Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 Fréttir 75 Dagsbrúnarmenn hjá ísal: Strikaðir ut af felaga- skrá og meinað að kjósa - eins og köld vatnsgusa, segir Brynjólfur Lárentsíusson Tveir af 75 Dagsbrúnarmönnum sem starfa hjá ísal og hafa veriö strikaöir út af félagaskrá Dagsbrúnar; þeir Sölvi Kjerúlf, t.v., og Haukur Kristinsson. DV-mynd S 75 Dagsbrúnarmenn, sem starfa hjá ísal í Strarnnsvík, hafa veriö sett- ir út af aðcdfélagaskrá Dagsbrúnar og inn á skrá yfír aukafélaga. Auka- félagar njóta mjög takmarkaðra fé- lagsréttinda i Dagsbrún og mega t.d. ekki taka þátt í neins konar kosning- um í félaginu og hafa ekki rétt til greiðslna úr sjúkrasjóði eða öðrum sjóðum félagsins. Þannig var 75 menningunum meinað að taka þátt í atkvæðagreiðslu um helgina um sameiningu Dagsbrúnar og Verka- kvennafélagsins Framsóknar. Brynjólfur Lárentsíusson, sem hefm- um árabil átt sæti í trúnaðar- ráði Dagsbrúnar, og Jóhannes Gunnarsson trúnaðarmaður segja að þetta hafi komið þeim og félögum þeirra í opna skjöldu og verið eins og köld vatnsgusa í andlitið. Þeir hafa nú kært sameiningarkosning- una til ASÍ vegna þess aö þeim var meinað að taka þátt í henni þrátt fyrir að vera með fúllgild félagsskír- teini í höndum. Forsaga máls þessa er sú að bú- seta og lögheimili réö því áður í hvaöa verkalýðsfélagi menn voru skráðir. Þannig voru þeir starfs- menn ísals í Straumsvík sem búsett- ir voru í Reykjavík og Kópavogi í Dagsbún þótt þeir störfuðu á félags- svæði Hlífar í Hafnarfirði. ísal greiddi þó stéttarfélagsgjöld og líf- eyrissjóðagjöld vegna þessara manna til Hlífar sem síöan miiii- færði þau áfram til Dagsbrúnar. Á þessu varð breyting meö samþykkt Alþýðusambandsþings haustið 1996. í bréfi sem Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, sendi þess- um 75 manna hópi í síðustu viku er greint frá þessari breytingu og hópnum tilkynnt að enginn þeirra hafi kosningarétt í kosningunum um sameiningu Dagsbrúnar og Framsóknar þar sem engar greiðsl- ur í félagssjóð hafi borist vegna þeirra um lengri tíma. Þeim er loks bent á að gerast félagsmenn í Hlíf þar sem þeir vinni á félagssvæði þess félags. Jóhannes Gunnarsson, núverandi aukafélagi í Dagsbrún, er með fúll- gilt félagsskírteini Dagsbrúnar fyrir þetta ár. Hann hefur verið trúnaðar- maður á sínum vinnustað í álver- inu. Hann sagði í samtali við DV í gær að hópurinn væri nú utan stétt- arfélags og bæði Dagsbrún og Hlíf vísuðu hvort á annað þegar spurt væri um hverju þetta sætti og hvers vegna ekki hefði fýrr veriö tekiö á málinu. Jóhannes sagðist hafa feng- ið þær upplýsingar hjá Hlíf að verið væri að senda bréf út til hópsins þar sem þeim yrði boðin félagsaðild að Hlíf. „Þangað til erum við ekki i neinu félagi,“ sagði Jóhannes. Brynjólfur gagnrýnir það harð- lega að ekki hafi fyrr verið haft samband við þennan hóp af hálfu fé- laganna Dagsbrúnar og Hlífar. „Þeir hjá Dagsbrún vom ekkert að hafa fýrir því að hafa samband við mig eða Jóhannes, sem báðir höfum þó gegnt trúnaðarstörfum í Dagsbrún, heldur fáum við allt í einu þennan hréfóskapnað þar sem okkur er sagt að við séum ekkert lengur í félag- inu,“ sagði Brynjólfur við DV í gær en hann hefúr verið einn af kjöm- um endurskoðendum félagsins um árabil. Brynjólfur kveðst vera mjög ósáttur við að vera með þessum hætti kastað á dyr í sínu gamla fé- lagi og að einhvers konar stirfni sé milli Hlifar og Dagsbrúnar sem hafi greinilega ekki getað komið sér saman um að láta félagsgjalda- greiðslumar skila sér frá Hlíf til Dagsbrúnar. „Við höfum verið sviptir mannréttindum með því að taka okkur út af félagsskránni og meina okkur að kjósa í Dagsbrún, sem er óþolandi," sagöi Brynjólfur Lárentsíusson í gær. -SÁ Félagsleysingjarnir hjá ísal: Viö höfum engan rétt - segir formaður Dagsbrúnar „Við höfum ekki fengið krónu af félagsgjöldum fyrir þessa menn síð- an 1992,“ sagði Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, í samtali við DV í gær um mál 75 menninganna í ísal sem nú em ekki í neinu stéttar- félagi. Halldór segir að viku fyrir kosn- ingamar hafi öllum þessum 75 mönnum verið sent bréf þar sem málið var ítarlega skýrt. Hann sagði að vegna þessarar stöðu félagsgjald- anna hefði ekki verið hægt annað en að setja mennina á skrá fyrir aukafé- laga. Þeir væm í raun utanfélags- menn hvað varðaði innri mál félags- ins og hefðu því ekki getað tekið þátt í atkvæðagreiðslu um innri mál fé- lagsins sem sameiningarmálið við Verkakvennafélagiö Framsókn væri. Halldór sagði að samkvæmt sam- þykkt ASÍ réði greiðsla félagsgjalda þvi í hvaða verkalýðsfélagi menn væm en ekki búseta, eins og áöur var. Félagsgjöld mannanna væru greidd til Hlífar í Hafnarfirði, þar sem álver ísals væri á félagssvæði Hlífar, og það réði úrslitum. Dags- brún hefði engan rétt til þess að krefjast þess að Hlíf skilaði þessum félagsgjöldmn áfram til Dagsbrúnar. „Ef ekki er hægt að ná einhveiju sérstöku samkomulagi við Hlíf og ísal um að gjöldin renni til Dags- brúnar þá eigum við einfaldlega eng- an rétt á þessu samkvæmt samþykkt síðasta þings ASÍ,“ sagði Halldór Bjömsson. Ekki tókst að ná sam- bandi við formann Hlífar í Hafnar- firði í gær vegna þessa máls. -SÁ Varðskip leitar Þryms BA 7: Kafað að flaki Ailt bendir til þess að flak Þryms BA 7 hafi fundist fyrir miðjum Tálknafirði. Varðskip Landhelgisgæslunnar hefúr leitað á mjög afmörkuðu svæði frá því um miðjan dag í gær, og kafarar hafa verið sendir niður, væntanlega til að leita sannana hvort um skipið sé að ræða. „Þetta var spumingin um að lifa eða deyja,“ segir Bjami Andrésson, eigandi Þryms BA 7, sem varðskip Landhelgisgæslunnar leitar nú að. „Mér var gert að færa skipið og það er nú farið. Ég hef ekkert meira um þetta mál að segja.“ Bjami vísar þama til þess að það kostar margar milljónir króna að eyða báti af þessari stærö en Þrymur var tæplega 200 tonna stálskip. Grun- ur leikur á að skipinu hafi verið sökkt í Tálknafirði fyrir rúmri viku, eftir að það hvarf í skjóli nætur. Gefið hafði verið leyfi fyrir því að sökkva skipinu árið 1990 með því skilyrði að það yrði gert á 2 þúsund metra dýpi. Svo mikið dýpi er hvergi að finna í Tálknafirði. Hafi skipinu verið sökkt era það skýlaus brot á lögum nr. 32 þar sem bann er lagt við því að sökkva skipum á fiskislóð. Leit hefur staðiö yfir frá því í gær- morgun. Þórólfur Halldórsson, sýslu- maður á Patreksfirði, segir málið enn vera í rannsókn og að ekki sé hægt að upplýsa það á þessari stundu hvort skipið sé fundið eða ekki. „Við getrnn orðað það svo að einskis verði látið ófreistað tO þess að komast til botns í þessu máli. Það er litið mjög alvarlegmn augum,“ segir Þórólfur. Gert aö greiöa sakarkostnað Sýslumaður lagði fram beiðni fyrir leitinni eftir að Hollustuvemd rikis- ins fór fram á lögreglurannsókn á málinu þar sem þaö tengist mengun sjávar. Þórólfur segir að Bjama hafi verið gerð grein fyrir því að á hann kunni að falla sakarkostnaður fmnist skipið. Helgi Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda hjá Landhelgisgæslunni segir að ekki hafi verið reiknað út hversu dýr leitin er, né rætt um hver skuli standa að kostnaði hennar. Bjami vísar á bug fullyrðingum um að hann hafi ekki verið sam- starfsfús við lögreglu. „Ég veit ekki betur en að ég hafi Kafarar voru sendir niöur í Tálknafirði í gær tii aö kanna hvort Þrym heföi veriö sökkt út af þessu svæöi á Tálknafiröinum. Jónas Sigurösson, lögregluvaröstjóri á Patreksfiröi, og yfirmenn varöskipsins vildu lítiö um máliö segja verið mjög samvinnuþýður. Ég hef farið og talað við lögreglu alltaf þeg- ar hún hefur beöið um það,“ segir Bjami. Eins og aö leita aö nái í hey- stakki „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki," sagði Skúli Berg, lög- regluvarðstjóri á Patreksfirði. Að öðra leyti vildi lögreglan ekki tjá sig frekar um leitina né heldur Land- helgisgæslan. Leitin stendur yfir á mjög tak- mörkuðu svæði i Tálknafirðinum, enda er talið að eigandi bátsins hafi ekki getað dregið hann lengra en út fjörðinn. Að sögn vitna tók það drátt- arbát um eina klukkustund að sigla út með skipið og leggjast aftur að bryggju í Tálknafirði. Hins vegar hafa engar frekari vísbendingar feng- ist um það hvar eða hvort skipið liggi nú á botni Tálknafjarðar. Þrymur BA var dæmdur ónýtur og tekinn af skipaskrá fyrir um ellefu áram. Skipið lá í fjörunni í Tálkna- firði og var fyrst kvartað undan því við eigendur þess árið 1991. Málið var dómtekiö nýverið fyrir Héraðs- dómi Vestfiarða, enda lá báturinn á framkvæmdasvæöi hafnarinnar.-Sól. Stuttar fréttir Sérframbod Jóhanns Jóhann G. Bergþórsson segir likur á sérframboöi sínu aukast eftir nýafstaðið prófkjör sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði, sem hann tók ekki þátt í. Stöð 2 sagði frá. Náttúruverndin harmar Stjóm Náttúravemdar ríkisins harmar það sem hún kallar frum- hlaup oddvita í Biskupstungum og átelur hann fyrir að hafa látið Geysi gjósa. Léleg heilsugæslustöð Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gert athugasemdir við lélegt viðhald á húsnæði heilsugæslu- stöðvar Fossvogs sem er til húsa í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Stöð 2 sagði frá. Hundagjaldið hækkar Heilbrigðisnefnd Reykjavikur hefur samþykkt að hækka hunda- leyfisgjald um 16-17% frá og með næstu áramótum. Óttast landflótta Um helmingm- háskólanema tel- ur fremur eða mjög líklegt að þeir starfi erlendis að námi loknu sam- kvæmt nýrri könnun. Ástæðan sé léleg kjör háskólamanna. -SÁ Tveir bílar á Ijósastaura Mikil mildi þykir að enginn slasaðist alvarlega þegar tveir bíl- ar lentu á ljósastaurum á ísafirði í gærkvöld. Slysið átti sér stað á Hnífsdalsvegi. Tveir bílar óku í sömu átt á veg- inum. Annar þeirra tók fram úr en ökumaður bílsins missti stjóm á honum með þeim afleiðingum að hann ók á mikilli ferð á ljósa- staur. Ökumanni hins bílsins, sem tekið var fram úr, brá svo mikið að hann missti stjórn á sín- um bíl og lenti á öðram ljósa- staur. Alls vora átta manns í bíl- unum. Meiðsl þeirra reyndust þó minni háttar. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.