Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 25 Fréttir Árskógsströnd: Sjóðandi heitt vatn Nú liggja fyrir niðurstöður kísil- efnamælinga sem gerðar voru við hina nýju borholu á Brimnesborg- um á Árskógsströnd. Þær benda til að sú æð sem nú er tekið úr sé hluti af hitakerfi sem getur gefið 80-90 gráða heitt vatn og í nágrenni nú- verandi borholu sé að finna veru- lega heitara vatn en það sem nú kemur upp. Núverandi hola gefur um 55 sekúndulítra af 74 gráða heitu vatni. Að sögn Kristjáns Snorrasonar oddvita er um fyrstu mælingar að ræða og í raun þarf að dæla mun lengur til að endanlegar niðurstöð- ur faist. Þetta eykur til muna bjart- sýni manna því þarna er fundið öfl- ugt svæði sem ekki var vitað um áður og líklegt að þarna finnist mun heitara vatn en áður. Þetta eru mikilsverðar upplýsingar sem gefa vísbendingu um að þarna sé fram- tíðarveitusvæði fyrir utanverðan Eyjafjörð, jafnvel allan Eyjafjörð ef þessar mælingar standast. Nánari upplýsinga er beðið með eftirvænt- ingu. Kristján sagði að þetta væri mjög jákvætt fyrir uppbyggingu hitaveitu á Árskógsströnd og hugsanlega tengingu hennar við Hitaveitu Dal- víkur. Ef horft er fram hlýtur frarri- tíðaruppbyggingin að felast í sam- eiginlegri uppbyggingu veitnanna. -hiá RÝMINGARSALA Yid rýfflum fytir jóloKópunum C 20 - 80 %Afeláttur Dragtar jakkar Kr. 3*999« Si'ðar kápur Kr. 4.999. Aa».- 22 m fluh þe// RuHur fró 990. Blú//ur fró 1.990. Ye/H fró 1.990. Pil/ fró 1.990. o. m. fl. fjíáþusalan Snorrabraut 56. Sími 562 4362. Sigið í Súgandisey. DV-mynd Blrgitta Skátar síga í björg DV, Stykkishólmi: Krakkarnir í dróttskáta- sveitinni Oríon í Stykkis- hólmi þjást ekki af loft- hræðslu. Þeir sigu niður háan hamravegginn á Súg- andisey nú nýlega og vöktu töluverða athygli bæjarbúa. Að sögn Einars Þórs Strand, foringja sveitarinn- ar, er dróttskátasveitin einnig ungliðasveit björgun- arsveitarinnar Berserkja og var þessi æfing í sigi sam- starfsverkefni beggja þessara aðila. Krakkarnir, sem flest- ir eru á aldrinum 14-16 ára, höfðu gaman af þessu og flestir létu þeir sig vaða nið- ur án þess að hika. -BB HÚSAFRIÐUNARSJÓÐUR Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunar- sjóðs, sbr. ákvæði þjóðminjalaga nr. 88/1989 sbr. lög nr.43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsafriöunarsjóð nr. 479/1993. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: -undirbúnings framkvæmda, áætlunargerðar og tæknilegrar ráðgjaf- ar og til framkvæmdar vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum hús- um og húsum sem hafa menningarlegt og listrænt gildi. -byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafrið- unarnefndar ríkisins og sækja um styrki áður en framkvæmdir hefj- ast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1998 til Húsafriðunar- nefndar ríkisins, Þjóðminjasafni íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykja- vík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 2475 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsafriöunarnefnd ríkisins Lóðaútlutun Kársneshöfn - Kópavogi Hafnarstjórn Kópavogsbæjar auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til úthlutunar á athafnasvæði Kársneshafnar: 1. Hafnsækinn iðnaöur. Fimm lóðir við Bakkabraut 6-14 undir eins til tveggja hæða iðnaðarbyggingar um 450 m2 að grunnfleti. Vegghæð um 6,5 m. Stærð lóða 1.500 til 1.700 m2. 2. Útgerö og fiskvinnsla. Lóð við Bakkabraut 9 undir einnar hæða byggingu um 600 m2 grunnfleti fyrir útgerð og fiskvinnslu. Vegghæð um 4,5 m og mænishæð 6,5 m. Stærð lóðar um 3.000 m2. 3. Útgerö og fiskvinnsla. Tvær lóðir, Bakkabraut 11 og 13, undir eins til tveggha hæða byggingar um 600 m2 að grunnfleti. Æskileg landnotkun tengd útgerð og fiskvinnslu. Vegghæð 7,0 m og mænishæð um 10,0 m. Stærð lóða 2.300 til 3.800 m2. 4. Útgerö og fiskvinnsla. Lóð við Bakkabraut 13a undir einnar hæða stálgrindarhús um 1.700 m2 að grunnfleti fyrir útgerð og fiskvinnslu. Vegghæð 8,0 m og mænishæð 10,0 m. Stærð lóðar um 5.000 m2. 5. Veiöafærageymslur og aöstaöa fyrir smábátaeigendur. Sex lóðir við Bakkabraut 7 (a-f) undir veiðafærageymslur og aðstöðu fyrir smábátaeigendur. Byggingar yrðu að hluta til steinsteyptar, 10x10 m að grunnfleti. Vegghæð um 5,5 m með möguleika á millilofti. 6. Vörugeymslur. Inn- og útflutningur. Um er að ræða eina lóð, Bakkabraut 15, um 15.000 m2 sem hugsanlega mætti skipta í fleiri lóðir. Á lóðinni má byggja allt að fjórar stálgrindarskemmur 58x24 m eða um 1.400 m2 að grunnfleti hver um sig eða alls um 5.600 m2. Vegghæð er áætluð um 5,0 m. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar svo og umsóknareyðublöð liggjaframmi áTæknideild Kópavogsbæjar, Fannborg 2, III. hæð kl. 9.00-15.00 alla virka daga. Uppdrátturinn hér til hliöar sýnír samþykkt deiliskipulag hafnarsvæöisfns frá 1989. Óski umsækjendur eftir frávikum frá því m.a. hvaö varöar lóöarstærö og gerö bygginga mun hafnarstjórn fjalla sérstaklega um þær meö breytingar á gildandi deiliskipulagi í huga. Nánari upplýsingar eru veittar á Bæjarskipulagi Kópavogs í síma 554 1570. Hafnarstjórinn í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.