Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Side 36
* *■ Lvm - vinn FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 Alfreð Þorsteinsson: Einhuga „I sjálfu sér er það rétt að flokks- starflð í Reykjavík hefur breyst. Menn hafa eytt kröftunum í R-lista- samstarfið. Það breytir því þó ekki að Framsóknar- menn í Reykjavík eru einhuga um þetta Reykjavíkur- listasamstarf," sagði Alfreð Þor- steinsson borgar- fulltrúi í samtali við DV í morgun. Halldór Ás- grímsson, for- manður Fram- sóknarflokksins hefur sagt að samstarfið i R-listanum hefði veikt flokksstarfið í borginni. Alfreð segir að formaður flokksins hefði í þessum orðum sínum verið að líta til framtíðar og þeirra hrær- inga sem eru á vinstri kanti stjóm- málanna og minna á stöðu Fram- sóknarflokksins í framtíðinni. -SÁ Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi. Suðurskautsfararnir: 20 km á dag Islensku suðurskautsfararnir, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Ólafsson og Ingþór Bjarnason, höfðu í gærmorgun gengið rúma 200 km á Suðurskautslandinu. Ferð þremenninganna hefur gengið vel og þeir era allir við góða heilsu. Þeir hafa gengið um 20 km á dag. Að- stæður eru þó erfiðar, 20-25 stiga frost og stöðugur mótvindur. -RR Dansmær vildi fé Dansmær á veitingastaðnum Veg- as hefur kært eigendur staðarins fyrir líkamsárás. Dansmærin sem kallar sig Lenu hafði samband við DV á sunnudag og spurði hvað blað- ið vildi greiða fyr- ir sögu sína um stórfellda líkams- árás. Þegar henni var gerð grein fyrir því að blaðið greiddi aldrei fyr- ir viðtöl sagði hún það ekki skipta máli þar sem Stöð 2 hefði þegar boðið sér væna fúlgu fyrir að lýsa meintri lífsreynslu. í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld kom fram að eigendur Vegas hefðu geng- ið í skrokk á henni. Þá sagðist hún hafa sagt ósatt í helgarviðtali við DV í því skyni að fegra Vegas. Að- spurð sagðist hún vera að segja satt um árásina um helgina. Því var lýst í fréttinni að konan hefði gist fanga- geymslur eftir atburðinn. -rt Dansmærin Lena. SANNLEIKURINN ER SAGNA SESTUR! „Ég mun á næstunni meta hvar mínir kraftar nýtast best. Mér finnst eðlilegt að menn geri það til að ná þvi mark- miði að sameina þessa flokka og sameina jafnaðar- menn undir einu merki;“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaðtu- Þjóðvaka, við DV í morgun. Á aðalfundi flokksins í gær- kvöld var sam- Asta Ragnheið- ur Jóhannes- dóttir. Starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavfkur býr sig undir að festa upp jólaskreytingu á Skólavörðustígnum. Undanfarið hafa starfsmenn Rafmagnsveitunnar unnið hörðum höndum að því að gera borgina fallega fyrir jólin. DV-mynd S Skýrsla unnin fyrir stjórn Byggðastofnunar: Kynnt Framsókn á undan verkbeiðanda klárlega trúnaðarbrestur, segir Einar K. Guðfinnsson „Þetta er klárlega trúnað- arbrestur. Skýrslan hefur ekki verið kynnt fyrir stjóm Byggða- stofnunar sem þó bað um hana. Það var að sjálfsögðu út frá því gengið að hún yrði kynnt þeim fyrst sem báðu um skýrsluna. Mér eru þessi vinnubrögð því óskiljan- leg. Ég taldi þar að auki að hér væri um trúnaðarmál að ræða,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, al- þingismaður og stjórnarmaður í Byggðastofnun, við DV i gær. Bæði innan Byggðastofnunar og stjómar stofhunarinnar ríkir nú reiði vegna þess að innihald skýrslu sem Stefán Ólafsson pró- fessor hefur gert að beiðni stjórn- ar Byggðastofnunar, um mat fólks á búsetuskilyrðum, var kynnt á aðalfundi miöstjómar Framsókn- arflokksins sl. laugardag áður en stjóm stofnunarinnar hafði náð að sjá hana. Það var Sigurður Guð- mundsson, forstöðumaður þróun- arsviðs Byggðastofnunar, sem kynnti niðurstöður skýrslunnar á fundinum og var sagt frá þeim í fréttum um helgina. Samkvæmt þeim mun fólk halda áfram að flytjast frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins næsta áratuginn og eigi fólki á Vestfjörðum eftir að fækka enn um 25%, um 13% á Norðurlandi vestra en minna annars staðar. Þá kemur fram að fólk á höfuðborgar- svæðinu er ánægðast með búsetu- skilyrði sín en Vestfirðingar óá- nægðastir. DV spurði í gær Guðmund Malmquist um hvemig á þvi stæði að efni skýrslunnar hefði verið kynnt framsóknarmönnum á und- an þeim sem hefðu látið gera hana. Hann viidi ekkert tjá sig um það á þessu stigi málsins en sagði aðeins. „Ég er fyrst núna að fara að senda þessa skýrslu í préntun.“ Einar K. Guðfínnsson sagði að þessi meðferð skýrslunnar væri þeim mun undarlegri í því ljósi að skýrslan lá ekki fýrir og liggur enn ekki fyrir í endanlegri mynd heldur hafi verið farið með brota- brot af henni inn á þennan fund miðstjómar Framsóknarflokksins. „Málið er ekki síður alvarlegt i því ljósi að þessi veigamikla og it- arlega skýrsla var ekki kynnt í heild og þau brot sem kynnt voru á fundinum gefa alls ekki rétta mynd af því sem stendur í skýrsl- unni í heild. í stöðunni er þó rétt að stjóm stofnunarinnar haldi sínu striki og kynni hana með eðlilegum og rækilegum hætti þrátt fyrir það sem á undan er gengið,“ sagði Einar K. Guðfinns- son, alþingismaður og stjómar- maður í Byggðastofnun. DV tókst ekki að ná í Sigurð Guðmundsson, forstöðumann þró- unarsviðs Byggðastofnunar, í gær vegna þessa máls en hann er nú staddur í Noregi. -SÁ Asta Ragnheiður: Met hvar kraftarnir nýtast best j T7rr mnn ó nnrit'fimni vnntn lntrnv' ’ i i i i þykkt að Þjóðvaki myndi ekki bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Með þeirri samþykkt breytist Þjóðvaki úr stjórnmálaflokki í stjómmálafélag. „Ég er í samstarfi í þingflokki jafnaðarmanna og það samstarf mun halda áfram út kjörtímabilið. Ég fór út úr hefðbundna flokkakerf- inu því ég taldi það vera úrelt. Ég er enn þeirrar skoðunar." -JSS Veðrið á morgun: Afram hlýindi Austankaldi eða stinningskaldi verður víðast hvar á landinu en þó allhvasst við suðurströndina. Sums staðar rigning eða súld við suðaustur- og austurströndina. Áfram verður hlýtt í veðri. Veðrið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.