Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Afmæli_____________________ Þyrí Valdimarsdóttir Þyrí Valdimarsdóttir matvæla- fræðingur, Látraströnd 10, Sel- tjarnarnesi, er fertug í dag. Starfsferill Þyrí fæddist í Reykjavík en ólst upp í Danmörku, Bandaríkjunum og í Bretlandi. Hún lauk stúdents- prófi frá MH 1976, BS-prófi í mat- vælafræði frá HÍ1981 og teknologie licential-prófi frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1988. Þyri var næringarráðgjafi við Landspítalann, var síðan rann- sóknarmaður hjá kjötiðnaðardeild SÍS en er nú matvælafræðingur á fæðudeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og stundakennari við HÍ. Þyrí situr í stjóm matvæla- og næringardeildar Sam- taka norrænna rann- sóknarmanna í land- búnaði, hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag matvæla- og nær- ingarfræðinga á Islandi og situr í stjórn Sið- menntar. Fjölskylda Þyrí giftist 1.2. 1979 Eggert Eggertssyni, f. 9.7. 1956, lyfjafræðingi. Hann er sonur Eggerts Th. Kjart- anssonar, múrara og ættgreinis í Reykjavík, og k.h., Hólmfríðar Gísladóttur ættgreinis. Böm Þyríar og Eggerts eru Sæ- unn Eggertsdóttir, f. 3.12. 1979, nemi í MR; Bergrún Egg- gertsdóttir, f. 6.4. 1982, nemi í Valhúsaskóla; Valdimar Eggertsson, f. 19.6. 1986, nemi í Mýrar- húsaskóla. Systkini Þyríar em Örn Valdimarsson, f. 27.12. 1959, viðskiptafulltrúi í Reykjavík; Vilborg Erla Valdimarsdóttir, f. 24.7. 1963, lyfjatæknir í Reykjavík; Jón Rafn Valdimarsson, f. 4.10. 1966, deildarstjóri í Reykjavík. Foreldrar Þyríar eru Valdimar K. Jónsson, f. 20.8. 1934, prófessor í Reykjavík, og Guðrún Sigmunds- dóttir, f. 2.3. 1935, skrifstofumaður. Ætt Valdimar er sonur Jóns, tré- smiðs Kristjánssonar, b. í Neðri- Vík í Aðalvík, Jónssonar. Móðir Jóns var Kristín Sigurðardóttir húsmóðir. Móðir Valdimars er Þorbjörg húsmóðir Valdimarsdóttir, útgerð- armanns í Heimabæ í Hnífsdal, Þorvarðssonar. Móðir Þorbjargar var Björg Jónsdóttir húsmóðir. Guðrún er dóttir Sigmundar, bif- reiðastjóra í Reykjavík, Friðriks- sonar, sjómanns, Sigmundssonar. Móðir Sigmundar var Ingveldur Hafliðadóttir húsmóðir. Móðir Guðrúnar var Vilborg, húsmóðir Þorvarðardóttir, vita- varðar í Gróttu, Einarssonar. Móð- ir Vilborgar var Guðrún Jónsdótt- ir húsmóðir. Þyrí Valdimarsdóttir. Verslunarráð Islands: Fundað á Akureyri um einkavæðingu DV, Akureyri: ísafjörður: Krapa- og snjóflóð Um 30 metra breitt og eins metra þykkt krapaflóð féll úr Kubbanum 1 botni ísafjarðar og stöðvaðist um 100 metra fyrir ofan Holtahverfið í bænum á laugardag. Fiölmargar spýjur af snjó og krapa féllu á Óshlíðar- veg um helgina og er mönnum bent á að fara varlega á þeim slóðum. -sv Verslunarráð íslands gengst fyrir morgunverðarfundi á Hótel KEA á Akureyri á miðvikudagsmorgun kl. 8, þar sem rætt verður um einka- væðingu ríkisbankanna og fjárfest- ingalánasjóða. í tilkynningu frá Verslunarráði segir að starfsemi opinberra fyrir- tækja sé um 70% af fjármagnsmark- aðnum. Viðamiklar breytingar séu fyrirhugaðar þar á með frumvarpi um einkavæðingu ríkisbankanna og fjárfestingalánasjóða. Spurt er hvort þessi opinbera starfsemi sé undir það búin að starfa við krefjandi skil- yrði frjáls markaðar eða hvort nýju hlutafélögin muni verða undir í hinni hörðu samkeppni. Mun stofn- un Fjárfestingarbankans hf. stuðla að aukinni hagræðingu á fjármagns- markaðnum? Hvernig munu stjórn- völd standa að sölu hlutabréfa og hvert verður hlutverk hins nýja Ný- sköpunarsjóðs? Til að svara þessum spurningum og fleirum verða þeir Finnur Ingólfs- son iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri SPRON og Ingi Bjömsson framkvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar hf. Umræður og fyrirspurnir verða að framsögum loknum. -gk Hverfafundur * með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum í Bakka- Stekkja- Skóga- og Seljahverfí auk Suður-Mjóddar í Ölduselsskóla mánudaginn 10. mars kl. 20.00. Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstj’óra. Útskipun á loðnu í rússneskt skip hjá Dvergasteini í vikunni. Dv-mynd Jóhann Stöðug loðnulönd- un á Seyðisfirði DV, Seyðisfiröi: Loðnuveiðin er enn í góðum gangi á SA-landi og vestur í Faxa- flóa. Tíðarfar hefur þó verið heldur risjótt hér eystra síðustu vikuna. Loðnan er þó stöðugt að berast enda munu flestar verksmiðjur, sem loðnuna vinna, hafa næg verkefni. Frysting hefur haldið áfram með litlum hléum hjá Dvergasteini þar til að það óhapp varð að ammoníak- leiðsla í frystiklefa sprakk og stöðv- aðist vinnslan vegna lekans. Hjá Dvergasteini hafa nú verið fryst 1.760 tonn fyrir Rússlandsmarkað og 125 tonn fyrir þann japanska. Hjá Strandarsíld er búið að frysta 2.750 tonn og verður frystingu hald- ið áfram. Að sögn Sigfinns Mikaels- sonar framkvæmdastjóra eru þeir feðgar harla ánægðir með sinn hlut á loðnuvertíðinni. -J.J. Akureyri: Rólegheit hjá lögreglu DV, Akureyri: Helgin var róleg hjá lögreglunni á Akureyri þrátt fyrir að talsvert væri um að vera í bænum og mikill fjöldi gesta hafi sótt Akureyri heim um helgina. Talsvert var um árshátíðir í bæn- um, og m.a. hélt Landsvirkjun árs- hátíð sína í íþróttahöllinni. Þá komu félagar í ferðaklúbbnum 4x4 til Akureyrar á laugardagskvöld eft- ir ævintýraferð um Sprengisand sem gekk mjög vel. Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu aðfaranótt sunnudags. Önnur átti sér stað í Nætursölunni við Strandgötu en hin í heimahúsi og væru þær báðar minni háttar að sögn lögreglu. -gk DV TII hamingju með afmælið 10. mars 90 ára Þuríður Jónsdóttir, Framnesi, Akrahreppi. 85 ára Ægir Ólafsson, Lönguhlíð 21, Reykjavík. 70 ára Valgarð Einarsson, Bárustíg 13, Sauðárkróki. 60 ára Dlsa Pálsdóttir, Kríuhólum 2, Reykjavík. Auður Jóna Auðunsdóttir, Laufbrekku 6, Kópavogi. 50 ára Hlíðar Eiríksson, Hlíðarhúsum, Hliðarhreppi. Lárus Ragnarsson, Þinghólsbraut 30, Kópavogi. Áslaug Ólafsdóttir, Suðurengi 34, Selfossi. Finnbjörg Hákonardóttir, Álftahólum 6, Reykjavík. Ragnhildur Antoníusdóttir, Lónabraut 29, Vopnafirði. Hallgrímur Valur Hafliðason, Skjólbraut 1, Kópavogi. 40 ára Karel Sigurjónsson, Syðri-Húsabakka, Seyluhreppi. Þorvaldur Heiðarsson, Þórólfsgötu 15 A, Borgamesi. Ingvi Rúnar Guðmundsson, Grenigrund 5, Kópavogi. Jón Bjömsson, Naustafjöru 4, Akureyri. Ema Friðriksdóttir, Klausturhvammi 10, Hafharfirði. Lukka Sigríður Gissurardótt- ir, Múlavegi 39, Seyðisfirði. Bozena Zawadzka, Grundargötu 8, Grandarfirði. Anna Björg Hilmarsdóttir, Suðurhvammi 7, Hafnarflrði. Páll Ámason, Melbæ 20, Reykjavík. Vopnafjörður: Foktjón og ristarbrot Unglingspiltur ristarbrotnaði á Vopnafirði á laugardag þegar stæða með 660 lítra körum fauk til og eitt þeirra féll ofan á fót hans. Pilturinn var að vinna við löndun úr loðnuskipi þegar óhappið varð. Mjög hvasst var eystra á laugardaginn og sló upp í 65 hnúta þegar verst lét. Tveir bilar skemmdust nokkuð þegar lausadót faúk á þá. -sv Tekinn á 113 Ökumaður var tekinn á 113 km hraða á Sæbraut í Reykjavík um helgina. Hann mun sjálfsagt ekki gera margt annað en að bóna bif- reiðina næstu vikumar. -sv Rangt föðurnafn Vinningshafi í sólarpotti DV og Flugleiða var rangt feðraður í DV á laugardag. Hann heitir Gunn- laugur P. Steindórsson og er beð- inn velvirðingar á mistökunum. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.