Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 22
30 V_]£}JjL) £J 3J-" jJJJjJ_líJ2JjrJ C-vítamín gott fyrir hjartað Finnskir vísindamenn hafa nú komist að því að C-vítamín er hugsanlega mikilvægt í bar- áttunni gegn hjartaáfóllum. Rannsóknamiðurstöður Finn- anna benda til að þeir karlar, sem ekki hafa nóg af vítamíni þessu í skrokkn- DV-mynd:llnnur um, séu þrisvar sinnum líklegri en hinir til að fá hjartakast. Rannsóknin var gerö á veg- um vísindamanna við háskól- ann í Kuopio undir stjórn Jukkas Salonens. Hún náði til 1600 karla á aldrinum 42 til 60 ára frá austurhluta Finnlands þar sem menn fá ailajafna ekki mikið C-vítamín og þar sem dauðsfoll af völdum hjartasjúk- dóma eru algeng. Enginn karl- anna var með hjartasjúkdóm við upphaf rannsóknarinnar. Á árunum 1984 til 1992 fengu 13 prósent þeirra sem skorti C- vítamín hjartaáfall en tæplega fjögur prósent þeirra sem voru með nóg C-vítamín. Nýjar tegundir ógna vistkerfi Bandarískur líffræðingur frá Flórída, Don Schmitz, hef- ur varað við innrás nýrra og framandi dýrategunda og segir þær ógnun við vistkerfi Banda- ríkjanna. Hann nefnir í því sambandi brúnar trjáslöngur sem hafa gert mikinn usla á Hawaii og grænar körtur í San Francisco-flóanum. „Skaðinn nemur milljörðum dollara og við töpum harátt- unni gegn nýju tegundunum ef við grípum ekki til aðgerða um land allt,“ segir Schmitz i tíma- ritinu Science. Offita og há- þrýstingur valda blóðtöppum Of feitar konur, þær sem eru með of háan blóðþrýsting eða konur sem reykja meira en pakka af sígarettum á dag eiga frekar á hættu að fá blóðtappa í lungun en aðrar kynsystur þeirra. Og skyldi engan undra. Þetta kom í ljós í langtímar- annsókn sem gerð var á rúm- lega 112 þúsund hjúkrunarkon- um vestur í Bandaríkjunum og sagt er frá í nýju hefti tímarits handaríska læknafélagsins. yj£3JjJjJj SZljíÍ MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Fullkomlega varðveitt fjögur hundruð þúsund ára gömul tréspjót sem fundust í brúnkolanámu við Schöningen í Þýskalandi þykja færa næsta góðar sönnur á að for- feður okkar nútímamannanna hafi verið þróaöri veiðimenn en nokkum óraði fyrir. Spjót þessi, sem eru elstu veiði- vopn úr tré sem nokkra sinni hafa fundist, og fleiri nýlegar uppgötvan- ir fomleifafræðinga þykja benda til að þessir útdauðu forfeður okkar hafi ekki verið frumstaæðir og rymjandi hellisbúar, heldur hafi þeir búið í þróuðum menningar- samfélögum. Því gæti farið svo að vísindamenn þyrftu að endurskoða fyrri hugmyndir sínar um forvera okkar. „Spjótin, sem fundust innan um steinverkfæri og leifar tíu hrossa sem hafði verið slátrað, eru sterk- ar vísbendingar um að kerfis- bundnar veiðar, með tilheyrandi skipulagningu og notkun viðeig- andi tækni, hafi verið hluti hegðun- armynsturs forvera nútímamanns- ins,“ segir einn vísindamannanna, Hartmut Thieme frá Hanover, í grein í vísindaritinu Nature. Hann segir að spjótin hafi verið notuð af homo erectus, eða hinum upprétta manni, sem lifði frá því fyrir um 1,6 milljónum ára og þar Forsöguleg spiót grafin upp ósködduð Fundur 3 kastspjóta úr tré í námu í Þýskalandi bendir til meiri fágun- ar frummanna en áður var talið og gæti skýrt hvemig fyrstu menn- imir, líklega homo erectus, lögðu Evrópu undir sig. 400.000 ára gömul spjótin, sem fundust í Schöningen ásamt stein- verkfærum og leifum slátraöra hrossa, sýna fram á skilvirka veiöi- tækni sem er e.t.v. lykillinn að því að komast af í köldu loftslagi. Clacton (lagspjót) 400.000 FN Boxgrove 500.000 FN * l. Áhugaverðir stað- ir, aldurgreindir fyrir nútiðina (FN) V n___ > ® Atapuerca (iýrstu ákveðnu vís- , bendingarnar um mennL S 780.000 FN ® -t k ábúöir á vatn^b'akka) St. Acheul 3-400.000 FN (verkfærasmiði) 400.000 FN A a ' Forsögulegir timar i Evrópu 850.000 árFN < Fyrstu dýr af mánpaætt koma til Evrópu frá Afnku.'Höggvin steináhöld «00.000 árFN Steinsmíði í St. Acheul hefst, þar á meðal smíði handaxa 500.000 árFN Boxgrove nashyrningur með sár sen er eins og eftir kastspjót 400.000 árFN Fáguð steinverkfæri koma fram. Schöningervspjótin smiðuð Smíði Schöningen-spjótanna 30 ára gamalt grenitré valið REUTERS Heimildir: Alfræðibók Cambridge, Times fornleifafræðiatlas Homo erectus Fyrir 850.000 - 300.000 árum Homi sapiens hinn fomi Fyrir 400.000 - 100.000 árum Nútíma homo sapiens Fyrir 35.000 ár- um - vorra daga Fjögur hundruð þúsund ára gömul spjót fundin í Þýskalandi: Forverar nútímamanna hagari en áður var talið til fyrir 400 þúsund árum. Elsta spjótið sem hafði fundist til þessa var 125 þúsund ára gamalt og margir mannfræðingar voru þess fullvissir að forfeður okkar hefðu aðallega safnað fæðu sér til matar en borðaö kjöt stöku sinnum þegar þeir rákust á hræ stórra dýra eða gátu fangað einhver smákvikindi. Spjótin benda hins vegar til að þeir hafi veitt stór dýr sér til matar. Robin Dennell, fomleifafræðing- ur við háskólann í Sheffield á Bret- landi, segist vera alveg orðlaus yfir spjótsfundinum. „Það væri stór- kostlegt að finna trémuni eins og þessa þótt þeir væru ekki nema þrjú þúsund ára gamlir. Það er hins veg- ar varla hægt að ímynda sér muni sem eru hundrað sinnum eldri,“ segir hann í grein sem fylgir skýrslu Thiemes og samverka- manna hans. Dennell segir jafnframt að spjótin sýni einnig fram á spjótasmiðimir hafi búið yfir leikni og þolinmæði í viðarskurði sem hingað til hafi ver- ið talið að nútímamaðurinn einn hefði á valdi sínu. Nokkar nýlegar uppgötvanir hafa knúið vísindamenn til að endur- meta hugmyndir sínar um forfeður nútímamannsins. í maí síðastliðnum skýrði Jean- Jacques Hublin við mannfræðisafn- ið í París frá því að hann hefði fund- ið beinhringi og annað skraut, sem alla jafna er talið að krómagnon- menn hafi búið til, í uppgreftri á leifum eftir neanderdalsmenn nærri Arcy- sur-Cure í miðhluta Frakk- lands. Hublin kom fram með þá til- gátu að neanderdalsmenn og krómagnonmenn hefðu stundað við- skipti sín í milli. Krómagnonmenn eru beinir forfeður nútímamanna og komu til Evrópu fyrir 30.000 til 35.000 árum. Mannfræðingar eru ekki á einu máli um hvort þeir eru afkomendur neanderdalsmanna eða komu í staðinn fyrir þá. Nú bendir hins vegar margt til þess að þeir hafi lifað hlið við hlið í þúsundir ára. Fyrir skömmu fundust svo i Eþíópíu 2,5 milljón ára gömul stein- verkfæri en þau eru 200 þúsund árum eldri en elstu steinverkfæri sem áður þekktust. Ekki er vitað hverjir gerðu verkfæri þessi. Sterk bein auka líkurá brjóstakrabba Fullorðrtir konur með sterkustu beinin eru líklegri til aö fá brjóstakrabba en þær konur sem eru með hvað stökkust bein. Kvenhorm- ónið estrógen kann að eiga einhverja sök þar á, segir í niðurstöðum rannsókna sem birtar voru fyrir skömmu í New England Joumal of Medicine. Niðurstöðurnar byggjast á svokallaðri Frcuningham-rannsókn sem kennd er viö bæ nokkum í Massachusetts. íhúar þar hafa und- irgengist ítarlegar læknisskoðanir allt frá ár- inu 1948. Beinþéttingarrannsóknin var gerð af Yuqing Zhang við læknadeild Bostonháskóla og náði hún til 1373 kvenna. Einnig var kannaö hvort þær heföu fengið brjóstakrabba. Eftir tíða- hvörf komu fram æxli í brjóstum 91 konu. Þegar líkumar á þvi að fá krabbameiniö vom bomar saman viö þéttleika beina í fingr- um kvennanna kom í ljós að tíðni brjóstakrabba var 3,5 sinnum hærri hjá þeim 25 prósentum kvennanna sem vora með þétt- ust beinin en hjá hinum sem voru með minnsta beinþéttingu. Leiddar era líkur að samhengi brjóstakrabba og estrógens þar sem vitað er að kvenhormónið styrkir og þéttir beinin. Vís- indamennimir mæla þó ekki með því að kon- ur hætti að taka estrógen. Fullorðnar konur þurfa estrógen til að koma i veg fyrir að bein þeirra verði stökk en það getur í sjálfu sér ver- ið lífshættulegt. Þá veitir estrógen einnig vemd gegn hjartasjúkdómum sem granda átta sinnum íleiri konum en brjóstakrabbi gerir. Vísindamenn standa hugsan- lega á tímamótum í meðferð á hinum alræmda Parkinsonsjúk- dómi. Þeim hefur nefnilega tek- ist með ágætum árangri að græða frumur úr svínafóstrum í heila Parkinsonsjúklinga. Aðrir vísindamenn hafa gert tilraunir með að flytja heila- frumur úr eyddum fóstrum en framboð þeirra er tak- markað, auk þess sem siðfræðileg vandamál í t slíks flutnings hafa ekki verið tO lykta leidd. Leyfi fékkst hins vegar hjá yfirvöldum í Bandaríkj- unum til að flytja fmmur úr svínum. Það er hins vegar afar sjaldgæft og um leið umdeilt vegna hættunnar á að dýrasjúk- dómar flytjist þannig yfir í mannfólkið. Milljónir manna um heim all- an þjást af Parkinsonsjúkdóm- inum sem af ókunnum orsökum veldur því að sjúklingar hafa ekki nóg af efninu dópamíni í heilanum. Sjúklingamar fá smám saman aukinn skjálfta og að lokum missa þeir alla stjóm á hreyfingum sínum. Lyf geta dregið úr framrás sjúkdómsins en lækning er ekki til. Tólf sjúklingar fengu grædd- ar í sig framur úr svínum og virðist allt benda til að slíkur flutningur sé hættulaus. Sjúk- lingamir viröast einnig njóta góðs af þótt of snemmt sé að segja til um hvort það er til langframa. „Við höfum séð mælanlegan bata. Eng- um hef- W ur hrak- að,“ segir James Shoemacher, einn vísinda- mannanna. Einn sjúklinganna lést af alls óskyldum ástæðum og fengu vísindamennirnir því kærkom- ið tækifæri til að rannsaka heila hans. Shoemacher og fé- lagar hans segja í grein í tíma- ritinu Nature Medicine að krufning á heila hins látna hafi leitt í ljós að ígræddu frumum- ar lifðu í heila hans og fram- leiddu dópamín allt þar tii sjúk- lingurinn lést. „Við fundum mjög skýrar vís- bendingar um dópamínfmmur sem höfðu vaxið og tengt sig við heila sjúklingsins,“ segir tauga- vísindamaðurinn Ole Isacson sem starfar við Harvard há- skóla. Vísindamennimir vilja ekki draga of víðtækar ályktan- ir af þessum eina sjúk- lingi en segja að niðurstöðurn- ar til þessa lofi góðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.