Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 J3"V 36 nn Ummælii J Kosnmga- skjálfti í sam- gönguráðherra „Þaö er greinilega kominn kosningaskjálfti í samgönguráðherr- ann og nokkra þingmenn Sjálf- stæðisflokksins." Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra, í Degi. Best fyrir Akureyri Best er fyrir Akureyri ef hún nær að þroskast eðlilega en kjökrar sig ekki út í kuld- ann og styrkina í skjóli sveit- arstjórans á Seltjamarnesi og þingmanna Akureyrar eða annarra falsspámanna byggðalausnanna.“ Sigurjón Benediktson tann- læknir, í DV. Líkklæöi lýðræðisins „Þegar alræðishneigð, , frekja og kjaft- háttur pðlitískra liðsodda teljast vera „góður póli- tískur stíll“, en málefnin hverfa í skugga per- sónudýrkunar, þá má vissu- lega fara að huga að lík- klæðum lýðræöisins." Sigurður A. Magnússon, ÍDV. Fleiri góðglaðir, færri út úr heiminum „í dag sjáum við fleiri menn, sem eru góðglaðir vegna áfengis, en færri eru út úr heiminum. Greinilegt er að þetta veikara áfengi fer betur i fólk. Áöur þurftum við að slást við menn heilu og hálfu vaktimar." Ólafur Ásgeirsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Akur- eyri, í Degi. Slæmt ástand „Verkalýðsforustan stendur agndofa og harmi slegin yfir þess- um tíðindum ... Við verðum jafn- vel að horfa á fiskinn vaða hér ofansjávar og megum ekki veiða hann.“ Pétur Sigurðs- son, verklýðsforingi á ísa- firöi, um uppsagnir, í DV. Freistingadýrkun „Það er freistingadýrkun í þjóðfélaginu og það er auðvit- að bara Satans verk.“ Árni Björn Guðjónsson, einn forvígismanna Kristilega lýðræðisflokksins, í Degi. Gunnar Páll Tryggvason, formaður Framadaga Háskóla íslands: Kjörin leið fyrir nemendur og fyrir- tæki að ná persónulegum tengslum „Framadagar em atvinnulifsdag- ar Háskóla íslands og markmiðið er að tengja saman á sem skemmtileg- astan hátt nám og atvinnulíf. Fyrir- komulagið er að erlendri fyrirmynd og er þetta í fimmta sinn sem ______ Framadagar eru haldnir. Það var rennt nokkuð blint í sjóinn með þetta til að byrja með en nú má segja að búið sé að slíta barnsskónum því áhuginn hefur cddrei verið meiri og færri fyrirtæki komast að með kynningu en vilja og þá hafa háskólanemar ekki sýnt þessum dögum jafn mikinn áhuga og nú,“ segir Gunnar Páll Tryggva- son, formaður Framadaga Háskól- ans, sem verða í Þjóðarbókhlöðunni 3.-5. mars. Fyrirkomulagið á Framadögun- um er að á morgun og fimmtudag verða haldnir hádegisfyrirlestrar, en sjálfur Framadagurinn er síðan á fóstudag: „Fyrirlestramir eru mjög áhugaverðir fyrir nemendur sem eru að leita fyrir sér í atvinnulífinu. Á morgun verður fyrirlestur um starfsviðtöl og hvemig skal bera sig að í starfsumsóknunum, Frosti Sig- urjónsson verður með fyrirlestur um upplýsingatækni og góð ráð til þeirra sem vilja fara inn á það svið. Á fimmtudag verður Böðvar Þóris- son frá Flögu með fyrirlestur og fjallað verður um í fyrirlestri fram- haldsnám erlendis og síðan verður fyrirlestur um fjármál sem starfs- vettvang sem Bjarni Ármannsson frá FBA flytur. Aðaldagurinn er síðan 5. mars en þá munu um fjörutíu leiðandi fyrirtæki kynna starfsemi sína í Þjóðarbókhlöðunni og teljum við sem að þessu stöndum að þarna sé kjörin leið fyrir há- skólanema og fyrirtæki að ná per- Maður dagsins sónulegum tengslum. Við val á fyr- irtækjum er fjölbreytni höfð að leiðarljós, mest ber þó á fyrir- tækjum sem eru á því sviði þar sem nemendur eru fjölmennastir." Gunnar segir að Framadagamir séu ekk- ert frekar fyrir þá nem- endur sem eru að ljúka námi en aðra nemendur: „Fyrirtækin eru einnig í leit að hæfu sumarfólki og þarna gefst nemendum gott tækifæri til að kanna slík störf og svo eru aðrir nemendur sem eru að leita að lokaverkefni.“ Gunnar segir mikinn undirbún- ing liggja að baki verkefni sem þessu: „Það var strax í október sem skipað var í nefnd og þá var byrjað að senda út kynningarefni og frá þvi í byrjun janúar hefur þetta verið stanslaus vinna við að koma þessu saman. Síðustu daga hef ég ásamt fleirum farið í stofur í skólanum og kynnt verkefnið og það er greinilegt að áhuginn er mikill." Gunnar er á öðru ári í viðskipta- fræði. „Ég hef unnið með náminu en þó ekki und- anfarið þar sem það hef- ur verið meira en nóg að gera við að fylgja Frama- dögum úr hlaði.“ Gunnar sagði áhugmál sín tengjast nám- inu og félagsstörf- um. -HK inu þriðjudags- kvöldið 2. mars kl. 20.30. Á efnisskrá kórsins eru eink- um trúarleg kórlög frá Ameríku en einnig lög eftir Schumann og fleiri. Stjórnandi kórsins er George Háskólakórinn syngur í Norræna hús-French en stjóm- andi íslensku kór- inu í kvöld. Norræna húsið: íslensk og amer- ísk kórtónlist Háskólakór frá The Uni- versity of Minnesota-Crook- ston heimsækir ísland um mánaðamótin á tónleikaferð sinni til Lundúna. Hann heldur tónleika ásamt Há- skólakórnum og kammerkór Háskóla íslands, Vox Academiae, í Norræna hús- anna beggja er Egill Gunn- arsson. Þeir munu einkum flytja íslenska tónlist. Tónleikar Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Einkum er Háskólastúdentum bent á þetta tækifæri til að sjá og heyra kórfélaga úr öðrum heimshluta ásamt sínum eigin kómm Næringarefni Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Eldri borgarar sýna tvo einþátt- unga í Möguleikhúsinu. Ábrystir með kanel og Maðkar í mysunni Leikfélagið Snúður og Snælda, sem er leikfélag eldri borgara í Reykjavík, sýnir um þessar mund- ir tvo einþáttunga í Möguleikhús- inu við Hlemm og er næsta sýning á miðvikudag. í forrétt er sýndur breskur leikþáttur, Maðkar í mys- unni, og í aðalrétt og ábæti nýtt íslenskt verk, Ábrystir með kanel, eftir Sigrúnu Valbergsdóttur en hún skrifaði verkið sérstaklega fyrir Snúð og Snældu. Leikhús í fyma verkinu segir frá sex konum á Englandi, sem eiga fleira sameiginlegt en virðist i fljótu bragði. Ábrystir með kanel gerist í rammíslensku umhverfi, á sveitabæ í afdal þar sem boðið er upp á bændagistingu og reyndar hafa nýjar aðferðir í markaðssetn- ingu gert það að verkum að eldri borgarar streyma á staðinn. Að þessu sinni taka ellefú leik- arar þátt í sýningunni. Þau em: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Að- alheiður Sigurjónsdóttir, Guðlaug Hróbjartsdóttir, Guðrún Jóhann- esdóttir, María H. Guðmundsdótt- ir, Ólöf Jónsdóttir, Sigmar Hró- bjartsson, Sigrún Pétursdóttir, Theódór Halldórsson, Þorgeir Jónsson og Þorsteinn Ólafsson. Leikstjóri er Helga H. Jónsdóttir. Bridge Þetta spil kom fyrir á HM í sveita- keppni fyrir fjórum áratugum í leik ítala og Argentínumanna. í opnum Scd voru sagnir og spilamennska í rólegri kantinum. Vestur var gjafari og allir utan hættu. Eftir þrjú pöss opnaði suður á einum tígli, félagi hans í norður sagði 1 spaða og suð- ur eitt grand sem varð lokasamn- ingurinn. Sagnir tóku villtari stefnu í lokuðum sal: * K973 * 84 * Á104 * D873 4 1083 * KG73 •f D52 * G62 4 ÁG5 •» 1062 4 KG86 * Á105 Vestur Norður Austur Suður Pass pass 1 * * dobl Pass 14 pass pass 1 grand p/h Sögn vesturs er ekki mjög greind- arleg eftir þriðju handar opnun fé- laga og vömin gaf ekki mörg tæki- færi. Útspil norðurs (Chiaradia) var spaðaþristur og DíAlelio, sem sat í suður, átti slaginn á gosann. Hann skipti yfir í tfgul og Chiaradia átti slaginn á tíuna. Nú tóku ítalimir 8 slagi á spaða og tígul og sagnhafi tók áhættu í af- köstunum. Hann hélt eftir 4 hjört- um heima og laufgosanum blönkum en 3 hjörtum í blindum og kóngnum öðrum í laufi. Chiaradia var inni og spilaði laufdrottningu sem tryggði 4 slagi til viðbótar á þann lit. Vörnin fékk því 12 slagi í einu grandi dobluðu. Samkvæmt reikningsreglum þess tíma var spil- ið 1100 niður (en væri 1400 með reikningsaðferðum nútímans). ítalir náðu HM-titlinum þriðja skiptið i röð í þessari keppni. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.