Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 íþróttir ETÍ ÍTAUA Staðan í A-deild: Lazio 23 13 7 3 45-22 46 Parma 23 12 8 3 43-22 44 Fiorentina 23 13 5 5 38-20 44 AC Milan 23 12 7 4 34-25 43 Udinese 23 10 6 7 31-29 36 Inter 23 10 5 8 43-30 35 Roma 23 9 8 6 43-31 35 Juventus 23 9 7 7 26-23 34 Bologna 23 8 8 7 28-25 32 Venezia 23 7 7 9 22-29 28 Bari 23 5 12 6 26-31 27 Cagliari 23 7 5 11 31-35 26 Perugia 23 7 4 12 2842 25 Sampdoria 23 5 8 10 22-40 23 Piacenza 23 5 7 11 32-37 22 Vicenza 23 4 9 10 12-28 21 Salernitana 23 5 5 13 23-39 20 Empoli 23 3 8 12 19-39 15 Markahæstir í ítölsku A deildinni: Gabriel Batistuta, Fiorentina .... 18 Hernan Crepso, Parma ............15 Giuseppe Signori, Bolgona.......13 Roberto Muzzi, Cagliari..........12 Marcio Amoroso, Udinese.........12 Marcelo Salas, Lazio.............11 Marco Delvecchio, Roma...........11 Oliver Bierhoff, AC Milan.......10 Simone Inzaghi, Piacenza ........10 Enrico Chiesa, Parma..............9 Hidetoshi Nakata, Perugia ........9 Paulo Sergio, Roma................9 Roberto Sosa, Udinese.............9 Filippo Maniero, Venzia...........9 Youri Djorkaeff, Inter............8 Filippo Inzaghi, Juventus.........8 Roberto Mancini, Lazio............8 Phil Masinga, Bari ...............7 Arturo Di Napoli, Empoli..........7 Leonardo, AC Milan................7 Marco Du Vaio, Salernitana........7 Francesco Palmieri, Sampdoria ... 7 Edmundo, Fiorentina ..............6 Ronaldo, Inter....................6 Ivan Zamorano.....................6 Sinisa Mihajlovic, Lazio .........6 Christian Vieri, Lazio............6 Diego Fuser, Parma ...............6 Ariel Ortega, Sampdoria...........6 Næstu leikir í A-deildinni - 7. mars: Bari-Inter Bologna-Venezia Calgliari-Vicenza Fiorentina-Parma Lazio-Salernitana AC Milan-Piacenza Perugia-Empoli Sampdoria-Juventus Udinese-Parma Nr. Leikur: Röðin 1. Vicenza - Lazio 1-2 2 2. Salernitana - Fiorentinal-1 X 3. Bari - Cagliari 1-1 X 4. Venezia - Udinese 1-0 1 5. Empoli - Sampdoria 0-1 2 6. Atalanta - Napoli 1-1 X 7. Torino - Lecce 3-1 1 8. Trevlso - Monza 3-1 1 9. Reggina - Ravenna 1-1 X lO.Genoa - Ternana 6-1 1 ll.Reggiana - Pescara 0-2 2 12.Rd.Andria - Cosenza 1-0 1 lS.Cesena - Lucchese 1-0 1 Heildarvinningar 34 milljónir 13 réttir 12 réttir 11 réttir 10 réttir kr. kr. kr. kr. JDV Lazio með sterka stöðu - fjögur lið að stinga af í toppbaráttunni á Ítalíu Lazio frá Róm stefnir hraðbyri að sigri í ítölsku deildinni, í fyrsta skipti í 25 ár. Eftir leiki helgarinnar eru lærsisveinar Svens Görans Eriksons komnir með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og ekk- ert i spilunum bendir til að önnur lið í deildinni geti komið í veg fyrir sigur Lazio. Liðið er einfaldlega það besta á Ítalíu um þessar mundir og valinn maður í hverju rúmi í félag- inu. Rómarliðið var þó ekki allt of sannfærandi i leiknum gegn Vicenza en góðum liðum fylg- ir oft heppni, svokölluð meistaraheppni. Það var enginn annar en Júgóslav- inn Sinisa Mihajlovic sem tryggði Lazio sigurinn á lokamínútunni með enn einu markinu beint úr aukaspymu en áður . U hafði Chilebúinn Marcelo Salas mis- f notað vítaspymu. Sven Göran reyndist sannspár Ljóst er að Sven Göran hefur náð að móta gríðarlega sterkt lið enda fékk hann peningana til að kaupa öfluga leik- menn til liðsins fyr- Roberto Baggio, leikmaður Inter, á hér í höggi við Didier Deshamps og Ziro Ferrara hjá Juventus í leik iiðanna um helgina sem lyktaði með markalausu jafntefli. ir tímabilið. Lazio-liðið fór seint í gang og á tímabili í upphafi leiktíð- arinnar sætti Sven Göran Erikson mikilli gagnrýni. En Sviinn snjalli bað stuðn- ingsmenn félagsins að sýna sér og liðinu þolinmæði. Hann sagði að mannskapurinn þyrfti tíma til að ná saman og þegar því væri náð sæi hann fram á bjartari tíma. Þar reyndist Sven Göran sannspár því eftir að liðið komst á sigurbraut hef- ur það verið óstöðvandi og hefur unnið 11 af síðustu 13 leikjum sín- um. „Við emm í þeirri stöðu núna að geta orðið meistarar án þess að þurfa stóla á einhver önnur lið. Lið- ið sýndi frábæran karakter i þess- um leik,“ sagði Erikson eftir leikinn gegn Vicenza. Inter og Juventus hafa valdið vonbrigðum Eftir markalaust jafntefli Inter og Juventus á San Síró leikvang- inum í Mílanó á laugardags- kvöldið misstu bæði lið end- anlega af tækifærinu í að krækja í ítalska meist- sem endað hefur með þjálfaraskipt- um á hvorum tveggja vígstöðvum. Sennilega hafa leikmenn Inter gert sér grein fyrir því möguleikar þeirra á að hampa titlinum eft- irsótta voru úti fyrir leik- inn gegn Juventus. ur mjög dýrmætt," sagði Gianluga Pagliuca, markvörður Inter. Fiorentina gengur illa án Batistuta Fiorentina er að gefa eftir og lið- ið má illa við að vera án Argentínu- mannsins Gabriel Omar Batistuta sem er meiddur. Liðið hefur ekki unnið leik síðan hann meiddist fyr- ir þremur vikum. Það skyldi samt enginn afskrifa Flórensliðið því á góðum degi standast fá lið Fior- entina snúning. Fiorentina, Parma og AC Milan eru liðin sem koma til aratitilinn. Leikurinn var ákaflega bragðdaufur þar sem hvorugt liðið þorði að taka áhættu og úr varð rislítill knatt- spymuleikur. Fyrir mótið áttu sparkspekingar á Ítalíu ekki von á öðru en þessi tvö stóru félög yrðu í baráttunni um meistaratitilinn en annað hefur nú komið á daginn. Liðin hafa bæði valdið vonbrigðum Framundan eru leikir gegn Manchester United í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar og ekki er ósennilegt að leikmenn Inter hafi verið með hugann við þá leiki á laugardagskvöldið. „Við höfum einbeitt okkur vel að leiknum gegn Manchester United og við gerum okkur vel grein fyrir því að mark á útivelli gæti reynst okk- með að veita Lazio harðasta keppni um sigur í deildinni og reyndar hafa þessi fjögur félög skorið sig nokkuð úr öðrum liðum á toppnum. Meistaramir í Juventus hafa ekki verið sannfærandi í vetur og það er mikill munur á þessu liði nú og á síðasta tímabili. Juventus hefur þó heldur verið að rétta úr kútnum upp á síðkastið og hefur ekki tapað leik síðan Ancelotti tók við þjálfun liðsins af Marcelo Lippi. Likt og Int- er gera leikmenn Juventus sér grein fyrir því að vonir um að endur- heimta meistaratitilinn eru foknar út í veður og vind og það eina sem getur bjargað timabilinu er að fara alla leið í meistaradeildinni. Milan loks stöðvað ftir að hafa leikið 10 leiki í röð án taps kom að því að AC Milan beið lægri hlut. Milan- menn sóttu Roma heim og þurftu að sætta sig við 1-0 tap. Þar með töp- uðu leikmenn AC Milan af dýrmæt- um stigum í toppbaráttunni en sig- urinn var kærkominn fyrir Roma sem hefur skort allan stöðugleika á þessu tímabili. -GH Ronaldo enn meiddur Keppnistímabilið hefur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Brasilíu- manninn Ronaldo, leikmann Inter. Kappinn hefúr átt við þrálát meiðsli að stríöa í hné og hefur aðeins náð að spila sex heila leiki með Inter á þess- ari leiktíð. Og af þeim 38 leikjum sem Inter hefur spilað á timabilinu hefur Ronaldo aðeins verið með í 23 þeirra. Talsmaður Inter sagði í gær að nær engar likur væru á að Ronaldo gæti spilað með Inter þegar liðiö sækir Manchester United heim í meistara- deildinni annað kvöld. Hann sagði að stefnt hefði verið að því að Ronaldo yrði klár í slaginn fyrir þennan mikil- væga leik en því miður hefði leikmað- urinn ekki fengið þann bata sem menn vonuðust eftir. Ronaldo lék síð- ast með Inter gegn Bologna þann 27. janúar og síðan hefur hann verið í stöðugri sjúkrameðferð, hæði í léttum leikfimisæfingum og í sundi. Hann mætti á æfingu hjá Inter í síðustu viku en kenndi sér strax meins og varð að hætta. „Það er 99% vlst að Ronaldo verður ekki með gegn Manchester United á miðvikudaginn," sagði forráðamaður Inter. -GH Ronaldo er meiddur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.