Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 29 Tölvuþrjótar komast í vefsíðu NASA Tölvuþrjótar (e. hackers), sem kalla sig H4G13, brutust inn á vefsíðu bandarísku geimferðastofnunar- innar í síðustu viku og settu inn á hana pólitiska yfirlýsingu. Þetta varð til þess að stofnunin varð að taka síðuna af netinu um stundarsakir. í skilaboðunum stóð m.a.: „Allir sem hagnast á að misnota Internetið verða fórnarlömb okkar þegar við ríkjum yfir tölvuglæpum.“ Skilaboð þessi voru á netinu í um hálfa klukkustund á miðvikudaginn, en daginn eftir var síðan komin í samt lag aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem tölvuþrjótum tekst að brjótast inn á vefsíðu NASA. Talsmaður stofnunarinnar sagði að vefsíðan, sem nú hefur slóðina http://www.nasa.gov, muni verða flutt á annan netþjón. Ekki er enn þjóst hvort þrjótarnir fengu aðgang að upplýsingum sem vísindamenn stofnuninnar nota við athuganir sínar en rannsókn stendur nú yfir. -HI * Jk ___ GEtjjí' £m Smíði fllplia geíiiistodvariiiiiar seínkar Smíði fllpha geimstöðvarínnar á að vera lokið áríð 2003. Geimstöðin er samvinnuverkefni Rússa, Bandaríkjamanna, evrópsku geimferðastofnunarínnar, Japana og Kanadamanna og á hún að kosta 37 milljarða dollara. Embættismenn bandarísku geimferöastofnunarinnar (NASA) fara til Rúss- lands í mánuöinum til aö meta vandann viö mikilvæga rússneska hluta sem átti að skjóta á loft í nóvember 1997 en var frestaö til júni 1998. UppLÝSINGAFLÆÐ Kapalmótöld tengd Ijósleiðaralínu gefur af ssér 1MB á sekúndu. Notkun kapalmótalda mun aukast hratt á næstu árum En þaö stendur ekki lengi því ný kerfi fyrir síma og gerfihnetti koma fljótlega á markað Milljónjr Aukning og minnkun í sölu se|dra mótaida kapalmótalda Kapalmódem auka hraða Netsins Tölva Source: Ovum Það tekur venjulegt mótald tengt símalínu nokkrar míútur að ná inn 1 MB. Alneliö REUTERS ■ ■j ubiuii 1 iiouuiii|II^uiiiiIi Kapalmotald styttir biðina Fyrirtæki, sem selja kapalkerfi, hafa nú gripið á lofti nýjung í mótöldum til að tengjast Netinu, svokölluð kapalmótöld (e. cable mo- dem). Þessi tengileið mun hafa í fór með sér mun styttri biðtíma sem hjálpar óþolinmóðum notendum Netsins að halda geðheilsu sinni. Tækni þessi er þannig uppbyggð að mótaldið sækir upplýsingar beint úr ljósleiðarakerfi sem hefúr hingað til verið notað í kapalsjón- varpi. Þetta gerir það að verkum að þær upplýsingar sem beðið er um koma nánast samstundis, hvort sem um er að ræða texta, myndir eða hreyfimyndir. Söluaðilar kapalsjónvarpa sjá þarna leið til þess að bæta við sig nýrri tekjulind, þ.e. sölu á netteng- ingu sem er mun hraðvirkari en áður hefur þekkst, allt að 1 mega- biti á sekúndu. Notendum mun fjölga hratt Þetta veldur óneitanlega símafyr- irtækjum áhyggjum en hingað til hefur símalínan verið eina leiðin fyrir almenna notendur til að fá Netið heim í stofu. Ný símatækni, sem hefur verið í þróun, ADSL (Asymmetric Digital Subscriber Line), kemst ekki í notkun fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár en hún á að veita samskiptahraða sem er sambærilegur við kapalmótöld. Þar með hafa kapalfyrirtækin tækifæri til að auka hagnaðinn með hjálp þessarar nýju tækni áður en sam- keppnin fer að harðna. Því er spáð að notendur kapal- mótalda verði yfir 7 milljónir í Bandaríkjunum árið 2001 og þar með mun samkeppni milli þessara mótalda og hinna hefðbundnu símamótalda verða mjög hörð. Síð- an muni hægja á sölunni þegar ADSL verður tekið í notkun. Erfiðleikar Enn á þó eftir að yfirstíga ýmiss konar erfiðleika vegna kapal- mótaldanna. Kostnaðurinn við upp- setningu verður talsverður og þjálfa þarf starfsfólk til að uppfæra flestar tölvur vegna þessarar tækni. Einnig þarf að uppfæra flest- ar tölvur til þess að þær ráði við nýja kerfið. -HI Byggt á Reuter • NSX-V210 fermingartilboð kr. 'aiiua NSX-V700 fermingartilboð kr. aiu/öi cuuie ,\3 diska geislaspilari í Super T-bassi Tengi fyrir auka bassahátalara Tvöfalt segulband Stafrænt útvarp m/32 stöðva minni Fullkomið Karaokekerfi Tvö hljóðnematengi 40+40W RMS surround magnari Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic Segulvarðir hátalarar Fjarstýring 3 diska geislaspilari Super T-bassi Tengi fyrir auka bassahátalara Tvöfalt segulband Stafrænt útvarp m/32 stöðva minm 20+20W RMS magnari Tónjafnari m/Rock-Popp-Jazz Fjarstýring Hljómmikil og falleg tæki < ( -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.