Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Side 8
8 Ikerínn LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 DV Sjónvarpskonan Unnur Steinsson er sælkeri vikunnar: Fljótlegur og góður Salsa kjúklingaréttur „Ég er með hrikalega fljótlegan og góðan mexíkanskan kjúklingarétt, sem er mjög vinsæll heima hjá mér,“ segir sjónvarpskonan lands- þekkta Unnur Steinsson en hún er sælkeri vik- unnar að þessu sinni. Unnur gefur hér uppskrift að bragðsterkum Salsa kjúklingarétti. Salsa kjúklingaréttur 900 g beinlausar kjúklingabringur olía til steikingar salt og svartur pipar rauð, gul og græn paprika 1 stór laukur 2 hvitlauksrif Sósa 1 msk. ólífuolía 1 msk. fmsaxaður ferskur kóríander 1 fmsaxaður laukur 1 ferskt grænt chilepiparaldin 500 g niðursoðnir tómatarfflysjaðir og saxaðir) 1 msk. tómatmauk salt og pipar Hitið olíu á steikarpönnu og steikið laukinn í ca 5 mín. þar til mýkist án þess að brúnast. Bæt- ið i tómötum, tómatmauki og kóríander. Chilep- iparinn er settur út í, í heilu lagi til að byrja með. Kryddað með salti og pipar. Sósan er látin krauma í 20 mín. eða þar til þykknar. Þá er chilepiparinn tekinn upp úr. Helmingurinn er skorinn smátt og honum síöan hrært saman við sósuna. Ef hún á að vera sterk er allur piparinn skorinn út í. Bringurnar eru skornar í fingurlanga strimla og þeir kryddaðir vel með salti og svörtum pipar og steiktir á pönnu, helst með háum brúnum. Allt grænmetið er skorið smátt og steikt saman á vel heitri pönnu. Því er síðan blandað saman við kjúklinginn. Sósunni er síðan hellt yfir kjúklinginn og grænmetið og hitað í örlitla stund. Hvítlauks- brauð eða tortilla Með réttinum er gott að hafa sýrðan rjóma eftir smekk því að hann vegur upp á móti sósunni, sem getur verið dá- lítið sterk. Einnig er gott að bera fram fin- skorið salat, til dæm- is Iceberg, agúrku, blaðlauk og mjög smátt skorinn tómat. Alls konar pasta eða hrísgrjón fer vel með þessum rétti en er ekki nauðsyn- legt. Og að lokum er gott að hafa heitt hvítlauks- brauð eða tortilla chips sem má líka hita í ofni. Með svona rétti er gott að drekka rauð- vín frá Spáni, Ítalíu eða Chile. -GHS Hrísgrjón verða sífellt vinsælli Hrísgrjón voru líklega fyrst rækt- uð í Asíu fyrir um 7000 árum. Hrís- grjón urðu strax mjög vinsæl, sér- staklega hjá þjóðum með lítt rækt- anlegt land eins og í Japan. Þar sem hrisgrjón voru lífsnauðsynleg fyrir heilu þjóðirnar gátu þau valdið 1 stríði og falli heilla keisaraætta. Algengust eru hrísgi'jón að sjálf- sögðu í Asíulöndum en Alexander mikli kynnti á sínum tíma hris- grjónin fyrir Evrópubúum og meðal Unnur Steinsson er sælkeri vikunnar og bragðgóðum mexíkönskum kjúklingarétti. gefur uppskrift að fljótlegum og DV-mynd ÞÖK BW Ger- og hveiti- laust brauð Óþol fyrir hvítu hveiti og geri hefur gert vart við sig hjá sumum og hafa þeir af þeim sökum oft neyðst til að láta af brauð- neyslu. Hveiti og gerlaust brauö er lausnin fyrir þetta fólk og kemur hér uppskrift að einu sliku. matgæðingur vikunnar Sesselja Ólafsdóttir í Hveragerði: Spennandi döðlukaka og fiskur með paprikuosti Sesselja Ólafsdóttir, leikskóla- starfsmaður í Hveragerði, er mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni og gefur hér spennandi uppskrift að döðluköku og fiskrétti með papriku- osti. Döðlukaka Þetta brauð hentar vel fyrir þá sem hafa óþol fyrir geri og hvítu hveiti. 350 g heilhveiti 100 g haframjöl 25 g sesamfræ 25 g hörfræ 5 tsk. lyftiduft 1 dl AB mjólk/sojamjólk 3-4 dl vatn Þurrefnin eru látin í skál og mjólkinni og vatn- inu er hrært saman við. Deigið er sett í aflangt form og bakað við 180-200 gráður í eina klukku- stund. -em 2 egg 2 bollar sykur 1 bolii hveiti 1 tsk. sódaduft 1 msk. brætt smjörlíki 1 bolli döðlur 1 bolli sjóðandi vatn Þeytið saman egg og sykur, sjóðið döðl- , urnar í vatninu. T Blandið saman þurrefnunum, eggja- hrærunni, smjörlikinu og helmingnum af döðl- umauknum og látið blönd- una í tvö vel smurð mót. Bakað strax við um 170 gráðu hita í 20-30 mín. Afgangurinn af döðl- umaukinu er settur á milli botnanna. Borið fram með þeyttum rjóma. Bakið réttinn við 200 gráður í 20 mín. eða í örbylgjuofni í 10 mín. Rétturinn er borinn fram með soðnum kartöflum og fersku salati. Sesselja skorar á Fríðu Bjömsdóttur. -GHS Fiskur með paprikuosti 1 ýsuflak 10 ferskir sveppir 1 stk. rauð paprika 1 stk. græn paprika 1 tsk. marinn hvítlaukur 1 laukur 100 g paprikusmurostur 50 g rjómaostur 1 dl mjólk 3 msk. hveiti 1 tsk. aromat 1 tsk. salt pipar rifinn ostur olía til steikingar Fiskinum er velt upp úr hveiti og kryddi og snögg- steiktur í matarolíunni. Steikið því næst sveppina og að lokum afganginn af grænmetinu. Paprikuostur- inn og tjóma- ostur ponnu og mjólk og græn- meti bland- að sam- an við. Þessu er hellt yfir fiskinn og rifinn ost- ur settur yfir. Sesselja Ólafsdóttir gefur uppskrift að spennandi döðluköku og fisk- rétti með paprikuosti. DV-mynd Sigrún Lovísa þeirra njóta þau sífellt meiri vin- sælda. Spánverjar og Portúgalar kynntu hrísgi-jón í Vesturheimi og nú eru hrísgrjón á boröum manna um allan heim. Matreidd á mismunandi vegu Hægt er að nota hrísgrjón í aðal- rétt, sem aukarétt eða jafnvel sem meðlæti. Ef hrísgrjónin eru notuð í aðalrétt eða sem meðlæti þarf um 80-100 g á mann, 50-60 g ef um aukarétt er að ræða og 30 g ef hrís- grjónin eru notuð í súpu. Lang- 0 koma hrísgrjón eiga að vera mjúk, létt og þurr. Ef hrísgrjónin verða eins og X í laginu við suðu eru þau ofsoðin. Forsoðin hrísgrjón eru hins vegar auöveldari í matreiðslu. Matreiða má hrísgrjón á mis- munandi vegu en algengast og auð- veldast er aö sjóða þau. Hrísgrjónin era þá soðin í saltvatni sem er sex sinnum meira að rúmmáli en hrís- grjónin. Vatnið látið leka af í sigti. Risotto Hægt er að sjóða hrisgrjónin í jafnmiklu vatni og þau sjúga í sig og eru þá notaðir tveir bollar af vatni á móti einum af hrísgrjónum. Grjónin eru soðin í potti með loki á lágum hita. ítalska aðferðin við að sjóða „ri- sotto“ hentar best fyrir hrisgrjón af millilengd. Hrísgrjónin eru þá snöggsteikt í nokkrar mínútur í fitu á pönnu eða í potti ásamt smátt söx- uðum lauk. Snöggkælt með soði, lok sett á pottinn og hiti lækkaður. Haldið er áfram að sjóða hrísgríón- in þar til þau hafa drukkið vökvann í sig. Stuttkoma hrísgrjón eru oft not- uð í sæta rétti. Þá má gjaman sjóða þau í mjólk. -GHS I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.