Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 40
im Vinningstölur laugardaginn 8-3-’s O 4 0 IM '97 Vinningar vínnínga Vinningóupphœð >• 5 a(s 11.551.960 2. 4 ats^ éti o 809.816 3- 4 af 5 161 8.670 A- 3 at 5 5.141 630 HeildarvÍTimnqsupphœó 16.996.476 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiöast 3.000 krðnur. Fyrir besta fréttaskotiö f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Vel falsaður peningaseðill Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur fengið til meðferðar mál þar sem rannsaka þarf folsun á tvöþúsund- 1 króna seðli. Seðillinn var vel gerður og fannst eftir að með honum hafði verið greitt í sjoppu í Reykjavík. Fólk er beðið að vera á verði vegna fleiri slíkra seðla sem hugsanlega gætu verið í umferð. -sv Beit þjón Lögreglan handtók stúlku á Hót- el Sögu rétt fyrir klukkan 3 að- faranótt sunnudags. Hún hafði verið með dólgslæti og meðal ann- ars bitið þjón í bakið. Hún var færð á lögreglustöð en ekki sett í steininn. -sv HUN HEFUR TJAÐ 5\G MUNNLEGA UM ÞJÓNUSTUNA! Mjólkurverkfall hófst á miðnætti - hraður gangur í viðræðum rafiðnaðarmanna og viðsemjenda Á miðnætti hófst verkfali hjá um 70 Dagsbrúnarmönnum hjá Mjólkursamsölunni og Emmess- ís. Upp úr samningafundi Vinnuveitendasambandsins og Dagsbrúnar og Framsóknar slitnaði á laugardag og engir formlegir fundir voru haldnir í gær. Þórarinn V. Þórarinsson, formaður VSl og Halldór Bjöms- son, formaður Dagsbrúnar, áttu hvorugur von á formlegum samningafundi í dag en reikn- uðu með að tala óformlega sam- an. Nú í dag hefjast Dagsbrúnar- menn handa við að undirbúa at- kvæðagreiðslu um allsherjar- verkfall sem, ef af verður, á að hefjast 23. mars. „Það gæti farið svo að fyrir- huguðu verkfalli verði frestað. Það er hraður gangur í viðræð- um og ef málið heldur áfram á þeim nótum sem þetta er nú í augnablikinu þá munum við sitja yfir þessu eins og þarf,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands- ins, stuttu áður en DV fór í prentun f gærkvöld. Sem kunn- ugt er höfðu 140 rafiðnaðar- menn hjá Reykjavíkurborg og ríki boðað verkfall frá og með miðnætti. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að þetta geti gengið saman hjá okk- ur í kvöld eða nótt, annars vær- um við varla að tala saman á þessum tíma,“ sagði Þórarinn V. við DV í gærkvöld um fund vinnuveitenda með verslunar- mönnum, rafiðnaðarmönnum og Iðju. Þórarinn sagði tilefni nálg- unarinnar nú vera að vinnuveit- endur hefðu lýst sig reiðubúna að semja með mismunandi hætti við félögin þrjú. „Við höfum verið á kafi í vinnu í dag og eigum þessa stundina já- kvæðar viðræður við vinnuveit- endur. Það er góð hreyfing á mál- um og ég er hæfilega bjartsýnn. Við munum reyna til þrautar,“ sagði Magnús L. Sveinsson, for- maður V.R. viö DV á 10. timanum í gærkvöld. Verkamannasambandið fundaði örstutt og árangurslaust með vinnuveitendum í gærmorgun. -sv Auk þess að bjarga lífi tíu manna af áhöfn Dísarfellsins í gærmorgun voru fjórir af þessari fimm manna áhöfn TF-LÍF einnig með í að bjarga 19 manna áhöfn Vikartinds í síðustu viku. Frá vinstri Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Auöunn Kristinsson sig- maöur, Hilmar Þórarinsson, spilmaöur og flugvirki, Hermann Sigurösson flugmaöur og Óskar Einarsson þyrlulæknir. Óskar var ekki meö í Vikartindsbjörguninni en þá var Friðrik Sigurbergsson starfsfélagi hans á vakt sem þyrlulæknir. DV-mynd S Veðrið á morgun: Víða stinnings- kaldi Á morgun er gert ráð fyrir suð- vestan- og vestanátt og verður víða stinningskaldi. Það verða él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri austan til. Vægt frost verður um land allt. Veðrið í dag er á bls. 44 Slösuðust á vélsleðum Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti um miðjan dag í gær tvo menn upp að uppistöðulóninu við Sigöldu. Þeir höfðu slasast á vélsleð- um. Að sögn sérfræðings á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur voru mennimir ekki alvarlega slasaðir en meiðsli þeirra voru þó ekki full- rannsökuð undir kvöld í gær. -sv Tvo ohopp i Hveradölum Tvö óhöpp urðu í Hveradala- brekkunni í gær. Fyrst valt jeppi í gærmorgun. Bílstjórinn missti stjórn á honum i hálku og missti hann út af með þeim afleiðinum að hann valt heilan hring. Engin slys urðu á farþegum bílsins. Síðar um daginn lenti snjóruðn- ingstæki á bíl. Verið var að ýta í brekkunni og í dimmu éli lenti hann á bíl sem þar var. Bíllinn skemmdist töluvert mikið en tvo farþega sakaði ekki. -sv Þrír með fíkniefni Þrír menn voru teknir með fikni- efni á veitingastað í Reykjavík að- faranótt sunnudags. Þeir voru færð- ir á lögreglustöð og þar fannst um eitt gramm af amfetamíni á þeim. Þeir voru látnir lausir eftir að efnið hafði verið tekið af þeim. -sv 1 SENDIQH.A.SftT^C 533-1000 7 Kvöld- og helgarþjónusta MERKILEGA MERKIVELIN brother Islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgeröir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær línur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.