Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Fréttir Akranes: - Starfsmenn Trésmiöju Þráins Gíslasonar viö vinnu á nýju húsunum. DV-mynd Daníel Þú gætir eignast þessa Macintosh tölvu ásamt mótaldi með því að fylgjast með í DV! Taktu þátt í laufléttri og skemmtilegri getraun með DV og Apple-umboðinu og þú gætir eignast PERFORMA 6320/120 Macintosh tölvu með mótaldi, að verðmæti 150.000. Tölvan er öflug, með gott minni, hraðvirkt geisladrif og stóran harðdisk. Hvort sem nota á tölvuna við vinnu, nám, leik eða flakk um veraldarvefinn þá leysir hún vand- ann á skjótan og auðveld- an hátt. Safnaöu saman öllum 7 þátttökuseðl- unum, sem birtastfrá 5.-12. mars, fylltu þá út, sendu til okkar og þú ert kominn í pottinn CT^- ÞVERHOLTI 11 - SIMI 550 5000 Apple-umboðið hf SKIPHOLTI 21 -SÍMI 511 5111 Heimasiöa: http://www.apple.is 1 Spurning nr. 5 Hvar er DV til húsa? ( ) Skógargeröi 77 ( ) Þverholti 11 ( ) Frammnesvegi 189 Nafn: Heimilisfang: Póstnúmer: . Kennitala: Sími- Sendist til DV - Þverholti 11 Merkt: Makki - 105 Reykjavík Skilafrestur er til 19. mars. Einbýlishús byggð á ný DV, Akranesi: Aukið fjör virðist vera að færast í byggingu einbýlishúsa og parhúsa á Akranesi eftir margra ára stöðnun í þeim efnum. Síðustu ár hafa mjög fá hús verið byggð á Akranesi. Trésmiðja Þráins Gíslasonar hf. hefur hafið byggingu á tveimur hús- um og byrjar á tveimur til viðbótar innan skamms. Tvö af þessum hús- um eru þegar seld og mikið spurt um hin tvö. Þá er Trésmiðjan Akur hf. á Akranesi að undirbúa bygg- ingu á tveimur húsum. Nokkur hreyfmg hefur verið á fasteignamarkaði á Akranesi, bæði í beinni sölu á eignum og skiptum, og rekja menn þetta til þeirrar bjart- sýni sem er í gangi í sambandi viö álver Columbia Ventures á Grundar- tanga og Hvalfjarðargöngin. -DVÓ Stykkishólmskirkja: Mikill áhugi á tónleikaröð DV, Stykkishólmi: Efling Stykkishólms er félag sem hefur starfað að framfaramálum í Stykkishólmi í tæp tvö ár. í skýrslu, sem Jóhanna Guðmundsdóttir for- maður flutti á aðalfundi nýverið, kom fram að félagið hefur látið til sín taka á mörgum sviðum. Það stóð að tónleikaröð í Stykkis- hólmskirkju sl. sumar þar sem tón- listarmenn víða að komu fram og vöktu tónleikamir mikla athygli. Nú þegar er hafinn undirbúningur að slíkri tónleikaröð næsta sumar og lofa viðbrögðin góðu. Umsóknum rignir inn og áhuginn nær út fyrir landsteinana og fyrirspumir borist frá Evrópu og Bandaríkjunum. í haust var gerð tilraun til að bjóða upp á „hagstæða helgi í Hólm- inum“ til mótvægis við „langan laugardag" verslana á höfúðborgar- svæðinu. Þokkalega hefur tekist til og því ákveðiö að halda þessu áfram einu sinni í mánuði. Ferðaþjónustu- mál hafa tekið drjúgan tíma hjá stjórn Eflingar og hafa verkefnin verið fjölbreytt. Til stendur að koma upp upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn í bænum og hefur Efling ver- ið beðin um að taka þátt í því verk- efni. Um önnur atvinnumál má nefna að Efling hefur unnið í samvinnu við Hrefnu Jónsdóttur, atvinnuráð- gjafa kvenna á Vesturlandi, aö upp- lýsingaöflun um hreinsun og vinnslu á æðardúni og undirbúið stofmm handverkshóps og hand- verksverslunar í Stykkishólmi. -BB Magndís Alexandersdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, og Jóhanna Guð- mundsdóttir formaður. DV-mynd Birgitta Félag Árneshreppsbúa: Árshátíð í 57. sinn í Reykjavík DV, Eskitirði: Arshátíð félags Ámeshreppsbúa var haldin í Rúgbrauðsgerðinni 1. mars. Það er í 57. skipti sem félagið heldur árshátíð í Reykjavík. Oftast hefur aðsókn verið góð og svo var einnig nú. 178 manns sátu borðhald og á eftir bættust við um 160 manns á dansleikinn. Formaður félagsins, Páimi Guð- mundsson frá Bæ, bauð gesti vel- komna og skipaði Samúel Vilberg Jónsson frá Munaðamesi veislu- stjóra. Heiðursgestir vom hjónin Sighvatur Björgvinsson, þingmaður og formaður Alþýðuflokksins, og Björk Melax. Sighvatur sagði sprenghlægilegar sögur af þing- mönnum og kjósendum og kryddaði mál sitt með smeflnum vísum. Hrifúst gestir aflir sem einn af Sig- hvati, sem fór á kostum. Hann er vaxandi stjómmálamaður og geta aðrir pólitíkusar tekið hann sér til fyrirmyndar. Heimakórinn, skipaður 12 manns, sem mynda tengsl við Árneshrepp með einum eða öðmm hætti, flutti nokkur lög og voru flestir textar til- einkaðir mönnum eða málefnum sem tengjast hreppnum. Fyrir kóm- um fór Guðbrandur Torfason frá Finnbogastöðum. Kynnti hann lögin og fór með gamanmál. Veislustjóra, Villa frá Munaðarnesi, fórst stjórn- in vel og sagði hann frá sveitungum okkar, bæði í bundnu og óbundnu máli. Maturinn var bæði mikill og góð- ur og eftir boröhald lék hljómsveit- in Færibandið frá Akranesi lög við allra hæfi. Tókst að halda hávaðan- um innan skikkanlegra marka svo þeir sem vildu hvíla sig á dansinum gátu skeggrætt málin vandræða- laust. -Regína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.