Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Síða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 23 + Iþróttir Iþróttir Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik: AÍÍt í söiurnar - landsliðshópurinn valinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Júgóslövum Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær þá 15 leik- menn sem valdir hafa verið til æfinga fyr- ir leikina tvo gegn Júgóslövum i riðla- keppni Evrópumótsins. Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöllinni á fimmtudag og síðari í Podgorica á sunnudag. Leikur- inn í Höllinni verður íslenska liðinu gifur- lega mikilvægur en með sigri gulltryggja íslendingar sig í úrslitakeppnina á Ítalíu næsta vor. Þrír nýir leikmenn frá síðasta leik gegn Litháen Frá síðasta leik koma inn þrír nýir leik- menn. Það eru þeir Reynir Þór Reynisson, Fram, Páll Þórólfsson, Aftureldingu, og Amar Pétursson, Stjörnunni, sem aldrei áður hefur verið valinn. Björgvin Björg- vinsson og Gústaf Bjarnason, homamenn báðir, em fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þorbjörn sagði í gær að Arnar gæti hugsan- lega verið framtíðarmaður í landsliði. Hann hefði einnig ákveðið að velja þrjá markverði í stað tveggja áður. „Legg ofuráherslu á aö áhorfendur troðfylli Höllina“ „Við leggjum cillt í sölumar fyrir leikina gegn Júgóslövum. Það er alveg ljóst að Júgóslavar koma til leiksins hér í Reykja- vík mjög einbeittir eftir tapið gegn okkur á HM í Kumomoto. Það er enn fremur mikil- vægt fyrir þá að tryggja sig í fyrri leiknum og eiga síðan heimaleikinn til góða. Við ætlum okkur sama hlut og þeir þannig að það stefnir allt í hörkuleiki. Ég legg ofur- áherslu á það að áhorfendur troðfylli Höll- ina og styðji vel við bakið á okkur á fimmtudagskvöldið," sagði Þorbjöm Jens- son á blaðamannafundi í gær. Fyrir leikina tvo em Júgóslavar með bestu stöðuna í riðlinum, hafa sex stig, ís- land fimm, Litháen þrjú og Sviss rekur lest- ina með tvö stig. Litháar og Svisslendingar eigast einnig við í tveimur leikjum í vikunni en riðlakeppninni lýkur með leik Júgóslava og íslendinga á sunnudag. íslenska landsliðið æfir tvívegis í dag og á morgun en á leikdegi verður ekkert æft. Eins og gefur að skilja er áhugi fyrir leikn- um á fimmtudagskvöldið mikill og því var ákveðið að fara með leikinn í Laugardals- höll. Forsala aðgöngumiða á leikinn hefst í dag Forsala aðgöngumiða hefst í dag í Útilífi í Glæsibæ. Miðasala hefst klukkan 18 í Laugardalshöll á leikdegi en húsið verður opnað klukkan 19. Verð aðgöngumiða er stillt í hóf en frítt verður fyrir börn 5 ára og yngri. 6-11 ára greiða 500 krónur en 12 ára og eldri 1000 krónur. -JKS slensku landsliðsmennirnir þurfa á öllum stuðningi að halda í leiknum gegn Júgóslavíu. DV-mynd Brynjar Gauti Raðaði inn mörkum Tryggvi Guðmundsson, marka- kóngurinn úr ÍBV, er hugsanlega á leið til skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Forráðamenn Aberdeen buðu honum að koma út og mætti hann á æfingu með liðinu í gær og í kvöld leikur hann með varaliöi félagsins. „Mér líst vel á mig héma og standi ég mig vel í vara- liðsleiknum á ég frekar von á að fá tilboð. Gangi það eft- ir og að tilboðið verði gott reikna ég með að slá til. Það er kominn tími til að finna lið en ef þetta klikkar er ég með félög í Noregi og í Svíþjóð í bakhöndinni," sagði Tryggvi í sam- tali við DV í gærkvöldi, nýkominn af æfingu þar sem hann raðaði mörkunum inn í léttum leik á æfingunni. Aberdeen hefur gengið illa á leiktíðinni og er í neðsta sæti deildarinnar. Roy Aitken þjálfara var vikið frá störfum á dögunum og Alex Miller ráðinn í hans stað. Það er því góður möguleiki á að Tryggvi verði fyrsti leikmaðurinn sem Miller kaupir. -GH Ekki golfveður Veðrið setti strik í reikninginn hjá Birgi Leifi Hafþórssyni og hinum kylfingunum á úrtökumótinu fyrir evr- ópsku mótaröðina í golfi sem fram fer á Spáni þessa dagana. Þegar Birgir Leifur haföi leikið fjórar holur skall á mikið vatnsveður og í kjölfarið fylgdu eldingar. Móts- haldarar ákváðu að fresta keppni og verður henni fram haldið í dag. Birgir mun því hefja keppni á 5. braut. Birgir Leifur lék vel þessar flórar holur, eða á einu höggi undir pari, og hann á góöa möguleika á að veröa meöal 75 efstu sem halda áfram keppni en fyrir loka- hringirm var hann í 78. sæti. -GH Bland í poka Tom Watson frá Bandaríkjunum sigraði á Dunlop Phoenix-golfmðtinu í Japan um helgina og komst við það upp í 20. sætið á heimslistanum. Þar eru sömu menn og fyrr í toppsætun- um, Greg Norman, Tiger Woods, Ern- ie Els, Nick Price og Davis Love III. Kvennaliö íslands 1 borðtennis sigr- aði Skota, 3-1, í úrslitaleik í lands- keppni þjóðanna og Færeyinga í TBR- húsinu á laugardag. Eva Jósteinsdótt- ir og Lilja Rós Jóhannesdóttir kepptu fyrir fslands hönd. Karlaliö íslands, A-liðið, hafnaði í öðru sæti og tapaði 0-3 fyrir Skotum í úrslitaleik. B-lið íslands varö í þriðja sæti. Lilja Rós Jóhannesdóttir sigraöi síöan glæsilega í einstaklingskeppni kvenna. Guðmundur E. Stephensen komst í úrslit í karlakeppninni en tapaði þar fyrir Euan Walker frá Skotlandi. Kim Magnús Nielsen vann enn eitt skvassmótið um helgina. Nú sigraöi hann á punktamóti í Veggsporti og vann Jökul Jörgensen, 3-0, í úrslita- leik í meistaraflokki karla. Arnar Ar- inbjarnar sigraði í 1. flokki og Daníel Benediktsson í 2. flokki. Ölgerðin Egill Skallagrímsson og HSf hafa gert meö sér samstarfssamning og skrifuöu aðilar undir hann í gær. Afall hjá Júgóslövum DV, Belgrad: Júgóslavneska landsliðið í hand- knattleik, sem mætir íslandi í Evrópu- keppninni á fimmtu- dag og sunnudag, varð fyrir miklu áfalli um helgina. Lykil- maður þess, skyttan Nenad Peruncic, slas- aðist á hendi í leik Kiel gegn Wuppertal í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn. Eins og fram kom í DV í gær handarbrotnaði Dag- ur Sigurðsson í sama leik. Blöð í Belgrad sögðu í gær að Per- uncic yrði ekki með í útileiknum gegn ís- landi á fimmtudag. Hins vegar væri ekki útilokað að hann gæti leikið með í síðari leiknum sem fram fer í Podgorica, höfuð- borg Svartfjallalands, á sunnudaginn. -VN Erlendir fiölmiðlar um Kristin Björnsson: Sprengja Bland í poka íslendingar leika sinn fyrsta leik í undanriöli fyrir úrslitakeppni Evr- ópumóts landsliða í körfuknattleik í Laugardalshöll klukkan 20 annað kvöld. Andstæöingar íslendinga eru Hollendingar. ísland er í D-riöli í keppninni með Hollandi, Eistlandi, Króatíu, Bosníu og Litháen. island og Holland hafa 14 sinnum mæst á körfuboltavellinum. Hollend- ingar hafa þar vinninginn, hafa unniö 12 en íslendingar aðeins tvo. Síðast þegar þjóðirnar mættust, í Njarðvík 8. maí 1995, höfðu íslendingar betur og sigruðu með tíu stiga mun, 93-83. 11 leikmenn úr 20 manna landsliös- hóp Hollendinga eru yfir 2 metra á hæð. Sá stærsti er Rolf van Rijn, 2,16 metrar, en hann leikur með Butler f NCAA-deildinni. Friörik Stefánsson er hávaxnasti leikmaður íslands, eða 2,03 metrar, Guðmundur Bragason og Hermann Hauksson eru 2 metrar sléttir á hæð en aörir eru undir tveim- ur metrunum. Bob Beamon, sem setti heimsmet í langstökki, 8,90 metra árið 1968, kem- ur ekki sem fyrirlesari á Stórmót ÍR í janúar. Kappinn fór fram á of mikla peninga. -GH/SK NBA í nótt og fyrrinótt: Pippen vill burt Scottie Pippen, hinn snjalli leik- maöur Chicago, sagði í blaðaviðtali í gær að hann vildi ekki spila meira með meisturunum. Pippen er frá vegna meiðsla fram í janúar og sagðist vilja fara til Phoenix eða LA Lakers. Phil Jackson, þjálfari Chicago, sagði að Pippen hlyti að vera að grínast og Jerry Krause fram- kvæmdastjóri kom af fjöllum. Utah vann Minnesota í hörkuleik í nótt eftir framlengingu. Minnesota vann upp 21 stigs forskot Utah í fjórða leikhluta. Úrslitin i nótt: Toronto-Portland...........90-91 Stoudamire 29, Wallace 20, Christie 15 - Wallace 16, Grant 15, Trent 14. Orlando-Washington.........95-87 Seikaly 24, Hardaway 15, Strong 15 - Webber 29, Howard 20, Murray 13. Utah-Minnesota.......(frl.) 133-124 Malone 33, Keefe 17, Russell 17 - Marbury 38, Gugliotta 16, Parks 15, Gamett 15. Lakers hélt áfram sigurgöngu sinni í fyrrinótt og vann sinn 11. leik í röð, gegn nágrönnum sínum í Clippers. Chicago náði að vinna sinn annan útisigur og Michael Jor- dan gerði 33 stig gegn Sacramento. Úrslitin í fyrrinótt: Boston-Detroit..............90-86 Walker 29, Mercer 16, Billups 13 - Hill 21, B. Williams 19, Himter 16. New York-Vancouver.........104-84 Oakley 19, Ewing 19, Houston 14 - Reeves 18, Thorpe 17, Rahim 16. Sacramento-Chicago.........88-103 Richmond 23, Williamson 12, Polynice 12 - Jordan 33, Kukoc 18, Harper 13. LA Lakers-LA Clippers .... 119-102 Jones 28, Bryant 24, Rooks 15, Campbell 13 - Rogers 24, Murray 18, Wright 14. -VS Það er ekki ofsögum sagt að glæsilegur árangur Kristins Bjömssonar frá Ólafsfirði á heimsbikarmóti í svigi í Banda- ríkjunum á laugardagskvöldið hafi vakið gífurlega athygli. Keppnin var sýnd beint á Eurosport og þar áttu þulimir ekki orð til að lýsa þessum merkilegu tíðindum þegar Is- lendingurinn óþekkti hafði for- ystuna lengi vel og hafnaði síð- an í öðm sæti. Þeir sögðu þetta óvæntustu úrslitin í sögu keppninnar og endurtóku það oft og mörgum sinnum. Sjónvarpsstöðin CNN fjallaði líka talsvert um afrek Kristins, meira aö segja í almennum fréttum, og umsagnir frétta- stofú Reuters um mótið í Park City snerust meira um Ólafs- firðinginn en sjálfan sigurveg- arann, Thomas Stangassinger ffá Austurríki. Þakkar Noregi Norska dagblaðið Verdens Gang kallaði Kristin „íslensku alpasprengjuna“ í fyrirsögn og fjallaði ítarlega um manninn sem „nánast rúllaði þeim bestu upp í Park City“. Verdens Gang segir að Norð- menn eigi mikinn þátt í árangri Elís Þór þjálfar Haukastúlkur Elís Þór Rafnsson var í gærkvöld ráöinn þjálfari úrvalsdeildarliös Hauka í knattspymu kvenna. Hann hefur þjálfað mikiö hjá Haukum undanfarin ár. Haukar hafa fengiö góðan liðsstyrk, Ingu Dóru Magn- úsdóttur ffá Breiöabliki og Kolbrúnu Sigurðardóttur frá Stjömunni. -VS Kristins og hann segir sjálfur í samtali við blaðið. „Ég þakka Noregi fyrir hjálpina sem ég hef fengið þar. Það hefði verið erfitt aö ná þessum árangri án henn- ar,“ segir Kristinn, sem stund- aði nám í fjögur ár við skíða- menntaskólann í Geilo og hefúr þar fyrir utan oft æft í Noregi. Sterkur andlega Svein Bye, sem þjálfaði Kristin í Geilo, fylgdist með honum í beinni útsendingu og sagði viö VG: „Þetta var mjög skemmti- legt. Ég var búinn að spá honum 14.-17. sæti. Besti eiginleiki Kristins er hve sterkur hann er andlega." Finn Christian Jagge, Norðmaðurinn sem mátti sætta sig við þriðja sætið, sagði um Kristin: „Hann er mjög rólegur og yfirvegaöur skíðamaður sem getur orðið frábær. Við höf- um vitað það lengi að hann gæti þetta.“ Stærsti sigur sögueyj- unnar Aftenposten fjallaði fyrst og fremst um Kristin í grein sinni á sunnudag um mótið í Park City. Fyrirsögnin var „Sagaoyas storste sensasjon", sem þýða má lauslega sem stærsta sigur sögueyjunnar. Að sjálfsögðu er talsvert gert úr norskum bakgrunni Kristins og sagt að hann sé búsettur í Lillehammer en ferðist og æfi með finnska heimsbikarliðinu. -VS Hakeem skorinn upp Hakeem Olajuwon, körfuboltarisinn hjá Houston Rockets, var skorinn upp vegna hnémeiðsla i nótt. Hann verður ffá ffam í febrúar og missir af einum 35 leikjum. -VS oS>v Tímabil Kristinsv - helmsblkarinn í svlgf - 22. nóv. Park City (Band.) 2. Sestriere (ítal.) 15. des. 22. des. 3.jan. 9.Jan. 17. jan. 24. Jan. Kitzbuhel (Austurr.) 7.-22. febr. ÓL í Japan 28. febr. Yong Pyong (Kor.) 11. mars Crans Montana (Sviss) Madonna di Campiglio (Ital.) Kranjska Gora (Slo.) Schladming (Fra.) Wengen (Sviss) sa Bland í poka Kristján Halldórsson er kominn meö lið sitt, Larvik, í úrslit norsku bikarkeppninnar i handknattleik kvenna. Larvik vann Stabæk, 33-24 og 33-26 í undanúrslitum um helgina. Arnar Grétarsson átti þátt í tveimur mörkum AEK sem vann Panahaiki Patras, 5-1, í grísku 1. deildinni í knattspymu á sunnudagskvöldið. Amar lék allan leikinn. Helgi Kolviósson og félagar í Lustenau töpuðu, 2-0, fyrir meistur- um Salzburg í austurrísku 1. deild- inni í knattspymu um helgina. Lustenau er áífam i 9. sæti. Zali Stegall frá Ástralíu vann óvæntan sigur i svigkeppni kvenna í heimsbikamum í Park City í Banda- rikjunum í fyrrinótt. Ylva Nowen frá Svíþjóð varð önnur. Bjarki Sigurösson skoraði 8 mörk fyrir Drammen í fyrrakvöld en liöið tapaði þá, 27-22, fyrir Heimdal í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Herkiúes, lið Hrafnkels Halldórsson- ar, vann Stavanger, 28-24, en Róbert Rafnsson og félagar í Kristiansand töpuðu fyrir Fyllingen, 19-17. Skövde, sem mætir Aftureldingu í 8- liða úrslitum borgakeppninnar í handbolta, vann Ystad, 30-27, á úti- velli í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Marcus Wallgren skoraði 9 mörk fyrir Skövde sem er áfram 15. sæti, átta stigum á eftir toppliðinu. Scenska landslióió í skíöagöngu hef- ur tilkynnt aö það taki ekki þátt i vetrarólympíuleikunum i Nagano ef Alþjóða skíðasambandið stendur viö þá fyrirætlan sína að draga úr lyfja- prófum 1 skíðagöngu. Válerenga, lið Brynjars Gunnarsson- ar i norsku knattspymimni, er að reyna aö kaupa Pascal Simpson, Sví- ann öfluga hjá AIK. Sncefell hélt áfram sigurgöngu sinni I 1. deild karla í körfubolta í fyrra- kvöld og vann Selfoss, 112-64, í Stykk- ishólmi. Snæfell er efst með 12 stig í sex leikjum en síðan koma Stjaman, Þór Þ. og Höttur með 10 stig hvert. írar hrepptu heimsbikar landsliða í golfi i fyrrakvöld í fyrsta skipti í 39 ár þegar þeir sigmðu á mótinu sem þá lauk í Suöur-Karólínu í Bandaríkjun- um. Paul McGinley og Padraig Harr- ington léku fyrir hönd íra. Jóhannes B. Jóhannesson komst í gær í 32 manna úrslit á heimsmeist- aramótinu í snóker sem nú stendur yfir í Zimbabwe. Kristján Helga- son er hins veg- ar fallinn úr keppni. Riðlakeppninni lauk í gær og Jó- hannes og Krist- ján náðu sama árangri, unnu báðir 6 leiki af 9. Það dugði Jóhannesi í sin- um riöli en ekki Kristjáni. -VS Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson........Val Bergsveinn Bergsveinsson Aftureld. Reynir Þór Reynisson.......Fram Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson.......Drammen Páll Þórólfsson .....Aftureldingu Róbert Sighvatsson.....Dormagen Geir Sveinsson..........Wuppertal Konráð Olavsson .. Niederwúrzbach Ólafur Stefánsson......Wuppertal Amar Pétursson ........Stjömunni Jason Ólafsson ......Aftureldingu Róbert Duranona .........Eisenach Patrekur Jóhannesson........Essen Valdimar Grimsson .... Stjömunni Júlíus Jónasson.........St. Gallen Dómarar á leiknum í Reykjavík koma frá Spáni og heita Vicente Breto og Jose Antonio Huelin. Þetta er þriðja alþjóðlega dómarapar Spán- vetja Sigurður Jónsson. Siguröur á 9 milljónir Skoska knattspyrnufélagið Dun- dee United greiöir Örebro í Svíþjóð 9 milljónir islenskra króna fýrir Sigurö Jónsson. Félögin komust að samkomulagi um þetta um helgina og Sigurður skrifaði í gær undir samning við Dundee United til hálfs þriðja árs, eða til vorsins 2000. Siguröur lék óvænt síðustu 20 mínútumar með Dundee United gegn Celtic í úrvalsdeildinni á laug- ardag og búist er við því að hann verði með í úrslitaleik sömu liða um skoska deildabikarinn næsta laugardag. Skoska dagblaðið Dundee Couri- er birti viðtal viö Sigurð í morgun. Þar sagði hann meðal annars að fýrir sig væru þessi félagaskipti mikil áskorun. „Ég þarf að laga mig að hraðan- um í skosku knattspymunni sem er mun meiri en í Svíþjóð. Helsta vandamálið sem stendur er það að það er mánuöur síðan tímabilinu lauk í Svíþjóð og ég hef ekkert æft, aðeins hlaupið sjálfur til að halda mér viö. Þetta mál tók heldur lengri tíma en ég bjóst við en ég er mjög ánægður með að allt skuli vera í höfh,“ sagði Sigurður meðal annars við blaðið. -VS Eiður Smári Guðjohnsen : „Langt niðri“ DV, Belgíu: Margir em búnir að gleyma Eið Smára Guðjohn- sen og jafnvel afskrifa hann sem toppknattspyrnumann vegna langvarandi meiðsla. Eiður Smári, sem er 19 ára gamall, var eitt mesta efni sem ísland hefur átt þegar hann gerði samning við hol- lenska stórliðið PSV Eind- hoven. Lífið hefur ekki verið dans á rósum hjá piltinum því síðasta eitt og hálfa árið hefur hann átt í þrálátum meiðslum. Var tæklaður aftan frá „Upphafið af þessu öllu gerist í landsleik með 18 ára landsliði Islands á írlandi. I umræddum leik var ég tækl- aður niður aftan frá og var borinn af leikvelli. Síðar kom í ljós að ég var brotinn. Þegar þetta gerðist var ég búinn að leika 13 leiki með PSV, í sjö þeirra var ég í byrjunarliðinu. I Evrópu- keppninni kom ég inn á sem varamaður gegn Barcelona. Á þessum tímapunkti virtist framtíðin björt og mér gekk allt í haginn. Stuttu síðar reið ógæfan yfir. Nokkrum dögum síðar átti PSV að leika til úrslita í bikamum og ég var að sjálfsöðgu fjarri góðu gamni. Forrráðamenn PSV voru mjög tregir að gefa mig lausan í leikinn á móti írum og reyndar spruttu upp deilur um hvort ég færi. Sjálfur vildi ég fara þvi ég hef mjög gaman af að leika fyrir Islands hönd,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þegar DV sótti hann heim til Eindhoven á dögunum. Eiður Smári sagði að við fyrstu sýn hefðu meiðslin ekki sýnst svo alvarleg. „Ef allt hefði gengið að óskum átti ég að ná mér góðum á 4-6 mánuðum. Nú er ég hins vegar farinn að efast aö mér takist að ná fullri heilsu.“ Samningnum viö PSV sagt upp? „Það koma dagar sem ég efast um það því nú þegar hefur farið langur tími í meiðslin. Ég er bjartsýnis- maður að eðlisfari og innst inni vona ég enn þá það besta. I lok síðasta tímabils kom vonarglæta þegar ég gekkst undir uppskurð hjá einum besta skurðlækni Belga. Sá uppskurður var ekki umflúinn því það voru komnir samgróningar í beinið. Ég lék fimm leiki með varaliðinu og allt virtist á réttri leið. Ég fann ekki fyrir neinum verkjum, var bara stífur og þurfti um fram allt að koma mér í þjálfun. Ég fór í sumarfrí heim til íslands og æfði þar. Síðar um sumarið tóku meiðslin sig upp að nýju þegar ég hafði æft með PSV í um tvær vikur. Það mætti ætla að ég hafi verið í góð- um höndum þar sem liö á borð við PSV ætti að hafa á snærum sínum góða lækna. I dag hef ég það á tilfinning- unni að svo hafi ekki verið. Núna stend ég frammi fyr- ir þeirri staðreynd að þuifa að flytja aftur til íslands en svo gæti farið að samning- um mínum við PSV verði sagt upp. Málin gætu líka þróast á þann veg að ég fengi enn meiri tíma. Ég geri allt sem í mínu valdi stendur og fer til allra lækna sem mér er bent á.“ Mikiö fjárhagstjón „Ég hef orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni en það er mjög sárt að þurfa að vera uppi í stúku og horfa á fé- laga sína leika. Strákarnir í hópnum eru mjög vingjarn- legir í minn garð og ég fylgi honum hvert sem farið er. Þó er geysilega erfitt að vera ekki þátttakandi á æfingum og í kappleikjum. Knattspymulega séð er ég langt niðri. Héðan í frá er kannski engin leið nema upp á við,“ sagöi Eiöur Smári. -KB Hermann góður gegn Tottenham Crystal Palace vann í gærkvöld góðan útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu, 0 -1. Shipperley skoraði sigurmark Palace á 57. mínútu. Hermann Hreiðarsson átti mjög góðan leik fyrir Palace en ekkert gengur enn hjá Tottenham og nýr framkvæmdastjóri á mikiö verk fyrir höndum. -SK Bland í poka Kristján nokkur Jóhannsson hefur samiö til 3ja ára viö ÍA i fótboltan- um en hann lék áður með Reyni Sandgerði. Ekkert er til i kjaftagangi þess efnis að Egil 01- sen, landsliðsþjálf- ari Norðmanna, sé aö taka við liði Wimbledon í enska boltanum. Egil Olsen var á dögunum á leik Man. Utd og Wimbledon og var aö skoöa ijóra norska landsliös- menn. Aöalfundur og máíþing Knattspyrnuþjálfarafélags íslands fer fram á Hótel Sögu, laugardaginn 6. desember n.k. kl. 13. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, málþing: - Knattspyrna í kreppu. - Framsöguerindi: Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV Pallborðsumræður: Ásgeir Sigurvinsson Bjarni Jóhannsson Gústaf Björnsson Vanda Sigurgeirsdóttir Þátttökugjald kr. 1000 fyrir félagsmenn, kr. 2000 fyrir ófélagsbundna. (hægt er að ganga í félagið á staðn- um). Dagskrá lýkur með léttum veitingum. Stjórnin i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.