Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1997, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 mm 15 Þetta er besta nafn í heimi segir Nótt Thorberg Þetta er gott nafn og þaö hefur vaxið með mér. Ég er víst eina konan sem heitir þessu nafni sem aðalnafni. Mér finnst þetta besta nafn i heimi,“ segir Nótt. Á síðustu árum hafa að minnsta kosti fjögur stúlku- börn verið skírð nafninu Nótt sem öðru nafni. Nótt telur víst að mannanafna- nefnd hafl lagt bann við því að nafnið sé notað eitt og sér. Nótt er nemandi í Mynd- listarskólanum og vissulega hljómar nafnið listamanns- lega. „Já, það er líklega rétt enda veit ég um konu sem hefur tekið upp listamanns- nafnið Nótt. Ég sjálf hef not- að millinafnið mitt, Thor- berg, eftir að ég hóf mynd- listarnámið. Ég vil ekki að fólk haldi að nafnið mitt sé eitthvert platnafn," segir Nótt. En hvemig vildi til að for- eldrar hennar völdu þetta nafn? „Þau þekktu það úr Snorra-Eddu og Ála flekks sögu. Annars held ég að þeim hafi einfaldlega þótt þetta fallegt nafn,“ segir Nótt. Nótt segist hafa sloppið við stríðni sem bam enda Patrekur Jóhannesson handknattleiksmaður: alin upp í Svíþjóð. „Ég gekk undir nafnin Nóttý þar og reyndar kalla sum- ir í fjölskyldunni mig því nafni enn. Ég fann örlítið fyrir því að ég hét óvenju- legu nafni eftir að ég flutti heim á unglingsárunum. Það hefur samt aldrei háð mér né farið í taugarnar á mér því ég er svo sátt við nafnið." Nóttar eða Nætur Nafnið Nótt veitist sum- um erfitt í beygingu og í bókinni Nöfn íslendinga eru gefin upp eignarfollin til Nóttar og til Nætur. En hvemig beygir Nótt nafn- ið sitt? „Ég hef aldrei beygt það vegna þess að mér finnst það ekki fara vel. Hins vegar hafa pabbi og mamma aldrei verið sammála um þetta. Pabbi segir til Nóttar og mamma til Nætur. Þannig að við emm hvert með sína út- gáfuna," segir Nótt Thor- berg Bergsdóttir að lok- um. -aþ Nótt Thorberg Bergsdóttir. gaman að heita algengu nafni Patrekur Jóhannesson hefur getið sér gott orð sem handknattleiksmaður með Stjörnunni, KA, Essen í Þýskalandi og síðast en ekki síst með íslenska landsliðinu. Þessi öflugi strákrn- er löngu orðinn þjóðþekktur en það er líklegt að skímamafn hans hafi ekki verið mjög ofarlega í huga þjóðarinnar áður en hann fór að ná langt. Patrekur hafði hins vegar ekki hugmynd um hvers vegna hann var skírður þessu nafni. „Þú verður eig- inlega að spyrja mömmu að þessu. Ég hef aldrei gert það,“ sagði hann og hló við. „Ætli henni hafi ekki bara fundist þetta fallegt nafh þó að það sé óvenjulegt." Hann bætti þó við að líklega sé þetta komið úr kaþ- ólskunni en öll fjölskylda Patreks er kaþólsk. Alltaf kallaður Patti Patrekur segir að nafnið hafi hins vegar ekki verið mikið notað í sam- skiptum við jafhcddra á yngri ámm. „Ég var alltaf kallaður Patti og það var ekkert óeðlilegt við það. Þegar ég var hins vegar svona 10-12 ára þá fór ég reyndar að taka eftir því að þetta nafn væri dálítið óvenju- legt. Ég hugsaði ekkert út í það áð- ur,“ sagði Patrekur. Hann segir að nafnið Patti hafl haldist við hann áfram. Hann sé jafnvel kallaður Patti í blöðunum. Patrekur hóf að leika með þýska handknattleiksliðinu Essen fyrir rúmu ári. Hann segir að jafnvel þar sé hann kallaður Patti. „Þegar ég er kynntur fyrir leiki er ég meira að segja alltaf kallaður Patti Jóhannes- son. Ég veit ekki af hverju það er. Þetta er bara eitthvað sem þeir ákváðu að gera.“ Patrekur segist vera mjög stoltur af nafninu sínu. „Það er ekkert gaman að heita einhverju mjög al- gengu nafni. Mér finnst þetta skemmtilegt og fallegt nafh og er því að sjálfsögðu mjög stoltur af % því,“ segir hann. Hann segist aldrei nokkurn tím- ann hafa ósk- að þess að heita eitt- h v a ð annað. Nafnið h a f i aldrei verið neitt vanda- mál. -HI Patrekur Jó- hannesson í leik með íslenska landsliöinu. Hann segist alltaf hafa verið stoltur af nafn- inu sínu. Ekkert # SUZUKI ...— Góðir bílar Gott verð Suzuki Vitara V-6, beins., ‘96, kr. 1.990.000. Suzuki Vitara V-6, ssk., ‘96, kr. 2.150.000. Suzuki Vitara JLX, ssk., ‘97, kr. 1.890.000. Suzuki Vitara JLX, ssk., ‘92, kr. 1.180.000. Jeep Cherokee, ssk., ‘88, kr. 890.000. Jeep Cherokee, ssk., ‘89, kr. 1.280.000. Ford Mondeo GLX, ssk., '95, kr. 1.380.000. Opel Astra GL, 4 d., ssk., ‘96, kr. 1.240.000. Suzuki Baleno GLX, 4WD, ‘96, kr. 1.190.000. Toyota 4-Runner, ssk., ‘92, kr. 1.490.000. Hyundai Sonata GLS, ssk., '94, kr. 1.190.000. VW Golf CL, station, beins., ‘96, kr. 1.150.000. Góð greiðslukjör $ SUZUKI SUElllú SllMS HE Skeifunni 17 - Sími 568 5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.