Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 Fréttir Ólgan innan Neytendasamtakanna heldur áfram: Varaformaður sakar for- mann um ósannsögli DV; Akureyri: Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtakanna, segir það ósannindi að hann hafi ásamt Vil- hjálmi Inga Árnasyni, fyrrverandi starfsmanni samtakanna, boðið Drífu Sigfúsdóttur starf Jóhannes- ar Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra samtakanna. Drífa fullyrti þetta á almennum fundi Neytenda- félags Akureyrar í síðustu viku. „Það að vitna opinberlega í einkasamtöl eru að mínu viti ekki góðir mannasiöir, fyrir utan það að þegar tveir ræöast við þá getur enginn sannað eitt eða neitt. Eftir að Jóhannes Gunnarsson hafði gef- ið upp boltann með það að það væri eðlilegt að skilja að for- mennsku og framkvæmdastjóm leituðu ýmsir til mín og spurðu hvort ég væri tilbúinn að taka við formennsku í samtökunum. Ég neitaði því og benti á aö bæði vegna tímaskorts og vegna þess að ég hafði verið formaður þarna áður væri eðlilegt að leitað yrði annarra leiða. Það sem síðan gerðist var að eft- ir einhvern stjórnarfund þá innti ég Drífu eftir því hvort hún myndi hafa tíma, ef til þess kæmi, að taka að sér formennsku. Hún tók sér tíma til að skoða það og meiri sam- skipti höfðum við ekki varðandi þau mál. Ég gerði Jóhannesi hins vegar grein fyrir því að ég hefði spurt Drífu að þessu og þau rædd- ust síðan við í framhaldi af því. Það er svo gjörsamlega fráleitt að rætt hafi verið við Drífu Sigfús- dóttur um að taka að sér starf Jó- hannesar Gunnarssonar, það er svo fjarri öllum sannleika og ég átta mig ekki á því hvað henni gengur til að halda því fram. Það hefði í fyrsta lagi verið brot á því sem verið var að ræða um, að skilja á milli formennsku og fram- Drífa Sigfúsdóttir. kvæmdastjórnar. í annan stað ligg- ur fyrir með hvaða hætti og hvaða Jóhannes Gunnarsson. sjónarmið og skoðanir ég hafði á málunum á þessum tíma. Min sjón- armið voru þau að það væri nauð- synlegt að Jóhannes Gunnarsson héldi áfram störfúm. Það liggur því fyrir og er hægt að sýna fram á að þessi ummæli eru röng,“ segir Jón. Hann gaf Drífu Sigfúsdóttur tæk- ifæri til klukkan þijú í gær til að draga ummæli sín á Akureyrar- fundinum til baka en Drífa varð ekki við því. Drifa mun hins vegar hafa sagt Jóni frá því að hún hafi ekki nefnt hans nafn á Akureyrar- fundinum þar sem um 40 manns urðu vitni að ummælum hennar. En getur Jón, sem er varaformaður samtakanna, unnið með Drífu i stjórn samtakanna eftir þetta? „Ég var í upphafi tilbúinn að vinna með Drifu Sigfúsdóttur og lagði mig fram um það og bauð henni alla aðstoð. Það hefur hún hins vegar ekki þegið og um raun- verulegt samstarf hefur því ekki verið að ræða í langan tíma.“ -gk Reykjavík: Framkvæmdir eru hafnar við svokallaðan Suðurgarð í höfninni á Þórshöfn á Langanesi. Stórvirk vinnutæki eru notuð viö þá vinnu en verkinu miðar mjög vel. Olvaður á 129 km hraða Eitthvað lá bílstjórum á um helg- ina og þegar upp var staðið þá hafði lögreglan í Reykjavík kært 47 bíl- stjóra fyrir of hraðan akstur. Sá sem ók hraðast ók á Gullinbrúnni á 129 km hraða þar sem er 50 km há- markshraði. Það var ekki nóg með að hann æki svona hratt, það kom sem sé í ljós að hann var einnig öl- vaður. -HK Reykjavík: Fjórtán stútar undir stýri Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast um helgina við að hafa auga með bílstjórum sem grun- aðir voru um ölvun við akstur og voru fjórtán bílstjórar teknir sem grunaðir voru um að hafa neytt áfengis áður en þeir settust undir stýri. Að sögn lögreglunnar er þetta yfir meðallagi um eina helgi. -HK Höfum kaupendur að: Subaru Legacy station ‘94-’96, beinsk.Staðgreitt Subaru Legacy station ‘94-'96 ssk.Skipti á Subaru st. DL ‘91 Subaru Legacy station ‘94-’95 beinsk.Skipti á Corolla touring '94 Subaru Legacy station '95-'96 beinsk.Skipti á Legacy st. ‘91 Nissan Almera ‘97.................Skipti á Lancer st. 4x4 ‘92 HiLux X-cab D/C mikiö breyttur 38“ dekk.Skipti á Galant 2,0 GLSi ‘89 Cherokee-Pajero eöa hliöstætt ca. 2.500 .Skipti á Cherokee Ladero ‘90 Míkið af nýlegum bílum á skrá BOKGAKBILASALAH Grensásvegi 11, sími: 588 5300 Rúður brotnar í Áskjöri: Skemmdar- fýsn - segir verslunarstjórinn Aðfaranótt laugardagsins voru þrjár stórar rúður brotnar í versl- uninni Áskjöri i Ásgaröi. Að sögn Birgis Lárussonar verslunarstjóra varð íbúi í nágrenninu var við há- vaðann og sá þrjá unglinga hlaupa í burtu frá versluninni. „Þetta virðist hafa verið gert eingöngu til að eyði- leggja. Það var ekkert fariö inn í búðina og engu var stolið þannig að ég get ekki séð annað út úr þessu en skemmdarfýsn unglinga sem virð- ast ekki hafa neitt þarfara fyrir stafni." -HK Birgir Lárusson stóð í viðgeröum á rúöunni þegar Ijósmyndara DV bar að garöi. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.