Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Sviðsljós Biður Zang um að taka Leo aftur Móðir hjartaknúsarans Leonar- dos DiCaprios, Irmelin, biður nú fyrrverandi kærustu hans, Krist- en Zang, um að taka piltinn í sátt. Þaö er skoðun Irmelin að Leon- ardo og Kristen séu eins og sköp- uð hvort fyrir annað. Kristen sé auk þess sú eina sem hafi ein- hverja stjórn á kappanum. Fyrir um það bil ári sagði Kristen hon- um upp vegna drykkju og kvenna- fars. Hún gaf honum tækifæri aft- ur fyrir jól en gaf honum reisupassann á ný þegar hún frétti að hann hefði verið að skemmta sér með fallegum taí- lenskum stúlkum við kvikmyndatökur í Taílandi. Hjálpar börnunum að finna foreldrana Kvikmyndaleikkonan Nicole Kidman ætlar að hjálpa kjörbömunum sínum tveimur, Bellu, sem er 5 ára, og Connor, sem er 3 ára, að finna foreldra þeirra. Nicole og eiginmaður hennar, Tom Cruise, eru ákaflega hamingjusöm með ættleiddu börnin sín en telja það nauðsynlegt aö börnin fái að vita um uppruna sinn sé þess kostur. Nicole elskar bömin sin ákaflega heitt þó hún hafi ekki fætt þau sjálf í heiminn. Selja brúðkaupið á 300 milljónir Kryddpían Victoria Adams og unnusti hennar, David Beckham, hafa selt brúðkaupið sitt fyrir um 300 milljónir íslenskra króna. Fyrir 300 milljónir ætla Victoria og David að segja frá kynlífi sínu, fyrsta fund- inum og framtíðaráætlunum. Það er sjónvíirpsstöðin Channel 4 í Bret- landi og tímaritið OK! sem hafa tryggt sér birtingarrétt að undirbún- ingi fyrir brúðkaupið og brúðkaup- inu sjálfu. Brúðkaupið verður 28. ágúst næst- komandi. Alla vikuna á undan ætlar Channel 4 að senda hálftímaþætti sem gerðir verða í samvinnu við að- alpersónurnar. Foreldrar Victoriu og Davids munu einnig taka þátt. Þeir fá myndbandsupptökuvélar og um milljón krónur samtals fyrir að taka myndir frá brúðkaupsundir- búningnum. Sjálf vígslan verður sýnd samdægurs. Samkvæmt fréttum æsifréttablaðs- ins News of the World ætla Victoria og David að segja frá fyrsta fundi sínum sem var ást við fyrstu sýn. Eignir Victoriu og Davids eru metnar á 300 milljarða. 300 milljónir bætast í vasa þeirra fyrir brúðkaupið. Símamynd Reuter Vinir þeirra segja frá því hvemig samband þeirra þróaðist í byrjun. Foreldrar parsins segja frá fyrstu viðbrögðum sínum við sambandinu. Auk þess ætlar Victoria að segja frá sérkennilegustu stöðunum sem hún og kærastinn hafa elskast á. David mun segja frá bónorðinu og lesa upp úr ástarbréfum sem hann hefur skrifað Victoriu og fengið frá henni. Victoria sýnir fyrstu teikningarnar af brúðar- kjólnum og sýnt verður er hún mát- ar hann í fyrsta sinn. Og svo ætlar kærustuparið að segja frá vanda- málunum sem fylgja því að vera þekkt fólk og hvemig það er að verða foreldrar. Ekki eru nema nokkrir dagar þangað til von er á fyrsta barni Victoriu og Davids. Lokaþátturinn um þau verður svo á sjálfan brúðkaupsdaginn. Meðal brúðkaupsgesta verða auðvitað hinar Kryddpíumar og félagar Davids í Manchester United. Fyrrverandi Kryddpíunni Geri Halliwell hefur einnig verið boðið. Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell tók þátt f að sýna nýjasta nýtt frá Gai Mattiolo í Míianó um helgina, þar á með- al þennan forkunnarfagra kvöldkjól úr silki. Melanie hitti Don og nýju kærustuna Melanie Griffith var alveg afslöppuð þegar hún hitti nýjustu kæmstu fýrrverandi eiginmanns síns, Dons Johnsons, á dögunum. Og kærastan nýja, Kelley Phleger, er einnig sögð hafa verið hin ró- legasta. Don kom með kærastuna í heimsókn til vinar síns þangað sem Melanie hafði komið með dóttur sina og Dons, Dakota, sem er átta ára. Konumar brostu hvor til annarrar og heilsuðust kurteis- lega með handabandi en Don hafði Eillan hugann, svona út á við er því er virtist, við litlu dóttur sína. Núverandi eiginmaður Mel- anie, Antonio Banderas, var ekki viðstaddur fjölskyldufundinn. Christian Slater og kærasta í íbúðarleit Christian Slater og kærasta hans, Ryan Haddon, eru nú að leita að íbúð í New York. Skötu- hjúin, sem eiga von á bami í vor og hlakka mikið til, hittust á meðferðarstofnun fyrir fikniefnaneytendur í Malibu. Þar hafði Slater verið skipað að fara í þriggja mánaða meðferð eftir að hafa afþlánað tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás og fikniefnamisnotkim. Fermingargjafahandbók MiAvikiiHao'inn 17 marc fvloir hin cívincaola Miðvikudaginn 17. mars fýlgir hin sívinsæla fermingargjafahandbók DV. Þessi handbók hefur þótt nauðsynleg upplýsinga- og innkaupabók fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum. Umsjón efnis: Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir Umsjón augiýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720. Ath. Skilafrestur á vinnsluauglýsingum er til 5. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.