Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 45 Varðlokur og lítilvölvur Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag íslands efti- ir til námskeiðs undir heitinu Varðlokur og lítilvölur - Konur á Grænlandi, í Odda, Háskóla ís- lands og hefst það á morgun. Stjómandi er Helga Kress. Hverfafundur borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heldur fund með íbúum Bakka-, Stekkja-, Skóga- og Seljahverfis í Ölduselsskóla kl. 20 í kvöld. Samkomur Tónáhersla í norsku í mál- gerðarfræðilegu Ijósi Dr. Gjert Kristoffersen, prófess- or í norrænum málvísindum, flyt- ur fyrirlestur i dag kl. 16.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist Norske tonelag (tonelag aksenter) i typologisk lys. Mánudagsspjall í hverfinu er yfirskrift fundaraðar þing- manna og borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík með íbúum höfuðborgarinnar. í dag milli kl.17 og 19 í Álfabakka 14a spjalla Bjöm Bjamason og Gunn- ar Jóhann Birgisson við íbúa hverfanna. Skíðagöngunámskeið við Rauðavatn Skíðadeild ÍR veröur meö kennslu í skíðagöngu fyrir börn og fúllorðna við Rauöavatn (mæt- ing viö bílastæði hjá skógrækt- inni) kl. 18 í dag. Nelly's Café í kvöld munu Jón Sæmundur og Róbert Douglas kynna sjaldséð- ar kvikmyndir og búa til bíó fyrir framan fjaldið. Átaksverkefnið Akur- eyri-Norður-Ameríka Alþjóðlega myndlistarsam- steypan AKUSA hefur opnað sýningu á verk- um hugarburö- arins Werner Kalbfleisch í Mokka. AKUSA er skammstöfun fyrir átaksverk- efni Akur- eyri-Noröur-Ameríka undir for- ystu Justin Blausteins og Ás- mundar Ásmundssonar sem bú- settur er í New York. Sýning Wemer Kalbfleisch er eitt fjöl- margra listaverka sem tvímenn- ingamir hafa skapað á undan- fómum árum. Af öðmm mark- Ásmundur Ás- mundsson, annar AKUSA-mannanna Sýningar verðu efni frá samsteypunni má nefha röð póstkorta og bók með tilvitnunum í spakmæli heims- þekktra listamanna. Þrjár sýningar á Akureyri Nú standa yfir þrjár mynd- listarsýningar í Listasafninu á Akureyri. í austursal sýnir Krist- ín Gunnlaugsdóttir, bæjarlista- maður Akureyrar 1996-1887, í miðsal sýnir Steinunn Þórarins- dóttir höggmyndir og í vestursal sýnir Guðrún Einarsdóttir mál- verk. Verk Kristínar em unnin með málaratækni miöalda. Und- irstaðan er tréplata með gifsi og kanínulimi. Verk Steinunnar fjalla um manninn, innri og ytri veruleika hans og verk Guðrúnar undirstrika einföld form, and- stæður og sparsama litanotkun. Skíðasvæði landsins % >s- Seljalandsdaiur, Tungudalu{ Siglufjoröur Ólafsfjöröur k Húsavík ■ Dalvík Akureyri Rerlingar- fjöll sfjöröur Egilsstaðír# Neskaupstaöur Bláfjöll, 4 Skálafell, Hengilssvæðið • DVl Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Ljóð úr hjörtum kvenna Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona heldur einsöngstónleika í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld. Undirleikari hennar er Ólafur Vignir Albertsson. Mun hún syngja lög frá ýmsum tímum þar sem konur og kvenhetjur túlka tilfinning- ar sínar. Verkin em allt frá Monteverdi til Bemsteins auk þess sem hún syngur íslensk lög. Sigríður Ella hefúr á Bretlandseyjum sungið við Skosku óperuna, Opera North og Konunglegu óperuna 1 Covent Garden og komið fram í Royal Albert Hall og Bar- Tónleikar bican Hail. Þá hefúr hún sungið hér á landi í óperasýningum og er líklega flest- um eftirminnilegust sem Carmen. Þessa dagana undirbýr hún Schubert-tónleika fyrir Ashwell-hátíðina og Durufle Requiem með The Collegiale Singers, en hvort tveggja verður í maí. Tónleikamir Sigríöur Ella Magnúsdóttir syngur lög þar sem konur og kven- hefiast kl. 21. hetjur túlka tilfinningar sínar. Félagsheimilið Hvammstanga: Skáld-Rósa í kvöld verður sýning á Skáld-Rósu í félagsheimilinu á Hvammstanga. Það er Leik- flokkm-inn á Hvamms- tanga sem sýnir verkið. Höfúndur verks- ins er Birgir Sigurðsson en leikstjóm er í höndum Harðar Torfasonar, trúbadors og leik- ara. Sögusvið Skáld-Rósu em Vellir í Norður-Múlasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu á fyrri hluta nítjándu aldar. Þar segir af lífi skáldkonunnar Rósu Guðmundsdóttur. í Skáld-Rósu fylgjumst við með lífi Rósu frá því hún kemur sem vinnu- kona til Páls Melsteð að Ketil- stöðum. Þau felldu hugi saman en var ekki ætlað að eigast. í leikritinu bregður fyrir glettni og trega, gleði og sorg. Tíðar- andinn er ekki hliðhollur aðal- persónunum sem glögglega kemur í ljós í gegnum hlið- arpersónur verksins. Leikarar í Skáld- Rósu em 23. Englaspil í Gerðu- bergi Brúðuleikhúsið Tíu fingur sýnir Englaspil í Borgarbóka- safninu í Gerðubergi í dag kl. 14. Helga Arnalds stjómar brúðunum, bjó þær til og samdi textann. Ása Hlín Svav- arsdóttir er leikstjóri. Sýning- in tekur 45 mínútur og fjallar um vem sem leikur sér í þvotti ömmu sinnar. Leikhús Andri Már eignast bróður Litli _ . drengurinn BaTIl dagSlIlS á myndinni --------------—-------- langur. eldrar fæddist á fæðingardeild Landspítalans 25. febrúar kl. 8.40. Hann var viö fæö- ingu 3865 grömm að þyngd og mældist 51 sentímetra For- hans eru Svala Erlendsdóttir og Birgir Viðarsson. Hann á einn bróður, Andra Má, sem er fjög- urra ára. Hinn ungi David Helfgott tekur á móti verölaunum < Undrið Háskólabíó hefur sýnt að und- anfomu hina rómuðu kvikmynd Undrið (Shine), sem hefur fengið sjö óskarstilnefningar. Myndin segir frá ævi píanóleikarans David Helfgott. Hann fæddist í Melboume og sýndi strax á bamsaldri undraverða hæfi- leika. Hann var á þrítugsaldri þegar geðsjúkdómur gerði það að verkum að hann varð að hætta að koma fram opinberlega í um tuttugu ár. Árið 1984 kom Kvikmyndir Helfgott aftur fram og vann tón- listarsigur og hefur síðan leikið víða um heim og er ekki langt síðan hann lék í helstu tónleika- sölum í Evrópu. Aðalhlutverkið, Helfgott á full- orðinsaldri, leikur Geoffrey Rush og er hann tilnefndur til óskarsverðlauna. Það kemur engum á óvart þar sem hann hef- ur hirt nánast öll leikaraverð- laun sem veitt hafa verið í Bandaríkjunum að undanfómu og þykir líklegastur til að hreppa óskarinn í þetta skiptið. Nýjar myndir Háskólabíó: Star Trek: Fyrstu kynni Laugarásbíó: The Crow 2: Borg englanna Kringlubíó: Auðuga ekkjan Saga-bíó: Space Jam Bíóhöllin: Innrásin frá Mars Bióborgin: Bound Krossgátan Lárétt: 1 laun, 6 hús, 7 guggið, 8 varg, 10 berja, 11 skógardýr, 12 frá 14 borða, 16 átvagl, 17 afl, 18 undur, 19 vaming, 20 kvenmannsnafn. Lóðrétt: 1 fisk, 2 grjótmulningur, 3 vindur, 4 nema, 5 höfða, 6 plöntu- blað, 9 ungfra, 13 planta, 15 tryfltu, 16 veisla, 17 maðk. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 tvennd, 8 rofi, 9 em, 10 liði, 11 ei, 12 skautið, 14 sigraði, 17 angaði, 19 ana, 20 riðu. Lóðrétt: 1 trassa, 2 volk, 3 efi, 4 nið- ur, 5 neitaði, 6 dr, 7 sniö, 11 eiðið, 13 < agga, 15 inn, 16 iðu, 18 ar. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 72 07.03.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tallgenai Dollar 71,290 71,650 70,940 Pund 114,580 115,160 115,430 Kan. dollar 52,210 52,530 51,840 Dönsk kr. 10,9000 10,9580 10,9930 Norsk kr 10,2940 10,3510 10,5210 Sænsk kr. 9,3180 9,3690 9,4570 Fi. mark 13,9260 14,0080 14,0820 Fra. franki 12,3180 12,3880 12,4330 Belg. franki 2,0135 2,0256 2,0338 Sviss. franki 48,1600 48,4200 48,0200 Holl. gyllini 36,8900 37,1000 37,3200 Þýskt mark 41,5600 41,7700 41,9500 ít. líra 0,04192 0,04218 0,04206 Aust. sch. 5,9020 5,9390 5,9620 Port. escudo 0,4143 0,4169 0,4177 Spá. peseti 0,4910 0,4940 0,4952 Jap. yen 0,58770 0,59120 0,58860 írskt pund 110,760 111,440 112,210 SDR 97,42000 98,00000 98,26000 ECU 80,8800 81,3600 81,4700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.