Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 Fréttir ^ Bullandi óánægja innan íþróttahreyfingarinnar: Afengiskaflan um hent út - úr stefnuyfirlýsingu um forvarnir og flkniefni Bullandi óánægja er nú innan íþróttahreyflngarinnar vegna af- greiðslu þings íþrótta- og Ólympíu- sambands íslands á kafla um áfengi- svarnir fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða stefnuyfirlýsingu í nokkrum liðum um forvamir og fíkniefni. Stefnuyfirlýsingin var lögð fram á þinginu til umræðu og afgreiðslu. í henni var m.a. kafli um áfengis- neyslu og áfengisauglýsingar. Sam- kvæmt honum átti að banna áfeng- isneyslu iðkenda, þjálfara og leið- toga við hvers kyns tilefni í íþrótta- starfinu, t.d. í æfinga- og keppnis- ferðum. Einnig að halda neyslu tó- baks, áfengis og annarra fikniefna utan skemmtana á vegum íþrótta- hreyfingarinnar. Loks kvað yfirlýs- ingin á um að virða bann við aug- lýsingum á áfengi og tóbaki og birta ekki slíkar auglýsingar í íþrótta- mannvirkjum, á keppnisbúningum eða annars staðar þar sem íþróttir koma við sögu. Samkvæmt heimildum DV urðu miklar umræður um ofangreinda þætti á þinginu og voru skoðanir mjög skiptar. Það vakti athygli að tveir áhrifamenn i íþróttahreyfing- unni, sem jafnframt eru áfengisinn- flytjendur, töluðu gegn áfengiskafla yfirlýsingarinnar og voru mjög harðorðir. Voru helstu rök þeirra þau að ekki ætti að samþykkja hluti sem ekki væri hægt að framfylgja. Síðan var gengið til atkvæða- greiðslu og var yfirlýsingin ekki samþykkt fyrr en áfengisliðurinn hafði verið felldur út eins og hann lagði sig. Umrædd stefnuyfirlýsing var unnin af nefnd sem vinnur að sam- eiginlegu forvarnarverkefni Ung- mennafélags íslands og íþrótta- og Ólympíusambandsins. Hún var samþykkt nær óbreytt á þingi Ung- mennafélags íslands sem haldið var helgina fyrir þing sambandsins. -JSS Þórólfur Þórlindsson: Höldum okkar striki „Nefndin er að vinna að því að undirbúa átak um forvarnir og hún mun halda sínu striki," sagði Þórólfur Þórlindsson pró- fessor við DV. Þórólfur er formaður nefndar þeirrar sem vann undirbúnings- vinnu að stefnuyfirlýsingunni er lögð var fram á þingum UMFÍ og ÍSÍ. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um niðurfellingu áfengiskafl- ans á ÍSÍ- þinginu að svo stöddu. -JSS Forseti ISI: Vildi upphaf- legu tillöguna „Ég flutti tillöguna eins og hún var í upphafi og vildi að hún yrði samþykkt þannig því íþróttir og áfengi fara ekki sam- an,“ sagði Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ. Ellert sagöi að íþróttahreyf- ingin gæti þó tæpast verið í hlutverki siðapostula, þ.e. að banna fullorðnu fólki að neyta áfengis. „Viö erum ekki bind- indishreyfing. Þetta er frjáls hreyfing sem vill ekki boð og bönn heldur góð ráð.“ -JSS Hart var deilt um áfengisauglýsingar á þingi Iþróttasambands íslands. Þeir sem vilja banna alfarió áfengisauglýsingar uröu undir á þinginu. Tvískinnungur - segir formaöur Aftureldingar „Hvað varðar áfengisauglýsing- £u-nar þá er svo mikill tvískinn- ungur ríkjandi í þeim efnum að það er ekki hægt færa rök fyrir því að þær stríði gegn landslögum meðan þær dynja yfir okkur á skiltum og í sjónvarpi. Þetta fær maður óþvegið framan í sig,“ sagði Ingibjörg B. Jóhannsdóttir, formaður Aftureldingar. Ingibjörg var fulltrúi á þingi ÍSÍ og mælti mjög gegn því að fella áfengiskafl- ann út úr stefnuyfirlýsingunni. Hún kvaðst vera ánægð með að ÍSÍ skuli sinna forvarnarmálum en þar yrði einnig að taka á áfeng- isþættinum. „Það kom mér svolítið á óvéirt að þær skoðanir skyldu koma fram á þinginu að við ættum ekki að vera að skipta okkur af þessu. Annar áfengisinnflytjandinn tók svo sterkt til orða að það ætti að henda þessu plaggi. Ég er ósam- mála vegna þess að æskan, íþrótt- ir, áfengi og vímuefni fara ekki saman. Iþróttahreyfingin setur niður við að þora ekki að taka á þessum málum. Við vitum að sum íþróttafélögin eru rekin á styrk frá þeim sem flytja inn áfengi og eru þar af leiðandi að auglýsa það á íþróttamannvirkjum. Er virki- lega svo illa komið fyrir íþrótta- hreyfingunni að við ætlum að reka hana á áfengisauglýsingum og ógæfu unga fólksins?" JSS Dagfari Mikið var það nú gott að heyra Kristínu Ástgeirsdóttur lýsa því yfir að hún ætti sig sjálf. Þaö er ekki á hverjum degi sem maður heyrir fólk gefa svona yfirlýsingar. Stundum er jafnvel spurning um það hvort það eigi sig sjálft og jafn- vel þótt það eigi sig sjálft, er fólk ekki alltaf meðvitað um að það eigi sig sjálft. Langflestir alþingismenn halda að flokkurinn eigi þá. Svo er að minnsta kosti óneitanlega hægt að álykta miöað við viðbrögð þing- manna, ræður þeirra og atkvæði. Annaðhvort er þeim ekki sjálfrátt eða þá að þeir halda að flokkurinn eigi þá. Fæstir tala af viti, og þeir sem tala, tala eins og flokkurinn vill að þeir tali. Það er í rauninni býsna athyglisvert, þegar það er haft í huga að margt af þessu fólki sem situr á þingi hafði á sínum tíma orð á sér fyrir að vera sjálf- stætt hugsandi og það gaf líka kost á sér á þeirri forsendu að raddir þeirra heyrðust inni á hinu háa al- þingi. En jafnskjótt og búið er að kjósa þetta sama fólk og þingmenn eru þessum nýja vanda þegar einn al- þingismaður gengur laus í þinginu og lætur ekki að stjóm? Þeir geta náttúrlega reynt aðferð Halldórs samgönguráðherra og gleymt nafninu hennar. Þeir geta reynt að láta sem hún sé ekki til. Ef Kristín ætlar að halda þessari ósvinnu áfram og haga sér sam- kvæmt eigin höfði verður að setja nýja reglur í þingsköp og flokkam- ir verða að koma böndum á Krist- ínu, nema þá að einhver annar flokkur geri henni tilboð um að ganga í raðir sínar, til að forða því stórslysi að þingmaður gangi laus á alþingi, án þess að einhver eigi hann. Hér eru góð ráð dýr. Kvennapólitíkin og kvenfrelsið gekk aldrei út á það að fólk ætti sig sjálft. Frelsið var háð því að Kvennalistinn ætti þingmenn sína. Annað verður að minnsta kosti ekki skilið af Kristínu þingmanni, sem hefur gefið út sérstaka yfirlýs- ingu þar að lútandi. Annars hefði sú yfirlýsing aldrei verið geftn. Dagfari Égá sestir inn á löggjafarsamkunduna i nafni þess flokks sem það bauð sig fram fyrir, er eins og skrúfað sé fyrir allt sjálfstæði og allar per- sónulegar meiningar og blessað fólkið, sem kallar sig þingmenn, er múlbundið og niðumjörvað og má sig hvergi hreyfa fyrir flokkspekt. Sem lýsir sér kannske best í því viðhorfi sem kemur fram í yfirlýs- ingu Kristínar að nú loks og þá að- eins eigi hún sig sjálf, þegar hún er gengin úr þeim flokki sem hún til- heyrði. Fram að þessu hefur sem sagt flokkurinn átt hana. Það er ekki fyrr en hún hættir i flokknum sem hún á sig sjálf. Þetta nýfengna frelsi Kristínar er auðvitað áfall fyrir Kvennalist- ann og pólitíkina vegna þess að ís- lensk stjórnmál ganga út á það að fólk viðurkenni að það eigi sig ekki sjálft. Það eru flokkamir sem eiga þingmennina og hver sá sem lýsir yfir sjálfstæði sínu er að segja flokkunum og pólitíkinni stríð á hendur. Kristín sem sagt gengur laus á alþingi og enginn getur gert tilkall til hennar og enginn á hana nema hún sjálf. mig sjálf Hvers lags verður þetta eigin- lega? Verða sett bönd á hana? Verður hún sett í strafi? Verður henni bannað að tala eða greiða at- kvæði? Hvemig ætlar ríkisstjórnin og stjóm þingsins að bregðast við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.