauslausa og óundirritaða bréf. Sama kvöld fékk danska dóms- Poul Nyrup Rasmussen viðurkennir að haldið hafi verið klunnalega á málinu varðandi heimsókn Rushdies til Kaupmannahafnar. málaráðuneytið símbréf frá forsæt- isráðuneytinu með uppkasti að fréttatilkynningu sem dómsmála- ráðuneytið sendi síðan út. Allt í einu leit út fyrir að Bjorn Westh dómsmálaráðherra bæri ábyrgð á því að Rushdie var neitað að heimsækja Kaupmannahöfn. Nyrup viðurkennir að haldið hafi verið klunnalega á málinu. Forsæt- isráðherrann neitar þó að láta dómsmálaráðherrann vikja. „Ég tek ekki þátt í nornaveiðum,“ segir hann. Stjórnarandstaðan hefur ekki gef- ið minnihlutastjóm Nyrups nein grið. Hægri flokkarnir reyndu að fá fylgi Sósíalíska þjóðarflokksins við vantrauststillögu en tókst ekki.. Hægri flokkarnir voru þeirrar skoðunar að stjórnin hefði ekki viljað styggja íran vegna viðskiptahagsmuna. „Við beygjum okkur ekki vegna hótana. Við leggjum áherslu á tján- ingarfrelsi. Þess vegna fer verð- launaafhendingin fram en á öðrum tíma,“ sagði Poul Nymp Rasmussen meðal annars á föstudeginum fyrir viku. Þetta þótti fremur vandræða- leg yfirlýsing og jafnvel klúðra mál- inu enn frekar. Sjálfur hefur Salman Rushdie lýst Salman Rushdie sakar dönsk stjórnvöld um heigulshátt. Símamyndir Reuter því yfir að yfirlýsingarnar um ör- yggisvandamál séu lygi og hræsni og heigulsháttur gagnvart írönskum yfirvöldum. „Herra feta-ostur er kominn á kreik aftur,“ sagði hann og átti þá við svipað heimsóknar- bann sem þáverandi stjórnvöld í Danmörku settu á fyrir sex árum til að skaða ekki útflutning á feta-osti til írans fyrir milljarða danskra króna. En síðan hefur Rushdie kom- ið ijórum sinnum til Danmerkur, þar af einu sinni i boði stjómvalda. „Danska lögreglan veit allt um það sem gera þarf i sambandi við heimsóknir mínar. Þar til fyrir tveimur dögum hefur útgáfufyrir- tæki mitt, ég sjálfur og aðrir fulltrú- ar mínir verið í stöðugum samskipt- um við dönsku lögregluna um verð- launaafhendinguna. Lögreglan hef- ur ekki við neitt tilfelli látið annað í ljós en að allt væri í lagi með ör- yggisgæsluna," sagði Rushdie í við- tali við danskt blað tveimur dögum eftir að hann fékk tilkynninguna um að heimsókninni hefði verið af- lýst. „I hvert sinn sem stjórnmála- menn nota öryggismál sem afsökun fyrir því að halda mér í burtu hefur verið um lygi að ræða,“ ftdlyrti Rushdie. „Og ef það er ekki feta-ost- ur þá eru það bara einhverjir aðrir viðskiptahagsmunir eða pólítískir hagsmunir." Kemur ekki með hauspoka Rushdie hefur tekið við afsökun- arbeiðni danskra stjórnvalda en vill að verðlaunaafhendingin fari fram á viðeigandi hátt. „Dönsk stjórnvöld verða að viðurkenna mistök sín. Ég hlakka til að koma til Kaupmanna- hafnar og taka á móti verðlaunun- um. En ef afhendingin á að fara fram í skjóli myrkurs og með papp- írspoka yfir höfðinu í bakherbergi einhverrar kráar kýs ég að halda mig fjarri,“ sagði Rushdie meðal annars. Byggt á Jyllands-Posten og Politiken. Atburðarásin í fíushdie-málinu 23. september: Tilkynnt um vinningshafa bókmenntaverð- launa Evrópusambandsins og að verðlaunaafhendingin fari fram í Kaupmannahöfn 14. nóvember. í lok september funduðu danskir leyniþjónustumenn og skipu- leggjendur verðlaunaafhending- arinnar um möguleikana á þátt- töku Rushdies. 10. október: Öryggisnefnd dönsku ríkisstjómarinnar fund- ar ásamt forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, utanríkis- ráðherra og yfirmanni leyniþjón- : ustunnar. Ákvörðun tekin um að fresta heimsókn Rushdies. 20. október: Skipuleggjendur senda út 500 boðskort vegna verðlaunaafhendingarinnar 14. nóvember. 29. október: Leyniþjónustan og Rushdie-nefndin funda um smáatriði í sambandi við heim- sókn Rushdies. 31. október: Yfirmaður leyniþjónustunnar þýðir texta, samsvarandi fréttatilkynningu sem síðar var gefin út, yfir á ensku. Tilkynningin send í símbréfi til breska utanríkis- ráðuneytisins sem lét Rushdie vita samdægurs. 1. nóvember: Eftir samtal við forsætisráðherrann hringir menningarmálaráðherra Dana til Rushdies og biður hann afsök- unar. Ráðherrann segir að verð- launaafhendingin fari fram seinna og að allir verðlaunahaf- ar verði viðstaddir. Nyrup held- ur fund með fréttamönnum og viðurkennir að klunnalega hafi verið haldið á málinu. Byggt á Politiken LOPAPEYSU- PRJÓIUAIMÁMSKEIÐ Álafoss, verksmiðjusala, Mosfellsbæ, heldur námskeið í lopapeysuprjóni skref fyrir skref. Þátttakendur mæta í þrjú skipti, mánud. 11. nóv., þriðjud. 19. nóv. og priðjud. 26. nóv. kl. 20.00. Ætlunin er að Ijúka við að prjóna lopapeysu meðan á námskeiðinu stendur undir leiðsögn Rögnu Þórhallsdóttur handavinnukennara. Á námskeiðinu verður kennt að Jesa prjónauppskriftir. Leiðbeinandi Guðrún Ásgeirsaóttir. Védís Jónsdóttir hönnuður kennir þátttakendum að raða saman litum og aðstoðar þá við val á efni í peysuna. Þátttakendur fá afslátt af efninu í peysuna sem prjónuð er. Námskeiðsgjald er kr. 1000. Upplýsingar og skráning í versluninni eða í síma 566-6303. ffl ístel Síðumúla 37 «108 Reykjavík Sími 588 2800 • Fax 568 7447 Endursölustaðir: Eyjaradíó - Vestmannaeyjum, Metró - Akureyri, Tölvuvæöing - Ketlavík, Hátíöni - Höfn, Snerpa - ísafiröi, Verslunin Hegri - Sauðárkróki GoldStar símabúnaður GoldStar GT-9500 Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtæki, með innbyggt símtæki í móðurstöð og innanhúss- talkerfi milli allt að þriggja þráðlausra síma og móðurstöðvar. Grunnpakki: Móðurstöð með einum þráðlausum síma og öllum Whlutum. Verð kr. 25.900.-stgr. Auka þráðlaus sími: Þráðlaus sími með fylgihlutum. Verð kr. 11,900.stgn>. GoldStar GS-635 Símtæki með hátalara og endurvali. Sérstaklega falleg hönnun. Lrtir Rauður; grænn og Ijós grár. Verð kr. 4.900.-stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.