Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 27 DV Fréttir 1000 ára kristni i landinu: Þingeysk hátíð við Goða- foss og Ljósavatn DV, Akureyri: Þingeyingar hafa haf- ið undirbúning að há- tíðahöldum sínum vegna 1000 ára kristni í landinu og halda hátíð- ina 6. ágúst á næsta ári við Ljósavatn og Goða- foss. Eitt af því sem undir- búningsnefnd Þingeyj- arprófastsdæmis hefur ákveðið í tengslum við hátíðahöldin er flutn- ingur á ljóði sem teng- ist þeim atburðum er áttu sér stað við Goða- foss við kristnitökuna er Þorgeir Ljósvetn- ingagoði varpaði goðun- um í fossinn. Undirbúningsnefndin efnir því til ljóðasam- keppni þar sem núlif- andi skáld þjóðarinnar eru hvött til dáða að yrkja ljóð (sálm) sem að innihaldi lýsi hinum forna atburði en jafn- framt horfir á sögu kristninnar í 1000 ár, allt til vorra daga. Sér- stök dómnefnd mun meta ljóðin og verða veittar 50 þúsund krón- ur fyrir besta Ijóðið og bókaverðlaun fyrir ljóð í 2. og 3. sæti. Skilafrestur á ljóðun- um er til 1. maí og skal senda þau til sr. Péturs Þórarinssonar, for- manns undirbúnings- nefndar, í Laufási. Þeg- ar úrslit liggja fyrir mun undirbúnings- nefndin velja tónskáld til að semja lag við besta ljóðið en það verð- ur flutt af öllum kirkjukórum prófast- dæmisins við hátíða- höldin 6. ágúst á næsta ári. -gk Við Goðafoss munu fara fram í sumar hátíðahöld í tilefni þess að 1000 ár verða liðin frá kristnitöku. Félag aðstandenda alzheimersjúklinga efndi nýlega til hádegisverðarboðs í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Tilefnið var meðal annars að nú er ár aldr- aðra en auk þess var þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem aðstoða fólk með alzheimersjúkdóminn boðið til veislunnar. DV-mynd Pjetur leKikon bleksprautuprentarar Hágæða útprentun - frábær hönnun 1 JP 90 ferðaprentarinn, rainnsti prentarinn á markaðnum sem býður upp á möguleika á litaútprentun. 1 JP192 fyrirferðalítill og nettur heimilisprentari, JP 883 prentarí hámarks Ijós- myndagæðum í allt aö 1200 punkta uppiausn, jafnvel á venjulegan pappir. Olivetti prentaramir bjóða upp á áfyllanleg blekhylki sem dregur verulega úr rekstrarkostnaði, neytendum til hagsbóta. Verð frá kr. 11.900 með vsk i. flSTVfllDSSON HF. Skiphotti 33,105 Reykjavík, simi 533 3535 Uppsagnahrina í ísafjarðarbæ DV, ísafjarðarbæ: Sextíu manns hafa fengið uppsagn- arbréf á síðustu vikum í ísafjarðar- bæ. Síðast var 28 manns sagt upp störfum hjá íshúsfélagi ísfirðinga en þar var áður búið að segja upp tveim- ur verkstjórum. Þá var tilkynnt 27. febrúar að fyrirtæki með 25 starfs- mönnum yrði lokað í Hnífsdal og flytti starfsemi sína I Kópavog. Básafell sagði svo upp fyrir skömmu 5 starfsmönnum í rækju- vinnslunni eftir að hætt var starf- semi annarrar af tveimur rækju- verksmiðjum fyrirtækisins. Guðni Geir Jóhannesson, stjómar- formaður íshúsfélags ísfirðinga hf., segir ástæður uppsagnanna hjá fyr- irtækin vera uppsafnaða erfiðleika og kvótaskort. -HKr. Reykjanesbær: Starfsmannafjöldi 540 i lok ársins DV, Suðurnesjum: Á árinu 1998 voru stöðugildi hjá Reykjanesbæ alls 395 en starfs- mannafjöldi 503 þar sem margir eru í hlutastörfum. í árslok 1999 er gert ráð fyrir að íjöldi stöðugilda í Reykjanesbæ verði 540 starfsmenn í 441 stöðugildi. Fjölmennasta starfs- stéttin er kennarar og sú aukning sem verður á stöðugildum á þessu ári kemur til af því að í haust tekur til starfa nýr grunnskóli í Reykjanes- bæ, Heiðarskóli. -A.G. Yfir þaö hafnir að hlfta boðum Lögreglan kvartar yfir íjölmiðlamönnum: og bönnum „Það er oft á tíðum til vansa hvem- ig þeir (fjölmiðlamir) fjalla um störf lögreglunnar í skjóli þess að lögreglu- menn geta ekki borið hönd fyrir höf- uð sér vegna þagnarskylduákvæða sem um þá gilda,“ segir í yfirlýsingu Lögreglufélags Reykjavikur, þar sem fagnað er ffamkominni kröfu um op- inbera rannsókn á handtöku Loga Bergmanns Eiðssonar á bmnastað við Hörpu 31. janúar. Lögreglufélagið telur að rannsókn sem þessi geti vonandi leitt hið sanna í ljós og leiðrétt rangfærslur sem fé- lagið telur að hafi komið fram í ýms- um fjölmiölum um handtöku frétta- mannsins. Lögreglumenn virðast ósáttir við ýmsa fjölmiðlamenn og segja: „Sam- skipti lögreglu og fjölmiðlamanna eru sem betur fer oftast með miklum ágætum en þvi miður em innan raða fjölmiðlamanna aðilar sem líta þannig á að í skjóli starfs síns séu þeir yfir það hafnir að hlíta boðum og bönnum sem lögreglan þarf að fram- fylgja vegna starfa sinna," segir í yf- irlýsingu lögreglumanna. -JBP Stærð 102x152 Verð 119.000 Hornbaðker m/nuddi. Tilbúin til uppsetningar Hættulegar kínarúllur hjá Kananum Smiðjuvegi 4a, græn gata, Kópavogi, sími 587 1885. . i - - - - - i : .. 4 -J| Skyndibitaframleiðandi í Kalifom- íu hefur afturkallað tæplega 100.000 kíló af kínarúllum um allan heim, þ. á m. af íslandi. Kínarúllumar vom seld- ar m.a. til herstöðva og keypti Vam- arliðið á Keflavíkurvelli nokkurt magn. í innihaldslýsingu á rúllunum kom ekki fram að þær innihéldu eggjahvítu sem getur reynst fólki með ofnæmi fyrir eggjahvítu stórhættulegt að láta ofan i sig. Friðþór Eydal, upp- lýsingafulltrúi Varnarliðsins, hafði ekki heyrt um kínarúllumar þegar DV hafði samband við hann á fostu- dag. Hann hafði samband við einu verslunina á Vellinum sem kippti þeim úr umferð. Ekki er vitað hversu mikið íbúar Keflavíkurvallar hafa innbyrt af kínarúllunum en þær hafa - að sögn verið nokkuð vinsælar. -hb m 'm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.