Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Neytendur Umhiröa blóma: i>v Sparnaðarráð Pottablómin vakin Ekki henda Það er ekki alltaf nauðsynlegt að henda hlutum. Oft er hægt að hreinsa hlutina og oftar en ekki verða þeir sem nýir aftur. (Heimild: Stofublóm og innigróður o. fl.) -GLM Nú hækkar sól á lofti og potta- plönturnar okkar fara að taka við sér á ný eftir dimman vetur. Hækkandi sól kallar á breytta um- hirðu blómanna og hér á eftir fylgja nokkur góð ráð sem ættu að koma blómunum í gott form fyrir sumarið. Vítamín fyrir blómin Pottablóm hafa eins og við mennimir gott af því að fá B- vítamín. Best er að leysa eina B- vítamíntöflu upp í einum lítra af volgu vatni og vökva blómið þannig að rætur blómsins njóti góðs af u.þ.b. einu sinni í mánuði. Pottablómin geta ekki sjálf myndað B-vítamín en það er þeim mikilvægt til styrktar viðmóts- þrótti þeirra og styrkingu rótanna. Á þessum árstíma er einnig rétt að fara að vökva pottaplönturnar meira en gert var í skammdeginu. Nú er einnig rétt að gefa plöntun- um blómaáburð í litlum skömmt- um. Áburðargjöfinni skal síðan haldið áfram út vaxtarskeið plönt- unnar, þ.e. fram á haust, en gott er að nota ekki alltaf sama áburðinn, t.d. er hægt að nota tilbúinn áburð og lífrænan áburð til skiptis. Þrátt fyrir að nú sé rétt að vökva blómin meira en áður ber að varast ofvökvun og aldrei skal vökva blómin með ísköldu vatni. Ailar potta- plöntur hafa gott af því að fá smávegis B- vítamín á ræturnar öðru hverju. Betra er að vökva þau oft og lítið í einu og vökva þau alltaf með volgu vatni. Einnig er mikilvægt að gefa blómunum ekki of mikinn áburð, frekar skal gefa þeim daufar blöndur oftar en ella, og varasamt er að vökva alveg þurra blómamold með áburðar- vatni. ilvæg fyrir plönturnar á þessum tima. Ef setja á nýja mold í sama pott og notaður hefur verið áður er mikilvægt að hreinsa hann og þvo vel svo óæskilegar bakteríur safnist ekki saman þar. Grænar pottaplöntur skiptast síðan í tvo hópa þegar kemur að umhirðunni. Annars vegar eru smærri plöntur sem vaxa hratt og þurfa talsverða umhirðu. Hins vegar eru þaö stórar grænar ~ pottaplöntur sem vaxa hægt og taka ekki miklum breyting- um frá ári til árs. Minni plöntur þarf að umpotta reglu- Jega og skipta um mold og nú er rétti timinn til þess. Stærri plönt- urnar geta staðið í sama potti ár eftir ár en þó er gott að taka dálítið af gömlu moldinni efst í pott- Klipp- ing og um- pottun Nú er rétti tíminn til að um- potta og klippa rætur og greinar margra blóm- strandi pottablóma. Ráðlegt er að stytta bæði rætur og greinar blómsins um allt að tvo þriðju. Ný mold er einnig afar mik- inum og bæta nýrri við. Gott er > að gera það núna. Sól og ryk Á þessum tíma er einnig gott að yfirfara blómin alveg með því að taka af þeim visin blöð og greinar og skola af þeim rykið sem vill setjast á blöð og blóm ef ekkert er að gert. Þótt blóm og menn fagni þegar sól hækkar á lofti er rétt að vera á varðbergi gagnvart vorsólinni ef blómin standa í glugga. Nokkrir tímar í steikjandi sólskini í glugga sem snýr i suður geta reynst blöð- um margar blóma óhollir. Á hinn bóginn er einnig mikilvægt að forða blómunum frá dragsúgi og trekki þar sem nætt getur um þau. Það getur því verið kúnst að hirða um pottablómin svo þau prýði heimilið. Nú er rétti tíminn til aö snyrta blómstrandi pottaplönturnar á heimilinu. Skrúfur með spínati og beikoni Þessi ítalski skyndibiti er tilval- inn í hádeginu eða bara hvenær sem hungrið segir til sín. Uppskrift: 340 g pastaskrúfur 225 g nýtt spínat 90 g beikon 1 hvítlauksrif, pressað 1 litill chillipipar, rauður eða grænn 1 lítil rauð paprika 1 lítill laukur 3 msk. ólífuolía salt og pipar Aðferð: 1) Setjið pastaskrúfurnar í sjóð- andi saltvatn og sjóðið í 10-12 mín- útur eða þar til þær eru orðnar mjúkar. Hellið í sigti og skolið. Geymið síðan pastað í skál með vatni á meðan sósan er löguð. 2) Þvoið spínatblöðin vel, fjarlæg- ið stilkana og skerið blöðin i mjóar ræmur. Þvoið þau og látið þoma. 3) Skerið pöruna af beikoninu og skerið það í litla bita. Skerið chillipiparinn og paprikuna í strimla, fjarlægiö kjamana og sker- ið síðan laukinn í þunnar sneiðar. 4) Hitið olíuna í djúpri pönnu. Steikið hvítlauk, lauk, chillipipar, papriku og beikon í u.þ.b. 2 mínút- ur, bætið þá spínatinu við og steik- ið enn í 2 mínútur. Hrærið varlega allan tímann svo hráefnið steikist jafnt. Kryddið með salti og pipar. 5) Látið nú vatnið renna af pasta- skrúfunum og blandið síðan spínatsósunni saman við og berið strax fram. -GLM Það tekur einungis um tuttugu mínútur að laga þennan sanna ítalska skyndirétt. Kúlupennann í rettuna Ef kúlupenn- inn þinn er oröinn klesstur og blekað- ur að framan skaltu stinga honum í sígarettufilter. Þetta á að endur- taka nokkmm sinnum þar til hann er tilbúinn til notkunar. Kertavax í stjakanum Ef kertastjakinn er þakinn kertavaxi hafðu hann þá í frysti í eina klukkustund. Vaxið losn- ar af í flygsum án þess að valda silfrinu nokkram skaða. Einnig er hægt aö láta kertastjakann undir bunu af sjóðheitu vatni og þerra hann svo með bréfþurrku. Sígarettureykur Ef reykur er í stofunni eða svefnherberginu er hægt að bleyta handklæði og veifa því um stofuna. Reykurinn hverfur )á fljótt. Þá er líka hægt að setja litlar skálar með ediki þar sem reykingamenn eru samankomn- ir. Einnig er gott að brenna kerti til að losna við reyk. Demantar Til þess að hreinsa demanta er hægt að setja hvítar sápuflög- ur af mildu þvottaefni og nokkra dropa af ammoníaki i pott af sjóðandi vatni. Setjið demantinn í sigti og dýfið í sjóð- andi vatnið í nokkrar sekúndur. Látið hann kólna og skolið svo. Að lokum skai dýfa honum í skál af spritti í tíu mínútur áður en hann er þurrkaður með pappírsþurrku. Gluggatjöldin í hreinsun Áður en gluggatjöldin eru sett í hreinsun er gott að merkja krókana með bleiku naglalakki áður en þeir eru teknir úr. Þá má sjá hvar þeir vora. Deplam- ir haldast þótt þeir fari í gegn- um hreinsunina. Þá er gott að merkja gluggatjaldalengjur sem hanga í ákveðinni röð fyrir gluggum - talið frá vinstri til hægri. Notið litaðan tvinna og merkið neðst á bakhlið hverrar lengju. Númer 1= eitt langt spor, númer 2 = tvö löng spor o.s.frv. Gætið þess að hnútarnir séu vel bundnir svo að þeir haldi út meðferðina í efnalauginni. Gleraugun og hreinsun Gott er að hreinsa gleraugu með því að nota nokkrar dropa af ediki eða vodka á hvert gler. Þá sjást engar rákir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.