Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 8
8 Utlönd MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 HYGÆA Bostik tesa/ malrung Solignum Liturinn er sérverslun með málningarvörur þar sem þú nýtur persónulegrar þjónustu fagfólks, sem hugsar aðeins um þarfir þínar. Prafudns á 100 kr. léttir leitina að rétta litnum! ...rétti liturinn, rétta ver&ié, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 Samkomulag um þjóðstjórn í Albaníu: Uppreisnarmönn- um finnst fátt um Uppreisnarmenn í Albaníu tóku heldur fálega samkomulagi sem Sali Berisha forseti gerði í gær við leiðtoga allra stjórnmálaflokka landsins um að mynda þjóðstjórn og boða til kosninga í júní næst- komandi. „Við erum ánægðir með yfírlýs- inguna. Við erum í sambandi við (uppreisnarmenn í) Sarande, Vlore og Delvine til að taka ákvörðun um hvað gera skuli. En sem stendur er afstaða okkar sú að Berisha verði að fara frá áður en við látum vopn okkar af hendi,“ sagði Agim Gozhita, fyrrum hers- höfðingi, sem var kjörinn leiðtogi byltingarráðsins í bænum Giirokaster. Berisha náði samkomulaginu í því skyni að binda enda á upp- reisnina sem hefur farið eins og eldur í sinu urú suðurhluta lands- ins. Giirokaster, sem er nærri landamærunum að Grikklandi, féll í hendur uppreisnarmanna á laugardag, svo og stór bækistöð hersins i næsta nágrenni. Uppreisnarmenn, sem eru vel vopnum búnir, hafa Adríahafs- ströndina frá Vlore til Sarande á valdi sínu, svo og stórar spildur inni í landi. Samkomulag Berisha og flokks- leiðtoganna er í níu liðum og náð- ist eftir tveggja daga viðræður þar sem háttsettir evrópskir sendi- menn höfðu milligöngu. Berisha hafði áður staðfastlega neitað að mynda samsteypustjórn með sósí- alistum, arftökum gamla kommún- istaflokksins sem drottnaði yfir Albaníu í fímm áratugi. Hægriflokkur Berisha fékk nær öll þingsætin í kosningum i fyrra en stjómarandstæðingar og vest- rænir eftirlitsmenn sögðu brögð hafa verið í tafli. Reuter Karl, Díana og synir koma til fermingarathafnarinnar. símamynd Reuter Karl Bretaprins og Díana prinsessa: Saman við fermingu Karl Bretaprins og Díana prinsessa, fyrrum eiginkona hans, hittust í gær við fermingu Viihjálms prins, eldri sonar þeirra. Karl og Díana snæddu hádegisverð með Elísa- betu drottningu og öðrum úr kon- ungsfjölskyldunni í Windsor-kastala fyrir athöfnina. Þúsundir forvitinna söfnuðust sam- an fyrir utan hlið kastalans vestur af Lundúnum til að berja augum hjónin fyrrverandi og syni þeirra. Það er Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti sagði í gær að hann myndi biðja Bill Clinton Bandaríkjaforseta að leggja hart að ísraelskum stjóm- vö'dum að hverfa frá ákvörðun um að heimila byggingu 6500 íbúða fyr- ir gyðinga í arabíska hluta Jerúsal- em. „Ég ætla að biöja forsetann um að beita áhrifum sínum til að stöðva þetta,“ sagði Mubarak í við- tali við sjónvarpsstöðina CNN. ísraelsk stjómvöld sögðu í gær- kvöldi, eftir tveggja klukkustunda langan fund með samningamönnum Palestínumanna, að enn væri óljóst hvort palestínska sjálfstjórnin mundi fallast á áform ísraela um að láta af hendi níu prósent Vestur- bakkans við væntanlegan brott- flutning hermanna þaðan. sjaldgæf sjón nú. Um fjörutíu gestir, þar á meðal drottningarmóðirin og guðforeldrar hins fjórtán ára gamla prins, vom við- stödd athöfnina sem markar inn- göngu hans í ensku biskupakirkjuna. Tiggy Legge-Bourke, aðstoðarkona Karls, sem hefur gætt prinsanna litlu og ailt að því gengið þeim í móðurstað var ekki við ferminguna. Fjölmiðlar sögöu að Díana hefði bannað það. Reuter „Þeir ætla að fara á fund for- manns síns (Yassers Arafats), þeir verða að ráða ráðum sínum og gefa okkur svar,“ sagði David Levy, ut- anríkisráðherra ísraels, eftir fund- inn. Levy sagði að á fundinum hefðu Palestínumenn andmælt hvernig að heimkvaðningu hermanna væri staðið, að ísraelsmenn hefðu ákveð- ið fjölda þeirra einhliða og að þeir heföu einnig krafist þess að ísraels- menn féllu frá fyrirætlunum um að byggja hálft sjöunda þúsund íbúða fyrir gyðinga í arabíska hluta Jer- úsalem. Levy vildi ekkert segja um hvort ágreiningurinn myndi tefja fyrir upphafi lokahrinu friðarviðræðn- anna sem eiga að hefjast 17. mars. Reuter Verk glæpamanna Kínversk stjómvöld kenndu glæpamönnum um að hafa stað- ið að sprengjutilræði í strætis- vagni i Peking á fostudag. Vijja heim Rúandískir flóttamenn sem komu út úr fmmskógum Saírs að baki víglínu uppreisnar- manna í gær, sjúkir og illa til reika, sögðust vilja snúa heim og að þúsundir í viðbót væru á leiðinni. Framtíðin í Evrópu Jacques Chirac Frakk- landsforseti sagði áður en hann lagði upp í heimsókn til Rómönsku Ameríku að efnahagsleg framtíð land- anna þær væri ekki falin í tengslum þeirra við Bandarík- in, heldur Evrópu. Krefjast lýðræðis Serbneskir stjómarandstæð- ingar kröfðust lýðræðis og frjálsra fjölmiðla á fjöldafundi í gær til að minnast þess að sex ár em frá uppþotum lýðræðis- sinna. Ræðst við í Perú Tveir sáttasemjarar ræddu við skæruliðana í Perú sem halda tugum gísla í japanska sendiherrabústaðnum til að reyna að fá þá til að ræða aftur við stjórnvöld um lausn máls- ins. Loftárásir ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á meintar búðir Hiz- bollah skæruliða í suðaustur- hluta Líbanons í gær. Þúsundir í jaröarför Þúsundir Marokkóbúa voru viðstaddir jarðarför ungrar stúlku sem var myrt í Belgíu fyrir nokkrum árum. Lík stúlkunnar fannst í síðustu viku. Solana í Javier Sol- ana, aðalfram- kvæmdastjóri NATO, kom til Moskvu í gær til að reyna að þoka áleiðis viðræðum um fyrirhugaða stækkun bandalagsins í austur, áður en leiðtogar Rússlands og Banda- rikjanna hittast í næstu viku. Diplómat rekinn Þýska tímaritið Spiegel segir að stjómvöld í Þýskalandi hafi rekið bandarískan sendiráðs- mann úr landi fyrir njósnir. Reuter Vaxandi reiöi vegna byggingaráforma ísraels: Lagt að Clinton að beita áhrifum sínum Moskvu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.